Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 24

Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 24
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Talið er að stjórnvöld í Norður-Kór- eu stefni að því að þróa langdræga eldflaug sem gæti borið kjarnavopn og hægt væri að skjóta á vestur- strönd Bandaríkjanna. Líkurnar á að Norður-Kóreumenn nái þessu markmiði eru taldar hafa aukist til muna þegar þeim tókst að skjóta langdrægri eldflaug í geiminn í gær. Sérfræðingar í öryggismálum segja að Norður-Kóreumenn eigi enn eftir að leysa ýmis erfið tæknileg vandamál áður en þeir geti búið til kjarnaodda sem séu nógu litlir til að hægt verði að koma þeim fyrir í lang- drægum eldflaugum. Þótt þeim hafi tekist að koma eldflaug á braut um jörðu sé ólíklegt að eldflaugatækni þeirra sé orðin nógu nákvæm til að þeir geti skotið eldflaug á fjarlægt skotmark, til að mynda á vestur- strönd Bandaríkjanna. Geimskotið í gær er þó talið stórt skref í þessa átt og sýna að taka þurfi hættuna sem stafi af kjarn- orku- og eldflaugaáætlunum Norður-Kóreu alvarlega. Talið er að Norður-Kóreumenn eigi sex til átta kjarnorkusprengjur með plútoni og séu að vinna að sprengju með úrani. Þeir hafa sprengt tvær kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, fyrst 2006 og síðan aftur þremur árum síðar. Frétta- skýrendur Financial Times segja að óttast sé að Norður-Kóreumenn þurfi aðeins eina kjarnorkutilraun í viðbót til að geta búið til kjarnaodd í langdræga eldflaug. Ógna ekki aðeins grannríkjum Norður-Kóreumenn fullyrtu í október að þeir réðu yfir eldflaug sem hægt væri að skjóta á Bandarík- in en margir fréttaskýrendur tóku lítið mark á þeirri fullyrðingu. James Schoff, bandarískur sér- fræðingur í varnarmálum, segir að geimskotið sýni að taka þurfi hætt- una alvarlega. „Þetta geimskot eyk- ur vissulega trúverðugleika þeirra þegar þeir segjast eiga eldflaugar sem hægt væri að skjóta á Bandarík- in. Það er erfiðara að banda þessu frá sér eftir vel heppnaða tilraun eins og þessa,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Schoff. Masao Okonogi, sérfræðingur í stjórnmálum Kóreuríkjanna, tekur í sama streng og segir að Bandaríkja- stjórn þurfi að taka hættuna mjög al- varlega. „Þetta sýnir að Norður-- Kórea ógnar ekki aðeins grannríkjunum, heldur stafar Bandaríkjunum einnig hernaðarleg ógn af landinu.“ Ógnin sem stafar af N-Kóreu eykst AFP Reiðir út í Kim Suður-Kóreumenn mótmæla geimskoti Norður-Kóreumanna í Seoul. Mótmælendurnir héldu á myndum af Kim Jong-Un, leiðtoga kommúnistastjórnarinnar í N-Kóreu, og brenndu eftirlíkingar hans.  Geimskot Norður-Kóreumanna talið stórt skref í þá átt að þróa langdræga eldflaug sem gæti borið kjarnavopn og hægt væri að skjóta á Bandaríkin  Eiga þó enn eftir að leysa erfið tæknileg vandamál Hefðu getað bundið enda á hungursneyðina » Talið er að Norður- Kóreumenn hafi eytt sem svar- ar alls 168 milljörðum króna í eldflaugaáætlun sína í ár, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Suður-Kóreustjórnar. » Suðurkóreskir embættis- menn segja að fyrir þessa fjár- hæð hefðu Norður-Kóreumenn getað keypt 4,6 milljónir tonna af korni og bundið þar með enda á matvælaskortinn í land- inu. Norður-Kóreumenn hefðu ekki þurft að hafa áhyggjur af matarskorti næstu fjögur til fimm árin. » Tæp milljón manna hefur dáið úr hungri í Norður-Kóreu frá síðasta áratug aldarinnar sem leið og milljónir manna þjást enn af vannæringu vegna viðvarandi matvælaskorts í landinu. Flaugin kom gervihnettinum Kwangmyongsong-3 á braut um jörðu að sögn fjölmiðla í Norður-Kóreu Bandaríska eldflaugavarnakerfið NORAD staðfesti að flaugin hefði komist á braut um jörðu TAÍVAN FILIPPSEYJARKÍNA JAPAN NORÐUR- KÓREA Okinawa(Japan) Heimild: Alþjóðasiglingamálastofnunin/Geimferðastofnun N-Kóreu/varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu/varnarmálaráðuneyti Japans/NORAD SUÐUR-KÓREA N-KÓREUMENN SKJÓTA ELDFLAUG Í GEIMINN Leiðtogar margra ríkja fordæmdu geimskotið og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman vegna málsins 1. þrep 2. þrep 3. þrep Hæð: 30 m N-KÓREA S-KÓREA KÍNA TAÍVAN JAPAN Annað þrep FILIPPSEYJAR Fyrsta þrep féll í sjóinn Gervi- hnattahlíf Skotstöð fyrir langdrægar eldflaugar *að staðartíma Áætluð braut 500 km Pjongjang Peking Seoul Tókýó Okinawa Ishigaki Manila Skotið á loft kl. 9:51 f.h.* í gær 10:01 f.h.* Unha-3: (Vetrarbraut 3) Drægi flaugar: 6.700 km Byggist á hönnun Taepodong-2 eldflauga Reynt var að skjóta sams konar flaug í geiminn í apríl en geimskotið mistókst 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Fender kassagít arpakki Rafpíanó Hljóðkort m eð Kassagítar ar Tilboðsver ð Rafgítarpakki 4 9.990 26.990 frá 105.99 0 hugbúnaði frá 18.990 frá 18.99 0 á trommuset tum Rafbassapakki 59.990 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.