Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 37
Nú brjótast fram úr hugar-
skotum óteljandi góðar minning-
ar frá þeim tíma er við fylgdumst
að í Laugarnesskóla. Kristín var
frábær námsmaður, samvisku-
söm og dugleg, og tók virkan þátt
í skólastarfinu. Ys og þys hins
hefðbundna skóladags undir leið-
sögn Þóru Melsted kennara,
ferðir í Katlagil, hinn daglegi
morgunsöngur á sal og krakkal-
eikir í Laugarnesinu eru hluti af
sameiginlegum minningabrunni.
Seinna héldum við áfram náminu
í Laugalækjarskóla þar sem
Kristín tók þátt í Skrekk, var virk
í bókmenntaklúbbi skólans og
söng í Gradualekór Langholts-
kirkju. Eftir níunda bekk varði
hún sumrinu í Danmörku og kom
til baka altalandi á dönsku en
tungumál lágu mjög vel fyrir
henni.
Kristín söng í mörgum kórum
á lífsleiðinni, naut tónlistar, bók-
mennta, útivistar og menningar
og hún bjó yfir dýrmætri næmni
og stóru hjarta. Um leið og við
þökkum samfylgdina sendum við
fjölskyldu Kristínar okkar inni-
legustu samúðarkveðjur á þess-
um erfiða tíma.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast æv-
inlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Fyrir hönd skólafélaga úr
Laugarnes- og Laugalækjar-
skóla,
Karen Pálsdóttir og
Guðbjörg Sandholt.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mæðir hretið skýja;
tekur mig að kala á kinn,
kuldi smýgur í hjartað inn;
mér væri skjól að möttlinum þínum
hlýja.
Máría, ljáðu mér möttul þinn,
mærin heiðis sala;
að mér sækir eldurinn,
yfir mig steypist reykurinn;
mér væri þörf á möttlinum þínum
svala.
Þegar mér sígur svefn á brá
síðastur alls í heimi,
möttulinn þinn mjúka þá,
Móðir, breiddu mig ofan á,
svo sofi ég vært og ekkert illt mig
dreymi.
(Einar Ól. Sveinsson.)
Með þakklæti fyrir góðar
stundir og samveru á kóræfing-
um og -ferðalögum. Hugur okkar
er hjá foreldrum, systkinum og
öðrum ástvinum Kristínar.
Jón Stefánsson og gamlir
kórfélagar úr Gradualekór
Langholtskirkju.
Í dag kveðjum við yndislega
vinkonu og félaga okkar úr starfi
sjálfboðaliðasamtakanna AUS.
Það er sárt að setja saman minn-
ingargrein um góða vinkonu sem
fellur frá svona skyndilega og svo
ung.
Kristín vann óeigingjarnt starf
í þágu samtakanna til margra
ára. Hún gekk til liðs við sam-
tökin einungis 18 ára gömul og
aðstoðaði þá meðal annars við
móttöku á erlendum sjálfboðalið-
um sem voru komnir frá öllum
heimshornum. Sjálf fór hún sem
sjálfboðaliði til Spánar árið 2001,
þá 19 ára gömul, og starfaði með
munaðarlausum börnum í eitt ár.
Eftir að heim kom var hún kosin í
stjórn AUS og gegndi þar ýms-
um störfum á þeim fjórum árum
sem hún sat í stjórninni.
Kristín var hlý og góð mann-
eskja og með þægilega nærveru.
Hún var dugleg og klár og gerði
allt af heilum hug og lagði sig
ætíð 100% fram. Einnig var hún
heiðarleg og traust og var ávallt
til staðar ef á þurfti að halda. Í
umræðum var hún málefnaleg og
gaf sér tíma til þess að hlusta og
sýna fólki áhuga.
Hún var hógvær en trú og
fylgin sjálfri sér og með markmið
sín á hreinu. Það er óhætt að
segja að hún hafi verið heil og
sönn, jafnt í lífi sem starfi. Megi
hún hvíla í friði.
