Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.2012, Blaðsíða 38
Menning MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2012 Tónleikaröðin Ungklassík held- ur áfram göngu sinni í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur í dag, þriðjudag, klukkan 17.30. Hugmyndin með tónleikunum er að gefa mörgum framúrskarandi nemendum tónlist- arskólanna tækifæri til að koma fram og gleðja gesti með klass- ískum verkum gömlu meistaranna. Á tónleikunum leika nemendurnir á ýmis hljóðfæri, ýmist einir eða í samspili, og þá mun söngur einnig hljóma. Tjarnarsal hefur verið breytt nú á aðventu í sannkallað jólaland, að sögn aðstandenda, og skapar hann fallega umgjörð fyrir tónleika þess- ara tónlistarmanna framtíðarinnar. Tónleikaröðin Ung- klassík í Tjarnarsal Ráðhús Reykjavíkur Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Strengjasveitin Spiccato flytur verk- ið L’Estro Armonico eftir barokk- tónskáldið Antonio Vivaldi á tvenn- um tónleikum í vetur. Sex fyrstu konsertana flytur sveitin á tónleik- unum í Listasafni Sigurjóns Ólafs- sonar í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 19.30. Síðari tónleikarnir verða í Neskirkju í apríl. L’Estro Armonico hefur verið þýtt sem Harmonískar hugljómanir og er safn tólf konserta fyrir fiðlur sem Vi- valdi samdi árið 1711 og settu hann á stall meðal bestu tónskálda samtím- ans. Konsertarnir hafa jafnvel verið nefndir meðal áhrifamestu tónsmíða 18. aldarinnar. Þeir voru gefnir út í Amsterdam árið 1711 og urðu strax mjög vinsælir í Evrópu. J.S. Bach umritaði sex þeirra fyrir aðra hljóð- færaskipan, meðal annars sem kons- ert fyrir orgel og sembal eða sem einleiksverk. „Eftir að við Martin Frewer vor- um búin að vinna stíft við að hljóðrita 21. aldar fiðludúetta sem Duo Land- on kom þessi þörf að leika allt annars konar tónlist,“ segir Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari, einn félaga í Spic- cato. Hún segir Martin lengi hafa gengið með þann draum að flytja þessa konserta Vivaldis og fá ein- hverja með sér í það. „Mér leist vel á hugmyndina og við leituðum að fólki til að spila með okkur sem væri svip- að þenkjandi, á sömu línu. Okkur þykir vænt hverju um annað og milli okkar allra ríkir gagnkvæm virðing og traust. Enda hefur verið gaman að æfa og það ríkir falleg vinnu- stemning hjá okkur. Þetta er æð- isleg tónlist.“ Hlíf segir þetta verk hafa komið Vivaldi á kortið á sínum tíma. „Hann samdi þetta árið 1711, ári síðar samdi Bach sónötur sínar og partít- ur fyrir einleiksfiðlu og fiðlan sem ég leik á er kópía af fiðlu eftir Stradiv- ari frá 1714,“ segir Hlíf, hlær, og segir þetta tengjast en hún hefur hljóðritað og gefið út fyrrnefnd verk Bachs. „Þetta eru tólf konsertar, hver þrír eða fjórir kaflar,“ segir hún og bætir við að þetta sé mikil aðventu- tónlist. „Í henni er birta, hlýja, jákvæðni, líka tregi en aldrei of mikil tilfinn- ingasemi, þetta er guð- dómleg tónlist. Manni líður vel við að hlusta á Vivaldi.“ Strengjasveitina Spiccato skipa níu hljóðfæraleikarar, þau Ágústa María Jóns- dóttir, Gunnhildur Daðadótt- ir, Martin Frewer, Hlíf Sig- urjónsdóttir, Sarah Buckley, Sesselja Halldórsdóttir, Ólöf Sigursveinsdóttir, Ólafur Sigurjónsson og Richard Korn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Spiccato Strengjasveitin á æfingu innan um listaverk Sigurjóns Ólafssonar í safninu í Laugarnesi í gær. „Manni líður vel við að hlusta á Vivaldi“ Þau Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer, sem leika með strengjasveitinni Spiccato í kvöld, mynda einnig dúettinn Duo Landon sem var að senda frá sér nýjan geisladisk, Ice- landic Violin Duos. Á diskinum eru fiðludúó eftir Elías Dav- íðsson, Þorkel Sigurbjörnsson, Finn Torfa Stefánsson, Hildi- gunni Rúnarsdóttur, Jónas Tóm- asson og Atla Heimi Sveinsson. Þrjú tónskáldanna sömdu verk- in sérstaklega fyrir Duo Landon. Ekkert verkanna hefur verið gefið út á hljómdiski áður. Þá hefur verið endur- útgefinn geisladiskur Duo Landon frá árinu 1995, með hinum 44 þekktu fiðludúóum Béla Bartóks, en á honum leikur Hjörleifur Valsson ásamt Hlíf. Fékk disk- urinn afar góða dóma á sínum tíma, hér heima og erlendis. Íslensk fiðludúó NÝR DISKUR DUO LANDON Munið að slökkva á kertunum Kertakveikur á ekki að vera lengri en 1 cm. Klippið af kveiknum svo að ekki sé hætta á að logandi kveikur detti af og brenni út frá sér Slökkvilið höfuborgasvæðisins Hvað get ég vitað? – Hvað ber mér að gera? – Hvað leyfist mér að vona? „Þegar þú hefur lesið þessa bók hefurðu stigið fyrsta skrefið í átt að hamingjunni. … Þessi bók er hreint út sagt ómissandi.“ Elke Heidenreich, ZDF Richard David Precht Hver er ég – og ef svo er, hve margir? Arthúr Björgvin Bollason þýddi „Hún er er kunnáttusamleg og fyndin þessi bók eftir heimspekinginn Richard David Precht …“ Síðdegisútvarpið, RÚV Mesta metsölubók frá upphafi á lista DER SPIEGEL í Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.