Morgunblaðið - 13.12.2012, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Virðing Al-þingis erlágreist
um þessar
mundir. Um það
er hvorki efast
né deilt. En hins
vegar bítast
menn um af hverju virðing-
arleysið stafar.
Sú staða minnir á til-
vitnun í leikrit Holbergs
um Jeppa á Fjalli. Jeppi
var ekki með mótbárur
gegn sögum um að hann
væri ekki alveg laus við að
vera veikur fyrir víni. En
óþarft væri að fjasa ein-
göngu um að Jeppi drykki.
Stóra spurningin væri: Af
hverju drekkur Jeppi?
Nú er rétt að taka fram
að leikritið um Jeppa naut
bæði vinsælda og virðingar
sem slíkt, öfugt við löggjaf-
arþingið. En þó er spurt
þar eftir forskrift Jeppa.
Af hverju er ris þess svona
lágt?
Stjórnarflokkarnir og
fréttastofa þeirra leitast
við, með síendurteknum
fullyrðingum, að koma því
inn að það sé vegna svo-
kallaðs „málþófs“ stjórn-
arandstöðunnar. Það er
ekki heil brú í þeirri kenn-
ingu. Virðingarleysi Al-
þingis var fyrir löngu kom-
ið niður á núverandi stig
áður en nokkurt málþóf
kom til. Að auki hefur það
fyrirbæri verið mun
fyrirferðarminna þetta
kjörtímabil en oftast endra
nær.
Ríkisstjórnarmeirihluti
ræður mestu um upplit
þingsins. Verkstjóri af
hans hálfu er forsætisráð-
herrann á hverjum tíma.
Það er ekkert að því að rík-
isstjórnarmeirihluti hafi
ríkara frumkvæði og meiri
atbeina að dagskrá þings-
ins en þeir sem fara fyrir
stjórnarandstöðunni. Sag-
an sýnir að það eru mál
stjórnar sem flest „fara í
gegn“ að lokum, en mál
stjórnarandstöðu fá í besta
falli einhverja kynningu og
sú kynning getur verið góð
vísbending um hvað koma
muni breytist valdahlutföll
á þinginu við kosningar.
En þar sem að jafnan
stefnir í að mál stjórnarliðs
verði ráðandi og eftir lög-
festingu bindandi fyrir
þjóðina, jafnvel íþyngjandi
mjög, er þing-
forseta beinlínis
skylt að tryggja
að stjórnarand-
staðan hafi fulla
aðkomu að af-
greiðslu stjórn-
arfrumvarpa.
Stjórnarfrumvörp eru
iðulega vikum og mánuðum
saman í umræðu í þing-
flokkum stjórnarliðsins og
þar fer hin raunverulega
efnisumræða fram af þess
hálfu. En það gerist fyrir
luktum dyrum, ofurþungi
er lagður á að ágreiningur
berist ekki út og almenn-
ingur fær því ekkert að
heyra um viðhorf þeirra
þingmanna um kost og löst
viðkomandi máls.
Þegar málið kemur loks í
þingsalinn þegir stjórnar-
liðið þunnu hljóði. Það lítur
svo á að sinni umræðu sé
lokið í leynum og upplýsir
ekki almenning um hvaða
ásteytingarsteinar voru
mest ræddir í hópnum og
hvað var helst gagnrýnt.
Þær upplýsingar þyrfti al-
menningur að fá til að geta
lagt raunsætt mat á mál
sem hann verður bundinn
af, jafnvel áratugum sam-
an, nái þau fram að ganga.
Við þessar aðstæður er
fráleitt með öllu að reyna
að takmarka umræður
stjórnarandstöðu með því
að koma með mál fram
seint og um síðir, neita að
taka þátt í málefnalegum
umræðum við stjórnarand-
stöðuna, með vísun til þess
að klára verði þetta málið
eða hitt fyrir þinglok. Slík
framkoma er furðuleg og
hlýtur að vekja tortryggni
hjá fólkinu í landinu.
Og það dregur ekki úr
þeirri tortryggni að gefa
stjórnarandstöðunni ein-
göngu tækifæri til að ræða
stórmál um miðja nótt, þar
sem enginn er til andsvara
og nánast enginn tekur
þátt í umræðum af hálfu
stjórnarliðsins. Mála-
tilbúnaður af þessari gerð
endurspeglar mikinn
hroka gagnvart almenn-
ingi, er andstæður for-
sendum þess að lýðræði
virki. Hann ýtir undir tor-
tryggni og allt þetta verð-
ur til þess að virðing Al-
þingis endar í ræsinu. Og
það er nákvæmlega sú
staða sem er uppi núna.
