Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Eins og búist var við hefurfréttastofa „RÚV“ ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar á óhróðursfrétt sinni um Ísland sem „byggði“ á línuriti, sem tekið var úr öllu samhengi. Þessi fréttastofa hefur svo lítið álit á sjálfri sér að það gerir henni ekkert til að afbaka fréttir með þessum hætti og vera staðin að því.    Þeir, sem neyddir eru til aðstanda undir henni með háum fjárframlögum, fara hins vegar hjá sér dag eftir dag. Jón Magnússon, fyrrverandi alþingismaður og framámaður í málefnum neytenda um langt skeið, skrifar:    Frétt í sjónvarpi RÚV í gærvakti athygli. Sagt var frá því að dagvörur hefðu hækkað allt að fimmfalt í verði miðað við Norð- urlönd. Þetta var stórfrétt. Vöru- verðshækkun veldur hækkun verð- tryggðu lánanna. Af hverju var ekki búið að gera neitt í málinu af Samkeppnisstofnun og/eða rík- isstjórninni? Af hverju var ekki rætt við viðskiptaráðherra Stein- grím J. vegna þessa okurs á neyt- endum? En nei. Það var engin ástæða til að tala við Steingrím. Þetta var í raun ekki frétt. Alveg ótrúleg ekki frétt.    Því miður voru vinnubrögðin áfréttastofu RÚV óviðunandi. Þegar heimildir Nordic Statistic eru skoðaðar, en þaðan hlýtur þessi frétt að vera komin, þá sést að það er verið að fjalla um hækkun á 5 ára tímabili. Ekki er tekið inn í þessa útreikninga RÚV gengishrun á Íslandi og gríðarlegar skatta- hækkanir á áfengi, tóbaki og bens- íni.“ Og eins og bent hefur verið á var launavísitalan ekki höfð til hlið- sjónar svo öll fréttin var marklaus. Jón Magnússon Ekkert frést af ekki frétt STAKSTEINAR Veður víða um heim 12.12., kl. 18.00 Reykjavík 1 léttskýjað Bolungarvík -2 heiðskírt Akureyri -8 heiðskírt Kirkjubæjarkl. 0 alskýjað Vestmannaeyjar 3 skýjað Nuuk -2 alskýjað Þórshöfn -2 upplýsingar bárust ek Ósló -12 skýjað Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -6 snjókoma Helsinki -2 alskýjað Lúxemborg -2 heiðskírt Brussel 0 heiðskírt Dublin 6 skúrir Glasgow 0 þoka London 1 skýjað París 0 heiðskírt Amsterdam 2 léttskýjað Hamborg -2 skýjað Berlín -2 snjókoma Vín -3 skafrenningur Moskva -11 heiðskírt Algarve 13 léttskýjað Madríd 8 léttskýjað Barcelona 11 skýjað Mallorca 10 alskýjað Róm 7 léttskýjað Aþena 10 léttskýjað Winnipeg -17 snjókoma Montreal -3 alskýjað New York 4 heiðskírt Chicago 0 heiðskírt Orlando 22 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:14 15:31 ÍSAFJÖRÐUR 11:59 14:56 SIGLUFJÖRÐUR 11:44 14:37 DJÚPIVOGUR 10:53 14:52 Stanislas Michéle André Bohic, landslagsarkitekt, lést í gær, 12. desember, á Landspítalnum við Hringbraut, 64 ára að aldri. Stanislas fæddist 12. febrúar árið 1948 í Bordeaux í Frakklandi. Hann fluttist frá Frakklandi til Íslands ár- ið 1978 og bjó hér alla tíð síðan. Stanislas lærði við háskólann La Ferte de Milton og útskrifaðist sem landslagsarkitekt árið 1971. Hann vann til margra verðlauna fyrir hönnun sína. Margir fallegir garðar eftir Stanslas prýða götur borgarinnar. Þá ritaði hann pistla í fasteignablað Morgunblaðsins um nokkurra ára skeið. Stanislas lætur eftir sig eig- inkonu, börn og barnabörn. Andlát Stanislas Bohic Sóla sögukona skemmtir í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinum á að- ventunni. Hún segir börnunum sögur af sjálfri sér, jólasveinunum og jólakettinum, sem er víst lok- aður inni í garðinum. Eftir sögu- stundina er hægt að skoða sögubíl Borgarbókasafns, hann Æringja, en búið er að skreyta hann fyrir jólin. Sóla verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag kl. 10:15 og kl. 13:30, þriðjudaginn 18. des- ember kl. 10:15 og fimmtudaginn 20. desember kl. 13:30. Allir eru velkomnir. Sóla sögukona í húsdýragarðinum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.