Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 16
VIÐTAL
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Því miður held ég að þetta ferli allt saman sé
þannig að það sé ekki hægt að gefa því annað
en falleinkunn. Þá alveg frá því að ferlið byrj-
aði með stjórnlaganefnd og þjóðfundi yfir í
störf stjórnlagaráðs, þjóðaratkvæðagreiðsluna
og yfir í núverandi meðferð þingsins. Hvert
einasta þrep í þessu ferli hefur verið gríðarlega
gallað,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands,
um aðdragandann að frumvarpi um nýja
stjórnarskrá sem nú liggur fyrir Alþingi.
Gunnar Helgi rökstyður mál sitt svo:
„Í fyrsta lagi er þjóðfundur ekki viðurkennd
aðferðafræði við að skoða óskir eða afstöðu al-
mennings. Þessi leið er ekki alþjóðlega prófuð
aðferðafræði. Ef ætlunin var að fá vitneskju
um óskir almennings hefði verið mun betra að
gera vandaða skoðanakönnun. Við hefðum þá
fengið ítarlegar tölulegar upplýsingar en þjóð-
fundurinn er límmiðar á vegg í mismunandi
stærðum. Það hefði líka verið mun ódýrara að
láta gera skoðanakönnun.
Síðan kemur stjórnlaganefnd til skjalanna
en hana átti að skipa hópur sérfræðinga. Þegar
rýnt er í hvernig hún byggir upp sína umfjöll-
un, þá hefst hún gjarnan á umfjöllun þjóð-
fundar sem hefur í raun og veru sáralítið upp-
lýsingagildi og dregur sínar niðurstöður að
mestu leyti af þeim, í stað þess að fjalla fræði-
lega um málið og rannsaka það. Hún byggði
umfjöllun sína á þjóðfundinum en framkvæmdi
þó þá rannsókn sem til er,“ segir Gunnar Helgi
og víkur að kosningu til stjórnlagaþings, sem
Hæstiréttur dæmdi ógilda.
Umboðslausir fulltrúar stjórnlagaráðs
„Síðan er kosið til stjórnlagaþings með hætti
sem náttúrulega þýðir að fólkið sem var kosið
hefur ekkert umboð. Burtséð frá þeim ágöllum
sem hæstaréttardómarar fundu þá var kosn-
ingafyrirkomulagið þannig að það var engin
leið að kjósendur gætu verið að gefa stjórnlag-
aráði nokkur skilaboð um það hvað þeir vildu
hafa í stjórnarskrá. Það voru um 520 frambjóð-
endur og hver kjósandi átti að velja 25. Það var
því engin leið að sú umræða gæti farið fram í
aðdraganda kosninganna sem þarf að fara
fram til að segja mætti að fólkið sem kosið var
hefði pólitískt umboð.“
– Hvernig átti að þrengja hópinn?
„Ef fara á þá leið að kalla saman sérstakt
stjórnlagaþing, sem má alveg hugsa sér að sé
gert, þá átti að búa þannig um hnútana að mál-
efnið væri í fyrirrúmi. Það hefði mátt gera með
því að hafa hlutfallskosningu þannig að þing-
ræðissinnar gætu boðið fram sína lista, þeir
sem vilja beint lýðræði sína lista og þeir sem
vilja aðskilnað ríkis og kirkju sína lista, eða
eitthvað slíkt.“
„Þetta var kosning fræga fólksins“
– En nú var það ef til vill hugsunin hjá
stjórnvöldum að færa valdið í eins miklum
mæli og mögulegt er til almennings?
„Sé það viðhorfið er svarið það að svona
kosningar eiga að snúast um málefni fyrst og
fremst. Sú aðferð sem var valin gerir það að
verkum að það var í raun og veru aldrei hægt
að fjalla af neinu viti um málefnin í kosninga-
baráttunni. Það myndi ég segja að væri ólýð-
ræðislegt einkenni. Stjórnmál sem byggja mik-
ið upp á persónum og lítið á málefnum eru ekki
lýðræðislegri en stjórnmál sem byggja mikið á
málefnum en lítið á persónum. Menn ákváðu
engu að síður að fara leið mikils persónuvals.
Þá hefði þurft að búa til kosningakerfi sem
væri þess eðlis að frambjóðendur hefðu getað
rekið einhverja alvöru kosningabaráttu. Hvað
gat tiltölulega óþekktur frambjóðandi gert í
þessari aðstöðu? Ekkert. Hann mátti ekki eyða
miklum peningum í framboðið og ef fólkið var
ekki frægt fyrir átti það ekki möguleika. Þann-
ig að þetta var kosning fræga fólksins.“
Skoðun varð að allsherjar breytingum
Gunnar Helgi telur fulltrúa stjórnlagaráðs
hafa farið langt út fyrir umboð sitt.
