Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 ✝ Guðrún Þor-grímsdóttir fæddist á Húsavík 12. júní 1935. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga Húsavík 28. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Matthea Guðný Sigurbjörns- dóttir frá Grímsey, f. 25. júlí 1903, d. 28. nóvember 1968, og Þor- grímur Maríusson frá Húsavík, f. 4. desember 1904, d. 12. mars 1989. Systkini Guðrúnar eru: Brynja, f. 7. júlí 1926, látin. Skjöldur, f. 8. júní 1928. Helga, f. 11. apríl 1930. Sigurbjörn, f. 2. júlí 1931. Sigrún, f. 8. maí 1933, 1958. Dóttir þeirra er Guðrún, f. 4. júlí 1986. Guðrún bjó alla sína tíð á Húsavík fyrir utan eitt ár sem hún bjó í Noregi ásamt fjöl- skyldu sinni. Hún lauk hefð- bundnu skyldunámi á Húsavík og fór síðan í Húsmæðraskólann á Laugum 1953-1954. Fyrir utan húsmóðurstörfin vann hún bæði til sjós og lands, allt frá fisk- veiðum með föður sínum til fisk- vinnslu og verslunarstarfa. Guð- rún hafði brennandi áhuga á mannlegum samskiptum og var virk í ýmsum félagsstörfum. Hún var meðal annars meðlimur í Kvenfélagi Húsavíkur frá unga aldri og í Kvennakórnum Lissý á meðan hann starfaði. Börn hændust að henni enda átti hún stóran hóp „ömmubarna“ þótt eiginleg barnabörn væru aðeins þrjú. Útför Guðrúnar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, laug- ardaginn 8. desember 2012, og hefst athöfnin kl. 13. látin. Drengur, f. í maí 1943, látinn samdægurs. María, f. 22. júlí 1944, látin. Jónína, f. 20. janúar 1946, og Steinunn, f. 28. júní 1947. Eftirlifandi eig- inmaður Guðrúnar er Halldór Ingólfs- son, f. 19. apríl 1934. Dætur þeirra eru: 1) Þuríður, f. 4. október 1958, maki Ólafur E. Benediktsson, f. 13. desember 1949. Börn þeirra eru Halldór Elís, f. 1. febrúar 1981, unnusta Tomoko Nagata, f. 1985, og Guð- björg, f. 14. október 1987. 2) Ing- unn, f. 29. mars 1961, maki Einar Halldór Einarsson, f. 13. október Það er erfitt að hugsa til þess að fá ekki að sjá þig aftur, elsku amma. Á góðum stað í huga mín- um og hjarta geymi ég allar þær ótal minningar sem ég á um þig. Þú varst alltaf tilbúin að stökkva til og taka þátt í öllu sem manni datt í hug, sama hvað það var, þú sást alltaf jákvæðu og góðu hliðarnar í öllu. Hvort sem það var að hekla dúlluteppi sem þurfti að hafa ákveðið útlit útaf sérvisku minni eða elda sérkvöldmat bara fyrir mig því ég borðaði ekki grjóna- graut, það skipti engu máli, allt var hægt. Það var alltaf svo gott að vera í kringum þig. Þrátt fyrir að við barnabörnin værum öll erlendis gerðirðu þér lítið fyrir og lærðir alla nýjustu tækni svo við gætum verið í reglulegu sambandi. Þú varst einstök, ekki bara amma heldur einnig besti vinur sem alltaf tók á móti manni með hlýju og bros á vör. Erfitt verður að fylla þetta skarð en ég veit að þér líður vel þar sem þú ert núna, hvíldu í friði. Þín er sárt saknað, elsku amma. Þín, Guðbjörg Ólafsdóttir. Það er með miklum söknuði sem ég kveð hana ömmu mína á Húsó. Óhjákvæmilega verður minn- ing ömmu ávallt samofin minn- ingum mínum um Húsavík, þar sem ég eyddi mörgum sumrum og mínum ljúfustu jólum. Það hefur ekki liðið ár sem ég hef ekki beðið þess með eftirvænt- ingu að renna upp Höfðabrekk- una og sjá þar ömmu og afa standa fyrir