Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Boeing-vélarnar af gerðinni737 MAX, sem Icelandairpantaði í síðustu viku, erueftirsóttar hjá flug- félögum ef marka má vef Boeing- verksmiðjanna bandarísku. Frá því að þessi tegund var kynnt til sög- unnar í ágústmánuði í fyrra er búið að panta ríflega 1.000 vélar frá 16 flugfélögum víða um heim. Eru þær sagðar mun langdrægari en núver- andi 737-útgáfa og hreyflanir mun sparneytnari. Er eldsneytisnotkun talin minnka um 13-15% á hvert sæti, miðað við eldri gerð Boeing 737, en sé miðað við Boeing 757- vélar í flota Icelandair í dag er elds- neytissparnaðurinn meira en 20% á sæti. Hreyflarnir eru jafnframt hljóðlátari. Icelandair pantaði 12 nýjar Bo- eing-vélar og er með kauprétt á 12 vélum til viðbótar. Fyrstu vélarnar verða afhentar í byrjun árs 2018. Átta eru af gerðinni 737 MAX8 og taka 153 farþega í sæti og fjórar MAX9, sem taka 172 farþega. Þess má geta að Boeing 757-200 tekur 183 farþega. Kaupa útblásturskvóta „Stærsti munurinn liggur í nýjum hreyfli,“ segir Hilmar B. Baldurs- son, flugrekstrarstjóri Icelandair, spurður um helstu nýjungina í Bo- eing 737MAX í samanburði við sam- bærilegar flugvélar. Icelandair var á sínum tíma með 737-400-vélar í notkun en þetta er önnur kynslóð B737-flugvéla frá þeirri tegund. Í millitíðinni framleiddi Boeing 737 NG (New Generation). „Hreyfillinn nýtir eldsneytið betur, eldsneytis- kostnaður minnkar og mengunin minnkar með minni útblæstri. Þegar við stækkum flugflotann þurfum við að kaupa útblásturskvóta vegna nýrra reglna Evrópusambandsins. Hagkvæmnin snýr því bæði að elds- neytisnotkun og minni útblæstri. Nýr hreyfill þýðir að vélarnar geta flogið lengra,“ segir Hilmar en nýju Boeing-vélarnar verða notaðar í flug til Evrópu, austurstrandar Banda- ríkjanna og Kanada. Áfram verða 757-200-vélarnar notaðar í lengra flug eins og til vesturhluta Banda- ríkjanna. Hilmar segir MAX-vélarnar upp- færðar að mörgu leyti. Þannig sé ný hönnun á innréttingunum og t.d. meira rými fyrir handfarangur og meira pláss fyrir farþega. „Hönn- unin er þannig að farþegarýmið virkar stærra, með betri nýtingu. Við fáum allra nýjustu tækni í flug- leiðsögu og stjórnborðið fyrir fram- an flugmennina í flugstjórnarklef- anum verður með sama hætti og 787-vélarnar, eða með nýjustu tækni sem völ er á í dag,“ segir Hilmar en Icelandair mun einnig á næstu fimm árum endurnýja búnað í flugstjórn- arklefum 757-vélanna. Meðal þess sem munar á vélum Airbus og Boeing er að sömu flug- áhafnir geta verið á öllum tegundum Airbus, með aukaþjálfun á milli teg- unda, á meðan þjálfunin á Boeing fer yfirleitt eftir flugvélategund. Hilmar segir reyndar sum flugfélög nota sömu áhafnir á 737- og 757-vélum. „Við höfum ekki ákveðið hvort við förum þá leið eða verðum með sér- stakar áhafnir á þessum vélum,“ segir Hilmar og bendir á að Ice- landair noti sömu áhafnir í dag á 757- og 767-vélum félagsins. Eins og kemur fram hér til hliðar var Icelandair einnig í viðræðum við Airbus um kaup á nýjum flugvélum. Hilmar segir tveggja ára greining- arvinnu hafa farið fram áður en end- anleg ákvörðun var tekin í síðustu viku. „Báðir kostir komu vel út en þegar allir þættir lágu fyrir varð nið- urstaðan sú að Boeing 737MAX varð fyrir valinu,“ segir Hilmar. Hagkvæmari vélar og menga minna Ljósmynd/Icelandair Ný kynslóð Þotur af gerðinni Boeing 737 MAX eru væntanlegar til landsins í ársbyrjun 2018. Samhliða hyggst Icelandair áfram nota Boeing 757-vélar. 22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóhanna Sig-urðardóttirforsætisráð- herra sér ekkert einkennilegt við það að reyna að þröngva í gegn heildarendur- skoðun stjórnarskrárinnar á handahlaupum á sama tíma og hún gefur út skýrslu „um vand- aða lagasetningu“ og fleira. Í þeirri skýrslu segir að mikil áhersla sé lögð á það „á al- þjóðavettvangi að bæta fagleg- an undirbúning laga- og reglu- setningar“. Og bætt er við: „Til þess að dragast ekki aftur úr á þessu sviði er nauðsynlegt að íslensk stjórnvöld og Alþingi taki málið föstum tökum.