Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 38
38 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur: Bein útsending frá Reykjavíkursöfnuði. Aðventkirkjan í Reykjavík | Aðventkirkjan Ingólfsstræti 19. Biblíufræðsla kl. 10. Guðs- þjónusta kl. 11. Ræðumaður: Adrian Lopez. Aðventsöfnuðurinn á Suðurnesjum | Biblíu- fræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður: Þóra Jónsdóttir. Aðventsöfnuðurinn í Árnesi | Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Eric Guðmundsson. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Loftsal- urinn Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður: Manfred Lemke. Biblíu- fræðsla kl. 11.50. Umræðuhópur á ensku. Barna- og unglingastarf. Súpa og brauð eftir samkomu. AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta í Ak- ureyrarkirkju kl. 11. Prestur sr. Svavar Alfreð Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti er Eyþór Ingi Jónsson. Sunnudagaskóli í Safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón sr. Sunna Dóra Möller og Ásta Magnúsdóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Jóla-fjölskyldu- sunnudagaskóli kl. 11. Barnakór kirkjunnar syngur. Jólaball barnastarfs kirkjunnar og Fylkis í safnaðarheimili kirkjunnar. Aðventukvöld safn- aðarins kl. 20. Vönduð dagskrá í tali og tónum. Kirkjukór Árbæjar, Grafarvogs og Grafarholts- prestakalla syngja. Ræðumaður kvöldsins Edda Andrésdóttir fréttakona á Stöð 2. Endað verður í kirkjunni á tendrun kertaljósa kirkjugesta. Léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Ásdís Pétursdóttir Blöndal djákni sér um samveru sunnudagaskólans. Kór Áskirkju syngur, organisti Magnús Ragnarsson. Kaffisopi eftir messu. Sjá nánar á www.askirkja- .is. BESSASTAÐAKIRKJA | Messa í Bessastaða- kirkju kl. 11 með þátttöku kvenfélagskvenna. Margrét Jónsdóttir flytur hugleiðingu og sr. Hans Guðberg Alfreðsson leiðir stundina. Álfta- neskórinn syngur undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar organista. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli í Brekkuskógum 1 kl. 11. Föndur og undirbún- ingur fyrir helgileikinn 16. desember. Umsjón hafa Fjóla, Agnes María og Finnur Sigurjón. BREIÐHOLTSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Þóreyjar Daggar Jónsdóttur djákna. Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson, org- anisti Örn Magnússon. Gerðubergskórinn syng- ur og þátttakendur í félagsstarfinu í Gerðubergi taka virkan þátt. Að lokinni messu og sunnu- dagaskóla verður boðið upp á kaffi, te, djús og kökur í safnaðarheimilinu og aldrei að vita nema Gerðubergskórinn taki jólalög. Afmælis- og jóla- tónleikar kórs Breiðholtskirkju kl. 20. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Sam- vera með söng og þátttöku barnanna. Tendrum annað aðventuljósið. Hafdís og Klemmi flytja sinn boðskap. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaða- kirkju, kantor Jónas Þórir. Messuþjónar að- stoða, prestur sr. Pálmi Matthíasson. Molasopi eftir messu. DALVÍKURKIRKJA | Aðventukvöld í Dalvík- urkirkju kl. 20. Börn úr 6. bekk Dalvíkurskóla flytja helgileik. Ræðumaður sr. Sigurður Æg- isson sóknarprestur á Siglufirði. Kór kirkjunnar syngur. Kaffi eftir stundina. DIGRANESKIRKJA | Jólaball sunnudagaskól- ans kl. 11, að því loknu er farið í kapelluna þar sem jólasveinar koma í heimsókn með glaðning. Gengið er í kringum jólatré og sungin jólalög. Heitt súkkulaði og piparkökur eftir stundina. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11, sr. Sveinn Val- geirsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkór- inn syngur, organisti er Kári Þormar. Sunnudaga- skólinn á kirkjuloftinu. Kaffi í safnaðarheimilinu, EGILSSTAÐAKIRKJA | Aðventukvöld kl. 17. Kveikt á jólatrénu við kirkjuna. Kirkjukórinn, ung- lingakórinn og barnakórinn syngja, stjórnendur Torvald Gjerde, Margrét Lára Þórarinsdóttir og Sigríður Laufey Sigurjónsdóttir. Fanney Ingadótt- ir kristniboði segir frá jólum í Kenía og starfi sínu þar. Arndís Þorvaldsdóttir les upp. Helgi- leikur fermingarbarna. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta kl. 11. Valgerður Gísladóttir, framkvæmdastjóri elli- málaráðs, flytur hugleiðingu. Prestarnir, sr. Guð- mundur K. Ágústsson og sr. Svavar Stefánsson, þjóna fyrir altari ásamt Ragnhildi Ásgeirsdóttur djákna. Tónlistaratriði. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Guðný Einarsdóttir organisti. Sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjá Péturs Ragnhild- arsonar og Hreins Pálssonar. Skreyttar verða piparkökur. Eftir guðsþjónustuna verður boðið upp á veitingar. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnudagaskóli kl. 11. Aðventukvöldvaka kl. 20. Kór og hljómsveit kirkjunnar flytur aðventudagskrá. Stjórnandi er Örn Arnarson, organisti Skarphéðinn Þór Hjart- arson og bassaleikari Guðmundur Pálsson. Ein- söngvarar: Guðný Birna Ármannsdóttir og Gunn- laugur Ingason. FRÍKIRKJAN Kefas | Í dag verður fjölskyldu- samvera kl. 11. Fræðsla og leikrit. Hljómsveit hússins spilar. Boðið upp á vöfflukaffi. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Sunnudaginn 9. desember fellur hin hefðbundna guðsþjónusta niður, í staðinn verður aðventuhátíð að kvöldi sunnudagsins 9. desember kl. 20. GARÐAKIRKJA | Messa í Garðakirkju kl. 14. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Vídalínskirkju syngur undir stjórn Helgu B. Magnúsd. organista. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjón- ar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleikari: Stefán Birki- sson. GRAFARVOGSKIRKJA – Borgarholtsskóli | Aðventuguðsþjónusta kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari. Þorvaldur Halldórsson leikur jólalög frá kl. 10.30. Sunnudagaskóli á sama tíma. Umsjón hefur Gunnfríður Tómasdóttir. GRINDAVÍKURKIRKJA | Aðventuhátíð fyrir alla fjölskylduna kl. 18. Stúlknakór Grindavík- urkirkju syngur ásamt Kór Grindavíkurkirkju. Fluttur verður helgileikur í tali og tónum. Margrét Rut Reynisdóttir les sögu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Annar sunnudagur í aðventu, afmælisdagur Guðríð- arkirkju. Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur séra Sigríður Guðmarsdóttir, umsjá ásamt henni séra Bryndís Valbjarnardóttir, organisti er Hrönn Helgadóttir. Aðventukvöld kl. 17. Kór Guðríðarkirkju syngur undir stjórn Hrannar Helgadóttur. Ræðumaður kvöldsins: Bryndís Valbjarnardóttir og séra Sig- ríður flytur jólasögu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Barna- og unglingakórar Hafn- arfjarðarkirkju syngja. Stjórnandi Helga Lofts- dóttir, píanóleikari Anna Magnúsdóttir, Nína Björg Vilhelmsdóttir djákni, prestur sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi, djús og kex í Ljósbroti safn- aðarheimilisins Strandbergs. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Birgir Ásgeirsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt hópi messuþjóna. Kvennakór Háskólans syngur undir stjórn Margrétar Bóas- dóttur. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Barnastarf í umsjá Rósu Árnadóttur. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Barnastarf í umsjá Páls Ágústs, Arnars og Sólveigar Ástu. Kirkjukór Háteigskirkju syngur. Organisti er Kári Allansson. Prestur sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Tónlistarguðs- þjónusta kl. 11. Þar skiptast á sjö ritning- arlestrar tengdir aðventunni og falleg aðventu- og jólalög áður en flutt er aðventuhugleiðing. Skírn. Prestur: Sigfús Kristjánsson, organisti er Jón Ólafur Sigurðsson. Félagar úr Kór Hjalla- kirkju leiða söng. Sunnudagaskóli kl. 13. Sjá nánar á www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Sunnu- dagur: Aðventusamkoma. Paul-William Marti tal- ar. