Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.12.2012, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2012 ✝ Sigríður Ólafs-dóttir fæddist í Syðstu-Mörk, V- Eyjaföllum, 26. september 1921. Hún varð bráð- kvödd á heimili sínu í Bakkakoti 2. des- ember 2012. Foreldrar henn- ar voru Ólafur Ólafsson, bóndi frá Dalsseli, V- Eyjafjöllum, f. 24.5. 1891, d. 13.7. 1973 og Halla Guðjónsdóttir, húsmóðir frá Hamragörðum, V- Eyjafjöllum, f. 7.8. 1892, d. 7.4. 1970. Systkini Sigríðar eru: Guð- jón, f. 23.9. 1922, búsettur í Syðstu Mörk, Ólafur, f. 5.5. 1924, búsettur á Hvolsvelli, Sigurveig, f. 14.6. 1925, búsett í Reykjavík, Sigurjón, f. 3.7. 1927, d. 8.11. 1992, Jóhanna Guðbjörg, f. 2.8. eiga þau saman Sögu, f. 14.1. 2010 og Bjarna, f. 20.10. 2011. Sambýlismaður Höllu er Nik- las Hyström frá Mariannelund í Svíþjóð, bóndi í Ártúnum, f. 29.9. 1972. Börn þeirra eru Sigríður Linda, f. 14.2. 1994, Bjarni Krist- ófer, f. 18.11. 1995 og Jóhanna Sóldís, f. 26.11. 2000. Sigga stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Laugarvatni og var búsett og vann að búi for- eldra sinna í Syðstu-Mörk, ásamt því að vinna á vertíð í Vest- mannaeyjum og var einnig ráðs- kona á hinum ýmsu stöðum með vinnuflokkum. Hún flyst í Bakkakot á Rangárvöllum árið 1966 og hóf svo búskap með eig- inmanni sínum Bjarna sem hún kynntist er hún vann sem ráðs- kona í sláturhúsi SS í Djúpadal í yfir 20 ár. Sigga og Bjarni stund- uðu búskap ásamt Höllu dóttur sinni og Niklasi sambýlismanni hennar í Bakkakoti til ársins 2004 er Bjarni fellur frá. Útför Sigríðar fer fram frá Akureyjarkirkju í Vestur- Landeyjum í dag, 8. desember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. 1928, búsett á Akra- nesi, Árni, f. 12.7. 1931, búsettur í Sviss, og Ásta, f. 8.1. 1939, búsett á Selfossi. Sigríður giftist Bjarna Ársælssyni frá Eystri-Tungu í V-Landeyjum, f. 29.10. 1928, d. 29.3. 2004. Foreldrar hans voru Ársæll Jónsson frá Álfhólum, f. 7.5. 1889, d. 9.3. 1964 og Ragnheiður Guðnadóttir frá Eystri-Tungu, f. 8.12. 1893, d. 24.6. 1974. Dóttir Sigríðar og Bjarna er Halla, bóndi í Ártúnum, f. 15.9. 1965, sonur hennar og Hauks Ein- arssonar, sjómanns í Reykjavík, f. 3.4. 1965 er Ársæll, f. 9.2. 1983, sambýliskona hans er Þorgerður Guðmundsdóttir, f. 23.4. 1986 og „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Það eru orð að sönnu. Það að hafa átt þig sem móður og ömmu barnanna minna er mér ómetanlegt. Ég var einka- barn þitt, við vorum óskaplega nánar, það leið aldrei dagur án þess að við hittumst eða hringd- umst á. Söknuðurinn er svo sár, hann nístir mig inn að beini. Þú varst svo mikil fjölskyldu- manneskja, fjölskyldan var alltaf númer eitt. Þú fylgdist alltaf með öllu en mest þó með Ársæli, Siggu, Bjarna og Sóldísi, þau voru þér allt og þú barst þeirra hag fyrir brjósti. Þú varst stór- kostleg manneskja sem talaðir alltaf vel um alla og lagðir ávallt gott til. Þú varst stundvís og allt var í föstum skorðum, það var alltaf hægt að ganga að öllu vísu, allt í röð og reglu, allir hlutir alltaf á sama stað og allar hefðir fast- mótaðar. Elsku mamma mín, efst í huga mér er þakklæti fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér, þú varst alltaf svo dugleg, kvartaðir aldrei, það var alltaf allt í lagi hjá þér, þú varst svo jákvæð og sterk. Ég vakna á hverjum morgni grátandi og óska þess að þú værir hér að hugsa um okkur og snúast í kringum okkur. Þú varst alltaf að gefa okkur að borða og þá vildir þú gera það allt sjálf, við áttum bara að sitja og bíða