Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Talið er að stjórnvöld í Norður-Kór- eu stefni að því að þróa langdræga eldflaug sem gæti borið kjarnavopn og hægt væri að skjóta á vestur- strönd Bandaríkjanna. Líkurnar á að Norður-Kóreumenn nái þessu markmiði eru taldar hafa aukist til muna þegar þeim tókst að skjóta langdrægri eldflaug í geiminn í gær. Sérfræðingar í öryggismálum segja að Norður-Kóreumenn eigi enn eftir að leysa ýmis erfið tæknileg vandamál áður en þeir geti búið til kjarnaodda sem séu nógu litlir til að hægt verði að koma þeim fyrir í lang- drægum eldflaugum. Þótt þeim hafi tekist að koma eldflaug á braut um jörðu sé ólíklegt að eldflaugatækni þeirra sé orðin nógu nákvæm til að þeir geti skotið eldflaug á fjarlægt skotmark, til að mynda á vestur- strönd Bandaríkjanna. Geimskotið í gær er þó talið stórt skref í þessa átt og sýna að taka þurfi hættuna sem stafi af kjarn- orku- og eldflaugaáætlunum Norður-Kóreu alvarlega. Talið er að Norður-Kóreumenn eigi sex til átta kjarnorkusprengjur með plútoni og séu að vinna að sprengju með úrani. Þeir hafa sprengt tvær kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni, fyrst 2006 og síðan aftur þremur árum síðar. Frétta- skýrendur Financial Times segja að óttast sé að Norður-Kóreumenn þurfi aðeins eina kjarnorkutilraun í viðbót til að geta búið til kjarnaodd í langdræga eldflaug. Ógna ekki aðeins grannríkjum Norður-Kóreumenn fullyrtu í október að þeir réðu yfir eldflaug sem hægt væri að skjóta á Bandarík- in en margir fréttaskýrendur tóku lítið mark á þeirri fullyrðingu. James Schoff, bandarískur sér- fræðingur í varnarmálum, segir að geimskotið sýni að taka þurfi hætt- una alvarlega. „Þetta geimskot eyk- ur vissulega trúverðugleika þeirra þegar þeir segjast eiga eldflaugar sem hægt væri að skjóta á Bandarík- in. Það er erfiðara að banda þessu frá sér eftir vel heppnaða tilraun eins og þessa,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Schoff. Masao Okonogi, sérfræðingur í stjórnmálum Kóreuríkjanna, tekur í sama streng og segir að Bandaríkja- stjórn þurfi að taka hættuna mjög al- varlega. „Þetta sýnir að Norður-- Kórea ógnar ekki aðeins grannríkjunum, heldur stafar Bandaríkjunum einnig hernaðarleg ógn af landinu.“ Ógnin sem stafar af N-Kóreu eykst AFP Reiðir út í Kim Suður-Kóreumenn mótmæla geimskoti Norður-Kóreumanna í Seoul. Mótmælendurnir héldu á myndum af Kim Jong-Un, leiðtoga kommúnistastjórnarinnar í N-Kóreu, og brenndu eftirlíkingar hans.  Geimskot Norður-Kóreumanna talið stórt skref í þá átt að þróa langdræga eldflaug sem gæti borið kjarnavopn og hægt væri að skjóta á Bandaríkin  Eiga þó enn eftir að leysa erfið tæknileg vandamál Hefðu getað bundið enda á hungursneyðina » Talið er að Norður- Kóreumenn hafi eytt sem svar- ar alls 168 milljörðum króna í eldflaugaáætlun sína í ár, að því er fram kemur í nýlegri skýrslu Suður-Kóreustjórnar. » Suðurkóreskir embættis- menn segja að fyrir þessa fjár- hæð hefðu Norður-Kóreumenn getað keypt 4,6 milljónir tonna af korni og bundið þar með enda á matvælaskortinn í land- inu. Norður-Kóreumenn hefðu ekki þurft að hafa áhyggjur af matarskorti næstu fjögur til fimm árin. » Tæp milljón manna hefur dáið úr hungri í Norður-Kóreu frá síðasta áratug aldarinnar sem leið og milljónir manna þjást enn af vannæringu vegna viðvarandi matvælaskorts í landinu. Flaugin kom gervihnettinum Kwangmyongsong-3 á braut um jörðu að sögn fjölmiðla í Norður-Kóreu Bandaríska eldflaugavarnakerfið NORAD staðfesti að flaugin hefði komist á braut um jörðu TAÍVAN FILIPPSEYJARKÍNA JAPAN NORÐUR- KÓREA Okinawa(Japan) Heimild: Alþjóðasiglingamálastofnunin/Geimferðastofnun N-Kóreu/varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu/varnarmálaráðuneyti Japans/NORAD SUÐUR-KÓREA N-KÓREUMENN SKJÓTA ELDFLAUG Í GEIMINN Leiðtogar margra ríkja fordæmdu geimskotið og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var kallað saman vegna málsins 1. þrep 2. þrep 3. þrep Hæð: 30 m N-KÓREA S-KÓREA KÍNA TAÍVAN JAPAN Annað þrep FILIPPSEYJAR Fyrsta þrep féll í sjóinn Gervi- hnattahlíf Skotstöð fyrir langdrægar eldflaugar *að staðartíma Áætluð braut 500 km Pjongjang Peking Seoul Tókýó Okinawa Ishigaki Manila Skotið á loft kl. 9:51 f.h.* í gær 10:01 f.h.* Unha-3: (Vetrarbraut 3) Drægi flaugar: 6.700 km Byggist á hönnun Taepodong-2 eldflauga Reynt var að skjóta sams konar flaug í geiminn í apríl en geimskotið mistókst 24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Fender kassagít arpakki Rafpíanó Hljóðkort m eð Kassagítar ar Tilboðsver ð Rafgítarpakki 4 9.990 26.990 frá 105.99 0 hugbúnaði frá 18.990 frá 18.99 0 á trommuset tum Rafbassapakki 59.990 Sunnuhlíð 12, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.