Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 23

Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Nýlega voru um 30 tonn af viði úr Vaglaskógi í Fnjóskadal flutt suður á Grundartanga til járnblendiverk- smiðju Elkem. Trjábolirnir frá Skógrækt ríkisins eru kurlaðir en kurlið síðan notað sem kolefnisgjafi fyrir ofna verksmiðjunnar og kemur í stað jarðefnaeldsneytis. Á vef Skógræktarinnar kemur fram að flutningarnir, lestun og af- lestun hafi gengið mjög vel. Fluttir voru um 70 rúmmetrar staflað og 40 rúmmetrar fast. Stærstur hluti við- arins sem var fluttur var stafafura en einnig var eitthvað af lerki og rauðgreni. Skógrækt ríkisins og Elkem gerðu samning árið 2009 um að kurla niður alls um 1.000 tonn af grisjunarviði úr íslenskum skógum í tilraunaverkefni þar sem ferskt við- arkurl er notað sem kolefnisgjafi í stað jarðefnaeldsneytis á Grund- artanga. Einar Þorsteinsson, for- stjóri Elkem á Íslandi, segir þetta tilraunaverkefni hafa gengið mjög vel og fljótlega hafi þessi 1.000 tonn verið kláruð. Verksmiðjan notar að mestu innflutt kurl frá Kanada sem kolefnisgjafa í stað kola. Alls eru 10- 15 þúsund tonn notuð á ári, þannig að íslenska skógarkurlið er bara lítið brot af því. Flutningurinn úr Vaglaskógi tengist rammasamkomulagi sem gert var við Skógræktina, í fram- haldi af tilraunaverkefninu. „Þetta hefur gefist mjög vel og við gerðum samkomulag um að taka það kurl sem hentar þeim hverju sinni. En framboðið hér á landi er ekki nóg til að anna okkar eftirspurn á kurlinu,“ segir Einar. Auk Skógræktar ríkisins stóðu Landssamtök skógareigenda, Skóg- ræktarfélag Íslands og skógræktar- félögin í nágrenni verksmiðjunnar að samningsgerðinni. Þótti samning- urinn marka tímamót í íslenskri skógrækt, þar sem staðfest var að íslenskir skógar væru arðsöm auð- lind og sköpuðu ný störf við grisjun, fllutning og úrvinnslu viðarins. 30 tonn af viði úr Vagla- skógi til Grundartanga Ljósmynd/Skógrækt ríkisins Viður Trjábolirnir úr Vaglaskógi settir á flutningabíl, sem flutti þá suður.  Trén kurluð niður og notuð í ofna verksmiðju Elkem Grundartangi » Járnblendiverksmiðjan á Grundartanga hefur frá árinu 2003 að fullu verið í eigu El- kem í Noregi. » Verksmiðjan hóf starfsemi árið 1979 og hét þá Íslenska járnblendifélagið. Ríkið var meðeigandi fyrstu árin, ásamt japönsku fyrirtæki um tíma. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun MMR sögðust 43% vera frekar eða mjög ánægð með niðurstöður þjóð- aratkvæðagreiðslunnar í október um tillögur stjórnlagaráðs. 29,9% sögðust vera frekar eða mjög óánægð og 27,1% hvorki ánægð né óánægð. Alls svöruðu 879 og hlutfall þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar var 79,9%. Af þeim sem tóku afstöðu voru 74,5% þeirra sem sögðust styðja rík- isstjórnina ánægð með niðurstöð- urnar borið saman við 24,9% þeirra sem sögðust ekki styðja ríkisstjórn- ina. Ánægja með niðurstöðurnar var hlutfallslega minnst meðal þeirra sem sögðust styðja Framsóknar- flokkinn (16,8%) og Sjálfstæðisflokk- inn (12,6%). Ánægja með niðurstöð- urnar var hlutfallslega mest á meðal þeirra sem sögðust styðja Samfylk- inguna (85,%), Dögun (75,8%) og Vinstri græna (73,2%). Þá jókst ánægja með niðurstöð- urnar með hækkandi aldri. Einnig voru íbúar á höfuðborgarsvæðinu ánægðari en íbúar landsbyggðarinn- ar með niðurstöðurnar. 43% ánægð með niður- stöður atkvæðagreiðslu Andrea Jóhanna Ólafsdóttir og Þórður Björn Sigurðsson hafa ákveðið að gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun fyrir næstu alþingis- kosningar. Fram kemur í tilkynningu frá Dögun að Þórður Björn hafi um langa hríð barist fyrir almanna- hagsmunum og verið ötull tals- maður lýðræðisumbóta, gegnsæis, valddreifingar, ábyrgrar fjármála- stefnu og velferðarmála, meðal annars sem varabæjarfulltrúi Íbúa- hreyfingarinnar í Mosfellsbæ og sem starfsmaður þinghóps Hreyf- ingarinnar. Þórður var einn stofn- enda og formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna. Andrea hefur starfað í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna frá upphafi og var formaður þeirra á síðasta starfsári. Í tilkynningunni segir, að Andrea hafi barist fyrir leiðréttingu á lánamálum lands- manna og afnámi verðtryggingar um árabil. Hún bauð sig fram í emb- ætti forseta Íslands í sumar. Andr- ea starfaði áður sem verkefnastjóri á frístundaheimili hjá Reykjavíkur- borg og hefur sinnt ýmsum sam- félagsmálum í sjálfboðavinnu. Í tilkynningunni segir, að Andrea og Þórður muni taka áherslur um kjarabætur og lýðræðisumbætur fyrir fólkið með sér inn á Alþingi, fái þau umboð til. Það sé í anda bar- áttunnar sem þau hafa leitt undan- farin ár. Gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun Andrea Jóhanna Ólafsdóttir Þórður Björn Sigurðsson 2012 Lifandi tónlist og stemning fram eftir kvöldi. Jólabærinn á Ingólfstorgi verður formlega opnaður á morgun, föstudaginn 14. desember, kl. 15:30. Jón Gnarr, borgarstjóri, opnar Jólabæinn og nýtur atfylgis jólavætta, lúðrasveitar, kórs og hljómsveitar! Verum, verslum og njótum — þar sem jólahjartað slær. www.midborgin.is Bra nd en bu rg Jólaopnun miðborgar hefst í dag! Opið til kl. 22:00 öll kvöld til jóla og til 23:00 á Þorláksmessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.