Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Morgunblaðið/Styrmir Kári Samtökin Hugarafl færðu öllum alþingismönnum jóla- gjöf í gær. Gjöfin er tvíþætt, annars vegar bókin Geð- veikar batasögur 2 og heimildarmyndin Hallgrímur, maður eins og ég. Samtökin minntu alþingismenn líka á að passa vel upp á geðheilsuna í öllu annríkinu. Hér sést Katrín Jakobsdóttir ráðherra taka við gjöfinni. Hugarafl færði þingmönnum jólagjöf Landbrot við bakka Lagarfljóts og Jökulsár í Fljótsdal var lítilsháttar eða ekkert á um 161 km af árbökk- unum, talsvert landbrot var á 36,5 km og mikið landbrot var á um 14 km. Gerð var úttekt á alls 211,5 km löngum árbökkum frá Fljótsdalsstöð og allt til sjávar en þar á milli eru um 100 km. Starfsmenn Landgræðslu ríkisins gerði úttektina á ástandi lands við árbakkana og skoðuðu bakkagerð, hæð árbakka, halla og lögðu mat á landbrot. Verkefnið var unnið að til- hlutan Landsvirkjunar. Skýrsluna má lesa á vef Landgræðslunnar (www.land.is). Í inngangi hennar kemur m.a. fram að markmið verkefnisins hafi verið að fá heildaryfirlit yfir stöðu landbrots við árnar. Einnig að fá mat á því hvar hætta sé á landbroti og hve mikil hún er. Ekkert kerfi var til hér á landi til þess að meta slíkt og því hönnuðu starfsmenn Land- græðslunnar flokkunarkerfi til að meta landbrotið. Gert var sjónmat á árbökkunum og matið kortlagt. Þá segir þar að rof við bakka sé náttúrulegur hluti áa. Menn geti þó haft áhrif á náttúruleg ferli með at- höfnum sínum. Breyting hafi orðið á vatnsrennsli Jökulsár í Fljótsdals og Lagarfljóts vegna virkjunar við Kárahnjúka og tilkomu Hálslóns. gudni@mbl.is Mikið landbrot var við árbakka á 14 km kafla  Kannað var landbrot við Lagarfljót og Jökulsá í Fljótsdal Morgunblaðið/Steinunn Lagarfljót Breyting varð á rennsli fljótsins með Kárahnjúkavirkjun. Bjóða á um 3.700 atvinnuleitendum vinnu eða starfsendurhæfingu á næsta ári skv. samstarfsyfirlýsingu stjórnvalda, Vinnumálastofnunar, sveitarfélaga, samtaka á vinnumark- aði o.fl. sem undirrituð var í gær. Með þessu átaksverkefni, sem nefnt hefur verið „Vinna og virkni 2013“, á að tryggja að enginn falli af atvinnu- leysisbótum án þess að fá slíkt tilboð. Um er að ræða átaksverkefni sem, eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu, hefur að markmiði að virkja atvinnuleitendur, sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu full- nýta bótarétt sinn. Talið hefur verið að kostnaður við verkefnið verði um 2,7 milljarðar króna og er áætlað er að 60% taki til- boði um vinnu. Því þurfa alls 2.200 sex mánaða störf að vera í boði 2013. Velferðarráðherra hefur einnig lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingar á lögum um atvinnuleys- istryggingar vegna þessa verkefnis og jafnframt um breytingar sem gerðar verða á greiðslum atvinnu- leysistryggingasjóðs vegna fisk- vinnslufólks þegar vinnsla stöðvast vegna hráefnisskorts. Þær greiðslur verða þó ekki að fullu felldar niður, eins og gert hafði verið ráð fyrir þeg- ar fjárlagafrumvarp næsta árs var lagt fram og er nú áætlað að sparn- aður ríkissjóðs vegna þess verði 160 milljónir kr. á árinu 2013 í stað 350 milljóna, sem upphaflega var ráð- gert. Með