Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 31
31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 Æfing Landhelgisgæslan sinnir meðal annars björgun á sjó. Starfsmennirnir eru ávallt í viðbragðsstöðu og í gær æfðu þeir björgunaraðgerðir á Sundunum í skjóli Esjunnar. Ómar Neyðarlögin nr. 125/ 2008 voru býsna raunsæ um ástand mála á Íslandi og gerðu ráð fyrir raunhæfum úr- lausnum til að mæta þeim ógnarvanda sem fylgdi hruninu eins langt og hægt var. Þýð- ingarmestu einstöku ráðstafanir neyðarlag- anna voru stofnun þriggja nýrra ríkisbanka og færsla innlána og innlendrar útlánastarfsemi gömlu bankanna yfir í nýju ríkisbank- ana. Yfirfærsla lánanna grundvall- aðist á því að þau voru færð í stof- nefnahag bankanna að teknu tilliti til áætlaðra afskrifta einstakra lána. Þær áætluðu afskriftir voru síðan grund- aðar með sérstöku mati Deloitte LLP í London sem yfirfarið var af ráðgjaf- arfyrirtækinu Oliver Wyman. Þær skýrslur sem voru sagðar mikil leynd- arskjöl (þótt leyndinni væri létt af fyr- ir skilanefndirnar) lágu fyrir í apríl 2009. Þá hófst mikill leikur um að semja þyrfti við hina erlendu kröfu- hafa bankanna til að friða þá. Það sem knúði fram þessar aðgerðir var allt annað, það var ICESAVE og vanda- málið Bretar og Hollendingar sem stóðu í vegi fyrir ESB-umsókninni annars vegar og að mál Íslands fengi meðferð hjá AGS. Allt liggur þetta ljóst fyrir þegar skýrsla fjár- málaráðherra frá mars 2011 um end- urreisn viðskiptabankanna er skoðuð og aðeins reynt að lesa milli línanna. Í lok febrúar 2009 ákvað vinstri stjórnin að hefja samningana um ICESAVE og á fundi 3. mars 2009 var skipuð nefnd til að „semja við erlendu kröfuhafa bankanna“ þótt engir aðrir en Bretar og Hollendingar og AGS væru að berja á dyrnar. Þessa vinnu má betur fræðast um almennt þótt margar upplýsingar vanti þar og sé enn haldið leyndum við lestur skýrslu fjármálaráðherrans um endurreisn bankanna. Aðferðafræðin í þeirri vinnu var mismunandi frá einum banka til annars og helgast af mis- munandi aðstæðum þeirra. Í öllum bönkunum var þó vinnan grundvölluð á því að breyta niðurstöðum FME frá október 2008 um stofnefnahaginn og opna skilanefndum gömlu bankanna aðgang að lánasöfnum þeirra nýju til að endurmeta til hækkunar þessi lánasöfn frá niðurstöðu erlendu sér- fræðifyrirtækjanna. Þetta var síðan gert með þeim afleiðingum að mér sýnist uppfærsla þessara lánasafna nú orðin hærri en 300 milljarðar króna og svo álitlegur hluti snjó- hengjunnar að meira að segja nýju fjármálafyr- irtækin eru orðin hrædd við umfangið. Þess vegna hafa þau nýlega sent frá sér skýrslu sem gengur út á það að vara við því að þessi uppfærsla verði greidd erlendum kröfu- höfum of hratt út í formi arðs. Þessi uppfærsla er það sem ég kallaði „skuldsettu endurreisnina“ í fyrirsögn þessarar greinar. Fólk og fyrirtæki hefur verið skuld- sett upp fyrir rjáfur í þágu erlendra kröfuhafa vogunarsjóða fyrst og fremst. Til dæmis um þetta eru mis- tökin við 110% leiðina sem heldur heimilunum í hlekkjum. Í atvinnulíf- inu mun vera algengt að fyrirtækin hafi verið „endurreist“ með allt að 8 x EBITDA og jafnvel biðláni að auki ef betur skyldi ganga en áætlanir gera ráð fyrir. Að óbreyttu mun það þýða að þjóðin verður í skuldafangelsi vog- unarsjóða næstu 10-15 árin og veruleg hætta á stöðnun í hagkerfinu nema annað komi til. Gríska leiðin