Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
ö frandi gjafir
Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com
L’Occitane en Provence - Ísland
Freyðibað 500 ml - 3.220 kr. • Handkrem 30 ml - 1.150 kr. •
r
tö frandi gjafir
FRá PROVENCE
LAVENDER
Ilmpoki 35 g - 990 kr. • Handsápa 300 ml - 1.980 kr.
5.990kr.
Verð áður:7.34
0 k
r.
GJAFAKASSI
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Það hefur aukist mikið að fólk leiti til
Öryrkjabandalagsins vegna þess að
það nær ekki endum saman, það hef-
ur tæmt alla sjóði og er jafnvel að
missa húsnæðið. Þetta segir Guð-
mundur Magnússon, formaður Ör-
yrkjabandalagsins, en fram hefur
komið í fjölmiðlum að margir ör-
yrkjar og eldri borgarar eru meðal
skjólstæðinga hjálparsamtaka.
„Lífeyririnn dugar ekki fyrir
framfærslu. Á sama tíma og vöru-
verð hækkar um 50% standa lífeyr-
isgreiðslur að mestu leyti í stað,“
segir Guðmundur. Hann segir Ör-
yrkjabandalagið hafa orðið vart við
að þeim hafi fjölgað mikið sem hafa
ekki lengur efni á að borga af hús-
næði sínu og segir hann að umsókn-
um hjá hússjóði bandalagsins hafi
fjölgað mikið.
„Kreppan er virkilega að koma
fram núna,“ segir Guðmundur en illa
staddir lífeyrisþegar skipti sennilega
þúsundum. Hann gagnrýnir að á
sama tíma og bætur hafi verið skert-
ar hafi viðmiðunartölur staðið í stað.
„Hjá sveitarfélögunum t.d. hafa
viðmiðin til að fá félagslegar bætur
ekki verið hækkuð. Þú þarft að vera
með svo rosalega lágar tekjur til að
fá einhverja aðstoð að það er bara
enginn eða mjög fáir sem eru þar
undir,“ segir hann.
Vitlaust kerfi
Guðmundur segist myndu vilja sjá
skerðingar ársins 2009 leiðréttar og
verðtrygginguna afnumda. Þá segir
hann að hækka þurfi lífeyris-
greiðslur til samræmis við neyslu-
viðmið velferðarráðuneytisins. Það
sé hvorki bjóðandi að lífeyrir til
lengri tíma sé miðaður við lægstu
laun né að minnstu tekjur fólks komi
svo til frádráttar, krónu fyrir krónu.
„Þetta letur bara til vinnu og letur
til sparnaðar. Þetta er eins vitlaust
kerfi og hægt er að hugsa sér,“ segir
hann.
Unnar Stefánsson, varaformaður
Landssambands eldri borgara og
formaður Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni, segir lítið um
það að eldri borgarar leiti til lands-
sambandsins eða félagsins í Reykja-
vík vegna afkomu sinnar.
Unnar segir kjör eldri borgara
misjöfn, margir hafi það afar gott á
meðan aðrir búi við fátækt, en eitt
helsta baráttumál landssambandsins
um þessar mundir sé að frumvarp
um ný lög um almannatryggingar
verði lagt fram og samþykkt á Al-
þingi.
„Í frumvarpinu felast kjarabætur
til frambúðar fyrir eldri borgara,
stighækkandi framlög á næstu fimm
árum, sem áttu að öðlast gildi á
næsta ári og það eru vonbrigði að
það skuli ekki vera gert ráð fyrir því í
fjárlögum næsta árs,“ segir Unnar.
Ljóst sé að frumvarpið verði ekki
lagt fram fyrir áramót en vonir
standi til að úr rætist strax á nýju
ári.
Margir að komast í þrot
Morgunblaðið/Ernir
Jól Hjálparsamtök undirbúa nú jólaúthlutun en margir öryrkjar og eldri borgarar eru meðal skjólstæðinga þeirra.
Fjöldi öryrkja nær ekki endum saman og er að missa húsnæði Landssam-
band eldri borgara kallar eftir breytingum á lögum um almannatryggingar
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
„Við höfum ekki gripið til þess ör-
þrifaráðs sem uppsagnir eru en við
styðjum heilshugar kjarabaráttu
hjúkrunarfræðinga. Við leggjum
áherslu á að stjórn Landspítalans fái
fjárheimild til að leiðrétta launin
sem eru skammarlega lág,“ segir
Esther Ósk Ármannsdóttir, formað-
ur Ljósmæðrafélags Íslands.
Félagið hefur lýst stuðningi við
kjarabaráttu kvennastétta hjá ríkinu
sem það segir reka láglaunastefnu á
Landspítalanum.
„Landspítalinn er láglaunasvæði
miðað við aðrar ríkisstofnanir og
hefur alltaf verið það. Nú stendur
hann hins vegar ekki bara í stað á
meðan það er launaskrið annars
staðar heldur er hann að dragast aft-
ur úr,“ segir Esther.
Fyrir utan lág laun segir hún að
mikið álag sé á ljósmæðrum á Land-
spítalanum. Fæðingardeildum hafi
verið lokað úti á landi og álagið fært
yfir á spítalann. „Fólk þarf bara að
hlaupa hraðar. Það er bara þannig.“
Læknaráð Landspítalans ályktaði
einnig í vikunni um uppsagnir hjúkr-
unarfræðinga og skoraði á heilbrigð-
isyfirvöld og stjórn spítalans að
leysa vandann.