Upptalning „RÚV“ á
hverjir tali í málþófi
og að sleppa að
nefna þá sem mæta
ekki til umræðu er
ómerkileg þjónkun}
Af hverju svona aumt?
S
tuðningsmenn ríkisstjórnarinnar
halda því fram að þjóðarinnar
vegna sé brýnt að viðhalda núver-
andi stjórnarsamstarfi. Samkvæmt
þessu mætti ætla að ríkisstjórnin
hefði af einhverjum afrekum að státa. En hvað
hefur ríkisstjórnin helst fært þessari þjóð?
Svarið er einfalt: Stöðugar skattahækkanir og
álögur. Í þeim efnum verður ríkisstjórnin seint
sökuð um aðgerðaleysi. Það er helst að sjá á
henni kæti þegar hún uppgötvar nýja leið til
skattpíningar. Þá finnst henni að hún standi al-
gjörlega í stykkinu. „Við erum að leiðrétta mis-
skiptingu og jafna kjörin,“ gala stjórnarliðar
þá, og ætlast til þakklætis og endurkjörs. Of
lengi hefur ríkisstjórnin komist upp með mál-
flutning eins og þennan og fótgönguliðar henn-
ar halda ótrauðir áfram að básúna boðskapinn
um nauðsynlegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar. Og það
er svosem ekki nema von að þeir haldi áfram að gala því
þeir mæta engri verulegri mótstöðu.
Halló, stjórnarandstaða, er ekki kominn tími til að
vakna! Það er ekki nóg að einn þingmaður stjórnarand-
stöðu, Guðlaugur Þór Þórðarson, haldi vöku sinni og beini
óþægilegum spurningum til ráðherra ríkisstjórnarinnar
um auknar álögur. Fleiri verða að gera slíkt hið sama.
Það er sannarlega af nógu að taka. Það þarf ekki fund-
vísan stjórnarandstæðing til að spyrja ráðherra ríkis-
stjórnarinnar gagnrýnna spurninga. Það þarf einungis
stjórnarandstæðing sem er vakandi.
Endalausar verð- og skattahækkanir dynja
á þessari þjóð. En stjórnvöld sem standa fyrir
þessum hækkunum láta eins og þau séu að
þjóna almenningi og setja þunga og dramatík í
röddina þegar þau segjast hafa endurreist ís-
lenskt þjóðfélag eftir hrun.
Hver eru eiginlega afrek þessarar ríkis-
stjórnar? Skattar hækka, matvara hækkar,
þjónusta hækkar, lánin hækka. Ætlar al-
menningur að viðurkenna og blessa þessar
hækkanir allar með því að tölta á kjörstað og
kjósa stjórnarflokkana á ný? Þetta er ríkis-
stjórn sem stendur ekki við orð sín. Dramb
hennar og yfirlæti endurspeglast í því að hún
kallar sjálfa sig norræna velferðarstjórn. Sér
er nú hver velferðin. Sjáið bara ástandið á
Landspítalanum. Þar er starfsfólki boðið upp
á gömul og úrelt tæki og vesæl kjör. Sjúkling-
ar þurfa að liggja á göngum. Starfsfólkið er við að gefast
upp. Sjúklingarnir geta hins vegar ekkert farið – nema
enn lengra fram á gang. Er velferðarstjórnin stolt af
þessu? Velferðarráðherrann mætir svo í hvert fjölmiðla-
viðtalið á fætur öðru og lýsir yfir áhyggjum og lofar úr-
bótum. Hann er í framboði til formennsku í stjórnmála-
flokki.
Ríkisstjórn á ekki að skattapína þegnana og ekki leggja
á ofurgjöld. Hún á að vinna að því að létta almenningi lífið
en ekki þyngja byrðarnar. Núverandi ríkisstjórn hefur
staðið sig afleitlega og það á ekki að klappa hana upp.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Hvaða velferð?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
H
ugmyndir um sam-
starf Landsvirkjunar
og Skógræktar rík-
isins við nýskógrækt
á fjórum jörðum
Skógræktarinnar í fjórum lands-
fjórðungum urðu til þess að unnin
var skýrsla um mat á kolefnisbind-
ingu og arðsemi slíkrar ræktunar á
jörðunum. Landsvirkjun mun fjár-
magna nýskógræktina og geta í
staðinn talið kolefnisbindinguna sem
hlýst af skógræktinni sér til tekna í
50 ár eftir gróðursetningu. Þegar er
byrjað að gróðursetja tré í þessu
skyni á Laxaborg í Dölum.
Þröstur Eysteinsson, sviðs-
stjóri þjóðskóga hjá Skógrækt rík-
isins, sagði að fyrsta gróðursetn-
ingin samkvæmt samkomulagi við
Landsvirkjun hefði farið fram á
Laxaborg á liðnu sumri.