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sameiginleg sam- koma með Salti, kristnu samfélagi kl. 13.30. Sr. Kjartan Jónsson predikar. Fólk úr báðum samfélögum annast tónlistina. Einnig verður fyr- ORÐ DAGSINS: Teikn á sólu og tungli. Lúk. 21. Álftanesvegurinn og fyrirhuguð breyting á legu hans hefur verið áberandi í umfjöllun í fjölmiðlum að und- anförnu. Umræðan hefur að mestu verið einhliða þar sem rösk- un á Gálgahrauni vegna fyrirhugaðra vegaframkvæmda hef- ur verið aðal- umræðuefnið. Það hefur minna farið fyrir umræðu um þær alvarlegu hættur sem vegurinn í núverandi legu veldur vegfarendum hvort held- ur gangandi, hjólandi eða akandi svo ekki sé talað um börnin sem eru á leik í návist vegarins en eins og þeir vita sem um málið hafa fjallað er íbúðabyggð báðum megin við hluta Álftanesvegar. Náttúruperlur í návist við atvinnulíf og íbúðabyggð Vegaframkvæmdir og bættar samgöngur eru eitt af forgangsverk- efnum hverrar ríkisstjórnar og sveit- arfélaga til að tryggja öryggi vegfar- enda. Nú síðast var lagður nýr Suðurstrandarvegur en hann liggur að mestu í gegnum hraun en þar fá þeir sem um veginn fara notið feg- urðar hraunsins og óspilltrar nátt- úru. Uppbygging atvinnulífs er hverju þjóðfélagi nauðsyn og var tekin ákvörðun á sjötta áratug síðustu ald- ar að reisa verksmiðju, álver í Straumsvík, í mikilli nálægð við fersk- vatnstjarnir sem eru náttúruperlur í Straumsvík og á nátt- úruminjaskrá. Garðahraun í Garða- bæ, Vellirnir í Hafn- arfirði og fleiri byggða- kjarnar sem risið hafa í hrauni á seinni árum fara vel í samvist við umhverfið og náttúr- una. Samspil framangreindra þátta hefur sýnt að við Íslendingar kunn- um og eigum að nýta okkur þá feg- urð sem er í umhverfinu, njóta henn- ar og virða. Því verður það tilhlökkun fyrir þá sem sjaldan hafa út í hraun farið sem og alla aðra að fá það tækifæri að keyra fallega og örugga leið í gegnum Gálgahraun og sjá þær myndir sem birtast í klettum og grjóti og heyra sögur af lista- mönnum og öllum þeim öðrum sem eiga minningar þaðan. Nýja vega- stæðið verður í mun meiri fjarlægð frá hverfinu í Garðahrauni/ Prýðishverfi en nú enda á ekki vegur svo fjölfarinn og hratt keyrður sem Álftanesvegur er að vera í návist við byggð. Bæjarstjórn Garðabæjar leggur áherslu á að nýrri vegalagn- ingu Álftanesvegar í gegnum Gálga- hraun verði unnin af sömu vand- virkni og fyrirmynd sem liggur fyrir í áratugareynslu verk-vitra manna á meðferð landsins. Þolmörk Álftanesvegar Álftanesvegurinn er kominn til ára sinna og þjónar á engan hátt lengur þeim tilgangi í samgöngum sem hon- um upphaflega var ætlað. Hann verður að víkja, víkja fyrir þróun byggðar í nútímaþjóðfélagi. Hann er miðlægur í stækkandi byggð, þröng- ur og stagbættur. Honum er ætlað að bera umferðarþunga sem hann ræður ekki við og bera slysin á hon- um því miður þess vitni. Hann er gamall, lúinn og stórhættulegur. Samkvæmt gildandi skipulagi bíður hans annað hlutverk sem íbúar fagna að komist í gagnið. Þeir hafa um allt of langan tíma haft þungar áhyggjur af þeirri miklu slysahættu sem skap- ast af nábýli við svo gríðarlega bíla- umferð og aksturshraða sem oftar en ekki er allt of mikill svo ekki sé talað um þá hljóðmengun sem umferðinni fylgir. Með nýjum Álftanesvegi í gegnum Gálgahraun er öryggi allra íbúa við veginn og vegfarenda sem um hann fara bætt til mikilla muna. Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Álftanesvegurinn er kominn til ára sinna og þjónar á engan hátt lengur þeim tilgangi í samgöngum sem honum upphaflega var ætlað. Valgerður Sigurðardóttir Höfundur er íbúi í Garðahrauni, Garðabæ, og fyrrverandi bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Þróun byggðar í samspili við íslenska náttúru og minjar hennar Season favourite! Push-up brjóstahaldari, 1995,–
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.