Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 31

Morgunblaðið - 13.12.2012, Síða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 enn erfiðara fyrir íbúa Álftafjarðar að treysta á stóra Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og sjúkraflugið þegar þeir festast í vítahring sem vonlaust er að brjótast út úr næstu áratugina. Allir þingmenn Norðvesturkjördæmis ættu að sjá sóma sinn í því að standa saman og flytja á Alþingi tillögu um að grafin verði 6-7 km löng jarðgöng sunnan Súðavíkur sem kæmu út í Engidal og myndu tengja Álftafjörð við Ísafjörð og byggðirnar norðan Hrafns- eyrarheiðar. Stytting vegalengda, samgöngubætur í formi jarðganga og vel uppbyggðir vegir í lítilli hæð yfir sjávarmáli eru ein forsendan fyrir því að íbúar litlu sjávarþorpanna geti átt auðveldara með að sækja vinnu í næsta kauptún á sem stystum tíma. Með gerð snjóflóðaskápa í Kirkju- bólshlíð eru eðlileg samskipti milli Súðvíkinga og Ísfirðinga endanlega afskrifuð. Þessi hugmynd styrkir Ísa- fjörð aldrei sem öflugt atvinnu, þjón- ustu, samgöngu- og skólasvæði. Þessu máli verða Einar K Guðfinns- son og Ólína Þorvarðardóttir að fylgja eftir í samgöngunefnd Alþingis þótt búið sé að ákveða að hefja fyrst framkvæmdir við Dýrafjarðargöng. Greinarhöfundur ítekar að allar full- yrðingar í fjölmiðlum um að jarð- göngin milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar verði grafin í 360 m hæð undir Hrafnseyrarheiði eru tilhæfu- lausar. Hið rétta er að göngin verða tekin 14 km frá Þingeyri og um 1 km frá Mjólkárvirkjun. Undir heiðina koma jarðgöng aldrei til greina í þessari hæð yfir sjávarmáli. Þarna eru jarðfræðilegar aðstæður slæmar og hætturnar á grjóthruni, aur- skriðum og snjóflóðum alltof miklar. Samhliða Dýrafjarðargöngum verður líka að skoða möguleika á stuttum veggöngum undir Meðalnes- fjall sem er fyrsta skrefið til að rjúfa alla vetrareinangrun Vesturbyggðar og Barðastrandar við Ísafjörð þótt meira þurfi til. Hefjum strax fram- kvæmdir við Dýrafjarðargöng. Flýt- um undirbúningsrannsóknum á jarð- gangagerð sunnan Súðavíkur. Megi Súðvíkingar áfram njóta sannmælis. » Skammarlegt er hvernig komið er fram við Súðvíkinga sem ekki hafa notið sannmælis tvo síðustu áratugina eftir að fram- kvæmdir hófust í Vest- fjarðagöngunum sum- arið 1991. Höfundur er farandverkamaður. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn grein" er valinn. PINNAMATUR Skútan FYRIR ÚTSKRIFTINA Við val á veitingum þarf að hafa í hug a á hvaða tíma dags móttakan er og hvers u lengi hún á að standa. Í “standandi” ve islum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til s jö rétta pinnaborð. HLAÐBORÐ TAPAS PINNAMATUR www.veislulist.is Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Pinna og Tapas borð eru afgreidd í ös kjum þar sem kaupandi sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á bor ð á einnota veislufötum. Sé veislan 15 0 manna eða meira eru allar veitingar a fhentar á einnota veislufötum. Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar Verð frá 2.450 pr. mann PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 35 72 Kynningarafsláttur www.jonogoskar.is Laugavegur / Smáralind / Kringlan afsláttur á svissnesku hágæðaúrunum frá Maurice Lacroix í desember www.mauricelacroix.com

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.