Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 2

Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is KAFFISKOT Í NESPRESSOVÉLAR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Pétur Blöndal menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Íþróttaálfurinn og Solla stirða vöktu mikla kát- ínu á Jólahátið fatlaðra sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í gærkvöldi. Hátíðin í gær var sú þrítugasta í röðinni og því var dagskráin með glæsilegra móti. Gestirnir skiptu hund- ruðum en hátíðin hefur vaxið ár frá ári síðan hún var haldin fyrst í Kassagerðinni. Á meðal skemmtikrafta voru Sveppi, Ingó veðurguð, Laddi, Heiða Ólafsdóttir og Hermann Gunnars- son en samtals komu um 30 listamenn fram. Allir sem koma að hátíðinni gáfu vinnu sína auk þess sem fyrirtæki gáfu veitingar. Tugir skemmtikrafta komu fram á þrítugustu Jólahátíð fatlaðra í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Hundruð skemmtu sér konunglega á jólahátíð Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Breytingartillögur meirihluta fjár- laganefndar við þriðju umræðu fjár- laga leiða til tæplega 3,3 milljarða króna hækkunar á útgjöldum ríkis- sjóðs, verði þær samþykktar. Meðal annars er gert ráð fyrir að vaxta- gjöld af skuldum ríkisins aukist um 585 milljónir vegna skuldabréfa sem gefin verða út vegna eiginfjárfram- lags ríkissjóðs í Íbúðalánasjóð. Halli A-hluta ríkissjóðs verður tæpir 3 milljarðar, samkvæmt þessu, tæpum 200 milljónum kr. meiri en í frum- varpi. Meirihlutinn leggur til að lagðir verði 13 milljarðar inn í Íbúðalána- sjóð, í samræmi við tillögur ríkis- stjórnarinnar. Framlagið er ekki gjaldfært en kallar á hækkun vaxta- gjalda þegar á næsta ári þar sem áformað er að gefa út skuldabréf um mánaðamótin febrúar og mars. Ekki hefur verið ákveðið í hvaða flokki út- gáfan verður en miðað er við 5,4% óverðtryggða vexti sem þýðir að vaxtakostnaður ríkisins eykst um 585 milljónir á næsta ári. Lögreglan fær viðbót Breytingar á fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar vega þyngst í aukningu útgjalda, samkvæmt tillög- um fulltrúa stjórnarmeirihlutans. Þannig eru tillögur um hús íslenskra fræða og uppsetningu náttúruminja- sýningar í Perlunni að nýju komnar fram. Verja á 800 milljónum króna á næsta ári til að hefja byggingu húss íslenskra fræða og 400 milljónum kr. til uppsetningar á sýningu Náttúru- minjasafns Íslands. Áætlað er að hús íslenskra fræða kosti í heildina 3,4 milljarða og á hlutur ríkisins að verða 2,4 milljarðar og Háskólinn mun leggja til milljarð af eigin ráð- stöfunarfé. Áætlað er að heildar- kostnaður við náttúruminjasýn- inguna verði 500 milljónir kr. Gerð er tillaga um 200 milljóna króna framlag til að styrkja þau lög- regluembætti sem lakast eru sett og draga með því úr fækkun lögreglu- manna. Innanríkisráðuneytinu verð- ur falið að skipta fjárhæðinni. Sömuleiðis er lagt til að 100 millj- ónum verði varið til að tryggja rekstrarforsendur Landhelgisgæsl- unnar. Áætlað er að sértekjur Gæsl- unnar dragist saman um 310 millj- ónir kr. á næsta ári vegna samdráttar í verkefnum erlendis. Raunar liggur fyrir að Landhelgis- gæslan fær ekki ný verkefni hjá Frontex og EFCA á næsta ári vegna efnahagssamdráttar í Evrópu. Gæsl- an mun hagræða í rekstri, meðal annars með því að fækka um eina áhöfn