Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 11
krakkana hafði ég heldur ekki
ímyndað mér að verkið kæmist í út-
gáfu svo það kom skemmtilega á
óvart. Síðan hafði ég svo gaman af
vinnunni við Steindýrin að ég ákvað
að halda áfram á sömu braut.“
Skrifar og les furðusögur
Gunnar segir Steinskrípin vera
fyrir ævintýraþyrsta lesendur á öll-
um aldri. „Þetta er náttúrlega fant-
asía, eða furðusaga, svo ég noti ný-
legt hugtak yfir geirann, og maður
fær svolítið á tilfinninguna að þeir
sem vilji skrifa fantasíur geti ekki
gert það fyrir fullorðna af því að það
er frekar lokaður og erfiður mark-
aður. Innan barna- og unglinga-
bókmennta er hins vegar miklu
meira svigrúm og því dregst sumt
furðusagnafólkið þangað. Af því leið-
ir að lesendahópurinn verður frekar
óræður hvað varðar aldursmörk,
nokkuð sem hefur löngum fylgt fant-
asíubókmenntum.Áður en Hobbitinn
kom fyrst út 1937 lét útgefandinn tíu
ára strákinn sinn lesa handritið og
skila inn umsögn. Hún var mjög stutt
og hljóðaði eitthvað á þessa leið:
Þessi saga segir frá Bilbo Bagga
hobbita. Þetta er mjög skemmtilegt
og vel skrifað ævintýri og hentar
börnum á aldrinum 5-9 ára. Núna
eigum við von á að fólk af öllum aldri
muni streyma í bíó um jólin að fylgj-
ast með sömu sögu. Þetta segir okk-
ur bara hvað fantasíur geta teygt á
aldursmörkunum og sjálfur hef ég
mjög gaman af því að skrifa og lesa
ævintýri fyrir börn á öllum aldri.“
Skrímsli í Hallgrímskirkju
Það eru ekki sömu persónur í
Steinskrípunum og fyrri bókinni en
það eru sömu álög og sömu skrímsli
nema allt er margfalt meira en í
Steindýrunum. Í fyrri bókinni er
hættan á því að allt muni breytast í
stein aðeins yfirvofandi en í Stein-
skrípunum hafa álögin þegar orðið að
veruleika áður en sagan hefst. „Fyrri
bókin var aldrei hugsuð sem fram-
haldssaga svo ég þurfti að fara aftur í
Steindýrin og finna tengingar. Það
voru eiginlega vandræði hvernig hún
endaði. Lokablaðsíðan neyddi mig til
að færa verkið marga áratugi fram í
tímann, sem var frábært vegna þess
að það veitti mér frelsi til að vera
með alveg nýtt og sjálfstætt sögu-
svið, enda er framhaldið allt öðruvísi
saga en forverinn. Báðar eiga þær þó
sameiginlegt að gerast í okkar veru-
leika, en ekki tilbúnum heimi. Stein-
dýrin ferðast hálfa leið yfir hnöttinn
og í Steinskrípunum gerist helming-
urinn af bókinni á Íslandi og stór
hluti í París, enda bjó ég þar á meðan
ég skrifaði bróðurpart sögunnar,“
segir Gunnar. Hann segist einnig
hafa lagt mikið upp úr því að laga æv-
intýrið að hversdagsleikanum og er
nokkuð viss um að lesendur Stein-
skrípanna líti ekki Hallgrímskirkju
sömu augum að lestrinum loknum.
„Ég nýti mér hversdagslegt borg-
arumhverfið til að setja ævintýrið á
svið og þar á meðal leikur Skóla-
vörðuholtið stórt hlutverk í einum
kafla, en þar er allt morandi í skríp-
um. Ég bíð nú eftir því að krakkarnir
sem lesa bókina fari í skrípaleiki í
kringum Hallgrímskirkju. Það væri
ótrúlega gaman að sjá það verða að
veruleika.“
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
ABC barnahjálp
Súkkulaði Sæt og góð gjöf.
