Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Lyfjaverð var einna hæst á Íslandi
miðað við hin Norðurlöndin í ársbyrj-
un 2008 en í tveimur verðkönnunum
lyfjagreiðslunefndar á þessu ári hef-
ur það verið lægra en meðaltalið í hin-
um löndunum og lægst í sex tilfellum
í september, hæst í einu. Er þá borið
saman verð á 36 af þeim 50 veltu-
hæstu pakkningum lyfja sem Sjúkra-
tryggingar niðurgreiða hér.
Samt er hægðarleikur að finna
dæmi í Svíþjóð um að verð á algeng-
um lyfjum eins og magalyfinu
Omeprazol, geðlyfinu Cipramil og
sveppalyfinu Terbinafin sé mun
hærra en hér. Hvað veldur?
„Samheitalyf geta verið á lægra
verði annars staðar á Norðurlöndun-
um,“ segir Rúna Hauksdóttir, for-
maður lyfjagreiðslunefndar. „Þeir
eru með miklu meira framboð. Við er-
um heppin ef við erum með t.d. þrjú
samheitalyf sem hafa svipaða virkni
og keppa í verði en þeir eru ef til vill
með níu. Samkeppnin þrýstir verðinu
niður hjá þeim.
Samheitalyf eru á svokallaðri við-
miðunarverðskrá og þá má skipta út í
apótekum, nota ódýrasta lyfið. Verð-
teygnin í slíkri skiptivöru er meiri en
almennt í lyfjaverði vegna sam-
keppni. En þetta getur líka breyst
hratt. Allt í einu getur komið mán-
uður hjá Svíum þar sem verðið er al-
veg á botni vegna undirboða en síðan
hækkar það á ný, t.d. þegar birgðir
hafa klárast.“
Rúna segir lyfjagreiðslunefnd
ákveða hámarksverð á lyfjum sem
greidd eru niður. Hún segir að reglu-
legar verðkannanir gefi ákveðna
mynd af þróuninni á t.d. tveggja ára
tímabili þótt hver könnun sé auðvitað
aðeins svipmynd af stöðunni ná-
kvæmlega þann daginn. Ávallt sé
leiðrétt vegna mismunandi skattlagn-
ingar, notaður 25,5% vaskur eins og
hérlendis.
Hámarksverð á
lyfseðilsskyldum lyfjum
Hámarksverð er á lyfseðilsskyld-
um lyfjum hér og álagning föst, 9%,
plús föst upphæð, 780 krónur. Þetta
verð gildir upp að 12 þúsund krónum,
á dýrari lyfjum er hún er aldrei hærri
en 2.028 krónur plús áðurnefndar 780
krónur. En verðlagning er hins vegar
frjáls á lyfjum sem seld eru í lausa-
sölu. Lyfsölufyrirtæki þurfa að fá lyf
skráð hjá Lyfjastofnun og getur
kostnaðurinn verið mikill við skrán-
inguna, jafnvel hundruð þúsunda
króna fyrir eitt lyf. Að vísu er hægt að
sækja um undanþágu, sem oft merkir
að framleiðandinn krefst þá hærra
verðs en áður.
Gagnrýnt hefur verið að hér gildi
strangar reglur um íslensku á um-
búðum og leiðbeiningarseðlum. Í
reynd sé um að ræða markaðshindr-
un. En á móti kemur að með merk-
ingunni er verið að fullnægja ströng-
um öryggis- og gæðakröfum sem
gerðar eru á Evrópska efnahags-
svæðinu.
Lyfsalar benda á að varasamt sé að
taka úr sölu ákveðin lyf vegna þess að
menn vilja spara fyrir ríkið. Áhugi er-
lendra framleiðenda á Íslandi geti
horfið. „Það er ástæða fyrir því að
samheitaframleiðendum finnst
stundum ástæðulaust að láta skrá lyf
á Íslandi, það er ekki nóg upp úr
þessu að hafa,“ segir Ólafur Adolfs-
son hjá Apóteki Vesturlands á Akra-
nesi. „Menn eru ekkert að koma hing-
að af einhverri greiðasemi við okkur
Íslendinga. Ef sótt er um hærra verð
en sem nemur meðalverði á Norður-
löndunum er skráningu hafnað.“
Lyfjaverð orðið lágt hér
Kannanir sýna að verðlagið hefur lækkað verulega frá hrunárinu 2008
Lyfsalar óttast að erlendir framleiðendur samheitalyfja missi áhuga á Íslandi
Verðsamanburður Lyfjagreiðslunefndar í september 2012
Concerta
ofvirknislyf
Symbicort Turbuhaler
astmalyf
Nexium
sýklalyf
Cymbalta
þunglyndislyf
Asacol
endaþarmsstílar
13.766
37.182
24.424
24.032
10.275
13.317
35.953
22.122
27.412
9.658
30 stk
360 sk
100 stk
98 stk
60 stk
36 mg
164,5mcg/sk
40 mg
60mg
800mg
Styrkur Magn
Íslenskt
smásöluverð
14.953
39.712
33.709
31.974
9.549
Danskt
SSV
10.423
27.476
15.845
27.587
10.733
Norskt
SSV
13.933
40.670
11.802
25.520
8.691
Sænskt
SSV
13.961
-
27.132
24.568
-
Finnskt
SSV
Meðal
smásöluverð
DK NO SE FI
forðatöflur
innúðaduft
sh-töflur
sh-hylki
sh-töflur
LyfjaformHeiti lyfs
Lægst af norðurlöndunum 5
Hæst af norðurlöndunum 5
6
1
3
12
22
2
3
8
2
13
Þak á álagningu
» Ef lyf kostar meira en 12 þús-
und er heimilt að leggja á það
allt að 2.028 krónur.
