Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Spænska lögreglan hefur hand- tekið konu sem reyndi að smygla rúmu kílói af kókaíni í brjósta- fyllingum, að sögn yfirvalda á Spáni í gær. Konan er frá Pan- ama og var handtekin á alþjóða- flugvellinum í Barcelona eftir að hún kom þangað með flugvél frá Kólumbíu, að sögn spænsku ríkis- lögreglunnar. Tollverðir yfirheyrðu konuna við venjulegt eftirlit á flugvell- inum. Þegar þeir leituðu á henni fundu þeir blóðugar umbúðir á sárum sem voru undir báðum brjóstum hennar. Konan var flutt á sjúkrahús og læknar fjarlægðu brjóstafyllingarnar. Í ljós kom að í þeim voru 1,3 kíló af kókaíni, að sögn lögreglunnar. SPÁNN Kona handtekin fyrir að reyna að smygla kókaíni í brjóstafyllingum Sænsk stjórnvöld ætla að leggja allt í sölurnar til þess að verja sérlausn sem Svíar fengu þegar þeir gengu í Evrópusambandið fyrir tæpum tveimur áratugum og heimilar þeim að framleiða og selja sænskt munn- tóbak, svonefnt snus, á innanlands- markaði. Hins vegar er tóbakið bannað í öðrum ríkjum sambands- ins. Svíar lögðu mikla áherslu á sér- lausnina vegna munntóbaksins á sín- um tíma þegar þeir sömdu um inn- göngu í Evrópusambandið en nú óttast þeir að nýjar reglur innan sambandsins á sviði heilbrigðismála muni þýða að ekki verði lengur hægt að framleiða tóbakið og sérlausnin þannig gerð að engu. Því hefur verið haldið fram í sænskum fjölmiðlum að til að mynda verði gerð krafa um að allar tóbaks- vörur sem framleiddar og seldar séu innan Evrópusambandsins innihaldi að minnsta kosti 85% tóbak en sænska munntóbakið inniheldur að- eins 50%. Viðskiptaráðherra Svíþjóðar, Ewa Björling, ræddi við Tonio Borg, heilbrigðismálastjóra Evrópusam- bandsins, í fyrradag og sagði eftir fundinn að allt yrði reynt til þess að verja munntóbakið. Björling sagði að Borg hefði hins vegar neitað því að gera ætti kröfu um 85% hlutfall tóbaks í tóbaksvörum. SVÍÞJÓÐ Óttast um sænska munntóbakið Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Skeifunni 8 | sími 588 0640 | casa.is Komið og upplifið nýja Natuzzi gallerýið okkar 100% made in Italy www.natuzzi.com Við bjóðum velkomna ítalska hönnun Natuzzi endurspeglar fullkominn samhljóm og kjarna Ítalskrar hönnunar. Það er æðislegt að upplifa hlýja og kósý stemningu í Natuzzi umhverfi. Staður þar sem fólki líður vel. Opi ð alla s unnu daga fram að jó lum frá 1 3-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.