Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 ✝ Bergrún Jó-hanna Borg- fjörð fæddist á Ósi á Borgarfirði eystra 27. júní 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. desember 2012. Móðir hennar er Anna Guðný Jó- hannsdóttir frá Ósi, f. 31. júlí 1928, en hún tók saman við Áskel Bjarna- son, f. 14. sept. 1926. Börn þeirra eru: Árni, f. 6. feb. 1953, Bjarni, f. 25. okt. 1954, Guð- mundur Sveinn, f. 13. okt. 1956, Guðni Torfi, f. 6. apríl 1959, og Gestur, f. 6. júní 1961. Jóhanna ólst upp á Ósi hjá móðurfor- eldrum sínum, Bergrúnu Árna- dóttur, f. 3. okt. 1896, d. 25. júní 1972 og Jóhanni Helgasyni, f. 30. des. 1891, d. 10. feb.1972. Árið 1967 hóf Jóhanna sam- búð með Ásgeiri Arngrímssyni, f. 3. apríl 1949, þau giftu sig á jóladag 1970. Foreldrar Ásgeirs voru: Arngrímur Magnússon, f. 22. mars 1925, d. 14. mars 2007 og Elsa Guðbjörg Jónsdóttir, f. 7. sept. 1928, d. 4. nóv. 2011. Börn Jóhönnu og Ásgeirs eru: 1) Arngrímur Viðar, fram- kvæmdastjóri, f. 15. júlí 1968, en árið 1980 fluttu þau í nýbýlið Brekkubæ sem þau byggðu upp og hafa búið þar síðan. Jóhanna stundaði nám við Barnaskólann á Borgarfirði, hún var einn vet- ur við Barnaskólann í Vest- mannaeyjum og síðan Alþýðu- skólann á Eiðum þar sem hún lauk gagnfræðaprófi 1967. Hún var virkur félagi í Nemenda- félagi Alþýðuskólans á Eiðum, Ungmennaf. Borgarfjarðar, Kvenf. Einingu og einn af stofn- endum Ferðamálahóps Borg- arfjarðar. Jóhanna hafði gaman af söng og leik, hún tók þátt í ótal söngatriðum á skemmt- unum á Borgarfirði, steig oft á svið með Leikfélaginu Vöku og þá greip hún oft í gítarinn í góðra vina hópi. Jóhanna byrj- aði ung að vinna og er fátt sem hún kom ekki nálægt á einn eða annan hátt í atvinnulífi Borg- arfjarðar. Hún tók ávallt virkan þátt í búskapnum með Ásgeiri eiginmanni sínum. Auk þess var hún dugleg við að skapa sér ný verkefni á tímum þar sem störf- um í hefðbundnum atvinnu- greinum fór fækkandi. Hún var einn af frumkvöðlum í uppbygg- ingu ferðaþjónustu á Borg- arfirði, en hún rak veitingasölu í félagsheimilinu Fjarðarborg um árabil og síðar rak hún farfugla- heimili á staðnum, auk þess að taka þátt í skipulagningu við- burða. Útför Bergrúnar Jóhönnu fer fram frá Bakkagerðiskirkju í dag, 11. desember 2012, og hefst athöfnin kl. 14. maki Þórey Sigurð- ardóttir græðari, f. 10. maí 1972, sonur þeirra er Sig- ursteinn, f. 7. júní 2006. Börn Arn- gríms Viðars og Sesselju Trausta- dóttur eru Ásgeir Bogi, f. 16. maí 1992, Gréta Sóley, f. 7. okt. 1996. Son- ur Þóreyjar er Ingi Snær Jónsson, f. 9. apríl 1997. 2) Áskell Heiðar, landfræðingur, f. 29. apríl 1973, maki Vala Bára Valsdóttir leikskólakennari, f. 29. mars 1970, dætur þeirra eru Bergrún Sóla, f. 6. júní 1997, Malen, f. 5. febrúar 1999, Heið- dís Pála, f. 15. apríl 2008 og Snæfríður, f. 6. des. 2010. 3) Guðmundur Magni, tónlist- armaður, f. 1. des. 1978, maki Eyrún Huld Haraldsdóttir, ís- lenskufræðingur, f. 29. maí 1981, synir þeirra eru Marinó Bjarni, f. 19. sept. 2005 og Egill Ásberg, f. 25. nóv. 2011. 