eftir matnum en ég geri mér grein fyrir hversu eigingjörn ég er að vilja hafa þig hér. Þú varst alltaf svo þakklát fyrir allt sem var gert fyrir þig og ef þú fékkst gjöf þá varstu svo ánægð með hana. Æðruleysi er það sem ein- kenndi þig, aldrei að óskapast yfir neinu. Ég fann sterkt fyrir því hversu mikið þú saknaðir pabba og þú varst svo viss um að hann væri hjá þér. Drottinn gaf og Drottinn tók, þú varst svo trúuð og trúðir á Guð og því veit ég að þér líður vel og ert búin að hitta pabba. Minn- inguna um þig mun ég ávallt geyma í hjarta mínu og aldrei gleyma hversu góð þú varst við mig og börnin mín. Þín dóttir, Halla. Elsku amma, það er svo sárt að þú skulir vera farin. Ég sakna þín svo óendanlega mikið. Við vorum svo ótrúlega nánar, það er mér svo mikils virði hvað við vorum mikið saman og áttum góðar stundir. Þegar ég var lítil fannst mér erfitt að flytja í burtu frá ykkur afa. Enda var ég alltaf með nánast báða fætur hjá ykkur. Oft fékk ég að gista hjá ykkur og þá fékk ég nú oft að sofa á milli. Elsku amma, þú varst alltaf já- kvæð, sama hvað var. Þú varst svo ótrúlega sterk og dugleg. Þú hjálpaðir mér alltaf, alltaf jafn gott að koma upp í til þín, sér- staklega ef manni leið illa. Að hlusta á þig lesa fyrir mann bænir eru ógleymanlegar stundir. Við áttum margar góðar stundir sam- an, oft vorum við saman að dunda okkur úti í gróðurhúsi, þar sem þú vildir helst alltaf vera. Hjá þér var alltaf gott að vera. Þú sagðir manni það sem var að frétta bæði af fjölskyldunni og ekki síður af dýrunum. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Ég hélt svo mikið upp á þig, og ég fékk það margfalt til baka. Við áttum ógleymanlegar stundir og ég mun segja börnun- um mínum og barnabörnum hvað ég átti frábæra ömmu sem var al- veg ótrúlega góð, hjartahlý, trú- uð, dugleg, var alltaf eins og var mér svo miklu meira en bara amma. Alltaf bauðstu manni eitt- hvað að borða þegar maður kom til þín, sama hvað klukkan var. Þú sagðir alltaf „Viltu ekki fá þér eitthvað?“. Alltaf varstu að fara með eitt- hvað fallegt fyrir okkur og þetta fórstu með fyrir mig um daginn. Nú er dagur dýr og fagur af drottni sendur. Við skulum breiða út báðar hendur því birta drottins yfir oss stendur. Elsku amma, ég vona að þú hafir það gott þarna hinum megin með fullt af blómum, dýrum og mikið hefur það verið falleg stund þegar þú hefur hitt afa, foreldra þína, bróður og góða vini. Ég veit að þú munt fylgjast með okkur áfram, þú sagðir svo oft, „Ég er ekki ein“. Mikið vildi ég að þú hefðir fengið að vera lengur hjá okkur, en þú gast ekki farið á fal- legri hátt en þú gerðir. Guð blessi þig, elsku amma, þín, Sigríður. Elsku amma. Þegar ég hugsa til baka koma upp svo margar minningar um þig og eru þær allar góðar enda var þetta yndislegur tími sem ég átti með þér og er ég mjög þakk- látur fyrir hann. Ég er svo ánægður hvernig þú kvaddir mig í seinasta skipti þeg- ar ég sá þig er ég var á leið upp á Laugarvatn í skólann. Ætlaði ég rétt svo að segja bæ og fara en þú baðst mig um að koma til þín og kveðja þig almennilega. Þú sagðir við mig „bless elsku drengurinn minn“ og faðmaðir mig og kysstir. Ég er mjög ánægður að þú kvaddir á þennan máta. Það var alltaf jafn yndislegt að vera hjá þér og gat maður alltaf leitað til þín þegar eitthvað var að. Ég man alltaf þegar mig dreymdi illa eða gat ekki sofið. Þá fórum við með bænir saman og leið mér alltaf strax betur. Það var alltaf svo rólegt hjá þér og það var svo gott að koma og gista hjá þér þegar ég var í heimavist- arskóla