Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 22
ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Athafnamenn „að sunnan“ hafa velt upp þeirri hugmynd að setja upp hótel í gömlu skrifstofubyggingu Slippstöðvarinnar. Sannar- lega áhugaverð hugmynd en mér er sagt að engar líkur séu á að hún verði að veruleika.    Nú mun ákveðið að samræma gjaldskrár á Akureyri þannig að allir sem ekki eru orðnir 18 ára greiði barnagjald fyrir þjónustu stofnana bæjarins, þar sem gjald hefur verið mismun- andi. Áður var miðað við 15 ára aldur. Þeir sem helst verða varir breytingar eru skíðamenn og sundkappar.    Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi A- lista, átti hugmyndina að fyrrgreindri breyt- ingu. Hann leggur áherslu á að börn séu skv. lögum skilgreind svo fram að 18 ára aldri, vildi að gjaldskrám yrði breytt til samræmis við það og hefur haft sitt fram.    Styrktartónleikum Ljósberans, sem áttu að vera í Akureyrarkirkju í vikunni, hefur verið frestað þar til á þriðjudag vegna veikinda. Með- al listamanna sem koma fram eru söngkon- urnar Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björg Þór- hallsdóttir.    Alla daga í desember er lifandi jóladagatal í Hofi með fjölbreyttri dagskrá í samstarfi við 1862 Nordic bistro. Í hádeginu í dag munu hjónin Arndís Bergsdóttir og Björn Þorláksson bera saman jólahátíðina 1974 en þá voru þau sex og níu ára gömul. „Hún var ljóshærður nýbúi á gullnum söndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna en hann var dvergvaxinn Mý- vetningur, alinn upp í hrauni og klettaborgum við bakka Mývatns,“ segir í tilkynningu.    Systkinin Ellen Kristjánsdóttir og KK verða svo með jólatónleika í Hofi í kvöld. Sann- arlega tilhlökkunarefni.    Á morgun verður jóladagatalið í höndum tenórsins Óskars Péturssonar og Eyþórs Inga Jónssonar organista í Akureyrarkirkju. Organ- istinn er forfallinn áhugaljósmyndari og blaða- maður Morgunblaðsins hitti hann einmitt í gær þar sem hann lá á ísnum skammt innan við Leirubrúna, vopnaður myndavél og forláta linsu, að mynda sel sem lá þar í makindum.    Pétur Blöndal blaðamaður og rithöfundur les úr nýútkominni Limrubók sinni í hádeginu á laugardaginn og síðar um daginn eru þrennir Frostrósatónleikar í húsinu. Jólin eru sem sagt alveg að koma...    Ice-Husky félagið fær aðgang að skíða- göngubrautinni í Hlíðarfjalli í einn dag í vetur fyrir sleðakeppni Huskyhunda. Íþróttaráð hef- ur samþykkt erindi þar að lútandi.    Skúli Mennski verður með tónleika á Græna hattinum í kvöld, akureyrska hljóm- sveitin Heflarnir (Rögnvaldur gáfaði og fé- lagar) verða þar annað kvöld – auk þess sem hinir óviðjafnanlegu Helgi og hljóðfæraleik- ararnir stíga á svið.    Á laugardagskvöldið fá rokkþyrstir sval- að þorsta sínum þegar franska þungarokk- sveitin L’esprit du Clan og sveitin Hangman’s Chair verða með tónleika.    Fregnir herma að nokkrir tugir áhangenda frönsku sveitarinnar verði með í för svo reikna má með miklu fjöri. Það er svo sem engin frétt, en vanalega eru heimamenn þar í meirihluta.... Selur selur organista hugmynd að myndatöku... Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Blessaður! Eyþór Ingi Jónsson áhugaljósmyndari myndaði vinalegan sel á Leirunum í gær. 22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Nýr Landspítali er á teikniborðinu. Þórður Víkingur Friðgeirsson, lekt- or við tækni- og verkfræðideild Há- skólans í Reykjavík, telur fátt benda til þess fyrirfram að þessi nýi Land- spítali fari ekki fram úr kostnaðar- áætlun. Rætt var við Gunnar Svav- arsson, formann verkefnastjórnar um byggingu nýs Landspítala og Óskar Valdimarsson, sem situr í bygginganefnd og forstjóra Fram- kvæmdasýslu ríkisins, um þessa gagnrýni. Gunnar