Foreldrum og systkinum
Kristínar sendum við hlýjan hug
og samúðarkveðjur sem og að-
standendum öllum.
Með söknuð í hjarta viljum við
láta brot úr 23. Davíðssálmi vera
okkar lokaorð.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Kjartan Due Nielsen, Íris
Þórarinsdóttir, Ingólfur
Pétursson, Anna Lúðvíks-
dóttir, Ragnhildur Ein-
arsdóttir, Martin L. Sören-
sen, Helgi Már Sigurðsson,
Þórarinn Ívarsson, Krist-
jana H. Kristjánsdóttir,
Gunnar Magnússon, Gunn-
þór Eyfjörð Gunnarsson og
Atli Már Pálsson.
Í dag kveðjum við Kristínu,
fyrrverandi kórfélaga og vin-
konu.
Við kveðjum hana með sorg í
hjarta og trega. Það er erfitt að
horfast í augu við það að hún hafi
kvatt þennan heim en það er trú
okkar að henni líði betur á þeim
stað þar sem hún er núna, án efa
syngjandi, með fagra ljósa lokka
og björt og hlý augu.
Kristín var með okkur í Mót-
ettukórnum á árunum 2007 til
2009 og ennfremur með okkur í
skemmtinefnd á þeim góða tíma
sem við héldum árshátíðina í
Skálholti. Við skemmtum okkur
dável saman við gerð músastiga
og blóma og undirbúning ýmissa
atriða. Hún var handlagin, úr-
ræðagóð og góðhjörtuð. Sam-
verustundirnar voru góðar, bæði
innan kórstarfs og utan, á æfing-
um og í matarboðum. Saman
sungum við einhver fallegustu
verk tónbókmenntanna, m.a. H-
moll messu Bachs, Vesper
Rachmaninoffs, Requiem eftir
Fauré, jólatónleika, svo einungis
fátt eitt sé nefnt. Kristín söng nú
síðast með okkur í 30 ára afmæl-
ismessu Mótettukórsins og voru
það hugljúfir endurfundir.
Við vottum fjölskyldu Kristín-
ar okkar dýpstu samúð og kveðj-
um hana með þessum fögru orð-
um Jónasar Hallgrímssonar í
hinsta sinn.
Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit.
Blessaðu, faðir, blómin hér,
blessaðu þau í hverri sveit.
Vesalings sóley, sérðu mig?
Sofðu nú vært og byrgðu þig.
Hægur er dúr á daggarnótt.
Dreymi þig ljósið, sofðu rótt!
Megi ljóssins englar vaka yfir
henni.
Sara, Alexandra,
Sandra, Sveinn Ingi, Jón
Torfi og Sindri.
Kór er samfélag þeirra sem
hafa unun af því að syngja. Það er
gott að tilheyra slíkum hópi.
Tengjast saman. Mynda bönd.
Kórinn breytist sífellt með nýjum
viðfangsefnum og nýjum fé-
lögum. Þannig erum við líka
hvert og eitt. Hin sömu en samt
að breytast.
Kristín kom og var um tíð.
Sópranrödd í kórnum okkar.
Björt og falleg. Glaðleg og í góðu
skapi. Liðleg og hjálpfús. Að
skottast á æfingar með prjóna-
húfuna sína og bakpokann. Alltaf
á leiðinni að gera eitthvað sniðugt
enda var hún strax komin í
skemmtinefndina.
Af þeim margvíslegu verkefn-
um sem Kristín tók þátt í með
Mótettukórnum ber hæst flutn-
ing á H-moll messunni eftir Bach
með tónleikum í Skálholti og
Hallgrímskirkju. Hún tók þátt í
upptökum á geisladisk, tónleik-
um í Háskólabíói með Sinfóníu-
hljómsveitinni og skipulagningu
á ævintýralegum og ógleyman-
legum æfingabúðum á herragarði
í Danmörku.
Kristín kom aftur til að syngja
með okkur þegar Mótettukórinn
hélt upp á 30 ára afmæli sitt hinn
28. október sl. Það er gott að hafa
fengið að hitta hana þá þó við
vissum ekki að við værum að
kveðja.