átaksverkefninu Vinna og virkni 2013 er gert ráð fyrir að al- mennur vinnumarkaður bjóði fram 60% þeirra úrræða sem stefnt er að eða 1.320 úrræði, sveitarfélög 30% eða 660 úrræði og loks ríkið 220 úr- ræði eða 10%. Atvinnuleysistrygg- ingasjóður greiðir styrk með við- komandi atvinnuleitendum og mun hann nema 80-100% af atvinnuleys- isbótum ásamt mótframlagi vegna úrræða sem verða til í desember 2012 og á árinu 2013. Þá á að bjóða upp á úrræði fyrir um 900 einstaklinga sem áætlað er að þurfi á atvinnutengdri endurhæf- ingu að halda. omfr@mbl.is Boða átak fyrir 3.700 atvinnu- leitendur  Breytingar á at- vinnuleysiskerfinu í nýju frumvarpi Morgunblaðið/Golli Atvinnuleysi Sveitarfélögin eiga á næsta ári að útvega 660 vinnumark- aðsúrræði, ríkið 220 og almenni vinnumarkaðurinn 1.320. Lagt er til í frumvarpi velferðar- ráðherra um breytingar á at- vinnuleysistryggingalögunum að aldurslágmark til greiðslu at- vinnuleysisbóta verði hækkað úr 16 árum í 18 ár. Eru færð þau rök fyrir þessu að börn undir 18 ára aldri teljast vera á framfæri foreldra sinna. Áfram er þó gert ráð fyrir að ávinnslutímabil skv. lögunum geti hafist við 16. af- mælisdag barna. Fram kemur að sex atvinnuleitendur yngri en 18 ára voru innan atvinnuleysis- tryggingakerfisins í október sl. Í frumvarpinu er einnig boðuð lenging á biðtíma eftir bótum ef avinnuleitandi, sem hefur feng- ið atvinnuleysisbætur greiddar í 30 mánuði eða lengur hafnar starfi eða þátttöku í vinnumark- aðsúrræðum. Þá missir hann rétt til bóta og fær hann ekki á ný fyrr en eftir 24 mánaða starf á vinnumarkaði frá því hann fékk síðast greiddar bætur í stað tveggja mánaða biðtíma áður. Fái bætur 18 ára í stað 16 BREYTINGAR Í FRUMVARPI Svarið við spurningu dagsins tilbúnar í pottinn heima Verð 1.600 kr/ltr eða settur í pottinn um leið og súpan er borin fram. Hvað þarftu mikið? Súpa sem aðalréttur – 0,5 ltr/mann Súpa sem forréttur – 0,25 ltr/mann Súpan kemur í fötu en fiskinum er pakkað sér. Eldunaraðferð þegar heim er komið: Súpan er hituð upp að suðu, fiskinum er jafnað út á milli súpudiska Aðalfundur Valsmanna hf. Aðalfundur í Valsmönnum hf. verður haldinn fimmtudaginn 27. desember n.k kl. 17:00 að Hlíðarenda Dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf skv. samþykktum félagsins og lögum um hlutafélög nr. 2/1995. 1. Skýrsla stjórnar vegna liðins starfsárs 2. Ársreikningur félagsins ásamt endurskoðunarskýrslu lagður fram til stað- festingar. 3. Ákvörðun um hvernig fara eigi með tap eða hagnað ársins. 4. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna 5. Kjör stjórnar 6. Kjör endurskoðanda 7. Önnur mál – Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a. Tillaga um að allt hlutafé félagsins verði í einum hlutaflokk, sem um gildi reglur núverandi A f lokks b. Tillaga um breytingar á fjölda stjórnarmanna c. Tillaga um framlengingu á heimild stjórnar félagsins til hækkunar hlutafjár þess til 1. desember 2017 d. Tillaga um forkaupsrétt stjórnar félagsins að fölum hlutum í félaginu fyrir þess hönd Fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins til sýnis fyrir hluthafa fram að fundinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.