4) Aldís Fjóla Borgfjörð, söngkona og þjóðfræðingur, f. 18. apríl 1982, sambýlismaður Daníel Már Sig- urðsson, tónlistarmaður, f. 29. maí 1975. Fyrstu sambúðarárin sín bjuggu Jóhanna og Ásgeir á Ósi Þú varst drottning í hárri höll. Hljómsveitin, álfar, menn og tröll, ég lék og söng í senn, þú varst svo stórfengleg. Tröllin, þau börðu á bumburnar. Blómálfar léku á flauturnar, fiðlurnar mennskir menn, á mandólín ég. Allir mændum við upp til þín eins og blóm þegar sólin skín, er þínum faðmi frá, gjafir flugu um allt. Flestum gekk vel að grípa sitt. Glaður náði ég fljótt í mitt, en stóll er steig ég á, stóð tæpt svo hann valt. (Freymóður Jóhannsson) Ég elska þig, elsku besta mamma mín. Þín lilla, Aldís Fjóla. Elsku mamma. Þá er hetjulegri sjúkdómsbar- áttu þinni, sem staðið hefur í ára- tug með hléum, lokið og við verð- um að játa okkur sigruð. Baráttuþrek þitt og lífsvilji hafa sannarlega verið okkur öllum innblástur sem að þér stöndum, sem og þeim sem hafa annast þig. En hvað á ég svo að segja þeg- ar konan sem ól mig í þennan heim, í rúminu sínu heima á Ósi, fyrir tæpum fjörutíu árum, deyr? Mig langar að segja svo ósköp margt en samt ná engin orð yfir það sem mig langar til að segja. Þakklæti mitt til þín er óendan- legt, þú kenndir mér svo margt og mest með því að vera þú. Í sambandi ykkar pabba sáum við Vala hvernig hamingjusamt hjónaband á að vera. Þú varst stelpunum mínum alltaf svo góð og það er ég óendanlega þakk- látur fyrir. Bergrún Sóla og Mal- en eru svo heppnar að hafa feng- ið að kynnast þér og vera með þér, nú síðast í sumar, en því miður kynnast þær Heiðdís Pála og Snæfríður ekki eins mikið ömmu fyrir austan sem alltaf vildi fá þær í heimsókn. Mig langar til að vera börnunum mín- um eins góður og þú varst mér, mig langar til að verða jafn dug- legur og fá jafn miklu áorkað í mínu lífi og þér tókst og mig langar til að skilja eftir mig jafn mikið af fólki sem elskar mig þegar ég fer eins og þú gerir. Mamma mín var dugnaðar- forkur og „reddari“, það voru engin vandamál, bara lausnir. Hún hugsaði vel um þá sem næst henni stóðu, var frændrækin og mikill vinur vina sinna. Hún var alltaf í sambandi við sitt fólk og sjaldan liðu meira en 2-3 dagar á milli þess sem við mamma heyrð- umst í síma ef við ekki vorum á sama stað. Hennar bestu stundir voru þegar fjölskyldan var sam- an komin í Brekkubæ, þannig vildi hún hafa það, alla saman. Þá fór hún með barnabörnin í gönguferðir eða í fjárhúsin og síðan las hún fyrir þau eða spann sögur á kvöldin þar til þau sofn- uðu. Í eldhúsinu lék allt í höndun- um á mömmu og þeir eru margir sem hafa notið hennar góðgjörða í gegnum tíðina bæði heima og í Fjarðarborg. Margir þessara gesta hafa síðan verið heimilis- vinir og ræktað samband sitt við mömmu og pabba. Þarna voru heldur aldrei óyfirstíganleg við- fangsefni, 60-80 manna kaffi- veisla á jóladag eða 150 skemmti- ferðaskipagestir í steiktan fisk í hádeginu, allt var þetta töfrað fram að því virtist fyrirhafnarlít- ið. En nú þegar komið er að leið- arlokum vil ég færa þakklæti öllu því frábæra fólki sem hafa ann- ast móður mína í veikindum hennar á undanförnum árum og öllum þeim sem standa með okk- ur og senda hlýja strauma og kveðjur á þessum erfiðu tímum. Framundan er framtíðin með öllu því sem hún kann að færa okkur, gleði og sorgum, en eitt er víst, mamma verður með mér og mínum, hvert sem við förum og hvað sem við gerum. Guð geymi þig, elsku mamma mín. Þó að þú sért farinn og líkaminn grafinn ertu samt hjá mér þegar ég geri það sem ég lærði af þér. Þegar ég nýt fegurðar náttúrunnar, hlúi að jurt eða dýri og þegar ég bý börnin mín í svefninn eins og þú gerðir við mig. Þá ertu hér í mér Fram í fingurgóma Finn ég anda þinn enduróma. (Benedikt Jóhannsson) Áskell