“ Í skýrslu forsætisráðherra segir ennfremur: „Setja þarf fram ákveðin leiðarjós um undirbún- ing lagasetningar, svo sem um upplýsingaöflun, mat á áhrifum og samráð.“ Fyrst forsætisráðherra horf- ir út fyrir landsteinana í skýrslu sinni er ekki úr vegi að nefna að „á alþjóðavettvangi“ er ekki algengt að stjórnar- skrár rótgróinna lýðræðisríkja séu settar í pappírstætarann og nýjar skrifaðar frá grunni og afgreiddar með óðagoti og í miklum ágreiningi við stóran hluta þings og þjóðar. Að vísu er heimurinn sennilega að verða vitni að þess háttar vinnubrögðum í Egyptalandi, en jafnvel íslensk stjórnvöld með þá sýn sem þau hafa á at- burði utan Íslands hljóta að sjá að við ættum ekki að leita fyr- irmyndar í þeirri atburðarás. Forsætisráðherra segist í skýrslunni vilja setja fram „ákveðin leiðarljós“ um und- irbúning lagasetningar, upp- lýsingaöflun, mat á áhrifum og samráð. Verði vinnubrögðin við stjórnarskrána höfð að leiðar- ljósi í þessu efni er ekki við góðu að búast. Um er að ræða mikilvægustu lagasetningu sem ríki getur lagt út í og vinnubrögðin hafa verið þannig að aðdragandinn einkennist af handarbakavinnubrögðum og lögbrotum og mat á áhrifum lagasetningarinnar hefur ekki farið fram og mun ekki fara fram ef ríkisstjórnin fær að ráða. Um samráðið er svipaða sögu að segja og í öðrum tilvikum þegar núverandi ríkisstjórn á í hlut. Litlar umræður eru leyfð- ar og þegar þingmenn hyggjast ræða málin er talað um málþóf. Ekkert eðlilegt eða hefðbundið samráð er haft við þá sem eðli máls samkvæmt ættu að fá málið til umsagnar og hafa sveitarfélögin til að mynda kvartað undan því að fá ekki tækifæri til að tjá sig. Sömu sögu er að segja um fræði- menn á þessu sviði sem þingnefndir hafa leitað til. Ein- hverjir þeirra hafa beðist undan því að gefa álit á stjórnar- skrárfrumvarpinu þar sem tími hafi ekki verið gefinn til að gera það með vönduðum hætti. Aðrir reyna nú eftir fremsta megni að veita þingnefndum ráðgjöf og sjást á hlaupum á milli nefndarfunda vegna óeðli- legra tímamarka sem stjórn- völd hafa sett nefndum þings- ins til að afgreiða málið. Um helgina kom svo glöggt fram hvað forsætisráðherra hefur í huga þegar samráð í þessu efni er annars vegar. Hún segir mikilvægt að ná samstöðu um málið, en bætir svo við: „En það má ekki vera á kostnað stórra mála eða atriða í stjórnarskránni sem brýnt er að ná fram.“ Samráðið á með öðrum orð- um að vera sama sýndar- samráðið og jafnan áður. Tím- inn sem gefinn er til að fjalla um málið er hafður óeðlilega skammur og áhersla á sam- stöðu og samráð víkur fyrir vilja ríkisstjórnarinnar. Ólíkar skoðanir eru leyfðar um málið, en aðeins ef þær fara saman við vilja stjórnvalda. Að öðrum kosti verður leitast við að valta yfir þingið og ekkert gefið fyrir vönduð vinnubrögð við laga- setningu. Ætlunin er að þröngva málinu í gegn með minnsta mögulega meirihluta ef ekki vill betur til og stjórn- völd láta sig engu varða hvort sú stjórnarskrá sem þau með þessu móti kunna að ná að knýja í gegn njóti umtalsverðs stuðnings landsmanna eða ekki. Um stjórnarskrá lýðræðis- ríkis þarf að vera góð samstaða og hún þarf að vera vönduð, heilsteypt og vel unnin. Ís- lenska stjórnarskráin var sett með nánast einróma stuðningi og henni hefur síðan verið breytt í nokkur skipti með mjög víðtækum stuðningi. Sjálfsagt er að halda áfram að laga hana til í varfærnum og vönduðum skrefum. Offors og yfirgangur eiga hins vegar ekk- ert erindi í svo mikilvæga laga- setningu. Borin von er að forsætisráð- herra muni öðlast skilning á þessu og augljóst að hennar eina markmið er að skilja eftir sig nýja stjórnarskrá sama hvaða verði hún er keypt. Ólíkt forsætisráðherra ættu aðrir