og gat því ekki séð þig virka daga, og það voru ekki margar helgar þar sem ég sá þig ekki því mér fannst svo gott og gaman að hitta þig. Ég dáist að því hversu hress og jákvæð þú varst alltaf og þú ert sterkasta manneskja sem ég þekki. Það eru ekki margir sem eru svona hressir eins og þú varst og hvað þá á þessum aldri. Að vera orðin 90 ára og hugsa um dýrin þín og blómin finnst mér aðdáunarvert. Einnig hvað þú fylgdist mikið með fjölskyldu þinni og öllu í kringum þig. Finnst mér það forréttindi að hafa fengið að kynnast þér. Þrátt fyrir góðar minningar er rosa erfitt að kveðja þig og vildi ég halda áfram að búa til fleiri fal- legar minningar með þér. En nú ertu komin á góðan stað með góðu fólki og ég veit að þér líður vel. Þinn, Bjarni. Elsku amma, mér þykir ógur- lega vænt um þig og mun ávallt þykja. Þú hefur alltaf verið rosa- lega góð við mig og alla. Ég mun alltaf muna eftir okkur tveimur saman, þú að gefa mér ís og súkkulaðirúsínur og við bara að hlusta á útvarpið eða eitthvað annað. Alltaf þegar ég gisti hjá þér sögðum við alltaf: „Góða nótt, Guð geymi þig, ég elska þig.“ Svo breiddirðu sængina alltaf yfir mig og lagaðir hana. Þegar ég vaknaði þá varstu oftast að gera graut, svo fór ég alltaf að fá mér súkku- laðirúsínur í bolla og að horfa á barnatímann. Ég man einu sinni eftir því þegar Saga gisti. Þá svaf hún svo lengi og þú varst alltaf að kalla á hana og ég var þá líka allt- af að segja: „Amma, hún er sof- andi.“ Þér fannst fátt jafn gaman og þegar hún Saga litla kom hlaupandi til þín og þú lyftir henni upp í gluggann til þess að kreista kisu aðeins. Besta helgin mín með þér var þegar ég, mamma, Sigga og auð- vitað þú vorum hér heima í Ár- túnum og pabbi og Bjarni voru í Bretlandi á fótboltaleik en þú kallaðir það alltaf tuðrubolta. Þá gistir þú hjá okkur en þér fannst ekki gott að vita af dýrunum þín- um einum og blómunum óvökv- uðum síðan deginum áður. Við vildum hafa þig heima hjá okkur, þannig að við værum allar saman. Þú varst ekki róleg fyrr en Sigga var búin að fara heim til þín og gefa hundinum, kettinum og hænunum. Svo kom hún aftur og þá varstu rólegri. Síðan á laug- ardeginum ætluðu mamma og Sigga að baka flatkökur fyrir 1 árs afmælið hjá Bjarna, en þú varst nú fljót að taka völdin. Þú elskaðir plönturnar og dýr- in og alla, þú ert frábærasta manneskja sem ég hef kynnst og besta amma í heimi, ég elska þig svo mikið. Það var alltaf bannað að blóta í þínum húsum, þú varst svo trúuð. Alltaf þegar manni leið eitthvað illa þá fórstu með bænir. Ég man svo vel eftir því þegar ég var minni, þá gisti ég alltaf uppí hjá þér og við fórum alltaf saman með bænir og svo mun ég alltaf muna eftir þegar þú sagðir „stelputetur á þriðja vetur“, þá segi ég núna „nei á tólfta vetri“. Ég vona að þér líði rosalega vel, elsku amma mín. Þrjú orð sem lýsa þér best eru góð, jákvæð og ákveðin. Ég er viss um að þú og afi eru núna inni í einhverju rosa- flottu gróðurhúsi. Kannski eruð þið að halda veislu með Jóni og öllum sem þið þekktuð. Ég mun aldrei gleyma þér, elsku amma. Ég finn að þú ert núna alltaf hjá okkur og passar okkur. Kær kveðja, þín, Jóhanna Sóldís Kæra tengdamamma. Nú kveð ég þig með söknuði og von um að þú sért komin í faðm- inn hjá Bjarna þínum. Ég man þegar ég kom til ykkar í Bakka- kot í fyrsta skipti. Marteinn og Jón keyrðu mig úr Reykjavík og við komum frekar seint um kvöld, samt var tilbúið kaffi og með því þegar við komum. Mér leið ávallt vel hjá ykkur Bjarna. Snemma á morgnana fór kaffivélin og út- varpið í