utan húsið sem er orðið jafn samofið þessum minn- ingum og bærinn sjálfur. Ég minnist þess að labba nið- ur í sundlaug með ömmu; og allt- af átti amma sundmiða. Ég minnist þess að bíða eftir flugvélinni aftur til Reykjavíkur; og alltaf átti amma tíkall í spila- kassann. Ég minnist þess að spila fyrir ömmu danstónlist sem ég hlust- aði á sem unglingur; og alltaf vildi amma hlusta, tilbúin að ræða það hvers vegna manni þætti þetta nú skemmtilegt, og hvort þetta væri það „vinsælasta í dag“. Hjá ömmu var nefnilega ekk- ert afskrifað. Hún hafði lag á því að láta manni líða sem mikilvæg- ustu manneskju í heimi. Jafnvel eftir að hafa eyðilagt nýja striga- skó í brekkunni, skorið gat á stólana í stofunni eða gert for- eldrana gráhærða á mennta- skólaárunum, var amma alltaf til staðar. Það varð deginum ljósara eftir að ég ákvað að flytja til út- landa. Þá var amma ekki lengi að tileinka sér nýjustu tækni til að við gætum spjallað saman. Oft furðuðu vinir og samstarfsfélag- ar sig á því hvað amma væri tæknivædd, en þetta gerði hún bara. Hún hafði fyrir því að láta manni líða vel, hvar svo sem maður var niður kominn. Öllum leið vel með ömmu og svoleiðis eiga ömmur að vera. Þegar ég heyrði að amma væri orðin veik fannst mér leiðinleg- ast að hún fengi ekki að sjá barnabarnabarn, því í kringum börn var amma í sínu besta formi og allir áttu skilið að sjá hana þannig. Ég mun ævinlega minnast hennar með þakklæti fyrir tím- ann sem ég átti með henni og hvað hún á mikið í því hver ég er. Hvíldu í friði, elsku amma. Ávallt þinn, Halldór Elís Ólafsson. Hlátur, gleði og gjafmildi voru orð sem komu upp í huga mér þegar ég var beðin um að lýsa ömmu minni í nokkrum orðum. Allir þeir sem þekktu til ömmu minnar vita hversu mikill grallari hún var, alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd þar sem hún mögu- lega gat og alltaf með bros á vör. Ég mun varðveita allar þær minningar sem við eigum saman, þegar ég gisti hjá ykkur afa, þú og ég vöknuðum á undan afa til þess að undirbúa morgunmat handa honum og alltaf var hann jafn hissa. Allar ferðirnar á Hveravelli til að kaupa blóm og grænmeti (og pokinn af tómötum sem ég kláraði alltaf á leiðinni heim), sláturgerð, laufa- brauðsbakstur, heitt súkkulaði, samlokur og pissustopp við Styttuna og svo seinna meir sím- tölin okkar við Styttuna, grjóna- grautur og slátur og ótal fleiri yndislegar minningar. Þú kennd- ir mér svo margt og allt það mun ég geyma með mér alla mína ævi. Þú varst ekki bara amma mín, þú varst mín besta vinkona. Ég mun sakna þess að tala við þig og leita ráða hjá þér. Þér tókst alltaf að hughreysta mig og gefa mér góð ráð en mest af öllu á ég eftir að sakna þess að hlæja með þér. Hvíldu í friði, elsku besta amma mín, ég mun alltaf sakna þín. Þín Guðrún. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín.“ (Úr Spá- manninum eftir Kahlil Gibran.) Er ég hugsa til þín, elsku frænka, og alls þess sem þú hef- ur verið mér og mínum fyllist hjarta mitt hlýju og þakklæti. Ég minnist allra Húsavíkur- ferðanna til ykkar Halla frá því að ég var barn og það gleður mig ósegjanlega að dætur mínar hafi einnig verið þeirrar gæfu aðnjót- andi að fá að upplifa sumardvöl í Höfðabrekkunni. Að fá að „baka“ úti á palli með kakó, flórsykur, haframjöl og fleiri gómsæt hrá- efni, leika með dúkkuvagnana sem Þurý og Ingunn áttu, rölta niður brekkuna í sund, fara í skúrinn hans afa, fá hjá þér syk- ur á hundasúrurnar, spila fram á kvöld, lönguvitleysu þegar ég var barn og Five Crowns þegar Begga Maja mín var hjá þér. Koma svo heim með norðlenskan hreim og slá um sig með nýjum orðum. Matta Maja kom til dæm- is að norðan, steinhætt að horfa á sjónvarpið, var farin að glápa á það í staðinn. Við vorum nú ekki þær einu, því oftar en ekki var fullt út úr dyrum af ættingjum og vinum hjá ykkur, oft sofið í hverjum krók og kima og ekki óalgengt að þið Halli vikjuð úr rúmi fyrir gestum. Nú í jólabókaflóðinu er verið að auglýsa bók sem heitir Ung á öllum aldri og alltaf dettur mér þú í hug þegar ég sé þann titil. Þú varðst aldrei gömul þrátt fyr- ir að hafa lifað í 77 ár. Fjörug og skemmtileg, hlý og góð og alltaf jafn áhugasöm og mikill þátttak- andi í lífi og tilveru okkar stóru fjölskyldu, vílaðir nú ekki fyrir þér að skutlast suður við öll tækifæri. Elskaðir að birtast óvænt og fá óvæntar heimsóknir. Óhrædd við nýjungar og komin á Facebook með þeim fyrstu. Allt- af boðin og búin að passa öll heimsins börn og hjálpa. Til að mynda þegar þið Halli, fyrir rúmum þremur árum, björguðuð málum og sáuð um 4 ára skottu fyrir okkur í viku og þótti ekki tiltökumál. Það var líka svo gam- an að sjá hversu samstillt hjón þið Halli voruð, á mannamótum fór það ekki á milli mála þegar þið stiguð dansinn. Það er sagt að enginn okkar sé ómissandi. Ég held þó að allir geti verið sammála mér um það að skörð eftir einstakar mann- eskjur sé erfiðara að fylla og sætta sig við og þannig verður það um þig. Þín er sárt saknað, elsku frænka. Kristín Birna Bjarnadóttir. Við minnumst ömmusystur okkar, Gunnu frænku. Allt frá því við vorum lítil höf- um við heimsótt Gunnu frænku og aðra ættingja okkar á Húsa- vík á sumrin og á síðustu árum haldið Mærudaga hátíðlega með þeim. Þegar við ættingjarnir komum í heimsókn hefur Höfða- brekkan verið samkomustaður, þar sem öllum er velkomið að dvelja allan sólarhringinn. Þar er alltaf mikil gleði, mikið hlegið og börnin skemmta sér auðvitað best, því í Höfðabrekku ræður Gunna frænka og eins og allir vita sem til hennar þekkja eru öll börn hennar börn. Það er aldrei neinn svangur í Höfðabrekku því veitingarnar eru bornar að gest- um og engum má leiðast. Við minnumst nú þessara góðu stunda á Húsavík og góðra minninga um Gunnu frænku. Hún var einstök og það sem kemur fyrst upp í hugann eru minningar um hvað Gunna var góð, hvernig hún lék sér mikið við okkur og öll börnin í fjöl- skyldunni, hvernig hún var alltaf til í allt og hvernig hún gerði allt fyrir alla. Hvernig Gunna frænka kenndi okkur svo ótrúlega margt, hvernig hún varðveitti barnið í sjálfri sér og hvernig við vitum að við eigum aldrei eftir að kynnast neinni eins og Gunnu frænku. Áhugi Gunnu á okkur og öðrum var ósvikinn. Þannig var Gunna. Hugur okkar er hjá Halla, Ingunni, Einari, Óla, Þurý, Hall- dóri Elís, Guðrúnu og Guð- björgu. F.h. fjölskyldu Helgu Þor- grímsdóttur, Matthea, Hallgrímur og Guðbjörg Oddsbörn. Guðrún Þorgrímsdóttir eða Gunna frænka, eins og hún var iðulega