Heiðar Ásgeirsson. Elsku mamma mín, nú er komið að kveðjustund. Ég var þess heiðurs aðnjót- andi að hafa þig við hlið mér ekki einungis sem uppalanda og móð- ur heldur miklu meira en það. Þú varst minn nánasti félagi, sam- starfsmaður og fyrirmynd í lífi og starfi fyrir utan hvað þú varst börnunum mínum ómetanleg stoð og stytta í blíðu og stríðu. Þegar ég lít til baka varst þú í raun rödd fimm kynslóða, þar sem þú ólst upp á Ósi hjá Jóa og Beggu, afa þínum og ömmu, í bland við móðursystkini og börn- in þeirra. Síðan bjóstu þar með okkur bræðrum og þá í Brekku- bæ þar sem barnabörnin og ná- grannar bættust við á seinni ár- um. Þannig að þitt lífshlaup spannaði allt frá því að sinna bú- störfum gamla tímans til nútíma- tækni og þæginda. Þú kenndir afkomendum þínum að bera virð- ingu fyrir því liðna, umhverfi þínu og samfélaginu á Borgar- firði auk þess sem þú kenndir okkur að bera virðingu fyrir öll- um í kringum okkur. Þú varst frumkvöðull að eðlisfari og kynntir okkur hvernig á að taka á móti gestum og senda þá ánægða heim sem er jú undir- staða ferðaþjónustu. Það lýsir kannski best lífs- krafti þínum og dugnaði að margar samverustundir okkar voru tengdar starfi og leik í borg- firsku samfélagi. Hver á mömmu sem hefur starfað við hliðina á manni við beitningu, síldarsölt- un, fiskvinnslu, í veitingarekstri, leikfélaginu, ungmennafélaginu, ferðamálahópnum eða gistiþjón- ustu auk allra bústarfanna og þá sérstaklega á sauðburðinum þar sem þú varst í burðarhlutverki jafnt nótt sem dag. Það var ekki alltaf auðvelt að hafa í sig og á og þurfti því ætíð að stunda vinnu með búskapnum til að tryggja af- komuna. Þú náðir að skapa þína eigin afkomu hin seinni ár með elju og dugnaði og ég veit að þinn eigin rekstur var þér hjartans mál. Okkar hlutverk er að halda áfram þeirri vegferð með dugnað þinn og alúð fyrir gestum að leið- arljósi. Allt það sem fjallað er um hér að ofan er að sjálfsögðu samofið ykkur pabba þar sem þið voruð ætíð bæði skammt undan. Það var einstakt að skynja og upplifa þá virðingu og samheldni sem þið lögðuð upp með og hélduð til haga á vegferð ykkar sem var oft á tíðum þyrnum stráð þegar til komu veikindi og erfiðleikar í fjölskyldunni. Það var því ljúft að geta stutt ykkur og hjálpað á stundum þegar á þurfti að halda, því það var í raun þitt aðalsmerki að hjálpa og styðja aðra þegar þeir áttu um sárt að binda. Þú gafst okkur frelsi til að vaxa og dafna sem einstaklingar í kærleika og ást og studdir okkur í öllum þeim verkefnum sem við tókum okkur fyrir hendur og fyr- ir það er ég einstaklega þakk- látur. Ég ætla með virðingu og þakklæti að kveðja þig núna, mamma mín, í hinsta sinn. Ég veit að það er sárt og verður sárt áfram fyrir okkur öll, en við er- um vel nestuð af því sem þú gafst okkur, samheldni og hjartahlýju. Þinn sonur, Arngrímur Viðar. Elsku Jóa. Takk fyrir hvað þú varst ynd- isleg tengdamamma. Takk fyrir hvað þú varst frábær amma. Takk fyrir hvað þú varst góð vin- kona. Vala Bára. Jóhanna, tengdamóðir mín, hefur kvatt þennan heim alltof snemma. Ég fór að rifja upp hve- nær ég hitti Jóu, eins og hún var kölluð, í fyrsta sinn. Við Magni vorum farin að stingja saman nefjum og sú frétt hafði fljótt rat- að niður á Borgarfjörð. Við sát- um, nokkrir vinir, í Söluskálan- um á Egilsstöðum þegar blái Landcruiserinn rennur í hlað. Fólkið í kringum mig tekur eftir þessu og fer að góla í stríðnistón: „Nei, sko Eyrún, þarna er nýja tengdafjölskyldan þín komin.