Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 ✝ Ingibjörg Óla-dóttir fæddist á Ísafirði 2. sept- ember 1920. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Höfða, Akra- nesi, 18. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Sr. Óli Ket- ilsson, prestur í Ög- urþingum, N-Ísafjarðarsýslu, f. 26. september 1896 á Ísafirði, d. 25. mars 1954, og kona hans María Tómasdóttir, f. 4. nóv- ember 1896 á Ísafirði, d. 24. maí 1978. Systkini Ingibjargar voru Kristín Álfheiður, f. 11. apríl 1919, d. 23. október 2006. Katr- ín, f. 12. mars 1926, d. 29. októ- ber 1965. Bolli, f. 10. mars 1929. Gunnar, f. 30. október 1931, d. 28. maí 1997. Uppeldisbróðir Ingibjargar var Lúðvík A. Magnússon, f. 25. ágúst 1918, d. 12. júní 1994. Ingibjörg giftist Gunnari Hirti Bjarnasyni sjómanni frá Ögurnesi h. 2. mars 1940. Hann var fæddur 29. október 1917, d. 2. desember 1971. Foreldrar hans voru Bjarni Einar Ein- arsson, fiskmatsmaður og sjó- maður, f. 4. febrúar 1874, d. 28. mars 1959 og kona hans Hall- f. 1965, maki Sigurbjörn Jón, f. 1968, þau eiga tvö börn, auk dóttur, faðir hennar er Þor- steinn, f. 1964. b) Sigrún, f. 1970, maki Valdimar Örn, f. 1969, þau eiga eina dóttur. 4) Ingi Þórir Gunnarsson, f. 1949, maki Ragnheiður Jósúadóttir, f. 1951. Sonur þeirra Ragnar Ingi, f. 1982, maki Inga Rún, f. 1983, þau eiga einn son. 5) Halldór Gunnarson, f. 1951, d. 1990. 6) Bjarni Einar Gunnarsson, f. 1956, maki Valgerður Olga Lár- usdóttur, f. 1958. Börn þeirra eru a) Gunnar Hjörtur, f. 1974, d. 1996, b) Ása Katrín, f. 1990, maki Haukur Óli, f. 1985. Ingibjörg ólst upp í Súðavík og Dvergasteini við Álftafjörð, síðan flutti hún með foreldrum sínum að Hvítanesi við Skötu- fjörð, Ögurhreppi, N- Ísafjarðarsýslu. Haustið 1949 fluttu þau Ingibjörg og Gunnar til Akraness. Hann vann í Sem- entsverksmiðjunni og stundaði sjóinn í frístundum og hún var heimavinnandi húsmóðir og annaðist barnahópinn. Þegar Ingibjörg varð ekkja aðeins 51 árs að aldri hóf hún störf í þvottahúsi Sjúkrahúss Akra- ness. Þar vann hún í tæplega 20 ár eða þar til hún komst á eft- irlaunaaldur. Hún bjó við góða heilsu lengst af. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey frá Akraneskirkju 21. nóvember 2012. dóra Sæmunds- dóttir, f. 26. mars 1886, d. 20. sept- ember 1975. Af- komendur Ingi- bjargar og Gunnars eru sam- tals 42. 1) Álfdís Gunnarsdóttir, f. 1940, maki Þor- steinn Ingimund- arson, f. 1946. Börn þeirra eru a) Þór- hildur, f. 1967, maki Hjörtur, f. 1965, þau eiga tvær dætur, faðir Þórhildar er Pálmi Þór Pálsson, f. 1940, b) Hugrún, f. 1972, maki Jón Grétar, f. 1973, þau eiga þrjú börn, c) Lára Birna, f. 1975, maki Þröstur, f. 1976, þau eiga tvö börn, d) Ingimundur, f. 1980, maki Marina, f. 1984. 2) Gunnar Hjörtur, f. 1942, maki Jónina I. Melsteð, f. 1944. Börn þeirra eru a) Gunnlaugur Mel- steð, f. 1963, á hann tvö börn, mæður þeirra Sigfríður, f. 1967 og Margrét, f. 1965 b) Ingi- björg, f. 1966, maki Pétur, f. 1975, þau eiga þrjú börn, c) María Sigrún, f. 1968, maki Gísli, f. 1969, þau eiga þrjú börn, d) Sveinborg Hlíf, f. 1979. 