gang og kaffiilmurinn vakti mig. Og þegar ég kom fram var tilbúinn morgunmatur. Allt var í röð og reglu hjá þér. Þú kall- aðir mjög hátt: „Matur og ef þið komið ekki strax verður enginn matur“ og varst mjög reið ef við komum mjög seint í matinn. En þegar við Halla fórum að draga okkur saman varstu ekki mjög hrifin og lést mig alveg vita af því. En sambandið milli okkar batnaði eftir því sem árin liðu og við kynntumst betur. Ég vil þakka þér fyrir að hafa verið til staðar fyrir börnin okkar Höllu og að þau hafi fengið að kynnast þér svona vel eins og þau gerðu. Minningin um þig mun alltaf fylgja þeim og guðstrúin sem þú komst inn í hjarta þeirra. Það er endalaust hægt að skrifa um hvað þú varst góð, dugleg og hlý í okk- ar garð. Alltaf er erfitt að kveðja og maður er aldrei tilbúinn til þess. Ég vona innilega að þér líði vel og fylgist með okkur að hand- an. „Ég er að verða góð.“ Þetta sagðir þú alltaf, þú varst alltaf svo bjartsýn og jákvæð. Þinn tengdasonur, Niklas. Elsku Sigga. Það fyrsta sem kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til baka er þakklæti. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast þér og tímarnir þar sem ég var með þér í Bakkó eru mér ógleymanlegir. Þú sýndir mér öll blómin sem voru á víð og dreif um allt húsið og alltaf vissir þú hvað þau öll hétu. Svo baðstu mig stundum að fara og gefa hænsn- unum og gá að eggjum en yfirleitt var alltaf ein hæna sem fékk að liggja á eggjunum sem varð til þess að þú fékkst ungana inn í bíl- skúr og þar gastu fylgst betur með þeim. Ég er líka svo þakklát fyrir það að Saga og Bjarni fengu að kynn- ast þér og Saga fékk meira að segja að vera ein með þér í sumar þar sem þið gátuð notið návistar hvor annarrar. Ég er ekki frá því að Saga hafi notið góðs af þar sem þú dekstraðir við hana og lést allt eftir henni því þú máttir aldrei neitt aumt sjá. Þú talaðir stundum um að þér liði ekki eins og gamalli konu, þér fyndist þú vera tvítug og spurðir mig stundum að því hvort þú litir ekki vel út og það fannst mér allt- af. Mér fannst þú alltaf svo falleg því það geislaði alltaf svo frá þér birtan, þú varst björt eins og blómin enda var þitt lífsmunstur eins og árstíðirnar á meðan ég þekkti þig. Það birti svo yfir þér á vorin og þá áttirðu það til að fara að tala um hross við mig. Þegar ég var ólétt að Sögu varstu að hugsa um að fá að koma með mér í Skálakot einhvern daginn á hestbak og ég man að við töldum það vera lítið mál og að við skyld- um láta verða af því einhvern dag- inn. Ég er svo þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með þér og fyrir að fá að kveðja þig á svo fallegan hátt, þú fórst að sofa og sofnaðir svefninum langa. Takk fyrir allan þann tíma sem ég átti með þér, takk fyrir flatkökurnar sem þið Sigga Linda gerðuð fyrir afmælið hans Bjarna í október og takk fyrir allan matinn sem þú eldaðir fyrir okkur Ársæl. Þú varst einstök kona, elsku Sigga og lifir í minningunni um ókomin ár. Mér þótti svo vænt um þig og þú varst mér mikill inn- blástur. Hvíldu í friði og Guð geymi þig. Þakklætiskveðja, Þorgerður Guðmundsdóttir. Nú þegar komið er að kveðju- stund og ég minnist hennar elsku- legu frænku minnar Siggu í Bakkakoti, streyma upp í hugann yndislegar minningar frá því ég var í sveit í Bakkakoti hjá þeim Siggu og Bjarna en þar dvaldi ég í 9 sumur. Ég var ekki há í loftinu 6 ára gömul þegar ég fór í fyrstu sveitadvölina en svo vel tókst til að ég leit á mig sem aðra dóttur þeirra hjóna og vildi helst hvergi annarstaðar vera. Atlætið var einstakt