Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 20
VIÐTAL
Ingvar P. Guðbjörnsson
ipg@mbl.is
„Það skiptir miklu máli að sýna
fram á að það sé eitthvert vit í
því sem maður er að gera. Þetta
er mikilvægt fyrir okkur því við
ætlum að gera þetta að lifibrauði
okkar,“ segir Þorleifur Sigfússon
dýralæknir, sem á dögunum varð
ræktunarmaður Íslandshesta í
Svíþjóð árið 2012. Þorleifur rækt-
ar hross þar í landi undir rækt-
unarnafninu Gunvarbyns Islands-
hästar.
„Það eru auðvitað margir að
sýsla með Íslandshesta í Svíþjóð
og því er gaman að því að vinna
þetta. Það skiptir að minnsta
kosti heilmiklu máli fyrir mig,“
segir Þorleifur.
Sænsku Íslandshestasamtökin
veita verðlaunin og þetta var í
fyrsta skipti sem Þorleifur hlaut
þau, en tveir aðrir Íslendingar
hafa áður hlotið þau: Garðar
Gíslason í fyrra og árið 2008 en
hann varð annar í ár. Sveinn
Bergmann Hauksson fékk verð-
launin árið 2003, fyrstur Íslend-
inga.
Fimm af átta hlutu
fyrstu verðlaun
„Ég er búinn að sýna átta
hross [í ár], sem er nú nokkuð
gott held ég á sænskan mæli-
kvarða. Fimm hlutu 1. verðlaun.
Það sem er sniðugt í þessu er að
ég er ekki með svo svakalega
stórt stóð. Ég fæ um sex folöld á
ári,“ segir Þorleifur og bætir við:
„Við höfum verið með gamlan
graðhest að heiman, Nökkva frá
Vestra-Geldingaholti, Angason
frá Laugarvatni og undan Hrafn-
hettu, undan Hrafni frá Holts-
múla. Hún er heimaræktuð frá
pabba og mömmu. Nökkvi er fað-
ir sjö þessara mera. Þetta voru
bara merar sem ég sýndi og fimm
af þeim fengu 1. verðlaun. Svo er
hann móðurafi þeirrar áttundu.
Svo það er gaman að því.“
Þorleifur segist hafa byrjað að
rækta hross fyrir hálfgerða til-
viljun fyrir tíu árum. „Pabbi og
mamma ákváðu að selja Nökkva
en vildu helst ekki selja hann út
úr fjölskyldunni svo það varð úr
að ég keypti hann. Þar með átti
ég graðhest en ekki merar. Ég sá
að ég var með góðan graðhest, en
umdeildan eins og algengt er og
því var hann ekki mikið notaður.
Ég náði mér í góðar merar og
fékk fimm og sex folöld á ári úr
eigin merum, sem ég keypti
ódýrt, meðal annars Hrafns-
dóttur og lánsmerum. Svo fékk
ég eina í gjöf frá foreldrum mín-
um undan Mána frá Ketils-
stöðum. Ég á orðið tólf alsystkini
undan Nökkva og henni,“ segir
Þorleifur. Af þeim eru fimm sýnd
og fjögur hlutu 1. verðlaun.
„Hann er hér úti í hesthúsi og
ætlar að verða heiðursverðlauna-
hestur á næsta ári. Hann er með
45 fulldæmd afkvæmi og ennþá
með 120 í PLUB [kynbótamati].
Svo við þurfum bara að sýna
fimm í viðbót og þá hljótum við
heiðursverðlaun,“ segir hann og
bætir við: „Ég á þau sjálfur. Ef
allt fer að óskum þá ætti það að
lukkast.“
Af góðum íslenskum ættum
Þorleifur segir að flestar
hryssurnar hans séu með lágt
kynbótamat en þær séu af góðum
íslenskum ættum og gefi, ásamt
Nökkva, góðan grunn til rækt-
unar.
„Ég fékk lánaða hryssu fyrir
nokkrum árum undan Stíg frá
Kjartansstöðum, Von frá Vigra,
sem varð heimsmeistari í fyrra.
Við ræktuðum hana,“ segir Þor-
leifur.
Hann segir næsta ár verða
spennandi. „Það er ekki þannig
að maður setjist í helgan stein af
því að maður átti heimsmeistara í
fyrra og er ræktunarmaður í ár.