3) Óli Gunnarson, f. 1945, maki Ingibjörg Salóme Gísladóttir, f. 1943. Börn þeirra eru a) Líney, Amma Ingibjörg var fædd á Ísafirði og bjó síðan lengi vel á Hvítanesi. Hún var stolt af upp- runa sínum og fylgdist vel með fólkinu og mannlífinu við Djúpið. Lengi vel höfðum við aðeins hlýtt á frásagnir hennar þaðan en seinni árin áttum við kost á að ferðast með henni um heimahaga hennar í Djúpinu. Gátum við þá séð hana ljóslifandi fyrir okkur sem unga stúlku syndandi í sjón- um í Álftafirði með systrum sín- um. Árið 1949 fluttust amma og afi til Akraness, þar sem amma bjó síðan alla tíð og þaðan eigum við margar sælar minningar af ömmu á Akranesi, eins og hún var oft kölluð. Afi okkur féll frá langt fyrir aldur fram og var það mikið áfall fyrir ömmu. Ekki einungis að þar missti hún sinn heitt elsk- aða eiginmann, heldur líka föður barnanna sinna og fyrirvinnu heimilisins. Hún þurfti því að fara út á vinnumarkaðinn og standa á eigin fótum. Henni fór það verk- efni vel úr hendi, þó að það hafi örugglega oft verið erfitt og ein- manalegt að verða svona ung ekkja með stórt heimili. Ömmu var ekki fisjað saman, sem dæmi má nefna að hún tók bílpróf á sex- tugsaldri. Hún lá heldur ekkert á skoðunum sínum en var ávallt réttsýn og vildi gera öllum jafnt undir höfði. Það hefur einkennt ömmu alla tíð hversu nægjusöm hún var, en að sama skapi ein- staklega gjafmild við sína nán- ustu. Amma lagði mikla áherslu á að heimili hennar væri snyrtilegt. Hún var alltaf höfðingi heim að sækja, var borðið iðulega hlaðið kræsingum, jafnvel þó að okkur bæri stundum óvænt að garði. Sjaldnast settist hún sjálf niður, því hún vildi stjana við gesti sína. Hún var langt fram á níræðisald- ur ótrúlega kvik á fæti og gríð- arlega minnug. Aðspurð sagði hún að þessi heilsuhreysti kæmi til af því að hún héldi sér í formi með því að moppa yfir gólfin á hverjum degi. Einnig ætti hún það til að dansa heima í stofu ef harmonikkuspil hljómaði í út- varpinu. Amma var mikill lestr- arhestur og fylgdist vel með fréttum og þjóðfélagsumræð- unni. Það eru góðar minningar að hugsa til ömmu liggjandi uppi í rúmi með þykka bók. Hún var mjög fróðleiksfús og vel gefin og hefði eflaust orðið mjög góður námsmaður. En á þeim tímum sem hún ólst upp á átti það ekki fyrir henni að liggja að mennta sig. Það þarf því ekki að undra, að hún hvatti okkur til að afla okkur menntunar sem gæti veitt okkur fleiri tækifæri í lífinu. Föst vinna, gott heimili og sjálfstæði var nokkuð sem hún lagði mikla áherslu á. Og hefur það haft mót- andi áhrif á okkur. Var hún oftar en ekki fyrst í heimsókn eftir að við eignuðumst okkar eigið heim- ili. Hún fylgdist grannt með hvernig okkur vegnaði í lífinu og gladdist yfir góðum fréttum af af- komendum sínum. Að sama skapi var hún afar áhyggjufull ef eitt- hvað bjátaði á. Amma sagði nýlega að hún væri á leiðinni til Guðs. Okkur er hugarhægð í því að vita að hún er komin þangað núna og búin að fá langþráða hvíld. Með það í huga ásamt öllum góðu minningunum um hana kveðjum við elsku ömmu á Akranesi með ást og söknuði. Þórhildur, Hugrún, Lára Birna og Ingimundur. Meira: mbl.is/minningar Amma var einstaklega góð kona. Leyfði okkur krökkunum að bralla ýmislegt þegar við vor- um í sumardvöl hjá henni uppi á Akranesi. Mörg barnabarnanna dvöldu oft uppi á Akranesi. Eft- irminnilegt var þegar við vorum að hlaupa uppi á háalofti þegar