„Síðan kemur stjórnlagaráðið saman. Í sam-
þykkt Alþingis um stjórnlagaþing, síðar stjórn-
lagaráð, var gert ráð fyrir því að það myndi
sérstaklega beina athygli sinni að þeim köflum
stjórnarskrárinnar sem enn átti eftir að endur-
skoða. Menn gleyma því stundum að það er bú-
ið að endurskoða meirihluta stjórnar-
skrárinnar. Það eru þrír kaflar sem átti eftir að
endurskoða; inngangskaflinn, kaflinn um fram-
kvæmdavaldið og kaflinn um dómsvaldið. En
þegar stjórnlagaráðið kom saman ákvað það að
útvíkka hlutverk sitt eins mikið og mögulegt
var og semja algerlega nýja stjórnarskrá frá
grunni. Það gerði það að verkum að sú rann-
sóknarvinna sem þó hafði verið unnin af stjórn-
laganefnd dugði hvergi til. Þannig að við erum
með gríðarlega mikið af órökstuddum til-
lögum.“
Völdu róttækustu útgáfuna
Gunnar Helgi tekur dæmi.
„Það er til dæmis gerð tillaga um mjög rót-
tæka útgáfu af persónukjöri sem á sér enga
hliðstæðu í neinu landi sem ég veit um og ég
fullyrði að í engu þingræðisríki er jafn róttæk
útgáfa af persónukjöri. Þá leitar maður í text-
anum að rökstuðningi fyrir því að gera þetta,
annað hvort í umsögn stjórnlaganefndar eða
drögum stjórnlagaráðs að stjórnarskrá. Þar er
ekkert að finna. Ef maður ætlar að gagnrýna
þessa tillögu slær maður vindhögg að því leyti
að hún virðist ekki eiga að ná neinum sér-
stökum markmiðum. Af hverju er þá verið að
leggja til róttækustu útgáfuna af þessu fyrir-
bæri sem til er?“
Sérviska eins varð að skoðun fjöldans
– Af hverju telurðu að þessir 25 ein-
staklingar hafi valið að útvíkka hlutverk sitt?
Gæti það stafað af því að allir sem komu að
máli vildu hafa sitt að segja um útkomuna?
„Já, það er alveg hárrétt. Það sem gerðist
náttúrulega var að menn völdu sér þá starfs-
aðferð að samþykkja allt í samstöðu og greiða
svo atkvæði um drögin í lokin. Ef þessi starfs-
aðferð er valin verður útkoman aldrei annað en
óskalisti. Allir komast að með sína sérvisku og
öll sérviska kemst inn í drögin. Á endanum
þarf svo að taka afstöðu til þess hvort þetta sé
nógu gott eða ekki. Þá er fulltrúi í stjórn-
lagaráði undir gríðarlegum þrýstingi að greiða
atkvæði með niðurstöðunni þó að margir þeirra
hafi lýst því yfir að þetta sé í raun og veru að-
eins umræðugrundvöllur.
Það lýsir auðvitað eðli þess skjals sem frá
stjórnlagaráði kemur að formaður þess og
varaformaður hafa lýst því yfir að drögin séu
umræðugrundvöllur en ekki fullmótuð stjórn-
arskrá. Það eru einhverjir í þinginu sem hafa
ákveðið að taka þessu einhvern veginn öðruvísi
og ætla að keyra fram þetta skjal án þess að
það fái þá fullnustumeðferð sem formaður
stjórnlagaráðs lagði til. Þannig að einhverjir
þingmenn hafa ákveðið að taka drögin mun
bókstaflegar heldur en þau voru skilin, jafnvel
af fulltrúum á stjórnlagaþingi,“ segir Gunnar
Helgi en óstytt útgáfa þessa viðtals birtist á
fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í dag.
Prófessor gefur falleinkunn
Gunnar Helgi Kristinsson telur drög stjórnlagaráðs umboðslaus Ferlið allt sé meingallað
Morgunblaðið/Kristinn
Á skrifstofunni í Odda Gunnar Helgi Kristinsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann gagnrýnir stjórnlagafrumvarpið.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Gunnar Helgi rifjar upp áherslu núver-
andi og síðustu ríkisstjórna á að vanda
meira til lagasetningar og stefnumót-
unar, stefna sem hér sé ekki fylgt.
