Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Ég hef áður bent á að ætihvönn (SagaPro er framleitt úr henni) inni- heldur m.a. svokallaða fúrókúmarína (Frétta- blaðið 10.7.2012; Morg- unblaðið 19.11.2012 og 27.11.2012). Þetta eru efnasambönd, sem fyrir löngu hafa m.a. sannast vera ljóseitur (photo- toxic), lifrareitur (he- patotoxic) og krabbameinsvakar (carcinogenic); sjá t.d. Pharmakogno- sie-Phytopharmazie, Springer, 2010, bls. 1074-1088. Á það er þó að líta að mörg þessara efna eru nærri hættu- laus. Þau varasömustu eru svokall- aðir línulegir (linear) fúrókúmarínar svo sem imperatórín og xantótoxín en það eru einmitt aðalfúrókúmar- ínarnir í ætihvönn (Angelica arc- hangelica). Einna beztar upplýsingar um regl- ur (regulatory aspects) varðandi æti- hvönn og innihaldsefni hennar er að finna í gagnagrunnum FDA (Food and Drug Administration – Banda- ríska matvæla og lyfjastofnunin) og NIH (National Insti- tute of Health – Banda- ríska heilbrigðisstofn- unin). Þar kemur fram að ætihvönn er til- greind á skrá FDA yfir eitraðar plöntur (FDA Poisonous Plant Data- base) (http://www.ac- cessdata.fda.gov/ scripts/plantox/ detail.cfm?id=30061). Hvað snertir einstök innihaldsefni ætihvann- ar mun ég hér aðeins fjalla um þrjú, þ.e. líneru fúrókúmar- ínana tvo imperatórín og xantótoxín svo og fenýlprópeninn safról. Þessi efni eru öll tilgreind í gagnagrunni NIH um hættuleg efni (Hazardous Substances Data Bank; HSDB;http://www.tox- net.nlm.nih.gov/cgi-bin/sis/ htmlgen?HSDB) með eftirfarandi at- hugasemdum: Imperatórín: Ljóseitur (phototox- ic) í músum. FDA-krafa: Notkun ein- ungis leyfð í áfengum drykkjum. Xantótoxín: Efnið er krabbameins- vaki (cancerogenic) í mönnum. FDA- krafa: Efnið er einungis heimilað í lyfjum. Safról: Efnið er krabbameinsvaki (cancerogenic) í nagdýrum og má réttlilega búast við að það sé það einnig í mönnum. FDA-krafa: Öll notkun bönnuð. Um það að krabbameinsvakar séu það ekki ef „lítið magn“ er tekið inn af þeim má benda á að 0,04 mg af xantótoxíni innheldur 1,1 sinnum 10 í 17. veldi af xantótoxín-sameindum. Þetta er miklu hærri tala en allar frumur mannslíkamans til samans. Krabbamein byrja með skemmd á einni frumu. Xantótoxín (methoxsalen) er sem sagt skilgreint sem lyf og gæðakröf- ur (monograph) fyrir það eru í bandarísku lyfjaskránni (USP). Met- hoxsalen er skráð í Bandaríkjunum í formi lausnar, 20 míkróg/ml og hylkja 10 mg og 20 mg, sömuleiðis í Þýzkalandi í formi lausnar, 20 mík- róg/ml og tafla 10 mg. Hins vegar eru engin lyf af þessu tagi skráð í Eng- landi (UK) eða á Íslandi. Lyf þessi eru ætluð til meðferðar á sóríasis, sem einatt getur verið erfiður við- ureignar. Þau eru vitaskuld öll lyf- seðilsskyld og þeim fylgja mikil og mörg varnaðarorð um notkun og aukaverkanir, þ. á m. möguleika á krabbameinsmyndun. Að því er ég bezt veit hafa fæðu- bótarefni sem innihalda lyfseð- ilsskyld lyf (óháð magni) ekki verið heimiluð hér á landi. Það má því til sanns vegar færa að öll „fæðubót- ar“efni unnin úr ættihvönn séu brot á Lyfjalögum. Það er auðvitað deginum ljósara að ef einhver minnsti vafi leikur á um öryggi einhverra „fæðubótar“efna eigi almenningur að njóta hans. Hér er því ákalli beint til heilbrigðisyf- irvalda að nákvæmt og gagnrýnt mat verði framkvæmt sem fyrst á „fæðu- bótar“efnum unnum úr ætihvönn. Að lokum: Engar klínískar rann- sóknir liggja fyrir sem benda til þess að vörur unnar úr ætihvönn komi að gagni við neinum sjúkdómum. SagaPro – Náttúru- meðal eða della IV Eftir Reyni Eyjólfsson »Hér er því ákallibeint til heilbrigðis- yfirvalda