Súkkulaði
gefur máltíð
ABC barnahjálp hefur í samvinnu við
Nóa Síríus látið framleiða fyrir sig
fjórar tegundir af 100 g súkkulaði,
en með andvirði eins súkkulaði-
stykkis er hægt að gefa fimm börn-
um máltíð. Hægt er að kaupa stakt
súkkulaðistykki eða tvö eða fjögur
saman í sellófani með jólaslaufu.
Slíkt getur t.d. hentað vel sem jóla-
gjöf eða til að færa fólki sem heldur
jólaboðið. ABC barnahjálp er al-
íslenskt hjálparstarf og er með um
12.000 börn á sínum vegum í 40
skólum í 8 löndum Afríku og Asíu.
Á sýningunni Hjartalag - hlýjar
kveðjur sem nú stendur yfir á Bláu
könnunni eru til sýnis áprentuð
hjörtu úr plexígleri með litlum ljóða-
brotum.
Hönnuður þeirra er Hulda Ólafs-
dóttir sem hefur undanfarin tvö ár
hannað tækifæriskort og myndir
með litlum ljóðabrotum eftir hana
sjálfa. Hulda sækir innblástur í lífið
sjálft, reynslu hennar og annarra,
náttúruna og í mannfólkið. Hulda
útskrifaðist frá Myndlistaskólanum
á Akureyri í grafískri hönnun 2006.
Hún starfar sjálfstætt og á Stíl aug-
lýsingastofu.
„Þetta hófst árið 2010 með litlum
setningum sem fóru að detta í koll-
inn á mér. Ég skrifaði þær svo niður
en vissi ekkert hvað ég ætti að gera
við þær. Smátt og smátt fóru setn-
ingarnar yfir í einskonar ljóðabrot
sem nú eru komin á tækifæriskort
og hjörtu. Markmiðið með hjört-
unum og tækifæriskortunum er að
færa öðrum hlýju og væntumþykju,“
segir Hulda.
Hjartakveðjur Huldu Ólafsdóttur
Hönnun Áprentuð hjörtu úr plexígleri
með litlum ljóðabrotum.
Færir fólki
hlýju og
væntumþykju
Fyrri bók Gunnars Theodórs Eggertssonar, Steindýrin, hlaut Íslensku
barnabókaverðlaunin árið 2008. Þá bók skrifaði hann á sama tíma og hann
vann á frístundaheimili í Hlíðaskóla. „Þá var ég nýbúinn að klára MA-próf í
kvikmyndafræði og þar á undan var ég búinn að taka BA-próf í bókmennta-
fræði með listfræði sem aukagrein. Ég var búinn að vera rosalega lengi í há-
skóla og það var mjög gaman að fara að vinna með krökkum. Mér fannst
það bara gott fyrir heilsuna.“ Gunnar skrifaði bókina fyrir börnin á frí-
stundaheimilinu og fengu þau upplestur vikulega, einn kafla í senn.
Börnin aðstoðuðu við skrifin
HLAUT ÍSLENSKU BARNABÓKAVERÐLAUNIN ÁRIÐ 2008
Samsung Galaxy Mini 2
Nettur og þunnur en engu að síður með
góða vinnslu og stóran, skarpan skjá.
32.990 kr. 3.090 kr. á mán.*
Jólapakki Vodafone
Fylgir þessum símum og fleiri
snjalltækjum hjá Vodafone.
Samsung Galaxy Ace II
Ný útgáfa hins vinsæla Ace síma.
Öflugur, með góðan skjá og myndavél.
49.990 kr. 4.590 kr. á mán.*
Jólin eru komin
hjá Vodafone
Þín ánægja er okkar markmið
vodafone.is/jol
*M
.v.
12
.m
án
uð
i.
Vi
ð
af
bo
rg
un
ar
ve
rð
bæ
tis
tg
re
ið
sl
ug
ja
ld
,3
40
kr
.á
m
án
uð
i.