“ Ég, sextán ára gömul, seig niður í sætinu og kveið hreint ógurlega fyrir því að hitta þau. Þegar fjöl- skyldan nálgast síg ég enn neðar. Að lokum standa þau við endann á borðinu, Jóu verður litið á mig og segir ákveðið en vingjarnlega: „Já, svo þú ert nýja tengdadóttir mín.“ Ég eldroðnaði og varð mjög vandræðaleg, svaraði engu en brosti, líkt og þau öll þegar þau sáu hvað ég fór hjá mér í full- um sal af fólki. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og við átt fjölda góðra stunda og margsinnis brosað og hlegið saman í gegnum árin. Hún var glettin hún Jóa, hafði lúmskan húmor þó svo að hún hafi ekki verið mikið fyrir að trana sér fram. Hún var hlédræg í margra manna hópi en tók alltaf þátt í samræðum og sýndi fólki mikinn áhuga og væntumþykju. Bergrún Jóhanna Borgfjörð ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Hraunvangi 1, Hafnarfirði, áður Birkimel 8a, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 3. desember. Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 12. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknardeild Landspítalans. Helga A. Richter, Örlygur Richter, Gunnar Aðalsteinsson, Vilborg Gunnarsdóttir, Stefán Aðalsteinsson, Guðbjörg Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, ÁGÚSTA SIGURDÓRSDÓTTIR húsmóðir og bóndi, Götu, Hrunamannahreppi, lést föstudaginn 7. desember að Sólvöllum á Eyrarbakka. Útförin fer fram frá Hrepphólakirkju í Hrunamannahreppi fimmtudaginn 13. desember kl. 13.30. Katrín Stefánsdóttir, Anton Viggósson, Sigríður Stefánsdóttir, Ragnar Óskarsson, Sigurdór Már Stefánsson,Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÞÓRISDÓTTIR frá Blikalóni á Melrakkasléttu, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri föstudaginn 7. desember. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðvikudaginn 12. desember kl. 14.00. Bóthildur Steinþórsdóttir, Emil Guðmundsson, Ásgeir Magnússon, Guðbjörg Hákonardóttir, Skúli Magnússon, Gunnvor Nystad, Þorsteinn Magnússon, Aþena Eydís Kolbeinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, RÓBERT SIGURMUNDSSON húsasmíðameistari, Vestmannaeyjum, lést á Landspítalanum í faðmi fjölskyldu sinnar laugardaginn 8. desember. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 15. desember kl. 14.00. Svanhildur Gísladóttir, Íris Róbertsdóttir, Eysteinn Gunnarsson, Hrönn Róbertsdóttir, Sævar Pétursson, Telma Róbertsdóttir, Sigurður Jóelsson, Ívar Róbertsson, Agnes Kristjánsdóttir, Víðir Róbertsson, Hekla Hannesdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, J. VALDÍS INGIMUNDARDÓTTIR, Dilla, Steinsstaðaflöt 27, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 7. desember. Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 14. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sérstakar þakkir til starfsfólks A-deildar sjúkrahússins fyrir frábæra umönnun. Þórður Ársælsson, Ingi Már Ingvarsson, Harpa Harðardóttir, Þórey Ingvarsdóttir, Þórir Björgvinsson og ömmubörn. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR frá Munaðarnesi, Eirhömrum, Mosfellsbæ, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 5. desember. Lindar Garðar Björk Garðarsdóttir, Júlíus Jónsson, Jón Páll Garðarsson, Helga Geirsdóttir, Bylgja Júlíusdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.