að nákvæmt og gagnrýnt mat verði framkvæmt sem fyrst á „fæðubótar“efnum unn- um úr ætihvönn. Reynir Eyjólfsson Höfundur er lyfjafræðingur, PhD í náttúruefnafræði. Eins langt aftur og ég man hafa stjórnvöld verið að berjast við verðbólguna. Mörg meðul hafa verið reynd gegn „vágestinum“. Fyrst man ég eftir fasta genginu. Ekki mátti breyta genginu, það myndi leiða til verðbólgu. Unglingum var jafnvel ljóst að gengið væri í raun fall- ið. Verðstöðvanir voru vinsælar til að halda aftur af skrímslinu. Þær dugðu vitanlega ekki. Þá var gripið til hertr- ar verðstöðvunar. En ekkert af ráð- unum dugði, fyrst og fremst vegna þess að verðbólgan sem slík var ekki vandinn heldur efnahagslegar að- stæður sem bjuggu hana til. Þessi langa barátta hefur auðgað orðaforðann. Verðbólgudraugurinn, óðaverðbólga, undirliggjandi verð- bólga, þensluverðbólga, verðbólgubál- ið, þessi sem er í pípunum og svo fram- vegis. Verðbólguorðaforðinn hefur haft áhrif á hvernig við hugsum um verðbólgu og hefur gríðarleg áhrif á þjóðarsálina. Verðbólgan hefur verið hlutgerð, allar hækkanir eru sami vandinn, Verðbólguvandinn. Verðbólg- an er hættulegur draugur sem lúrir undir niðri tilbúinn að geysast fram ef ekki er stöðugt barið á honum. Í dag er hlutverk Seðlabankans að halda verð- bólgu í skefjum. Hækkanir eru af ýms- um toga. Tókum til dæmis hækkanir sem verða vegna gengisfalls eða hækkana á olíu á erlendum mörkuðum. Frétt frá Seðlabankanum hljóðaði: „Vegna verð- bólgu verður Seðlabankinn að hækka vexti.“ Við umorðuðum svo fréttina á þessa leið: „Vegna hækkana á olíu og fallandi gengis ætlar Seðlabankinn að hækka vexti.“ Breytt orðalag og verð- bólgudraugurinn er dauður. Vald Seðlabankans til að hækka vexti að engu orðið. Seðlabankinn segist þurfa beittari vopn á drauginn. Hvaða vopn væri mögulegt að láta Seðlabankann hafa sem dygðu til að koma í veg fyrir að hækkanir á olíu, á heimsmarkaði, komi fram hér á landi? Þó peningar séu ekki hlutabréf þá eru þeir ávísun á hlut, hlut í þjóðarkök- unni. Þegar kakan minnkar fellur virði peninganna. Markaðurinn aðlagar verðmæti hennar að raunveruleik- anum. Flestir átta sig á því að fyrir hrun var krónan orðin of mikils virði. Hrunið færði verð hennar nær raun- veruleikanum. Verðtrygging sem vinnur gegn og gerir suma peninga ónæma fyrir markaðsaðstæðum er ekki bara ranglát, hún er hættuleg. Stór hluti vísitöluupp- bótar, sem fólk er látið greiða í dag, kemur til vegna verðfalls krón- unnar ekki verðbólgu. Markmið Seðlabank- ans með hækkun stýri- vaxta gætu verið allt önnur en til að halda aftur af hækkunum. Hugsum okkur að Seðlabankinn lækkaði vexti í 0,5-1%, sem væri í samræmi við það sem er víða annarstaðar og ætlað til að ýta undir fjárfestingar. Þá yrði hrópandi ósamræmi á milli láns- kjara. Húsnæðislán með 5% vexti of- an á verðbólguna yrðu óverjandi. Undanfarið hafa háir vextir Seðla- bankans aukið hækkanir, en þeir auð- velda kerfinu að blóðmjólka skuldara. Þetta hefur líka þær hliðarverkanir að hengjan stækkar. Lífeyrissjóðirnir stuðla líka að því að hengjan stækki með því að hjálpa beint og óbeint við að breyta eignum bankana í peninga. Það stefnir í að verulegur hluti óreiðuskulda bankana geti lenti á al- menningi. Með hverjum mánuðinum sem líður fjarlægjumst við það mark- mið að aflétta gjaldeyrishöftunum. Ég velti því fyrir mér hvernig hefði farið fyrir okkur eftir hrun með hag- stjórn eins og hún var hvað verst milli 1970 og 1980. Þetta var fyrir verð- trygginguna. Með þannig hagstjórn frá hruni hefði í dag, þrátt fyrir allt, verið miklu auðveldara