er íslensk upphaflega. Prufukeyrð hér af AGS og ESB. Við lesum hinsvegar að um- ræðan hér á landi um að frysta eignir þrotabúa bankanna í íslenskum krón- um sé farin að trufla vogunarsjóðina. Sé svo gefast nú tækifæri til að leið- rétta vitleysur vinstri stjórnarinnar og endurstilla efnahag bankanna í takt við upphaflegar ákvarðanir neyð- arlaganna. Til þess þarf stjórn- málamenn með kjark og þor. Upphaf- ið gæti til dæmis verið það að, áður en til kæmi að samþykkja nauðasamn- inga þrotabúanna, bjóða erlendu kröfuhöfunum 5-10 aura fyrir hverja krónu innlendra eigna þeirra. Það verður að láta á reyna ef við ætlum ekki að festast í grískum harmleik. „Þeir fiska sem róa“, það er einmitt leiðarljós vogunarsjóða. Garðabæ í desember 2012. Eftir Víglund Þorsteinsson » Fólk og fyrirtæki hefur verið skuld- sett upp fyrir rjáfur í þágu erlendra kröfuhafa vogunarsjóða fyrst og fremst. Víglundur Þorsteinsson Höfundur er lögfræðingur. „Skuldsett endurreisn“ Ég tók fyrir skömmu þátt í fundi sem Samtök atvinnu- lífsins, Íslandsstofa og utanríkisráðuneytið héldu um áskoranir og sóknarfæri á norð- urslóðum. Á fundinum lýsti ég þeirri skoðun minni, að mestu tæki- færi Íslendinga í framtíðinni tengdust norðurslóðum. Gildir þá einu, hvort horft er til kolvetnisvinnslu, þjónustu við rannsóknir annarra þjóða utan efnahagslögsögu okkar, siglinga, fiskveiða á svæðum sem munu opnast langt í norður, ferða- þjónustu og verklegra fram- kvæmda. Áhuginn á efninu birtist í því að húsfyllir var á fundinum. Ís- lensk fyrirtæki skilja augljóslega hversu gríðarleg tækifæri geta tengst auknum umsvifum á norð- urslóðum. Við þurfum að halda vöku okkar til að geta nýtt þau, og ekki síður vera á varðbergi gagn- vart hættum sem því kunna að fylgja. Í norðurslóðastefnunni, sem ég lagði fyrir Alþingi og samþykkt var í mars í fyrra, eru stjórnvöld og atvinnulífið brýnd til að tryggja að hagsmunir Íslands og tækifæri, m.a. á sviði viðskipta, fari ekki for- görðum í tengslum við fyr- irsjáanlega þróun í málefnum norðurslóðanna. Ég hef skilgreint þau sem forgangsþátt í utanrík- isstefnunni. Ég hef jafnframt beitt utanríkisþjónustunni til að búa í haginn fyrir þessi framtíðarfæri, og jafnframt til að mæta þeim áskorunum sem kunna að fylgja. Góður undirbúningur Þegar fámennt ríki eins og Ís- land með miklar auðlindir og víð- feðm haf- og landsvæði nestar sig fyrir nýja framtíð á norðurslóðum skiptir öflug alþjóðasamvinna sköpum. Við vitum að nýtingu þeirra fylgir áhætta, og þurfum að slá í gadda að forvarnir og við- brögð við mengun og slysum séu fullnægjandi. Þannig verjum við okkar eigin öryggishagsmuni. En um leið er líka dregið úr áhættu fyrir fjárfesta og atvinnulífið. Innan Alþjóðasiglingamálastofn- unarinnar hefur Ísland beitt sér fyrir raunhæfum en strangari við- miðum fyrir skip sem sigla um ísi- lögð svæði. Innan Norðurskautsráðsins hefur á skömmum tíma verið lokið við tvo bindandi alþjóða- samninga, annars vegar um leit og björgun og hins veg- ar samning um sam- eiginlegt viðbragð norðurskautsríkjanna vegna olíumengunar. Sá síðari verður formlega undirrit- aður næsta vor. Það var ánægjulegt og undirstrikar bæði frumkvæði og áherslu ís- lenskra stjórnvalda að báðum samningum var lokið í Reykjavík. Við Íslendingar höfum þannig í nánu samstarfi við nágrannaþjóð- irnar unnið í haginn fyrir áskor- anir framtíðarinnar