Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 31
sendum við Veru og allri fjöl- skyldunni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Inger Þórðarson, Ingibjörg Briem, Kristín Ástgeirs- dóttir, Kristín Ólafsdóttir og Ragnheiður Heiðreksdóttir. Kveðja frá starfsfólki Borg- arbókasafns Reykjavíkur Anna Torfadóttir kom til starfa við Borgarbókasafnið árið 1978. Meira en hálfa ævi sína starfaði hún þar, nær alla starfsævina. Mörg okkar unnu með henni ár- um saman, sum jafnvel öll þessi 34 ár. En hvort sem við áttum við hana svo löng kynni eða styttri, þá snerti andlát hennar okkur djúpt. Anna var góður vinnufélagi og yf- irmaður og í fararbroddi í okkar fagi. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd Borgarbókasafnins, var framsækin og frjó í hugsun og undanfarin ár hefur Borgarbóka- safnið sprungið út undir forystu hennar eins og hugmyndaríkur unglingur, nærri níræð stofnunin. Hún veiktist í miðjum klíðum en notaði allar stundir sem heilsan leyfði til að ljúka því sem lá á borði hennar og þá horfði hún til fram- tíðar. Þannig hverfur hún okkur. Hún skilur eftir sig framtíðina. F.h. starfsfólks Borgarbóka- safnsins, Einar Ólafsson. Ég vil með þessum orðum kveðja Önnu Torfadóttur, fv. borgarbókavörð og samstarfs- konu til margra ára. Frá því ég hóf störf hjá Reykjavíkurborg hafði ég vitað hver Anna væri en það var fyrst eftir að hugmyndir komu fram að húsið að Tryggvagötu 15 yrði að safnahúsi sem ég kynntist Önnu og hvað hún stóð fyrir í alvöru. Þegar haldinn var startfundur um mögulegt sambýli Borgarbóka- safns, Borgarskjalasafns og Ljós- myndasafns kom í ljós að Anna hafði kynnt sér starfsemi bóka- safna víða og hafði ákveðnar hug- myndir um uppbyggingu á nú- tímalegu og skemmtilegu safni sem væri fyrir alla, ekki síst þar sem börn myndu upplifa sig vel- komin. Það kom ekki á óvart þegar Anna var ráðin borgarbókavörður árið 1998 þegar Þórdís fór á eft- irlaun. Við sátum saman á mörg- um hönnunarfundunum, þar sem mótað var útlit hússins og umbún- aður út frá hugmyndum um þá starfsemi sem þar ætti að vera. Anna vissi hvað hún vildi og fylgdi því eftir, út í smáatriði sem líka skipta máli fyrir heildina. Það var gleðidagur þegar Grófarhús var vígt á afmælisdegi borgarinnar 18. ágúst 2000 og Reykjavíkur- borg hafði eignast nútímalegt bókasafn fyrir alla þjóðfélags- hópa. Anna Torfadóttir var kraftmik- il og hugmyndarík í hópi forstöðu- manna menningarstofnana. Þótt hún tæki starfi sínu af mikilli al- vöru, var stutt í fallegt brosið og hláturinn. Anna var falleg og glæsileg kona sem geislaði af og alltaf smart klædd. Hún hafði góðan húmor, með brosviprur í augum og góð heim að sækja. Hún var vel lesin og fylgdist vel með öllum menning- arstraumum, með puttann á púls- inum í því að gera gott safn betra. Hún var góður félagi og hægt að leita til hennar. Ég vil fyrir mína hönd og sam- starfsmanna á Borgarskjalasafni Reykjavíkur þakka Önnu fyrir ljúfa samfylgd í gegnum árin um leið og ég votta Veru dóttur henn- ar sem hún talaði oft um, vinum, vandamönnum, vinnufélögum og öðrum samferðamönnum mína dýpstu samúð við ótímabært frá- fall hennar. Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður. Samstarfskona mín Anna Torfadóttir, fyrrverandi borgar- bókavörður, er látin. Það er ein- kennilegt að hugsa til þess að við Anna eigum ekki eftir að rassa- kastast meira saman á Borgar- bókasafninu. Kynni okkar Önnu hófust í Háskóla Íslands 1971 þar sem við lögðum báðar stund á bókasafnsfræði. Leið mín lá fljót- lega eftir nám á Borgarbókasafn- ið og hún kom þangað einu og hálfu ári síðar. Allar götur síðan höfum við unnið hlið við hlið. Það hefur verið einstakt að vera með Önnu á fljúgandi ferð í bókasafns- heiminum því hún sá hlutina í víðu samhengi, lét ekkert aftra sér í að ná settum markmiðum, bryddaði upp á nýjungum og hugsaði vel um samstarfsmenn sína. Það kom fyrir að við horfðum ólíkt á hlutina en aldrei bar skugga á samstarfið og vináttuna. Mig langar með þessum orðum að minnast góðs félaga og samstarfsmanns. Ég sakna hennar mikið. Ég sendi Veru og Gauta og allri fjölskyld- unni mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Minning Önnu lifir lengi. Í lokin er við hæfi að birta er- indi úr ljóði eftir frænda Önnu og einnig fyrrverandi borgarbóka- vörð, ljóð sem prýðir veggi aðal- safns Borgarbókasafns. Það gisti óður minn eyðiskóg er ófætt vor bjó í kvistum, með morgunsvala á sólardyr leið svefninn ylfrjór og góður. (Snorri Hjartarson) Erla Kristín Jónasdóttir. Mín fyrstu kynni af Önnu Torfadóttur voru á Borgarbóka- safni 1984. Ég var þá á fyrsta ári í bókasafnsfræði við Háskóla Ís- lands og hún tók á móti nokkrum nemum sem vildu kynna sér upp- lýsingaþjónustu safnsins. Hún kom mér þá fyrir sjónir sem ákveðin kona og mikill fagmaður á sínu sviði og fyrir mér varð hún þá strax mikil fyrirmynd. Síðar átt- um við eftir að kynnast betur á vettvangi forstöðumanna almenn- ingsbókasafna og eiga saman gott og ánægjulegt samstarf á þeim vettvangi. Fyrsta starf Önnu eftir að hún lauk prófi sem bókasafnsfræðing- ur var á Amtsbókasafninu á Ak- ureyri árið 1976 og þar starfaði hún í tvö ár. 1978 hóf hún störf við Borgarbókasafn Reykjavíkur, fyrst í Bústaðasafni og ári síðar sem safnstjóri aðalsafns í Þing- holtsstræti. 1998 var hún ráðin borgarbókavörður og gegndi því starfi þar til í maí 2012 er hún lét af störfum vegna veikinda. Anna var sannur leiðtogi, hvort heldur starfsmanna Borgarbóka- safns eða forstöðumanna almenn- ingsbókasafna og ávallt reiðubúin að aðstoða, leiðbeina, miðla og deila því góða starfi sem hún kom nærri. Henni var einnig mjög um- hugað um samstarfsmenn sína og stóð vörð um réttindi þeirra. Hún var óhrædd við að innleiða nýja þjónustu, tækni og nýjungar í stjórnun og hafði sterka sýn á sviði almenningsbókasafna. Hún var mjög áhugasöm um fagið, hugmyndarík og fylgdist afar vel með nýjungum í bókasafnsheim- inum sem skiluðu sér í t.d. sögu- bílnum Æringja, nýjum söfnum og flutningi aðalsafns í Grófarhús árið 2000. Anna sat í stjórn Landskerfis bókasafna hf. og var mikill hvata- maður að stofnun þess. Hún átti stóran þátt í því framfaraspori að sameina íslensk bókasöfn í eitt bókasafnskerfi, Gegni, og einnig sat hún í stjórn Landsaðgangsins hvar.is sem er ekki síður merki- legt verkefni á sviði upplýsinga- fræða. Anna var mikill fagurkeri og umhugað um að hafa fallegt í kringum sig. Hún var mikill smekkmaður og vildi að vandað væri til allra verka. Hún var t.d. þeirrar skoðunar að myndlist skyldi vera sem víðast í umhverf- inu, og þá ekki síst í almennings- rými eins og bókasöfnum. Söfn Borgarbókasafns bera þess merki og prýða þau fjölmörg listaverk gestum og gangandi til ánægju. Ein af þeim nýjungum sem Anna innleiddi í Borgarbókasafn var einmitt Artótekið, útlán/leiga/sala á myndlist starfandi listamanna. Hún var sterkur persónuleiki og eftirminnileg kona sem mun seint líða okkur úr minni sem urð- um þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast henni. Aðstandendum Önnu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður. Trúföst og heiðarleg, bókelsk- ur fagurkeri, ákveðin og metnað- arfull. Kona sem sópaði að. Þann- ig myndi ég lýsa Önnu Kristjönu