Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 1. D E S E M B E R 2 0 1 2  Stofnað 1913  290. tölublað  100. árgangur  ÞÖRF FYRIR ÖÐRUVÍSI TÓNLIST GÆÐI SEM LEYNA SÉR EKKI BIRKIR BJARNASON Í SVIÐSLJÓSINU MEÐ PESCARA BÍLAR 4 ÍÞRÓTTIR 4VERK EFTIR VIVALDI 38 Umboðsmaður skuldara » Í fjárlagafrumvarpi 2013 átti umboðsmaður að fá 775 millj- ónir króna til rekstrar. » Sú heimild verður aukin í 945 milljónir kr. og að auki 247 milljónir til að greiða halla. » 1192 milljóna króna gjald verður innheimt hjá lánastofn- unum til að standa undir út- gjöldunum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður skuldara skuldar ríkissjóði 247 milljónir kr. vegna þess að gjöld sem innheimt eru af lánastofnunum hafa ekki dugað fyr- ir rekstrarútgjöldum ársins. Ekki dregur jafnmikið úr starfsemi stofn- unarinnar á næsta ári og reiknað hefur verið með. Í frumvarpi vel- ferðarráðherra um gjöld á lána- stofnanir er gert ráð fyrir að fjár- heimildir embættisins verði auknar um 417 milljónir kr. frá fjárlaga- frumvarpi næsta árs. Gjöld eru lögð á lánastofnanir til að standa undir rekstri umboðs- manns skuldara. Hallinn í ár stafar af því að afskrifa þarf gjald sem ekki innheimtist og af hærri kostn- aði við umsjónarmenn með greiðslu- aðlögun en gert var ráð fyrir í fjár- lögum ársins. Þótt dregið hafi verið úr umfangi rekstrarins dugar það ekki til að minnka rekstrarútgjöld jafn mikið og stjórnvöld hafa áform- að. Enn eru umsóknir um greiðslu- aðlögun að berast og mikill kostn- aður er við úrvinnslu umsókna hjá umsjónarmönnum og embættinu sjálfu. Þannig er töluvert um að sótt sé um breytingar á samningum. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur þetta sýna að þær aðgerðir sem stjórn- völd hafa gripið til vegna skulda- vanda heimilanna séu ekki að skila þeim árangri sem stjórnvöld tali um og gefi vísbendingar um stöðu heim- ilanna almennt. Í frumvarpi velferðarráðherra sem hann leggur áherslu á að verði samþykkt fyrir jólahlé er gert ráð fyrir hækkun álagningarhlutfalls gjalds á lánastofnanir. MUmboðsmaður skuldar »6 Skuld umboðsmanns jöfnuð  Fjárheimildir umboðsmanns skuldara auknar um 417 milljónir kr. vegna halla og minni samdráttar í rekstri en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi Morgunblaðið/Ómar 12.12.12 Vinsæll til að trúlofa sig. Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is Morgundagurinn er sá síðasti af tólf á þessari öld þar sem tölurnar í dag- setningunni eru allar þær sömu eða 12.12.12 þetta árið. Næst mun svona dag bera upp 1. janúar 2101. Dagar sem þessir hafa verið nokkuð vin- sælir til athafna á borð við hjóna- vígslur og skírnir, sérstaklega ef þá ber upp um helgi. Blaðið hafði ekki uppi á neinum presti sem mun gefa saman hjón í tilefni dagsins, en eitt- hvað verður um skírnir. Gullsmiður segist verða var við fleiri pantanir á trúlofunarhringum vegna dagsins. Einn sóknarprestur sagði að þeg- ar væru farnar að berast beiðnir um athafnir 7. september á næsta ári [7.9.13] sem er líkast til næsti dag- urinn sem verður vinsæll vegna tölu- stafasamsetningar í dagsetningunni, en daginn ber upp á laugardag. »4 Selja fleiri trúlofunarhringa  Margir hyggjast nota 12.12.12 til að setja upp hringana Unnið var að því í gær að koma upp gangbraut- arljósum fyrir reiðhjólaumferð á leiðinni sem spannar Suðurlandsbraut og Laugaveg frá El- liðaárósum að Höfðatorgi. Stefán Agnar Finns- son, yfirverkfræðingur á umhverfis- og skipu- lagssviði Reykjavíkurborgar, segir ætlunina að setja ljósin, þau fyrstu sinnar tegundar hér á landi, upp á sex stöðum en á gatnamótum Suður- landsbrautar og Kringlumýrarbrautar verður einnig komið upp sérstökum teljara, þar sem hægt verður að fylgjast með umferð reið- hjólafólks yfir daginn og árið. Fyrstu hjólaljósin sett upp á aðventunni Morgunblaðið/Golli  Dótturfélag Eignasafns Seðla- banka Íslands, Hilda ehf., átti ósam- þykktu íbúðina sem kviknaði í á Laugavegi 51 síðastliðinn föstudag. Íbúi sem búsettur hefur verið í ósamþykktri íbúð þar í eigu Hildu ehf. hefur gert samkomulag um að rýma íbúðina. Í svari Seðlabankans við fyr- irspurn Morgunblaðsins kemur fram að fyrrnefndur íbúi standi nú í því að tæma íbúðina. Þá bendir SÍ á að viðkomandi hafi ekki haft leigu- samning við Hildu ehf. heldur við fyrri eiganda íbúðarinnar. »14 Rýmir ósamþykkta íbúð í kjölfar bruna Bandaríska líftækni- og lyfjafram- leiðslufyrirtækið Amgen hefur keypt Íslenska erfðagreiningu (ÍE) fyrir 415 milljónir dollara eða 52 milljarða króna. Kári Stefánsson, forstjóri íslenska fyrirtækisins, seg- ir í samtali við Morgunblaðið að fjár- festingin sýni að Íslendingar geti skapað verðmæt- ar eignir sem séu eftirsóttar er- lendis. Það hljóti að vera gott fyrir samfélagið að stórt erlent fyr- irtæki hafi áhuga á að fjárfesta hér fyrir háar fjár- hæðir. Hann seg- ir að kaup Amgen færi ÍE fjárhags- legan stöðugleika, því fyrirtækið hafi burði til að láta það hafa aukið fé sé þess þörf. ÍE verði áfram rekin á Íslandi, starfsmenn séu um 130. Amgen keypti ÍE vegna mikillar þekkingar á mannerfðafræði, og verður sú þekking nýtt til að þróa lyf. Kári verður áfram við stjórnvöl- inn hjá fyrirtækinu sem hann stofn- aði árið 1996. Hann mun hagnast á sölunni því hann átti lítinn hlut í fyr- irtækinu að eigin sögn. Um 15 starfsmenn áttu hlut. ÍE var að mestu í eigu erlendra fjárfesta sem keyptu fyrirtækið í janúar 2010 þeg- ar það glímdi við rekstrarerfiðleika. Kári segir þá hafa hagnast býsna vel á sölunni. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum var eiginfjárstaða Íslenskr- ar erfðagreiningar neikvæð um rúmlega 51 milljón dollara í lok árs 2011 sem jafngildir rúmlega sex milljörðum króna. helgivifill@mbl.is »18 Kári enn við stjórn  Amgen keypti ÍE fyrir 52 milljarða Kári Stefánsson Stekkjastaur kemur í kvöld www.jolamjolk.is dagar til jóla 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.