Svavarsson segir kostn- aðaráætlanir verkefnisins hafa verið rýndar af íslenskum og erlendum aðilum í nóvember sl. „Sú rýni gefur til kynna, að þær kostnaðaráætlanir sem spítalahópurinn leggur fram, séu í eðlilegu samræmi við þann reynslukostnað sem er til staðar varðandi opinberar framkvæmdir í þessari stærð,“ segir Gunnar og bendir á að áður en útboð fer fram liggur fyrir 25% hönnun. „Það skipt- ir miklu fyrir lokaniðurstöðu verks, hversu vel hönnunin er ígrunduð áð- ur en hún er boðin út,“ segir Gunnar Hann bendir á að öll gögn og upp- lýsingar varðandi verkefnið hafi ver- ið opinber frá upphafi. Óskar Valdimarsson svarar þeirri gagnrýni Þórðar Víkings, að aðferð- irnar væru 50 ára gamlar, með þeim hætti að þær séu vel reyndar og ár- angursríkar við verkefnastjórnun og klykkir út með því að segja „það eru engin rök að gamalt sé vont“. Óskar var spurður hvort velt hefði verið upp þeim möguleika að fara ekki í byggingu nýs Landspítala. „Það er búið að gera það. Ráðgjafar hjá NLSH hafa borið saman mis- munandi aðgerðir og ein aðgerðin er að gera ekki neitt, hún hefur komið út með að vera dýrari.“ Óskar er ekki sammála útreikn- ingi Þórðar á framúrkeyrslu í kostn- aði á opinberum byggingum. „Þegar Þórður talar um framúr- keyrsluna, þá er það tvennt sem ég er ósáttur við í hans röksemda- færslu. Hann tekur ekki tillit til verðbreytinga/verðþróunar. Ef ein- hver áætlun, sem er gerð fyrir fimm árum, upp á milljarð og kostar núna þrjátíu prósentum meira, vegna þess að verðlagið hefur hækkað. Þá ber hann saman krónutölurnar og segir að þetta verkefni hafi farið 30% fram úr áætlun. Menn verða að tala á sama verðlagi.“ Óskar bendir á að fyrstu tölur sem nefndar eru í opinberum fram- kvæmdum séu stundum lauslega áætlaðar. Hann nefnir sem dæmi skóla sem áætlað er að kosti einn milljarð króna. „Þegar menn skoða verkefnið nánar, fara að hanna og klára áætlunina, þá geti komið í ljós að verkefnið kosti 1,5 milljarða króna. Segjum að framkvæmdin standist þessa áætlun, þá heldur hann [Þórður Víkingur] því fram að þetta hafi farið hálfum milljarði króna fram úr áætlunum, því fyrstu tölur séu hálfum milljarði lægri. Þetta finnst mér ekki góð röksemda- færsla. Vissulega voru lægri tölur nefndar í upphafi en það var áður en menn fóru að skoða verkefnið ná- kvæmlega. Einhvers staðar þarf að byrja. Ef menn mega aldrei setja neinar tölur fram í upphafi sem hug- myndir, þá þora menn ekkert að fara af stað.“ „Hann [Þórður Víkingur] segir að þetta sé óábyrgt og að menn reyni að koma verkefnum af stað, með því að nefna lágar upphæðir, sem allir viti að verða hærri síðar. Það getur verið að það sé stundum satt en stundum ekki. Mér finnst hann fara frjálslega með þessa hluti og ég hef sagt honum það,“ segir Óskar og er sammála því að alltaf megi gera bet- ur. Óskar segir að úttekt hafi verið gerð á 74 verkefnum hjá Fram- kvæmdasýslunni og hvort þau hafi staðist áætlun. „Þessi verkefni fóru að meðaltali 3,12% fram úr áætlun,“ segir Óskar. Spurður hvernig standi á slíku misræmi milli talna, segir hann: „Þórður Víkingur velur verkefni út, tekur þau verstu. Hann tekur fyrstu tölur sem voru nefndar en við tökum áætlunina sem við fáum áður en við bjóðum út. Hann sleppir verðbólg- unni á meðan við vinnum á föstu verðlagi. Þannig má segja að við séum að bera saman epli og ban- ana,“ segir Óskar. Kostnaðaráætlun nýs Landspítala eðlileg  Ekki hægt að bera saman epli og banana  Gögnin opinber Gunnar Svavarsson Óskar Valdimarsson Nýr landspítali Dýrara að fara ekki í framkvæmdina, segir Óskar. Vefðu þig hlýju Ábreiða úr hinni einstöku íslensku ull gerir hverja stund hlýja og notalega... Sjá sölustaði á istex.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.