Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 11
Fell, fjöll og flatlendi Úlfarsfell býður upp á stutta og skemmtilega fjallgöngu í Reykjavík sem hentar vel börnum. Hægt er að ganga þar allt árið um kring. Hæsti tindur fjallsins er 295 m en hæðarhækkunin er 195 m. Í Hamrahlíð er fallegt útivistarsvæði með borðum og bekkjum. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar byrjaði að planta í hlíðinni fyrir 55 árum og fyrir jólin eru jólatré seld á svæðinu. Útivistarsvæði Björnslundur er barnvænn og fallegur lítill skógur í Norðlinga- holti. Norðlingaskóli hefur verið með útikennslu í lundinum og þarna hefur leikskóli aðsetur í Skógarhúsi. Gott skjól og fallegir stígar til göngu eru í lundinum. Einnig er þarna „hús“ úr viði og striga sem börnin geta prílað upp í og leikið sér. Morgunblaðið/Styrmir Kári Útivist Lára og Sigríður Arna gáfu nýlega út bókina Útivist og afþreying fyrir börn. vera neina fyrirstöðu og að útivist sé síður en svo eingöngu bundin við vor- og sumartímann. „Það er í rauninni aldrei vont veður. Það er yfirleitt aldrei eins slæmt og það lít- ur út fyrir að vera þegar maður er innandyra. Maður klæðir sig bara eftir veðri. Vetr- artíminn er uppá- haldstíminn hjá mörgum börn- um og meðal annars okkar börnum,“ segir Lára. Gerðu allt frá grunni sjálfar Hvorki Lára né Sigríður Arna höfðu reynslu af bókaútgáfu áður en þær réðust í þetta verkefni. Þær létu reynsluleysið ekki á sig fá og tóku að sér öll þau hlutverk sem viðkoma útgáf- unni. Þær skrifuðu, mynduðu, reynslukeyrðu, settu bók- ina upp, létu prenta fyrir sig og sjá sjálfar um markaðssetningu og dreifingu. Þær vilja samt sem áður ekki gera mikið úr því afreki. Þær ákváðu að sníða bókina að sinni eigin og annarra foreldra þörf. „Við vild- um að brotið á bókinni væri þannig að fólk gæti alltaf haft hana á sér. Þá er hún ekki uppi í hillu og gleymist þar. Þá getur hún verið í veskinu, vasanum eða hanskahólfinu í bíln- um. Við vildum líka láta myndirnar tala sínu máli og hafa textann sem minnstan. Ég er með eina bók á stofuborðinu hjá mér og ég hef tekið eftir því að krakkar hafa líka gaman af því að fletta í gegnum þessa bók og skoða myndirnar. Þau geta þá tekið þátt í að velja hvað þau langar til að gera,“ segir Lára Hluti af andvirði sölu bókar- innar rennur til styrktar langveikum börnum. Börnum sem hafa ekki sömu tækifæri til að njóta útiveru, hreyfingar og fegurðar sem náttúr- an býr yfir. Þetta er málefni sem stendur þeim nærri enda báðar mæður og starfandi í heilbrigðis- geiranum. www.fyrirborn.is www.facebook.com/fyrir.bornin DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Nú þegar jólin nálgast og fólk kemur til með að njóta góðs matar í meira mæli en venjulega, er um að gera að hreyfa sig sem mest og eiga inni fyrir öllu góðgætinu. Eitt af því sem fólk getur gert er að taka þátt í þriðja Powerade-vetrarhlaupinu sem verður núna á aðventunni, næstkomandi fimmtudag 13. des. Hlaupið hefst kl. 20 við Árbæjarlaugina, rétt eins og hin fyrri hlaupin. Vegalengdin er 10 km og fer hlaupið að mestu fram á göngustígum í Elliðaárdal. Þátttak- endur þurfa að kynna sér leiðina vel fyrir hlaup enda verður engin braut- arvarsla. Sala þátttökuseðla hefst hálftíma fyrir hlaup í anddyri laug- arinnar. Forsala þátttökuseðla er hjá Afreksvörum í Glæsibæ. Nánar um hlaupið á hlaup.is. Einnig er hægt að senda póst á netfangið: vetrarhlaup@hotmail.com. Powerade-vetrarhlaup 2012-13 Morgunblaðið/Ómar Vetur Það er heldur betur hressandi að hlaupa í snjó og kulda. Þriðja vetrarhlaupið á fimmtudag Á morgun, miðvikudaginn 12. desember, kemur fyrsti jólasveinninn á þessu ári til byggða. Spurning er hvort jólakötturinn komi með honum en hvað sem því líður verður í það minnsta ýmislegt um að vera á Ylströndinni þenn- an dag. Jólaboð verður haldið á ströndinni þar sem allir koma með eitt- hvað á sjálfskipað hlað- borð, Albert og Anna Rósa kynna ljúfmetið sitt úr lækningajurtum og Jakob Viðar spilar og syngur eig- in tónlist. Sannarlega jóla- leg stemning á Ylströnd- inni á morgun sem vert er að missa ekki af. Endilega… …sækið jólaboð á Ylströndinni Morgunblaðið/Jakob Fannar Jólaköttur? Þessi virðist nú ekki líkleg- ur til að éta neinn. Það er mjög svo jólalegt að bregða sér á skauta og reyna fyrir sér á hálu svell- inu. Hlýja sér síðan með góðum bolla af heitu súkku- laði og nokkrum smákökum. Í Skautahöllinni í Laugardal stendur nú fagurskreytt jólatré á miðju svellinu sem skautað verður í kringum við jóladiskótónlist fram á nýja árið. Þá sýnir list- hlaupadeild Skautafélags Reykjavíkur allar helgar fram að jólum kl. 15. Frá og með 20. desember verður Skautahöllin opin frá kl. 13- 18 alla daga. Lokað verður á aðfangadag og jóladag en opið á milli jóla og nýárs. Nánari upplýsingar um hve- nær opið er er að finna á www.skautaholl.is Jólaleg skautaferð Á hálum ís á aðventunni Morgunblaðið/Kristinn Skautadrottning Þessi unga stúlka er öryggið uppmálað og rennir sér fimlega á svellinu. Opið virka daga frá 10-18 og laugardaga frá 11-18 Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.