og Sigga var mér sem önnur mamma á þessum árum og við Halla vorum sem systur, enn þann dag í dag eru þessar taugar á milli okkar og vara vonandi um ókomna tíð. Þegar litið er til baka finnst manni maður finna ilm af kakói og nýbökuðum pönnukök- um, sem var aðalsmerki Siggu frænku. Þetta guðafæði beið líka eftir okkur frænkum þegar við komum heim af böllum seint að nóttu, volgar pönnsur og kakó því ekki vildi hún að við færum svangar að sofa. Sigga var mikil húsmóðir og réð ríkjum í sínu eld- húsi þar sem endalaust var eldað og bakað. Það voru ekki bara pönnsurnar sem voru frægar, það voru líka flatkökurnar, jólakök- urnar, kleinurnar og skonsurnar, allt jafn gott. Sigga frænka var líka mikill blómálfur og voru gluggarnir oft vel nýttir undir allskyns falleg stofublóm sem þrifust einstaklega vel við um- hyggju hennar. Hún hafði líka mikið dálæti á garðinum sínum þar sem kenndi ýmissa grasa og allt dafnaði vel. Gróðurhúsið var hennar paradís og var það sá staður sem manni var sérstaklega boðið í og hafði hún þá gjarnan eitthvað alveg sérstakt til að sýna manni. Stærstan sess skipaði samt fjölskyldan hennar, Halla einka- dóttirin var hennar líf og yndi. Gleðin var óspillt þegar hún svo eignaðist barnabörnin sem hún var svo lánsöm að ólust upp henni við hlið, svo komu langömmu- börnin og henni fannst hún lifa við mikið ríkidæmi, sem hún og gerði. Það voru forréttindi að geta verið heima alla tíð og sjá um sig sjálf og hafa fjölskylduna inn- an seilingar, það var alltaf ein- hver sem kom til hennar og oft dvöldu þau líka hjá henni eins og heima hjá sér. Börnin mín voru líka svo lán- söm að njóta hennar þegar þau tóku þátt í sveitalífinu með þeim. Eitt sinn hafði hún á orði við mig að henni fyndist ég ekki standa mig í að kenna henni Dórotheu minni bænirnar því það þyrftu öll börn að kunna. Bernskuheimilið Syðsta-Mörk var henni líka afar kært og talaði hún um að fara heim þegar hún fór þangað. Þar átti hún sinn un- aðsreit og dvaldi þar oft með fjöl- skyldunni, þá var nú oft líf og fjör. Það er endalaust hægt að ylja sér við minningabrunninn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Elsku Halla, Niklas og börn, við sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að vera með ykkur og styrkja ykkur í sorginni. Ingibjörg Ýr og fjölskylda. Enn er maður minntur á að líf- ið er ekki endalaust. Einn af föstu punktunum í lífinu, Sigga í Bakkakoti, er fallinn frá. Hún var kona Bjarna föðurbróður míns og við höfum verið samferða í meira en hálfa öld. Það er margs að minnast og þakka. Ég kunni alltaf vel við það hvað Sigga var hreinskiptin og ótrú- lega dugleg alla tíð. Það var svo gaman að koma til hennar og skoða hjá henni ræktunina, utan húss sem innan. Eljan var ótrúleg allt til síðasta dags og ófáir af- leggjarar og græðlingar sem hún hefur gefið mér í gegnum tíðina. Við þessi tímamót hrannast upp minningar, allar hlýjar en margar broslegar, eins og til dæmis þegar hún gaf mér hænur á fæti. Ég kynntist Siggu vel þegar ég var barnapían hennar, þá tólf ára gömul, og passaði einkadótturina, Höllu. Halla mín og öll þín myndar- lega fjölskylda, þið hafið misst mikið. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu samúð. Bessuð sé minning Siggu og megi hún hvíla í friði. Ragnheiður Guðnadóttir og fjölskylda. Sigríður Ólafsdóttir VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 82o 3939 svafar 82o 3938 hermann www.kvedja.is Nyútfararstofa byggð á traustum grunni ´
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.