Þetta gefur manni vítamín-
sprautu og nú vill maður meira.
Maður selur afburðagóða hesta
og þá fer að verða smá arður af
þessu líka.“
Fjölskylda og vinir eiga sitt
Þorleifur segir að árangurinn
sé ekki einungis hans verk. „Fjöl-
skyldan er með í gegnum súrt og
sætt í að ala upp þessa hesta,
konan mín og börnin.
Grunnurinn er að heiman úr
foreldrahúsum og síðan höfum
við frábæra samstarfsaðila í Dan-
mörku sem þjálfa og sýna fyrir
okkur, Agnar og Anne Stine.
Svona hópvinna skilar árangri, en
grunnurinn er að hestarnir eru
góðir.
Síðan er ég mjög þakklátur öll-
um í kringum mig sem eru með í
þessu og bróðir minn kom mér á
sporið þegar hann sýndi fyrstu
merarnar fyrir mig. Þetta er ekki
egótripp, þetta er hópvinna,“ seg-
ir Þorleifur að lokum.
„Þetta gefur manni vítamínsprautu“
Íslendingur er ræktunarmaður ársins í Svíþjóð 2012 Byrjaði að rækta hross fyrir tíu árum Fimm af
átta hryssum úr eigin ræktun í 1. verðlaun í ár Fær heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á næsta ári
Heiðurshross Þorleifur og Nökkvi frá Vestra-Geldingaholti þegar Nökkvi
fékk verðlaunin Elitpremie á sænska meistaramótinu.
Alsystur Þorleifur með fimm systur til reiðar undan Dimmu og Nökkva. Fjórar þeirra, Nótt, Drottning, Fáséð og
Lipurtá eru í fyrstu verðlaunum en sú fimmta, Hugmynd, fjórgangshryssa með 7,81.
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Sænska félagið á Íslandi stendur að
venju fyrir Lúsíuhátíð 13. desember
með tónleikum í Seltjarnarneskirkju
í kvöld kl. 18.30.
Lúsíuhátíð náði fótfestu á Norð-
urlöndum, fyrst í Värmland í Svíþjóð
á 18. öld, en breiddist síðan út um
alla Svíþjóð og víðar á Norður-
löndum. Heilög Lúsía á hins vegar
uppruna sinn í borginni Syracusa á
Sikiley, Sænska félagið á Íslandi hef-
ur frá stofnun 1954 haldið Lús-
íuhátíð innan sinna raða en frá 1991
hafa verið haldnir tónleikar í tilefni
hátíðarinnar þar sem Lúsía, prýdd
kórónu með kertum, fer fremst í
flokki kórs hvítklæddra meyja, jóla-
sveina og piparkökukarla sem bera
birtu í skammdegið.
Miðaverð er 2.500 krónur en frítt
er á tónleikana fyrir börn yngri en
tólf ára.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lúsía Lúsíuhátíð verður í kvöld.
Lúsíuhátíð í
Seltjarnarneskirkju
Piotr Rom-
anowski, pró-
fessor við
enskudeild
Krosno-
háskólans í
Póllandi, flytur
fyrirlestur á
vegum Stofn-
unar Vigdísar
Finnbogadótt-
ur í erlendum
tungumálum á morgun, fimmtu-
daginn 13. desember, kl. 16 í
stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Ís-
lands.
Fyrirlesturinn ber yfirskrift-
ina: Intercultural Approach in
Foreign Language Teaching og
fer fram á ensku. Allir eru vel-
komnir.
Pólskur prófessor
með fyrirlestur
Prófessor Piotr
Romanowski.
Fjórar Kristínar lesa upp úr ný-
útkomnum verkum sínum í kvöld
í húsnæði Femínistafélags Ís-
lands, Hallveigarstöðum við Tún-
götu.
Lesturinn hefst klukkan 20.
Þessar lesa úr verkum sínum:
Kristín Eiríksdóttir: Hvítfeld -
fjölskyldusaga, Kristín Ómars-
dóttir: Milla, Kristín Steinsdóttir:
Bjarna-Dísa og Kristín Tóm-
asdóttir: Stelpur geta allt.
Fjórar Kristínar lesa
úr bókum sínum
STUTT