en að sama skapi þurfum við líka að eiga þétt samstarf við aðrar þjóðir norðurs- ins til að geta nýtt með skyn- samlegum og varkárum hætti þau tækifæri sem gætu verið í boði ef rétt er um árar haldið. Þar skiptir árvekni stjórnvalda og atvinnulífs höfuðmáli. Sóknarfæri fyrir atvinnulífið Sterk staða Íslands varðandi sóknarfærin á norðurslóðum hvílir á legu landsins, nálægð við auð- lindir, sterkum innviðum og síðast en ekki síst þekkingu og færni ís- lenskra fyrirtækja. Fyrir mér er það augljóst að lega landsins gagnvart auðlindum og siglingaleiðum er krækja í fjöl- breytta hafsækna starfsemi. Fjöl- mörg bein og óbein sóknarfæri munu skapast í tengslum við leit og vinnslu á olíu, gasi og stein- efnum innan auðlindaþríhyrnings- ins norður af Íslandi, sem markast af Austur-Grænlandi, Íslandi og Jan Mayen. Þessi þríhyrningur verður í framtíðinni þungamiðjan í tækifærum Íslendinga. Innan hans verður á næstu átta til tíu árum hafist handa við tilraunaboranir og hugsanlega vinnslu. Að auki er lík- legt að hér á landi skapist mik- ilvæg, vel launuð störf í tengslum við þjónustu og mannvirkjagerð vegna vinnslu jarðefna við suður- odda og austurströnd Grænlands. Það liggur líka fyrir að skipaum- ferð mun enn aukast í tengslum við fyrrnefnda auðlindanýtingu og siglingar bæði skemmtiferðaskipa og skipa sem sigla með hráefni og vörur um Norður-Íshafið. Sterk staða Íslands í þessu samhengi hefur ekki farið framhjá fulltrúum annarra ríkja og fyrirtækja sem hafa sýnt vaxandi áhuga á fjárfest- ingum hér á landi, m.a. evrópsk og asísk stórfyrirtæki. Íslensk fyr- irtæki og stofnanir, þ. á m. hafn- arsamlög, verktaka- og tæknifyr- irtæki, ferðaþjónustan, flugfélög, mennta- og rannsóknastofnanir munu njóta góðs af þessari þróun. Landfræðileg staða og auðlindir gefa okkur vissulega forskot en langtímahagsæld byggist á þekk- ingu og mannauði sem getur, ef rétt er á haldið, orðið til í tengslum við þessi umsvif. Við sjáum nú þeg- ar lýsandi dæmi um nýtingu á ís- lenskum mannauði í tengslum við framkvæmdir vegna mannvirkja og orkuvera á Grænlandi. Hægt væri að telja til fjölmörg önnur dæmi, t.d. úr ferða- og flugþjón- ustu, sjávarútvegi og orkumálum. Flest þessara tækifæra hafa orðið til í tengslum við verkefni á heima- slóð og þá oft í samvinnu við er- lenda aðila sem síðan hefur skapað mannvit og sóknarfæri fyrir ís- lensk fyrirtæki erlendis. Utanrík- isráðuneytið, Viðskiptaráð og Ís- landsstofa hafa lyft Grettistaki við að efla viðskiptatengsl við önnur ríki, ekki síst nágrannalöndin á norðurslóðum, þ.m.t. Færeyjar og Grænland. Ég hef talað fyrir því að sett verði á laggirnar viðskiptaráð norðurslóða þar sem fulltrúar úr atvinnulífi norðurskautsríkjanna, auk annarra sem kunna að hafa áhuga á fjárfestingum og verk- efnum á svæðinu geti komið sam- an, myndað viðskiptasambönd og miðlað af reynslu sinni. Slík sam- vinna styrkir samkeppnisstöðu svæðisins í alþjóðlegu samhengi og treystir langtímahagsæld til handa íbúum norðurslóða. Eftir Össur Skarphéðinsson » Sterk staða Íslands varðandi sókn- arfærin á norður- slóðum hvílir á legu landsins, nálægð við auðlindir, sterkum inn- viðum og síðast en ekki síst þekkingu og færni íslenskra fyrirtækja. Össur Skarphéðinsson Höfundur er utanríkisvið- skiptaráðherra. Áskoranir og sóknarfæri á norðurslóðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.