Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjársýsluskatturinn sem tók gildi um
síðustu áramót hefur ýtt undir veru-
lega fækkun starfsmanna hjá fjár-
málafyrirtækjum að mati Samtaka
starfsmanna fjármálafyrirtækja
(SSF).
Nú stendur til að hækka skattinn á
næsta ári úr 5,45% í 6,75% sam-
kvæmt frumvarpi um ráðstafanir í
ríkisfjármálum, sem er til umfjöllun-
ar Alþingis.
SSF hafa sent efnahags- og við-
skiptanefnd hörð mótmæli í umsögn
um frumvarpið vegna hækkunar
skattsins, sem samtökin segja að sé í
reynd sérstakur launaskattur, sem
lagður er á eina starfsstétt á íslensk-
um vinnumarkaði.
Þegar lögfesting skattsins var í
undirbúningi fyrir ári vöruðu samtök-
in við því að álagning hans myndi
valda fækkun starfa, sem bitnaði að
langmestu leyti á konum sem starfa í
útibúum, þjónustuverum og bak-
vinnslu fjármálafyrirtækja. „Þetta
hefur því miður gengið eftir því frá
upphafi álagningar 1. janúar 2012
hafa rúmlega 100 starfsmenn í fram-
angreindum þjónustustörfum misst
vinnuna, þar af 90 konur,“ segir í um-
sögn SSF.
Friðbert Traustason, formaður
SSF, segir fjársýsluskattinn sem
lagður er á launagreiðslur fyrst og
fremst bitna á þjónustustörfunum.
Kostnaðurinn við rekstur þessa hluta
bankakerfisins, í útibúuunum, við
bakvinnslu og í þjónustuverum bank-
anna og annarra fjármmálafyrir-
tækja, sé nánast eingöngu vegna
launa starfsmannanna. Við álagningu
skattsins eykst þjónustukostnaður-
inn og þá er aðeins um tvær leiðir að
velja; annaðhvort að leggja meiri
álögur á viðskiptavinina eða minnka
reksturinn og fækka starfsfólki, að
sögn Friðberts.
Flestar með langan starfsaldur
og eru á lágum launum
Hann minnir á að ¾ hluti starfs-
manna í fjármálafyrirtækjum eru
konur og langflestar þeirra séu með
langan starfsaldur og á lágum laun-
um.
Útibúum hefur fækkað mikið að
undanförnu. Friðbert nefnir sem
dæmi að þegar útibúum Landsbank-
ans var lokað sl. vor náði lokunin til
tæplega 60 starfsmanna.
„Þetta eru kvennastörf og það er
merkilegt að heyra stjórnmálamenn
tala um nauðsyn á hagræðingu í
þessu kerfi. Það er búið að loka 50-60
útibúum og afgreiðslum út um allt
land utan Reykjavíkur auk lokunar
útibúa Póstsins á litlum stöðum. Á
sama tíma er svo talað um að ráðast í
stórframkvæmdir s.s. í samgöngu-
málum þar sem útvega á hópi karla
vinnu í eitt til tvö ár en það virðist
vera í lagi að leggja niður kvenna-
störfin,“ segir hann.
Friðbert segir að konur séu yfir
90% starfsmanna í þeim 93 útibúum
sem eftir eru og eru þær flestar með
langan starfsaldur.
„Á landsbyggðinni er ekki um nein
laus sambærileg störf að ræða og
uppsagnir því oftar en ekki ávísun á
atvinnuleysi.
Fjársýsluskatturinn kemur líka af-
ar illa við öll smærri fyrirtæki, bæði
viðskipta- og fjárfestingabanka, þar
sem hlutfall launa í rekstrarkostnaði
er mun hærra en hjá stóru bönkun-
um,“ segir Friðbert.
Samtökin hafa fengið lögfræðing á
lögmannsstofunni Logos til að kanna
hvort lagasetning af þessu tagi, sem
setji skorður á kjarasamninga hjá
einni starfsstétt og samningafrelsi
stéttarfélagsins, samræmist jafn-
ræðisreglu stjórnarskrárinnar.
„Við fyrstu skoðun lögfræði-
stofu virðist slík lagasetning með
öllu óheimil og brjóta í bága við
samningsfrelsi og jafnræði starfs-
stétta,“ segir í umsögn samtak-
anna til Alþingis.
Segja skattinn valda
fækkun fjölda starfa
Morgunblaðið/Kristinn
Umdeilt Alþingi fjallar um umdeildan fjársýsluskatt.
Bankaútibúum og afgreiðslum
fjármálafyrirtækja hefur hríð-
fækkað á umliðnum árum. Sam-
tals eru útibúin 93 að tölu í dag
og hefur þeim fækkað úr 174 á
árinu 2005 þegar þau voru
flest.
Í dag er einungis þriðjungur
af heildarfjölda útibúa á Stór-
Reykjavíkursvæðinu, en 2/3 á
landsbyggðinni.