hún bjó á Vesturgötunni en hún kippti sér ekkert upp yfir skrækj- um og góli. Þegar hún flutti svo seinna í fjölbýlishús og við urðum unglingar þá skemmtum við okk- ur við sögurnar hennar en hún var einstaklega minnug á við- burði og ættfræði. Oft gat amma tengt staðhætti og ættir saman. Aldrei fór hún rangt með íslenska landafræði og vissi hún mjög oft hvar sveitabæir voru staðsettir hér og þar um landið. Aldrei þótt- ist hún þó vera merkilegri en aðr- ir þrátt fyrir góðar gáfur og stál- minni. Á ættarmóti við Djúp sumarið 2000 var keyrt frá Reykjanesi við Djúp að Súðavík. Þá sagði hún sögur af fólkinu sem hafði búið á bæjunum á leiðinni. Þá mundi hún að sjálfsögðu nöfn fólksins og vissi um marga afkomendur þess og hvar þeir bjuggu á landinu og hvað þeir höfðu lagt fyrir sig í líf- inu. Ýmsir atburðir úr hennar æsku urðu okkur krökkunum ljóslifandi þegar hún sagði frá. Margir staðir við Djúp urðu okk- ur kunnuglegir vegna frásagna hennar. Fortíðin varð okkur skilj- anlegri en ella. Fór það svo að eitt af barnabörnunum notaði frá- sagnir hennar í ritgerðaskrif. Amma gerði bestu fiskibollur og vöfflur sem sögur fara af. Ekki fylgdu uppskriftir með heldur var bolli af þessu og skeið af hinu. Ef farið var í sumarbústað fylgdu alltaf kleinur og pönnukökur með. Voru efasemdir um að nokk- ur væri betri kokkur né bakari. Ef það var sagt við hana hló hún bara og hafði aldrei heyrt annað eins. Hún fylgdist vel með mönnum og málefnum. Meira að segja fengu dægurlagasöngvarar fall- einkunn þegar þeir breyttu um stíl og fóru að gerast of róman- tískir. Þá vildi hún frekar að þeir héldu sig við að syngja um streðið í frystihúsinu. Lengi gaf hún öllum barna- börnunum jólagjafir og þegar þau eltust tók hún til við að gleðja langömmubörnin. Sjálf var hún nægjusöm þegar kom að henni sjálfri. Til dæmis sást svartur heimasími heima við langt fram á 21. öldina. En í hann var ekki hægt að hringja ef viðkomandi var með NMT-síma. Þá entust bílar betur hjá ömmu en nokkr- um öðrum. Hún náði alltaf að láta ellistyrkinn duga fyrir sínum út- gjöldum. Sjálfri fannst henni hún hafa lifað fulllengi og skildi ekki af hverju yngra fólk létist langt fyr- ir aldur fram en hún sem væri svona gömul lifði enn. Það lýsir vel óeigingirni hennar. Dugnaðurinn í ömmu var mik- ill og sá hún alfarið um sig sjálf þangað til hún varð níræð. Þá fór hún inn á elliheimilið Höfða en fram að því hafði hún þrifið sjálf sína íbúð og keypt í matinn. Á ættarmóti við Djúp 2010 dansaði hún vals við son sinn, þá að verða níræð, og ljómaði af gleði. Nú vonum við að hún dansi við afa, sem hún kynntist á balli við Djúp, inn í eilífðina. Gunnlaugur, Ingibjörg, María Sigrún og Sveinborg Hlíf. Nú hafa þau flest kvatt þetta jarðlíf, prestsbörnin á Hvítanesi í gamla Ögurhreppi, nú síðast elskuleg föðursystir mín hún Ingibjörg. Mig langar að minnast hennar í örfáum orðum. Um ætt hennar eða uppruna ætla ég ekki að fjalla enda munu helstu æviat- riði hennar birtast hér að framan eins og alvani er á þessum síðum. Nú þegar ég sit hér í skammdeg- inu í byrjun aðventu kemur fyrst upp í hugann innilegur hlátur hennar. Hann lýsti upp allt í kringum sig því hann var hreinn, heiðarlegur, gleði- og innilegur. Raunar