að koma hag- kerfinu aftur á rétta braut heldur en það verður núna. Verðbólgan hefði læknað meinin og skrúfað verðgildi peninga að raunhagkerfinu. Lagað skuldastöðu heimilanna, breytt hengjunni í viðráðanlegan skafl. Þannig að tiltölulega frjáls gjaldeyr- isviðskipti væru innan seilingar. Hækkanir á verðlagi og jafnvel verðbólga geta verið fullkomlega eðli- legar, slæmar, góðar og allt þetta í einu en sú einhæfa sýn sem tíðkast hefur hér á landi verður endilega að breytast, annars lendum við Íslend- ingar í enn verri ógöngum en við er- um í í dag. Verðbólgan, óvætt- urinn skelfilegi Eftir Gunnar Einarsson Gunnar Einarsson » Stór hluti þeirrar vísitöluuppbótar sem fólk er að borga í dag kemur til vegna verðfalls krónunnar og hækkana erlendis – ekki vegna verðbólgu. Höfundur er bóndi á Daðastöðum í Núpasveit. Slæmt ástand í sam- göngumálum Vest- fjarða er ekki í fréttum á hverjum degi þegar hart er deilt um hvort skynsamlegt sé að fjár- magna tvöföldun Suð- urlands- og Vest- urlandsvegar og gerð Vaðlaheiðarganga með innheimtu veggjalda. Því ber að fagna að Bol- víkingar skuli nú eftir harða baráttu hafa losnað við slysa- gildruna í Óshlíðinni með tilkomu nýju jarðganganna sem tryggja öryggi heimamanna á Ísafjarðarsvæðinu um ókomin ár. Greinarhöfundur óskar heimamönnum til hamingju með þessa samgöngubót sem hefði átt að ákveða í fyrsta áfanga með jarðgöngunum milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Megi Súðvíkingar líka sitja við sama borð og losna sem fyrst við tilefnislausar árásir og slysagildruna í hlíð- inni milli Álftafjarðar og Skutulsfjarðar hvort sem það verður þing- mönnum Norðvest- urkjördæmis að þakka eða ekki. Skammarlegt er hvernig komið er fram við Súðvíkinga sem ekki hafa notið sann- mælis tvo síðustu ára- tugina eftir að fram- kvæmdir hófust í Vestfjarðagöngunum sumarið 1991. Á þessu vandamáli ætti Vegagerðin frekar að taka í stað þess að nota opnun Héðinsfjarðarganga sem vopn gegn Sauðárkróksfluginu. Einu ári eftir að framkvæmdir hóf- ust við Austfjarðagöngin komu hug- myndir um ný jarðgöng við Ísafjarð- ardjúp til alvarlegrar umræðu þegar fyrrverandi þingmenn Vestfjarða neituðu að flytja tillögu um að flýta undirbúningsrannsóknum á jarð- gangagerð milli Álftafjarðar og Skut- ulsfjarðar. Eftir öðrum leiðum er sam- eining Súðavíkur og Ísafjarðar útilokuð. Mestu máli skiptir að heima- menn á þessu svæði losni endanlega við hætturnar á aurskriðum, snjóflóð- um og grjóthruni. Tvo síðustu áratug- ina hafa Súðvíkingar án árangurs sent þingmönnum Vestfirðinga skýr skila- boð um að ástandið í Súðavíkurhlíð sem verður alltaf slysagildra sé engum bjóðandi. Þetta hafa sveitarstjórn- irnar á Ísafjarðarsvæðinu ítrekað hvað eftir annað þegar þingmenn Norðvesturkjördæmis sjá enga ástæðu til að bregðast við áhyggjum heimamanna sem krefjast þess að rík- isstjórnin taki á þessu vandamáli. Ögmundur Jónasson innanrík- isráðherra hefur viðurkennt að full ástæða sé til að koma samgöngu- málum Vestfirðinga í viðunandi horf áður en ákvörðun er tekin um lagfær- ingar í öðrum landshlutum. Með stutt- um veggöngum í Súðavíkurhlíð verður Snjóflóðahættur í Súðavíkurhlíð Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson Tri ehf. Suðurlandsbraut 32 104 Reykjavík www.tri.is Verslunin er opin: Alla virka daga kl. 09:00-18:00 Laugardaga kl. 10:00-16:00 Flott CUBE AIM DISC 2013 árgerð á flottu verði Verð: 109.990 kr. Frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu og á allar afgreiðslustöðvar Flytjanda á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.