Það er sárt að skilja við Krist-
ínu. Hún var ung og góð. Við
þökkum fyrir að hafa fengið að
kynnast henni og vera með henni
þessa stund. Fjölskyldunni vott-
um við djúpa samúð. Falleg
minning Kristínar verður ævin-
lega geymd í hjarta kórsins henn-
ar.
Fyrir hönd Mótettukórs Hall-
grímskirkju,
Guðrún Hólmgeirsdóttir.
Við sjáum gleðina drúpa
og söknuðinn fella gleðitár
bæði leita þau sameiginlegs skjóls
í brjóstum okkar.
(Þorsteinn frá Hamri)
Kristín kom inn í líf okkar með
foreldrum sínum Baldri og Kaju,
Óli bróðir hennar var fyrir, lest-
ina rak litla systirin Þórhildur.
Kristín var frá fyrstu tíð björt yf-
irlitum og hláturmild svo af bar.
Minnisstæð er heimsókn til okk-
ar í Fjörðinn; krakkarnir fóru í
gönguferð um hverfið, Kristín
yngst í kerru. Þetta var ósköp
venjulegur dagur, grár, jafnvel
drungalegur en er okkur ógleym-
anlegur vegna Kristínar sem hló
og skríkti alla leiðina. Og fyrr en
varði hafði hlátur hennar smitað
allan hópinn. Æ síðan er og verð-
ur sérstakt hrósyrði á okkar bæ
að brosa og hlæja eins og Kristín
hennar Kaju og hans Baldurs.
Þegar árin liðu var ekki síður
gaman að hitta fyrir þá geðþekku
ungu konu sem Kristín var, hóg-
vær og vönduð til orðs og æðis.
Innileiki var áberandi í fari henn-
ar, viðmótið svo einstaklega hlýtt
og ætíð svo fagnandi að það lét
engan ósnortinn. Maður skynjaði
eindreginn vilja Kristínar til að
láta gott af sér leiða. Hún sýndi
því sem aðrir höfðu fyrir stafni
einlægan áhuga en tranaði sér
ekki fram. Með auknum þroska
leitaði hún ögrandi verkefna;
störfin sem hún valdi sýna hversu
umhugað henni var um aðra, ekki
síst þá sem minna mega sín. Það
bjó djúp alvara að baki glaðværð-
inni, og hugrekki til að fara eigin
leiðir.
Kristín hélt ung til Spánar þar
sem hún starfaði á félagsmiðstöð
og leiðbeindi hjálparþurfi ung-
mennum með heimanám. Hún
náði mjög góðum tökum á
spænsku og þá kunnáttu nýtti
hún sér í meistaranámi sínu í
þýðingarfræði.
Sá sem þýðir af einu máli yfir á
annað byggir brýr, hann þarf að
kunna skil á eigin máli og ann-
arra en það er ekki nóg, sá sem
þýðir þarf að geta sett sig inn í
framandi hugsunarhátt, haft
samúð með ólíkum sjónarmiðum
og skilið tilfinningar. Þessum
kostum var Kristín búin og það
fengu allir þeir sem þekktu hana
að reyna.
Sá eiginleiki að bregða birtu á
hversdaginn og gefa öðrum hlut-
deild í gleði sinni voru dýrmætar
gjafir Kristínar til samferða-
fólksins. Þær varðveitum við í
hugskoti okkar.
Kristín er öllum þeim sem
þekktu hana harmdauði en mest-
ur er missir foreldra hennar,
systkina og nánustu fjölskyldu.
Elsku vinir, megi fallegar og
bjartar minningar um Kristínu
létta ykkur þunga raun.
Auður, Ingvar, Kristín
og Haukur.
MINNINGAR 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
✝ Ágústa Sig-urdórsdóttir
fæddist að Götu í
Hrunamanna-
hreppi 23. ágúst
1923. Hún lést að
Sólvöllum á Eyr-
arbakka 7. desem-
ber 2012.