stjórnarliðar að geta horft fram í tímann og séð hvílík hætta er á ferðum. Þeir hljóta að vilja stöðva þessa glæfraför. Forsætisráðherra mun ekki skipta um skoðun, en aðrir stjórnarliðar geta enn sýnt ábyrgð} Heildarendurskoðun á handahlaupum D eila Ísraela og Palestínumanna fyrir botni Miðjarðarhafsins hefur nú staðið í áratugi og fátt sem bendir til þess að lausn sé í sjónmáli sem tryggi varanlegan frið þeirra á milli. Ljóst er að þar hafa hvorir tveggja gert ýmislegt í gegnum tíðina sem ekki er hægt að verja og er langur vegur frá því að deilan sé einungis annars vegar svört og hins vegar hvít eins og gjarnan er látið að liggja. Báðum megin eru og hafa verið áhrifamiklir einstaklingar sem hafa engan áhuga haft á því að varanlegur friður kæmist á nema þá að þeirra ýtrustu kröfum yrði fyrst fullnægt. Og báðum megin er og hefur eins verið fyrir að fara einstaklingum sem hafa verið fylgjandi því að ná samkomulagi í deilunni en hafa ekki síst átt erfitt um vik vegna hinna. Hins vegar hefur í umræðum um deiluna á Vest- urlöndum, og væntanlega víðar, verið nokkuð áberandi sú tilhneiging að stilla málinu þannig upp að annar að- ilinn hefði svo gott sem ekkert sér til málsbóta á meðan hinn væri allt að því saklaust fórnarlamb. Einkum virðist sem umræðan hafi, í seinni tíð að minnsta kosti, verið með þessum hætti Palestínumönnum í vil. Eftir að Hamas-samtökin, sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök meðal annars af Bandaríkjunum og Evrópusambandinu og ekki að tilefnislausu, náðu völd- um á Gaza-ströndinni í kosningum fyrir nokkrum árum hefur þessi tilhneiging ennfremur náð til þeirra hjá ýmsum sem tekið hafa undir mál- stað Palestínumanna. Þannig hefur því meðal annars verið haldið fram að Hamas-samtökin hafi með öllu sagt skilið við það markmið að Ísrael skuli tortímt. Meðal annars hélt formaður utanríkismála- nefndar Alþingis, Árni Þór Sigurðsson, þessu fram í umræðu í þinginu 20. nóvember síðast- liðinn. Þar mótmælti hann þeim orðum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæð- isflokksins, að þetta væri enn stefna samtak- anna. Engu að síður er ljóst, ekki síst af yfirlýs- ingum ýmissa forystumanna Hamas- samtakanna, að umrætt markmið lifir tals- vert góðu lífi. Þannig sagði til að mynda póli- tískur leiðtogi samtakanna, Khaled Meshaal, í ræðu á fjöldafundi á Gaza-ströndinni sl. laugardag að ekki væri í boði að semja um skiptingu þess landsvæðis sem Ísraelar og Palestínumenn hafa deilt um. Enn- fremur hafnaði hann því að Ísrael yrði viðurkennt sem ríki. Með öðrum orðum er það einfaldlega svo, eins og kom- ið var inn á í upphafi, að deila Ísraela og Palestínumanna er talsvert flóknari en svo að þar sé allt svo að segja öðr- um aðilanum að kenna. Það er óskandi að umræðan um þessi mál eigi eftir að verða málefnalegri en oft til þessa og að hafður sé í huga málshátturinn að sjaldan veldur einn þá tveir deila. hjorturj@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Sjaldan veldur einn … STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Forráðamenn Icelandair voru einnig í viðræðum við flug- vélaframleiðandann Airbus um kaup á nýjum vélum fyrir félag- ið. Skýrðist það ekki fyrr en skömmu fyrir fréttamannafund í síðustu viku hvor kosturinn var valinn. Haft var eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Iceland- air Group, á mbl.is að Boeing 737MAX hefði verið talinn betri kostur. „Það eru mjög margir þættir sem koma inn í svona út- reikninga og einn þátturinn er verðið,“ sagði Björgólfur. Hilmar flugrekstrarstjóri seg- ir Icelandair og forvera þess hafa í meira en 40 ár átt gott samstarf við Boeing. „Við hlökkum til áframhaldandi sam- starfs við innleiðingu á Boeing 737 MAX vélinni,“ segir Hilmar. Í viðræðum við Airbus FLUGVÉLAKAUPIN Airbus Þota af gerðinni A320.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.