Torfadóttur; konu sem sannar- lega stóð með sjálfri sér og skoð- unum sínum. Hún bar í brjósti mikinn metn- að, en þó enn meiri elsku, í garð Borgarbókasafns Reykjavíkur, sem hún helgaði starfskrafta sína í 34 ár. Hún hóf störf hjá safninu í nóvember 1978, fyrst sem bóka- safnsfræðingur og síðan safn- stjóri aðalsafns. Hún tók við starfi borgarbókavarðar árið 1998 og gegndi því starfi þar til á vordög- um er hún lét af störfum vegna veikinda. Það er erfitt að hugsa sér Borgarbókasafnið án Önnu. Hún þekkti sögu þessarar merku menningar- og lýðræðisstofnunar betur en flestir aðrir, en lét gamla siði sannarlega hvorki binda hendur sínar né huga. Samstarf okkar Önnu hófst formlega árið 2005 þegar Menn- ingar- og ferðamálasvið varð til og ég tók við stjórn þess. Anna var einstaklega forvitin og áhugasöm um nýja hugsun, betri starfshætti eða spennandi tækni þegar kom að hverju því sem snerti bókasöfn. Hún var mjög virk og virt í sam- starfi bókasafna jafnt á landsvísu sem alþjóðlega og var mjög áfram um að leiða Borgarbókasafnið af krafti inn í 21. öldina. Henni þótti einstaklega vænt um starfsfólkið sitt og ekki síður gesti safnsins, sem skyldu ávalt fá bestu þjón- ustu. Eitt af því sem ég mun minnast hennar fyrir er hve mikla andúð hún hafði á öllum formlegheitum og gat því ekki hugsað sér að hún yrði kvödd með formlegu boði þegar hún lét af störfum. Þegar ég maldaði í móinn og sagði að ég myndi ekki hlusta á þetta, kvaðst hún einfaldlega ekki mæta: „Og ef þú vogar þér að skipuleggja eitt- hvað kveðjuboð og reyna að koma mér á óvart, ja, þá labba ég bara út!“ sagði hún ákveðin. Það var ekki um annað að gera en að hlýða. Menningar- og ferðamála- ráð og borgarstjórinn í Reykjavík urðu líka að lúta þessum reglum Önnu, en sendu henni falleg bréf sem segja allt um það hvað hún var mikils metin fyrir störf sín hjá Reykjavíkurborg. Eftir að Anna veiktist varð samband okkar nánara. Hún sýndi fágætan styrk og kjark á þeim tíma sem við tók eftir að hún greindist vorið 2011 og notaði skapið og staðfestuna til að berj- ast gegn skugganum sem lagðist yfir þennan bjarta dag í maí. Við trúðum því öll að Anna myndi komast undan ákomunni, því fátt gæti staðist einurð hennar og bar- áttuþrek. Ég dáðist að því hvað hún vandaði sig við að nýta og njóta þess tíma sem henni gafst. Það er sárt til þess að hugsa að hún verði ekki viðstödd 90 ára af- mæli safnsins 2013 en ég er þess jafnframt fullviss að andi hennar verður nálægur þegar við fögnum þeim merku tímamótum. Við, sem unnum með Önnu á Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, erum sann- arlega ríkari fyrir að hafa notið samvista og samstarfs með henni. Hún skilur eftir sig dýrmætan arf og skemmtilegar minningar sem munu lifa áfram í hópnum. Fyrir hönd Menningar- og ferðamálasviðs votta ég fjöl- skyldu hennar og öðrum ástvinum innilegustu samúð. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri Menningar- og ferðamálasviðs Reykjavík- urborgar. Síðastliðið vor var Anna Torfa- dóttir gerð að heiðursfélaga í Upplýsingu, félagi um bókasafns- og upplýsingafræði. Anna var vel að heiðrinum komin enda búin að starfa í heimi bókasafna í hátt á fjórða áratug. Með störfum sínum hafði hún skapað sér sess fyrir framsýni og mikla leiðtogahæfi- leika, ekki síst í starfsemi almenn- ingsbókasafna. Anna naut virð- ingar allra stéttarfélaga sinna, eldri sem yngri. Hún var virk í fé- lagsstarfinu og hrókur alls fagn- aðar. Í starfi sínu sem Borgarbóka- vörður Reykjavíkur setti Anna slíkt mark á starfsemi þess að eft- ir var tekið bæði meðal bóka- safns- og upplýsingafræðinga en