varðskipa og segja upp samn- ingum við þyrlulækna. Vaxtagjöldin hækka  Lagt til að útgjöld ríkisins aukist um 3,3 milljarða  Eiginfjárframlag ríkissjóðs til Íbúðalánasjóðs mun leiða til 585 milljóna króna hækkunar á vaxtagjöldum Fundað Meirihluti fjárlaganefndar hefur skilað áliti og tillögum. Sex pör létu pússa sig saman hjá Sýslumanni Reykjavíkur í gær, þann 12.12.12. Í venjulegri viku eru tvær til þrjár giftingar að jafnaði hjá honum. Fleiri velja þá föstudaga en miðviku- daga sem eru ekki mjög vinsælir. „Þetta er óvanalegt út af þessum degi. Við hliðruðum til hjá okkur til að verða við óskum fólks um þennan dag,“ segir staðgengill Sýslumanns. Að sögn Guðgeirs Eyjólfssonar, sýslumanns í Hafnarfirði gengu að minnsta kosti sex pör í hjónaband hjá embættinu í gær. Þá framkvæmdi sýslumannsembættið í Kópavogi fimm hjónavígslur í gær. Eitt par gifti sig hjá sýslumanninum á Akur- eyri og sýslumaðurinn á Selfossi framkvæmdi sömuleiðis eina hjóna- vígslu í gær. Fæðingardeildin á Landspítal- anum var full í gærkvöldi, átta börn höfðu fæðst yfir sólarhringinn og von var á fleiri börnum í heiminn fyrir miðnætti. Því er ljóst að allnokkur börn munu vart eiga í vandræðum með að muna fyrri hluta kennitölu sinnar þegar fram í sækir. Hjónavígslur vinsælar 12.12.12  Um tíu börn fæddust á LSH Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dagurinn Klukkan á Ráðhústorginu á Akureyri slær 12.12, þann 12.12.12 Borun RARIK eftir heitu vatni í landi Hoffells í Hornafirði hefur tafist vegna óhapps. Króna borsins brotnaði síðastliðinn fimmtudag og tók nokkra daga að fiska hana upp. Borinn var þá kominn niður í rétt rúma 1000 metra. Búið er að koma hlutunum í lag, samkvæmt upplýs- ingum Hauks Ásgeirssonar deildar- stjóra hjá RARIK, og borun hafin að nýju. Stefnt er að 1200 metra djúpri holu. Ef borholan gefur nógu mikið af heitu vatni er áformað að leggja hitaveitu um dreifbýlið og til Hafn- ar og mun hún þá leysa af hólmi fjarvarmastöð. helgi@mbl.is Borun eftir heitu vatni í Hornafirði tefst vegna óhapps Bæjarstjórn Seltjarnarness sam- þykkti á fundi sínum í gær breyt- ingar á svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins. Sex bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með breyting- unum en einn sat hjá. Breytingarnar tengjast áformum um byggingu nýs Landspítala en öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð- inu þurfa að samþykkja breytingar á svæðisskipulaginu. Þar með er Kjósarhreppur eina sveitarfélagið sem á eftir að gefa sitt samþykki fyrir breytingunum. Samþykktu breyt- ingar á skipulagi Háskólinn á Bifröst á við veru- legan fjárhagsvanda að stríða en einnig vanda vegna verulegr- ar fækkunar nemenda. Gert er ráð fyrir 40 milljóna króna tímabundnu framlagi í tillögum meirihluta fjárlaganefndar. Fram kemur að 10 milljónir af aukaframlaginu eru vegna upp- safnaðra skammtímaskulda sem talið er að bregðast þurfi við og 30 milljónir kr. eru til að halda úti eðlilegu skólahaldi í vetur. Tillagan er ætluð til að leysa bráðavanda í fjármálum skól- ans. Það skilyrði er sett að Há- skólinn á Bifröst leggi fram trú- verðuga áætlun um fjölgun nemenda þannig að hann verði starfhæfur, til dæmis með sam- einingu við aðra háskóla. Bráðavandi á Bifröst 40 MILLJÓNA KR. FRAMLAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.