Búið er að gera áætlanir um
hvernig skóg sé best að rækta á hin-
um jörðunum þremur. Einnig er bú-
ið að gera kostnaðaráætlanir fyrir
nýskóginn sem mun þekja 642 hekt-
ara verði plantað í allt landið sem
ætlað er til skógræktar á jörðunum
fjórum. Höfundur skýrslunnar, Arn-
ór Snorrason, sérfræðingur á Mó-
gilsá, hefur einnig reiknað út hve
mikil kolefnisbindingin verður á
hverjum stað og á hverjum tíma.
Þröstur sagði þetta samstarf
stuðla að því að Skógræktin gæti
gegnt því lögbundna hlutverki sínu
að rækta meiri skóg. Hann sagði að
fram til ársins 2020 væri kolefnis-
binding í skógrækt ekki inni í kerfi
ESB sem stjórnvöld hefðu ákveðið
að Ísland tæki þátt í. Kolefnislosun
frá jarðvarmavirkjunum væri ekki
heldur komin inn í kerfið.
„Enn sem komið er er varla
hægt að kalla þetta meira en æfing-
ar,“ sagði Þröstur um plöntun skóga
til kolefnisbindingar hér á landi.
„Þetta er í raun og veru tilrauna-
starfsemi hjá Landsvirkjun og enn í
smáum stíl. Framhaldið ræðst vænt-
anlega af því hvernig þetta gengur
og eins því hvernig loftslagsmálin
þróast í heiminum.“
Þröstur sagði að Skógræktin
hefði reiknað út að um 200 hektarar
af nýskógi dygðu til að jafna kolefn-
islosun stofnunarinnar, m.a. frá öku-
tækjum, vinnuvélum og flugferðum.
Skógræktin hefði hins vegar ræktað
4-5 þúsund hektara af nýskógi svo
stofnunin stæði vel að vígi.
Stefnan að jafna CO2-losun
Það er stefna Landsvirkjunar
að jafna kolefnislosun sína, að sögn
Hákons Aðalsteinssonar, líffræðings
hjá Landsvirkjun. Hann sagði búist
við því að losun frá jarðvarmavirkj-
unum yrði tekin með í losunar-
útreikningum í framtíðinni. Það gæti
tekið tíu ár áður en skógrækt færi að
skila árangri í kolefnisbindingu og
því væri Landsvirkjun að búa sig
undir framtíðina í þessum efnum.
Hákon sagði að kolefnislosun
Landsvirkjunar væri aðallega ann-
ars vegar frá uppistöðulónum og
hins vegar frá jarðvarmavirkjunum.
„Losunin í heild núna er líklega
um 55.000 tonn koltvíoxíðígildis á
ári. Í þeirri skógrækt og uppgræðslu
sem Landsvirkjun hefur stundað er
verið að binda á móti um 20.000 tonn
á ári nú þegar,“ sagði Hákon. Hann
sagði að skógrækt á virkjunar-
svæðum hefði byrjað til skrauts en
fengið annan sess eftir að farið var
að reikna kolefnisbúskap. Fyrir-
tækið hefur einnig sinnt uppgræðslu
til þess að verja mannvirki og til að
bæta fyrir gróðurlendi sem tapaðist
undir uppistöðulón. Landsvirkjun
mun halda áfram við skógrækt til að
binda kolefni, en rólega til að byrja
með. Einnig er gert ráð fyrir upp-
græðslu, að sögn Hákons.
Rækta skóg til að
binda gróðurhúsaloft
Morgunblaðið/Jim Smart
Skógur Binda má mikið af gróðurhúsalofttegundum með því að planta
skógi. Landsvirkjun og Skógræktin hyggja að samstarfi um slíka ræktun.
Lesa má skýrslu Arnórs Snorra-
sonar, sérfræðings hjá Rann-
sóknastöð skógræktar á Mó-
gilsá, um mat á kolefnis-
bindingu og arðsemi
nýskógræktar á vef Skógrækt-
arinnar (www.skogur.is).
Jarðirnar sem voru skoðaðar
eru Laxaborg í Haukadal á Vest-
urlandi, Belgsá í Fnjóskadal á
Norðurlandi, Ormsstaðir í
Breiðdal á Austurlandi og
Skarfanes í Landsveit á Suður-
landi.
Meðalársbinding CO2 var
metin vera um 4.400 tonn á ári.
Hún nær ekki hámarki fyrr en á
árabilinu 2043-2052 og verður
þá að meðaltali um 8.000 tonn
CO2 á hverju ári.
Allt að 8.000
tonn af CO2
Skógar eru til margs nytsamlegir.
MAT Á KOLEFNISBINDINGU
VEGNA SKÓGRÆKTAR