kölluð á Bjarmalandi, var ekki þekkt fyrir að láta sér leið- ast og því langar mig að kveðja hana með nokkrum stuttum minningabrotum sem kalla fram bros á vörum mínum. Þegar maður leiðir hugann að Gunnu þá er Halli aldrei langt undan. Þau voru eitt og áttu svo fallegt samband sem einkenndist af hlýju, virðingu, vináttu og ekki síst skemmtun. Í sumar var haldið ættarmót á Húsavík. Það var um hásumar og veðrið með eindæmum gott. Ljósmyndirnar þaðan ylja mér enn um hjartarætur og fá mig til að hugsa að slíkir sumardagar séu ástæða þess að við hímum á þessu kalda skeri. Gunna og Halli leiddu okkur um bæinn og fræddu okkur um æsku og upp- vaxtarár systkinanna í Vetrar- braut. Síðan var haldið í Höfða- brekku og gætt sér á kleinum sem þau hjónin töfruðu fram, áreynslulaust. Þessi helgi lýsir öllum mínum minningum úr bernsku frá Húsavík. Sól og sumar. Allir velkomnir, alltaf. Heimilið var opið öllum og pláss- ið virtist endalaust. Það var alltaf hið minnsta mál að taka á móti okkur systkinabörnunum, hvort sem við vorum að koma úr sum- arbúðum í Aðaldalnum eða ætl- uðum að eyða sumrinu í bæjar- vinnunni á Húsavík. Búrið fullt af góðgæti án þess að maður tæki nokkurn tímann eftir þeim strita í eldhúsinu. Sundlaugin heimsótt á hverjum einasta degi. Gunna setti bala út á tún þar sem við busluðum og kældum okkur og mesta sportið var að hella sér ískaldri mjólk í glas úr 10 lítra pappabeljum. Það voru fáar veislurnar sem Gunna lét sig vanta í. Sama hvort um var að ræða harla ómerkilegt afmæli eða að einhver gifti sig með pomp og prakt, þá var Gunna mætt. Alla leið að norðan. Fyrir mér er það glöggt merki þess hve allir skiptu hana miklu máli, stórir sem smáir. Þegar ég fermdist kom Gunna frænka suður. Hún tók það verk- efni að sér að fara með mig og vinkonu mína í myndatöku. Sem er háalvarlegt mál fyrir stúlkur þjakaðar af unglingaveiki. Eitt- hvað fannst henni við ekki nógu brosmildar en dó ekki ráðalaus og geiflaði sig og gretti fyrir aft- an myndavélina. Brosin sem frænkunni með fíflalætin tókst að laða fram má finna á mynd- unum enn þann dag í dag. Hin síðari ár fór ferðunum á Húsavík heldur að fækka þó það sé svo sem engin góð og gild ástæða fyrir því. Það virðist bara vera lengra norður en suður. Við Gunna héldum samt sambandi í gegnum síma og hún lauk alltaf símtalinu með því að spyrja glettin í bragði: „Og hvenær kemurðu svo norður?“ Elsku Halli, Þuríður, Ingunn og fjölskyldur, hugur minn er hjá ykkur. Það er von mín að fallegu minningarnar ykkar um svo góða konu hjálpi ykkur í gegnum sorgina. Björk Garðarsdóttir. Með Guðrúnu Þorgrímsdótt- ur, Gunnu Togga, er gengin mik- il kona. Hún var ákveðin og föst fyrir en hafði að sama skapi til að bera hjartahlýju og umhyggju. Við fjölskyldan kynntumst Gunnu og hennar fólki þegar við fluttum til Húsavíkur 1966. Hún var systrabarn við heimilisföður- inn, Björn. Þau hjónin voru afar gestrisin og heimilið einstaklega fallegt, alltaf hreint og fínt og allt á sínum stað. Gunna var alltaf reiðubúin að rétta hjálparhönd þegar mikið stóð til hjá okkur. Hún taldi ekki eftir sér að gæta þriggja barna á aldrinum 2ja-6 ára meðan for- eldrarnir brugðu sér frá yfir helgi og börnin minnast hennar og dvala á