Landsbankinn er með níu
útibú í Stór-Reykjavíkursvæð-
inu, en 25 á landsbyggðinni. Ís-
landsbanki er með 13 á Stór-
Reykjavíkursvæðinu og níu á
landsbyggðinni.
Arion banki er með níu á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og
14 á landsbyggðinni.
Sparisjóðirnir eru
með 12 útibú, öll á
landsbyggðinni, og MP
banki er með tvö
útibú í Reykjavík, skv.
upplýsingum Samtaka
starfsmanna
fjármálafyrir-
tækja.
Útibú hverfa
eitt af öðru
ÚR 174 ÚTIBÚUM Í 93
Friðbert
Traustason
Fá lögfræðimat á hvort fjársýsluskattur stenst stjórnarskrá
Hlutdeild bílaleiga hefur á síðustu
árum verið milli 40 og 50% af heild-
arsölu nýrra bíla hér á landi en
reikna má með að nýskráningar
fólksbíla verði um 7.700 þegar líð-
andi ár verður gert upp. „Verði af
fyrirhuguðum breytingum á vöru-
gjaldakerfi bílaleigubíla mun það
gera allar áætlanir bílaumboðanna
að engu og ljóst að þau þurfa að fara
í gegnum enn eina endur-
skipulagninguna með tilheyrandi
hagræðingu í starfsmannahaldi,“
segir í nýrri umsögn Bílgreina-
sambandsins um frumvarp um ráð-
stafanir í ríkisfjármálum.
Lýsir sambandið þungum áhyggj-
um af tillögu ríkisstjórnarinnar um
afnám afsláttar sem bílaleigur njóta
af vörugjöldum.
Samtök ferðaþjónustunnar hafa
haldið því fram að afnám vöru-
gjaldaafsláttarins muni leiða til
a.m.k. 15-20% verðhækkunar á
gjaldskrá bílaleiga. Bílgreina-
sambandið telur fyrirséð að kaup-
geta bílaleiga muni dragast talsvert
saman með ófyrirséðum afleiðingum
fyrir bílainnflytjendur.
„Þá er ljóst að endurnýjun bif-
reiðaflota landsmanna dregst enn
frekar á langinn og eldri bílar verða
meira í umferð með þeim afleið-
ingum að hér verður mun meira af
ótryggari og eyðslufrekari bifreið-
um í umferð en ella. Bílaleigubílar
skila sér út á almennan markað eftir
u.þ.b. ár en þeir eru seldir með tölu-
verðum afföllum sem hefur gert al-
menningi auðveldara að endurnýja
fjölskyldubílinn. Þess ber að geta að
bílafloti Íslendinga er meðal þeirra
elstu í Evrópu eða u.þ.b.12 ára með-
an innan [ESB]-landanna er með-
alaldur fólksbíla 8,3 ár,“ segir í um-
sögninni.
Bílgreinin hafi mátt þola upp und-
ir 90% samdrátt í sölu undanfarin ár.
Nýskráningar bíla hafi farið úr um
20.000 niður í 3.000 stk. árið 2009.
„Heldur hefur greinin náð að rétt
úr kútnum á þessu ári og starfs-
mönnum verið fjölgað á ný, þó enn
sé töluvert í land með að eðlilegum
markaði sé náð.“
Ótryggari og eyðslufrekari
Morgunblaðið/Golli
Umferð Deilt er á fyrirhugað afnám vörugjaldaafsláttar sem bílaleigur njóta.
Dýraríki Íslands
teiknað af
Benedikt Gröndal
á árunum 1874 – 1905
ásamt formála og tegundaskrá höfundar
Steindór Steindórsson frá Hlöðum ritar eftirmála
Viðhafnarútgáfa þessi er gerð til þess að minnast
150 ára afmælis höfundarins 6. október 1976
Þann 6. október 1976 minntumst við 150 ára
afmælis náttúrufræðingsins og snillingsins
Benedikts Gröndal og gáfum út þetta höfuðverk
hans í 1500 tölusettum og árituðum eintökum.
Það talar sínu máli um glæsileik og gildi verksins,
að Vigdís Finnbogadóttir forseti valdi það sem
gjöf til erlendra þjóðhöfðingja, þ. á m.
þeirra Ronalds Reagans og Mikahíls Sergejevítsj
Gorbatsjovs, í lok heimssögulegs fundar
þeirra í Höfða 1986.
Meginupplag bókarinnar var fyrir löngu
uppselt en nýlega fundust prentarkir síðustu
40 eintakanna. Þau hafa verið bundin inn
og almenningi gefst nú kostur á að eignast þau.
Verð hvers eintaks er kr. 49.500,-
Bókin er seld beint af forlagi.
Nánari upplýsingar í síma 898 6658
og á netfanginu ornogorlygur@simnet.is
ÖRN OG ÖRLYGUR
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
veittu vellíðan
gefðu
gjafabréf
Gjafabréf
fyrir líkama og sál
Kínversk heilsumeðferð,
heilsurækt og dekur