Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 AFP Samtök dýravina í Auckland á Nýja-Sjálandi vilja fá fleira fólk til að taka að sér dýr úr athvarfi fyrir hunda. Þau hafa nú kennt nokkrum björgunarhundum að aka sérútbúnum bíl til að sýna fram á snilld dýranna. Hér er einn hundanna í bílprófi sem hann náði léttilega, þrátt fyrir fáeina útúrdúra. Engar hundakúnstir við stýrið Sjónvarpsþættir eins og Wallander og Brúin hafa ýtt undir gagnkvæm- an áhuga Norðurlandabúa á tungu- málum nágranna sinna, segir í grein á vefsíðu Aftenposten. En kynslóða- munur er á því hve vel þeim gengur að skilja hvorir aðra. Margt yngra fólk á Íslandi veit að þegar það hittir unga norræna fé- laga sína verður oft þrautalendingin að nota ensku, þá standa allir nokk- urn veginn jafnfætis. Sama er oft upp á teningnum þegar norrænir vísindamenn halda ráðstefnur. Þá er oftast talið heppilegast að nota ensku, ella geta menn misskilið mik- ilvæg atriði í fyrirlestrum, ekki síst vegna þess að orð sem hljóma kunn- uglega hafa ekki alltaf sömu merk- ingu í skandinavísku málunum. Danska leikkonan Ghita Nørby, sem er á áttræðisaldri, fær í næstu viku norræn tungumálaverðlaun. „Danir af kynslóð Nørby skilja nokk- urn veginn norsku, yngra fólkið ekki,“ segir norski málvísindamað- urinn Per Egil Hegge. Öllu meiri skilningur sé milli Norðmanna og Svía. Hegge og starfssystir hans, Helene Uri, eru sammála um að sjónvarpið geti orðið áhrifamesti málakennarinn á komandi árum. kjon@mbl.is Skilja ekki hvorir aðra  Ungir Danir eiga erfitt með að skilja norsku og öfugt Danski stjórnmálamaðurinn Naser Khader, sem á pal- estínskan föður og sýrlenska móður, segist í grein í Jyl- landsposten ekki skilja rökhyggjuna í því að „vinstri- menn og sjálfskipaðir vinir Palestínumanna“ skuli hella sér yfir Ísraela fyrir að drepa á annað hundrað manns á Gaza í loftárásum en nefna aldrei þúsundir araba sem Assad Sýrlandsforseti hafi látið drepa. „Er bara slæmt að láta Ísraela drepa sig?“ spyr Kha- der. „Hvers vegna vekur t.d. Dansk-palestínska vináttu- félagið ekki athygli á þeim mörgu Palestínumönnum sem Assad hefur látið drepa í Sýrlandi?“ Khader minnir á að um 3.000 börn hafi látið lífið í Sýrlandi og sum verið pyntuð hrottalega til bana, jafnvel smábörn. Um það séu til áreiðanlegar frásagnir. Khader hefur heimsótt Gaza og kallað það stærsta fangelsi heims en segist jafnandvígur öfga- mönnum Hamas og Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. kjon@mbl.is „Er bara slæmt að láta Ísraela drepa sig?“ spyr Dani af palestínskum uppruna Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PIPA R\TBW A • SÍA • 123272 Fallegt úr er fullkomin gjöf Í fyrsta sinn á Íslandi www.jonogoskar.is Glæsileg armbandsúr frá þekktum framleiðendum fyrir dömur og herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.