finnst mér hlátur hennar lýsa henni best, því þannig var hún sjálf allt í senn. Hún var heil- steypt kona og sjálfri sér sam- kvæm. Hjá Ingibjörgu var sam- ræmi milli orða og gjörða. Hún stóð við það sem hún lofaði. Nei þýddi nei og já þýddi já. Ingi- björg var einlægur jafnréttis- sinni, arfur úr foreldrahúsum, en henni samt eðlislegur og með- fæddur. Aldrei heyrði ég hnjóðs- yrði hrökkva af hennar af vörum né hana tala illa um nokkurn mann. Hvers kyns rangindi, ósanngirni, misskiptingu eða óréttlæti gagnvart fólki þoldi hún ekki en um leið bar hún þann góða eiginleika að geta glaðst með þeim sem vel gekk í lífinu. Hún var gæfukona, afkomendur hennar og Gunnars Hjartar heit- ins allt vel heppnað og mannvæn- legt fólk og hún hafði unun af að fylgjast með góðum árangri þeirra í námi, starfi og einkalífi. Nú, sem ég sit hér og hugsa til hennar finnst mér skrýtið að skrifa um hana í þátíð því hún er mér svo ljóslifandi. Ég nefndi í upphafi að flest væru systkinin látin. Eftir lifir faðir minn síðast- ur þeirra systkina, nú þrotinn heilsu. Ég vil gera kveðjuorð þau, sem hann sendi stórfjölskyldunni á útfarardegi systur sinnar að mínum því í raun lýsa þau Ingi- björgu og lífi hennar í hnotskurn: „Hún var foreldrum sínum góð dóttir, mér góð systir, manni sín- um góð eiginkona og ykkur góð móðir, amma og langamma. Hún var því góð kona, og þar sem góð- ir fara eru Guðs vegir. Þótt við syrgjum, fögnum við líka lífi hennar því það var gott líf og hún átti langa, fallega og góða æfi.“ Gunnar Bollason. Ingibjörg Óladóttir ✝ GuðmundaMargrét Al- bertsdóttir fæddist í Bolungarvík 9. ágúst 1928. Hún lést 24. nóvember 2012. Foreldrar henn- ar voru Vigdís Benediktsdóttir verkakona fædd á Ísafirði 4. júlí 1904, d. 10. maí 1993 og Albert Guðmundur Þorgeir Jó- hannes Magnússon sjómaður, f. í Hvítanesi, Ögurhr. 6. apríl 1902, d. 11. júlí 1968. Þau skildu. Alsystir hennar er Bjarndís Inga Albertsdóttir, f. 18. ágúst 1926. Sammæðra er Snjáfríður Margrét Svanhildur Árnadóttir, f. 8. september 1946. Uppeldisbróðir var Har- aldur Olgeirsson, f. 5. júní 1937, d. 10. október 1964. Kjörsystir föður megin er Hafrún Björk Albertsdóttir, f. 29. júní 1952. Eiginmaður hennar var Sig- mundur Jóhann Albertsson verslunarmaður, fæddur 29. nóvember 1924 á Þórsstíg 3 í Reykjavík, d. 3. janúar 1989, sonur hjónanna Alberts Swe- denborg Ólafssonar versl- unarmanns, fæddur í Bolung- arvík 18. nóvember 1899, d. 22. októ- ber 1957 og Guð- rúnar Guðmunds- dóttur kennara, fædd í Króks- húsum á Rauða- sandi 24. maí 1890, d. 17. desember 1948. Alsystir Sig- mundar, Ingibjörg Albertsdóttir, f. 22. desember 1929, d. 19. júní 1980. Margrét og Sig- mundur giftust 7. apríl 1951. Dóttir þeirra er Guðrún Vigdís Sigmundsdóttir, f. 30. júlí 1950, d. 28. maí 1995, hún giftist Arnóri Sigurðsyni, 29. nóv- ember 1975, þau eiga dæturnar Guðbjörgu Arnórsdóttur sem er gift Styrmi Jónssyni, saman eiga þau þrjá syni, Jón Arnór, Sigurð Jóhann og Rúnar Þór, og Jóhönnu Arnórsdóttur. Þau ættleiddu Margréti Jóhönnu Sigmundsdóttur, f. 17. ágúst 1968, hún giftist Jóhanni Pétri Jóhannssyni, 26. júní 1993, þau eiga börnin Elías Nóa, Dísu Rún, Móniku Sól og Jóhann Tuma. Útför Margrétar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 