» Ef lyfið kostar lyfsalann
hundrað þúsund krónur í inn-
kaupi er álagningin því um 2%.
» Lyfsali verður að eiga lyfið á
lager ef læknir á svæðinu ávísar
umræddu lyfi eða útvega það
eins fljótt og hægt er. Um þetta
eru ákvæði í lyfjalögunum.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Fjórir menn sem
grunaðir eru um
að hafa rekið
spilavíti í
Reykjavík hafa
verið úrskurðaðir
í gæsluvarðhald
til 21. desember
næstkomandi.
Um er að ræða
þrjá karla og eina konu, öll á fer-
tugsaldri.
Átta menn voru handteknir á
þriðjudagskvöld þegar lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu réðst til atlögu
í ólöglegu spilavíti í Skeifunni.
Hald var lagt á fjármuni og búnað
sem tengist starfseminni. Fjórum
var sleppt að loknum yfirheyrslum.
Að sögn Friðriks Björgvinssonar,
yfirmanns rannsóknardeildra lög-
reglu, miðar rannsókninni vel
áfram, en hún sé þó tímafrek. Fara
þurfi í gegnum bókhaldsgögn og
fleira.
Ríflega tugur lögreglumanna tók
þátt í aðgerðinni. Mál sem þessi
koma reglulega upp að sögn Frið-
riks. Nú síðast í október gerði lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu hús-
leit á veitingastað í austurborginni
og var honum lokað í framhaldi
vegna gruns um að þar færi fram
fjárhættuspil.
Fjórir í
gæslu-
varðhald
Átta menn hand-
teknir í spilavíti
Samkvæmt nýsamþykktri fjár-
hagsáætlun Hvalfjarðarsveitar er
gert ráð fyrir að sveitarsjóður
verði rekinn með tæplega 54 millj-
óna afgangi á næsta ári. Álagning-
arhlutfall útsvars og fast-
eignaskatts verður óbreytt á
næsta ári. Stærsta framkvæmdin
á næsta ári í sveitarfélaginu er
vegna leikskólans, en gert er ráð
fyrir viðhaldi og framkvæmdum
við viðhald fasteigna sveitarfé-
lagsins að upphæð um 25,6 millj-
ónir. Á árinu 2013 er fyrirhugað
að hefja framkvæmdir við ljósleið-
aravæðingu sveitarfélagsins og
eru áætlaðar 130 milljónir til
verkefnisins. Þá er gert ráð fyrir
að leggja hitaveitu á köldum
svæðum í sveitarfélaginu, en áætl-
unin gerir ráð fyrir 15 milljónum
króna til verkefnisins. Gert er ráð
fyrir að áfram verði unnið að
vatnsöflun og uppbyggingu Vatns-
veitu Hvalfjarðarsveitar.
Fjármögnun framkvæmda er að
mestu leyti á árinu 2013 af sölu
eigna og úr eigin sjóðum. Gert er
ráð fyrir lántöku á árinu 2014 upp
á 180 milljónir króna.
Rekinn með
afgangi 2013
SÉRSTAKAR
ÞARFIR.
EINFALDAR
LAUSNIR.
FRÁ REDKEN.
Finndu það sem
hentar þínu hári.
Takmarkað magn,
tilboð á meðan
birgðir endast.
BEAUTY BAR
FAGFÓLK
HJÁ DÚDDA
HÖFUÐLAUSNIR
KÚLTÚRA
MEDULLA
MENSÝ
N-HÁRSTOFA
PAPILLA
SALON REYKJAVÍK
SALON VEH
SCALA
Dreifing:
HÁR EHF
s. 568 8305
har@har.is
REDKEN Iceland á
SÖLUSTAÐIR
REDKEN
FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM
GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.
SENTERKeyptu 2 Redken vörur + færð 1 Redken vöru frítt
Verð 14.100 - jólaverð 9.800
Lögreglan á
höfuðborgar-
svæðinu var í
gærdag kölluð
að íbúðarhúsi í
Norðlinga-
holti í Reykja-
vík, en þar
hafði heita-
vatnspottur
horfið af lóðinni. Málið er í rannsókn.
Nokkuð var um þjófnað og hnupl á
höfuðborgarsvæðinu í gær. Lögregl-
an var kölluð í verslun við Skútuvog
vegna hnupls og einnig í verslun í
Spönginni vegna hnupls.
Þá var brotist inn í heimahús í
Hafnarfirði og verðmætum stolið.
Heitavatns-
potti stolið