„Það hafa náðst ýmsir áfangar í því
efni og meira að segja Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætisráðherra flutti skýrslu í
þinginu á dögunum þar sem hún fjallaði
um vandaða lagasetningu. Á sama tíma
er verið að taka eins mikilvægt málefni
og þingið getur fengið til umfjöllunar,
sem er stjórnarskrá Íslands, og fara
gegn öllum þessum hugmyndum um að
það þurfi að rannsaka mál og undirbúa
þau vandlega áður en þau fái vandlega
efnislega meðferð í þinginu. Það hefur
ekki gerst í þessu máli.
Það má auðvitað gera ráð fyrir því að
stjórnarskrármálið sé eitthvað sem Jó-
hanna hafi bitið í sig að hún ætli að
skila af sér á sínum ferli, svolítið eins
og Gunnar Thoroddsen gerði 1983. Hann
lagði fram frumvarp að stjórnarskrá
sem átti að verða hans viðskilnaður við
stjórnmálin. Alveg eins og hans
stjórnarskrá var ekki tilbúin er þessi
stjórnarskrá ekki tilbúin. Með því er ég
ekki að segja að í nýju drögunum séu
ekki hugmyndir sem geti verið grund-
völlur að frekari skoðun. Sem heildar-
plagg er þetta ekki tilbúið.“
Vísustu menn komi að málinu
Gunnar Helgi telur á það hafa skort í
stjórnlagamálinu að sérfræðingar hafi
fengið að gefa álit sitt.
„Það eru einkum tveir hópar sem ég
held að þurfi að koma að samningu
stjórnarskrár í hvaða ríki sem er. Annars
vegar reyndir stjórnmálamenn, þeir sem
skilja hvernig ríki eru rekin og hvernig
hlutir virka í reynd. Á það hefur skort í
ferlið alveg fram að því að stjórnlagaráð
skilaði tillögu sem er verið að reyna að
keyra í gegn. Hins vegar eru það sér-
fræðingarnir sem eiga auðvitað að rann-
saka líkleg áhrif af því fyrirkomulagi
sem verið er að leggja til. Það er ekki
hægt að ganga frá
stjórnarskrá án þess að
virkja þekkingu þessara
hópa. Það er fínt að
ráðfæra sig við almenn-
ing, ekkert að því.“
– Hvað með það sjónar-
mið að þú sért með
þessu að boða úrvals-
hyggju?
„Sú stjórnskipun sem
ríkir í öllum þróuðum lýðræðisríkjum er
fulltrúalýðræði. Það þýðir að ákveðin
elíta hefur það starf að kynna sér mál,
vinna þau og bera ábyrgð á þeim gagn-
vart kjósendum. Ekkert þróað lýðræðis-
ríki býr við beint lýðræði. Það er aðeins
eitt ríki sem gerir tilraun til þess að af-
greiða mikinn fjölda mála í almennum
atkvæðagreiðslum. Það er Sviss.“
Ekki þverskurður þjóðarinnar
– Nú reis upp sú krafa eftir efnahags-
hrunið að færa skyldi valdið til fólksins.
Hvað með þau rök að með því að setja
drög stjórnlagaráðs á ís og fela elítunni
að vinna málið, sérfræðingum og reynd-
um þingmönnum, að þá muni þjóðin
upplifa það að verið sé að taka málið úr
hennar höndum?
„Ég hef heyrt þessa röksemd. Menn eru
þá að gefa sér að þetta mál hafi verið í
höndum þjóðarinnar. Stjórnlagaráð var
algjörlega umboðslaus samkunda. Hún
var ekkert lík þjóðinni hvað varðar bak-
grunn, menntun eða annað. Kosningin
var með þeim hætti að ekki er hægt að
segja að byggt hafi verið á neinum mál-
efnagrunni. Þannig að það er ekki sama-
semmerki milli stjórnlagaráðs og þess
að málið hafi verið í höndum þjóðar-
innar. Síðan að demba þessu máli í
þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hin efn-
islega umræða hefur farið fram um það
er að mínu viti og í þeim fræðum sem
ég stunda dæmi um misnotkun á þjóðar-
atkvæðagreiðslum,“ segir Gunnar Helgi
Kristinsson prófessor.
Jóhanna reyni að reisa sér minnis-
varða eins og Gunnar Thoroddsen
PRÓFESSOR TÚLKAR FLÝTIMEÐFERÐ STJÓRNLAGAFRUMVARPS
Jóhanna
Sigurðardóttir