11. desem- ber 2012, kl. 13. Magga hans Denna er látin. Hún var gift móðurbróður okkar sem hét Sigmundur, en var ætíð kallaður Denni. Til aðgreiningar frá öðrum Margrétum, eða Möggum eins og hún var almennt kölluð, var gælunafni Denna skeytt við ef vísa þurfti til henn- ar. Það er ekki hægt að láta hjá líða að minnast hennar með örfá- um orðum. Í okkar huga var hún einstök kona. Það sem einkenndi hana var hennar góða skap og umhyggja fyrir öðrum. Þar var Hrafnista heppin að fá hana til liðs við sig, en hún réð sig þar til starfa eftir miðjan aldur og hét því að halda í það starf svo lengi sem óskað væri eftir henni og stætt væri. Umönnun vistmanna var henni mikið áhugamál og lagði hún sig fram við að þjóna þeim með mikilli alúð og nær- gætni svo sögur fóru af. Eftir andlát Denna sýndi hún mikinn kjark við að dusta rykið af öku- prófinu sem hún hafði tekið á fyrri árum, og lítið sem ekkert nýtt, svo hún gæti sinnt starfinu á Hrafnistu áfram sem oft var ut- an hins hefðbundna vinnutíma. Alltaf tók hún á móti manni fagnandi og með bros á vör þrátt fyrir að lífsreynslan hafi ekki allt- af farið um hana mjúkum hönd- um. Það urðu svo hennar örlög að enda lífið á hjúkrunarheimili eftir að heilsan fjaraði út smátt og smátt. Það var aðdáunarvert og til eftirbreytni hvernig hún mætti ýmsum erfiðum málum á lífsleið- inni með æðruleysi. Eflaust hefur hún verið hvíldinni fegin og örugglega hefur henni verið tekið með opnum örmum í nýjum heimkynnum. Við systkinin eigum henni margt að þakka og það er margs að minnast á kveðjustund sem við varðveitum í minningunni og myndasafni. Við sendum Mar- gréti dóttur hennar, Guðbjörgu og Jóhönnu og öðrum barnabörn- um og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg, Einar og Jónas Sverrisbörn. Guðmunda Mar- grét Albertsdóttir ✝ Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, Nína, lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, Dalvík, föstudaginn 7. desember. Jarðsungið verður frá Dalvíkurkirkju fimmtu- daginn 13. desember kl. 12.30. Ellý Sæunn Reimarsdóttir, Örn Þórisson, Halldór Reimarsson, Guðrún Snorradóttir, Hlynur Reimarsson, Kristín Árnadóttir, Sigurbjörn Ingi Reimarsson, Elísabet Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, afi og langafi, HANNES INGIBERGSSON íþróttakennari, lést sunnudaginn 9. desember á dvalarheimilinu Skjóli. Fyrir hönd aðstandenda, Laufey Bryndís Hannesdóttir, Hjördís Hannesdóttir, Þórir Kjartansson. ✝ Ástkær sambýlismaður minn, bróðir og afi, ÞORVALDUR BJÖRNSSON, Nýlendugötu 20, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnudaginn 9. desember. Jarðarförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Ólafsdóttir, Guðmundur Björnsson, Sjöfn Hjörleifsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, AUÐUR JÓNA ÁRNADÓTTIR, Framnesvegi 20, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldu sinnar á krabbameins- lækningadeild 11E, Landspítalanum, sunnu- daginn 9. desember Útför auglýst síðar. Sæmundur Hinriksson, Eðalrein M. Sæmundsdóttir, Hafliði R. Jónsson, Kristín A. Sæmundsdóttir, Gunnar V. Ómarsson, Lilja D. Sæmundsdóttir, Davíð Heimisson, Íris D. Sæmundsdóttir, Vignir Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.