heimilinu hjá henni og Halldóri með ánægju og virðingu fyrir konu sem ekki leið þeim að vera með múður eða óþekkt. Barnsárin eru löng í minning- unni, þegar litið er til baka virð- ist meira hafa gerst þá en ár hvert síðar og þau virðast vissu- lega styttast eftir því sem á æv- ina líður. Þess vegna var tíminn á Húsavík svo eftirminnilegur í huga þeirra sem þá voru börn og fjölskyldan í Höfðabrekku var snar þáttur í þeim sem og for- eldrar Gunnu. Það var alltaf sjálfsagt að heilsa upp á Gunnu og Halla ef leið lá um Húsavík síðar og síðar áttu barnabörn Björns og Iðunnar eftir að njóta gestrisni hjónanna í Höfða- brekku, og vildu sum hvergi ann- ars staðar vera á Húsavík en hjá Gunnu frænku. Við kveðjum Gunnu með inni- legri þökk og vottum Halldóri og fjölskyldunni allri samúð. Iðunn Steinsdóttir, Leifur, Adda Steina og Halldór. Það er gæfa að fá að alast upp í umhverfi þar sem kærleikur býr, hvar sem komið er. Þannig var umhverfi okkar Höfða- brekkubarna á Húsavík þegar við vorum að alast upp. Allt frá barnæsku og fram til dagsins í dag bjó í næsta húsi við okkur fjölskylda sem hefur alltaf verið okkur einstaklega kær. Það var í raun spurning í hvoru húsinu við áttum heima, skipti engu hvort var dagur eða nótt. Við stelpurn- ar í Höfðabrekku 14 og 16 vorum duglegar að fá að gista saman og þá skipti ekki máli hvorum meg- in það var, aðalmálið var hvar helst var að finna eitthvað góm- sætt það kvöldið og helst þurfi að vera til hráefni í heimatilbúnar karamellur, þá vorum við mjög sáttar. Það var aldrei lognmolla í kringum húsmóðurina, sjómann- inn, sjómannsdótturina og kjarnakonuna, hana Gunnu okk- ar Togga. Við munum eftir því þegar hún var að stússast með Togga föður sínum en hans líf snerist um sjómennsku. Hann reri á opnum báti og Gunna var alvön sjómennsku allt frá því hún var ung stúlka. Afi Toggi eins og við kölluðum hann var mikið uppáhald hjá okkur krökkunum í götunni, sífellt að gefa fisk í soð- ið, brosandi og ljúfur og í góðum höndum hjá Gunnu og Halla sem hugsuðu um hann af einstakri al- úð og natni. Þeir sem alast upp í stórum systkinahópi læra að láta sig varða líðan annarra og það voru ófáir sem áttu athvarf og skjól hjá Gunnu, ekki síður óskylt fólk en ættingjar. Það voru ekki síst Guðrún Þorgrímsdóttir erfidrykkjur Grand Hótel Reykjavík Sigtúni 38, sími: 514 8000 erfidrykkjur@grand.is www.grand.is Hlýlegt og gott viðmót Fjölbreyttar veitingar lagaðar á staðnum Næg bílastæði og gott aðgengi ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir og dóttir, ANNA KRISTJANA TORFADÓTTIR, andaðist á líknardeild Landspítalans föstudaginn 30. nóvember. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 11. desember kl. 15.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans og Ljósið, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð. Vera Júlíusdóttir, Gauti Sigþórsson, Ásgeir Torfason, Ólafur Torfason, Ragnheiður Torfadóttir, Vera Pálsdóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR frá Víðidalsá á Ströndum, síðast til heimilis á Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri miðvikudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Lárusson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.