þó ekki síst almennings. Starf- semi Borgarbókasafns mun um ókomna tíð njóta þeirra framfara sem Anna stuðlaði að. Nú er Borgarbókasafnið orðið að alls- herjar menningar- og fræðslu- miðstöð Reykvíkinga og raunar allra landsmanna. Auk þess að láta sig starfsemi almenningsbókasafna varða tók Anna virkan þátt í félagsstarfi Upplýsingar og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Önnu Torfadóttur verður sárt saknað af kollegum sínum. Henn- ar metnaður fólst í að hlúa þannig að starfsemi almenningsbóka- safna að þau þróuðust í takt við samfélagið og væru óhrædd við að nýta sér þær tæknilegu nýjungar sem framtíðin ber í skauti sér. Við sem eftir erum munum nú hafa þetta að leiðarljósi okkar. Minn- ing Önnu Torfa mun lifa áfram í starfi okkar. Fyrir hönd Upplýsingar send- um við fjölskyldu og vinum Önnu okkar dýpstu samúðarkveðjur. Margrét Sigurgeirsdóttir, formaður Upplýsingar. Það er alltaf erfitt að kveðja, ekki síst konu eins og Önnu sem var svo full af lífsvilja og átti svo mikið að gefa og miklu að miðla. Hún var mikil hugsjónamann- eskja sem þreyttist aldrei á að vinna þeim málum brautargengi sem hún hafði trú á. Við sem þetta skrifum vorum svo heppnar að fá að vinna með Önnu, sumar okkar um langt árabil, og við kynntumst þess vegna þessum eiginleikum hennar vel. Anna var yfirmaður okkar á Borgarbókasafni, fyrst sem safnstjóri aðalsafns og síðar borgarbókavörður. Aðalsafn flutti síðan úr Þingholtsstræti í Grófar- hús menningarárið 2000 og þeir tímar sem þá fóru í hönd voru bæði spennandi og gefandi. Starf- semin tók stakkaskiptum, ný störf og verkefni urðu til og sú þróun hélt áfram. Anna var frábær yf- irmaður, hún bar traust til okkar, hvatti okkur áfram bæði í námi og starfi og allar fengum við mikið frelsi til að skapa og þróa okkar verkefni. Anna vildi nú samt stundum hafa vit fyrir okkur og ráða okkur heilt, t.d. þegar við keyptum okk- ur skó eða búsáhöld, vorum að flytja, spá í muni á heimilið, litaval og hvaðeina. Enda var hún mikill fagurkeri og smekkmanneskja, hún hafði miklar skoðanir á myndlist, hönnun og list yfirhöf- uð. Anna lá aldrei á skoðunum sín- um og var óhrædd við að synda á móti straumnum ef svo bar undir. Hún hafði mjög gaman af því að ferðast, var forvitin og víðsýn og kom yfirleitt heim með nýjar og spennandi hugmyndir í fartesk- inu. Á þeim ferðalögum sem við fórum í með henni, tók hún gjarn- an að sér að rata á nýjum slóðum og var viss um að hún fyndi bestu leiðina, hvort sem það reyndist nú rétt eða ekki. Alltaf komumst við þó á leiðarenda og gátum hlegið saman að ferðinni og flækjunum á leiðinni. Á kveðjustund minnumst við kraftmikillar, hláturmildrar og úrræðagóðrar konu, samstarfs- og yfirmanns til margra ára, en fyrst og fremst góðrar vinkonu sem skilur eftir margar skemmti- legar minningar til að ylja okkur við. Elsku Vera, Gauti, Vera eldri og aðrir ástvinir, við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Rögnvaldsdóttir, Kristín R. Vilhjálmsdóttir, Kristín Viðarsdóttir og Úlf- hildur Dagsdóttir. Með fáum orðum viljum við vinkonur og samstarfsfélagar minnast Önnu Torfadóttur, fyrr- verandi borgarbókavarðar. Við bundumst tryggðaböndum á mót- unartímum í menningarmálum borgarinnar um aldamót og höf- um haldið hópinn þrátt fyrir breytt starfssvið. Anna var traustur félagi í lífi og starfi, og einstakur fagmaður á sínu sviði. Framlag hennar til menningar- starfs og bókasafnsfræða er mik- ilsvert. Anna var heiðarleg, réttsýn og áreiðanleg kona. Hún var hrein- skiptin og sönn í hverju sem hún tók sér fyrir hendur, einstaklega umhyggjusöm og hugrökk. Hún