„Þetta er ansi dökk mynd þegar
20% af hjúkrunarfræðingum hverfa
á braut. Það er ófremdarástand. Það
eru fleiri heilbrigðisstéttir sem eru
greinilega í svipaðri stöðu sem fylgj-
ast með þessu og okkur finnst að
þetta sé bara fyrsti snjóboltinn sem
byrjar að rúlla,“ segir Anna Gunn-
arsdóttir, formaður læknaráðsins.
Biðlistar lengist
Hún bendir á að frá hruni sé þegar
búið að skera niður þjónustu spít-
alans og fækka starfsfólki verulega.
„Við megum ekki við að missa
meira, þá værum við að tala um al-
gera uppstokkun á starfsemi spítal-
ans. Hann leggst ekki niður en hann
myndi ekki gera sömu hluti áfram.“
Sem dæmi nefnir hún að biðlistar í
aðgerðir myndu lengjast og spítalinn
næði fyrst og fremst að sinna bráða-
þjónustu. „Við erum eina háskóla-
sjúkrahúsið. Við höfum ekki í önnur
hús að vernda til að senda fólk. Ef
við stoppum innflæði sjúklinga
vegna starfsmannaskorts verður
þetta fljótt að sprengja utan af sér.“
Þá gagnrýnir læknaráðið þing-
menn sem lögðu fram þingsályktun-
artillögu um að ríkið niðurgreiði
störf græðara. „Við erum furðu lost-
in að fá þetta í andlitið að alþing-
ismönnum detti það í hug að skipta
því litla fé sem fer til heilbrigðisþjón-
ustu í eitthvað annað en þá viður-
kenndu grunnþjónustu sem þarf að
halda uppi.“
Aðeins fyrsti snjóboltinn
sem er byrjaður að rúlla
Ljósmæður og læknaráð um uppsagnir á Landspítalanum
Anna
Gunnarsdóttir
Esther Ósk
Ármannsdóttir
Uppsagnir
» Um 250 hjúkrunarfræðingar
hafa sagt upp störfum hjá spít-
alanum undanfarið.
» Uppsagnirnar taka að
óbreyttu gildi 1. mars næst-
komandi.
Í ályktun stjórnarfundar Landssambands eldri borg-
ara, sem haldinn var á þriðjudag, lýsir stjórnin yfir
mikilli óánægju með að frumvarp um breytingar á al-
mannatryggingalögum hafi enn ekki verið lagt fram.
Breytingarnar áttu að taka gildi 1. janúar en að
sögn Unnars er um tímamótafrumvarp að ræða, þar
sem það nýtur stuðnings allra stjórnmálaflokka og
aðila vinnumarkaðarins.
Hann segir að frumvarpið muni ekki eingöngu skila
eldri borgurum kjarabótum heldur verði almanna-
tryggingakerfið með því gert einfaldara og auðskild-
ara.
„Almannatryggingakerfið hefur verið stagbætt í gegnum margra ára
lagfæringar og breytingar þannig að það er varla fyrir mennska menn
að skilja upp né niður í því. Við leggjum mikið upp úr að þetta verði
lagfært jafnframt því að bætur verði hækkaðar.“
Lýsa yfir óánægju í ályktun
ENDURSKOÐUN ALMANNATRYGGINGA
Unnar
Stefánsson
Stöðugur straumur fólks lá í hús-
næði mæðrastyrksnefndar í gær
þegar matarúthlutun fór fram.
„Þetta var alveg hreint linnulaust,“
segir Ragnhildur Guðmundsdóttir,
formaður mæðrastyrksnefndar, en
ljóst er að neyð margra er mikil og
hefur vel á þriðja þúsund manns
sótt um aðstoð fyrir jólin.
Frestur til að sækja um jóla-
aðstoð mæðrastyrksnefndar renn-
ur út klukkan 12 í dag en Ragnhild-
ur segir að alltaf bætist þó eitthvað
í hópinn þegar nær dregur. Jóla-
úthlutunin fer fram dagana 19.-21.
desember á Fosshálsi 7 og þar verð-
ur bæði úthlutað matvælum og ein-
hverju í jólapakkann.
„Þetta er yndislegt húsnæði sem
við erum í; skemmtilegt, bjart og
fallegt. Þar verður gjafahorn og
þar verða föt, snyrtivörur, bækur
og sitt lítið af hverju sem fólk hefur
gefið en kaupmenn og fyrirtæki
hafa látið mikið af hendi rakna í
þetta,“ segir Ragnhildur.
Fjölskylduhjálp Íslands var einn-
ig með úthlutun í gær og sóttu um
400 fjölskyldur aðstoðina. Á annað
þúsund manns hefur sótt um jóla-
úthlutun Fjölskylduhjálparinnar,
sem fer fram 17., 19. og 21. desem-
ber í Eskihlíð í Reykjavík en 18. og
20. desember í Grófinni 10c í
Reykjanesbæ.
Hægt verður að sækja um aðstoð-
ina fram á aðfangadag en bæði
verður matvælum úthlutað og jóla-
gjöfum, t.d. fatnaði frá 66°Norður
og geisladiskum og leikjum frá
Senu.
Morgunblaðið/Ernir
Fjöldi sem
þarf aðstoð
Þúsundir sótt
um jólaúthlutun