Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar munu hækka um 3,9% þann 1. janúar. Grunnfjárhæð fyrir einstakling sem rekur heimili hækkar úr 157.493 kr. í 163.635 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til hjóna/sambúðarfólks hækkar úr 236.240 kr. í 245.453 kr. á mánuði. Grunnfjárhæð til einstaklings sem býr með öðrum, leigir húsnæði án þinglýsts leigusamnings eða hefur ekki að- gang að húsnæði hækkar úr 132.696 kr. í 137.871 kr. á mánuði. Grunn- fjárhæð til einstaklinga sem búa í foreldrahúsum hækkar úr 78.747 kr. í 81.818 kr. á mánuði. Viðmiðunarmörk fyrir aðstoð sem hægt er að veita foreldrum sem fá fjárhagsaðstoð vegna barna á þeirra framfæri hækkar einnig um 3,9% eða úr 12.640 kr. í 13.133 kr. á mánuði. Fjárhagsaðstoð hækkar hjá Reykjavík Heimir Snær Guðmundsson heimirs@mbl.is Matvælastofnun afturkallaði nýverið starfsleyfi tveggja kúabúa á Vestur- landi. Kúabúin sem um ræðir eru Brúárreykir í Borgarfirði og Ing- unnarstaðir í Reykhólahreppi. Í bréfi Matvælastofnunar til Brú- árreykja ehf. kemur fram að þrátt fyrir ítrekaðar kröfur um úrbætur og aðvaranir um afleiðingar hafi ver- ið brugðist við seint, illa eða alls ekki. Jafnframt segir að ljóst sé að þéttleiki gripa sé brot á reglugerð og hafi áhrif á matvælaöryggi þar sem skítur hleðst hratt upp í húsinu og óþrifnaður almennur. Fram kemur að húsið hafi átt að ráða við 64 gripi en þeir hafi hinsvegar verið um 90. Athugasemdir í upphafi árs Í eftirlitsskýrslu Matvælastofnun- ar frá 8. nóvember voru m.a. gerðar athugasemdir við aðstöðu til hand- þvottar, þrifa á mjaltaþjóni, lélega umgengni og þrifa í mjólkurhúsi, merkingu gripa og hreinleika gripa. Þá kemur einnig fram að sumar áð- urnefndra athugasemda hafi verið gerðar áður, n.t.t. í upphafi árs. Staðarhaldari fékk viku til að bæta úr en þegar eftirlitsaðilar fram- kvæmdu skoðun kom í ljós að úrbæt- ur voru ekki með fullnægjandi hætti vegna neinna áðurnefndra athuga- semda að undanskildu því að bætt hafði verið úr aðstöðu til handþvott- ar. Í bréfi Matvælastofnunar dag- settu 20. nóvember s.l. segir m.a. „Mjaltaþjónn er ennþá skítugur, þótt mokað hafi verið út er for upp um alla veggi og fjósið almennt óþrifalegt og gripir drulluskítugir.“ Þá segir að legubásar séu svo fáir að gripir leggist í forina með tilheyr- andi áhættu fyrir matvælaöryggi. Brúárreykjum var gert að hætta að afhenda mjólk eða sláturgripi frá og með 1. desember. Í tilfelli Ingunnarstaða voru gerð- ar sambærilegar athugasemdir. Sumar þeirra hafa komið fram allt frá 2008. Að mati Matvælastofnunar var aðeins brugðist við kröfum um úrbætur vegna flórs og kröfum um að taka vatnssýni. Einnig segir að fyrir liggi niðurstöður frá heilbrigð- iseftirliti sem sýni saurgerla í vatni. Staðarhaldara var gert að hætta að afhenda mjólk frá 12. nóvember. Ekki einsdæmi Að sögn Steinþórs Arnarsonar, lögfræðings hjá Matvælastofnun, eru þessi tvö tilvik þau einu á árinu þar sem kúabú hafa verið svipt starfsleyfi. Hann segir þó að dæmi séu annars eins en í öðrum tilfellum hafi menn hinsvegar bætt úr og brugðist við áður en málið færi lengra. Tvö kúabú svipt starfsleyfi vegna óþrifnaðar  Sinntu ekki kröfum Matvælastofnunar um úrbætur  „For upp um alla veggi“ Ljósmynd/Matvælastofnun Óþrifnaður Í bréfi frá Matvælastofnun kemur fram að um 90 gripir hafi verið í fjósinu á Brúárreykjum en það ráði hinsvegar ekki við nema 64 gripi og skítur safnist hratt upp. Þéttleiki gripa komi niður á matvælaöryggi. Ljósmynd/Matvælastofnun Úrbætur Sumar athugasemda við aðbúnað á Brúárreykjum eru frá 2. febr- úar á þessu ári. Þrátt fyrir kröfur um úrbætur var ekki brugðist við. „Það eru töluvert margir sem eru farnir til útlanda og flakka milli landa, vinna í törnum og koma aftur heim,“ segir Kristján Þórður Snæ- bjarnarson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins. Aðspurður hvort raf- iðnaðarmönnum færi fækkandi hér á landi. Hann sagðist heyra oftar nú að fólk færi til útlanda, þar af leiðandi teldi hann það algengara. „Það er erfitt að átta sig á því hvað þetta eru margir því við höfum engin gögn yfir þessa hópa. Þetta er falinn hópur og það er áhyggjuefni,“ segir Kristján en taldi að þetta væru á bilinu 300 til 500 manns, sem ynnu erlendis eða væru fluttir alveg úr landi. Jafnframt segir hann að fyrir hrunið 2008, hafi rafiðnaðarmenn lítið sótt út fyrir landsteinana en eft- ir hrunið hafi þeir sótt í ríkari mæli út. „Staðan hér heima virðist vera nokkuð góð. Það er skortur á rafiðn- aðarmönnum. Ástæðan fyrir því að menn leita utan er fyrst og fremst bætt kjör. Það eru ágætislaun fyrir störf erlendis, í íslenskum krónum talið. Það er að stórum hluta það sem menn eru að sækjast eftir. Oft og tíðum eru þetta eftirsóttir menn sem sækja í vinnu erlendis,“ segir Kristján Þórður. thorunn@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart Vinna Rafiðnaðarmenn eru eft- irsóttir hérlendis sem erlendis. Skortur á rafiðnað- armönnum  Menn sækja í vinnu erlendis Polarolje Við Hárlosi Mýkir liðina Betri næringarupptaka Fyrirbyggir exem Betri og sterkari fætur Pöntunarsímar 698 7999 og 699 7887 „Hundurinn minn var búinn að vera í meðferðum hjá dýralækni í heilt ár vegna húðvandamála og kláða, þessu fylgdi mikið hárlos. Hann var búinn að vera á sterum án árangus. Reynt var að skipta um fæði sem bar heldur ekki árangur. Eina sem hefur dugað er Polarolje fyrir hunda. Eftir að hann byrjaði að taka Polarolje fyrir hunda hefur heilsa hans tekið stakkaskiptum. Einkennin eru horfin og hann er laus við kláðann og feldurinn orðinn fallegur.“ Sigurlín Birgisdóttir, hundaeigandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.