var góður hlustandi og dómgreind hennar og mikil yfirsýn var okkur oft stuðningur í leik sem starfi. Hún var reiðubúin að leggja sig alla fram í hverju verkefni, enda tókst henni ósjaldan að yfirstíga allar hindranir. Það reyndi sann- arlega á borgarbókavörð á menn- ingarborgarárinu 2000 þegar að- alsafnið flutti af Þingholtsstræti í Tryggvagötu. Mikla útsjónarsemi þurfti til að halda þröngan fjár- hagsramma án þess að slaka á faglegum kröfum við innréttingar á byggingu sem hafði áður verið ætlað hlutverk bílastæðahúss. Og þegar ekki fékkst fé til listskreyt- ingar gafst hún ekki upp fyrr en með hjálp samstarfsaðila varð til glerlistaverkið Fagra veröld eftir Leif Breiðfjörð og höggmyndin Óður eftir Helga Gíslason. Eftir- minnileg er gleði hennar þegar hún gekk með borgarstjóra og borgarfulltrúum í kynnisferð um húsið á miðnætti fyrir áætlaða opnun og hló dátt þó að hamars- höggin dyndu í hverju horni og allt væri á hvolfi að íslenskum hætti. „Þetta tekst.“ Og Grófar- húsið var afhjúpað á réttum tíma. Annað dæmi: „Það á enginn Reykvíkingur að þurfa að ganga lengra en einn kílómetra til að ná sér í bók, hvort sem það er í bóka- safn eða bókabíl.“ Það tókst. Önnu var ekkert mannlegt óviðkomandi, sáttasemjari góður, bar hag starfsfólks síns ævinlega fyrir brjósti og naut hvarvetna virðingar. Réttlætiskennd Önnu, sem annars hafði ekki áhuga á að beina kastljósinu að sjálfri sér, kom ekki síst í ljós er hún tókst á við veikindin. Þar steig hún fram og talaði máli þeirra sem eru að takast á við erfiða sjúkdóma. Eftir því var tekið og munu orð hennar án efa stuðla að framförum fyrir krabbameinssjúklinga. Anna var hispurslaus, barst aldrei mikið á og henni leiddist yf- irborðsmennska. Hún var heil og sönn og kom til dyranna eins og hún var klædd. Hún var fagurkeri fram í fingurgóma sem naut þess að fara á leiksýningar, tónleika, listsýningar og var að sjálfsögðu sannur bókaunnandi. Hún var glæsileg kona og smekkvís svo að eftir var tekið. Anna var traustur samstarfs- maður en það var ekki síður vin- konan Anna sem við nutum að umgangast og gleðjast með. Skemmtileg heimskona með beitta kímnigáfu, hláturmild og umfram allt hlý manneskja. Hennar verður sárt saknað. Við vottum dótturinni Veru, tengdasyninum Gauta, Veru móð- ur Önnu og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúð. Heiðruð sé minning Önnu Torfadóttur. Elísabet B. Þórisdóttir, Guðný Gerður Gunn- arsdóttir, Margrét Hall- grímsdóttir, María Karen Sigurðardóttir og Signý Pálsdóttir. Í dag kveðjum við Önnu Torfa- dóttur, fyrrum borgarbókavörð og stjórnarkonu í Landskerfi bókasafna hf. Anna kom inn í stjórn félagsins á upphafsárum þess og sat þar samfleytt frá árinu 2002 til haustsins 2012. Hún var eindregin talskona þess að bóka- söfn landsins myndu taka í notk- un eitt sameiginlegt bókasafna- kerfi, Gegni. Landskerfið var stofnað í kringum þann rekstur og átti Anna mikinn þátt í vexti og viðgangi þess. Hún var ávallt ein- dregin talskona þess sem til fram- fara horfði í starfsumhverfi bóka- safna og lét þá ekki hindranir stöðva sig í því að ná settum markmiðum heldur fann leiðir til að yfirstíga þær í góðri samvinnu við aðra. Landskerfi bókasafna naut mjög góðs af stefnufestu og hugrekki Önnu. Hún var okkur góð fyrirmynd. Við leiðarlok kveðjum við með miklum trega góða vinkonu og samstarfsfélaga og sendum að- standendum einlægar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Landskerfis bóka- safna hf., Sveinbjörg Sveinsdóttir. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsend- ingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.