Foreldrar
Ágústu voru Sig-
urdór Stefánsson,
bóndi í Götu, f.
1891, d. 1970 og kona hans
Katrín Guðmundsdóttir frá
Kambi í Holtahreppi og hús-
freyja að Götu, f. 1895, d. 1976.
Systkini Ágústu voru Sigurgeir,
f. 1915, d. 2010, Stefán, f. 1920,
d. 2011, Guðfinna, f. 1921, d.
2003, Guðmundur, f. 1921, d.
2004 og Sigurður, f. 1933.
Hinn 6. júlí 1947 giftist
Ágústa Stefáni Scheving Krist-
jánssyni frá Ólafsvík, f. 24. mars
1920, d. 2. ágúst 2010. For-
eldrar hans voru María Guð-
mundsdóttir, f. 1891, d. 1944 og
Kristján Guðmundsson, f. 1884,
látinn fyrir 1930, bæði fædd og
uppalin í Ólafsvík. Ágústa og
Stefán eignuðust fjögur börn.
Þau eru: 1) Katrín, f. 2.2. 1946,
maki Anton Viggósson, f. 14.4.
1953. Synir Katrínar úr fyrra
þeirra eru: a) Eggert Már, f.
1981, maki Harpa Sigurðard., f.
1980, þau eiga þrjú börn, fyrir á
Eggert einn son, b) Ágústa
Arna, f. 1986 og c) Brynjar Örn,
f. 1989.
Ágústa var Hreppamann-
eskja í húð og hár, fædd í Götu
og ólst þar upp við hefðbundin
sveitastörf þess tíma. Hún
kynntist Stefáni eiginmanni sín-
um þegar hann var í vinnu-
mennsku á nágrannabæ. Ágústa
og Stefán tóku við búi í Götu af
foreldrum hennar árið 1947 og
bjuggu þar alla tíð utan síðustu
ár er þau dvöldu við gott atlæti
að Sólvöllum á Eyrarbakka.
Stefán lést fyrir tveimur árum
og fylgir Ágústa honum nú. Í
Götu stunduðu þau hefðbundinn
búskap með ær og kýr og sinn
barnahóp. Þá sóttu systk-
inabörn Ágústu og barnabörn
mikið í að dvelja hjá þeim og
var oft margt um manninn í
Götu. Ágústa og Stefán upplifðu
miklar breytingar á búskap-
arháttum og hýbýlakosti á sinni
tíð sem þau tileinkuðu sér.
Ágústa var listfeng og mikil
hagleikskona og mörg nytja- og
listaverk vann hún í gegnum
tíðina handa sér og sínum. Þrátt
fyrir að hafa alla sína tíð átt
heima langt frá hafi þá undi
Ágústa sér vel við úfna strönd-
ina á Eyrarbakka síðustu ár.
Útför Gústu í Götu verður
gerð frá Hrepphólakirkju í dag,
13. desember 2012, og hefst at-
höfnin kl. 13.30.
hjónabandi með
Hauki Benedikts-
syni eru a) Stefán,
f. 1967, maki
Dagný Erlendsd., f.
1970, þau eiga þrjú
börn og b) Jóhann-
es Þór, f. 1968,
sambýliskona Ingi-
björg Ómarsd., f.
1971, þau eiga sam-
tals fimm börn og
eitt barnabarn. 2)
Sigríður, f. 4.12. 1948, maki
Ragnar Óskarsson, f. 4.8. 1942,
börn þeirra eru: a) Ágústa, f.
1967, maki Þórarinn F. Gylfa-
son, f. 1969, þau hafa eignast
þrjár dætur og b) Óskar, f. 1970,
maki Helena Helgad., f. 1972,
þau eiga einn son. 3) Jón, f. 19.6.
1952, d. 31.10. 2004, maki Ólöf
Guðnad., f. 22.7. 1955, þau
skildu, börn þeirra eru: a) Lilja
Björg, f. 1977, maki Guðni Þór
Valþórsson, f. 1976, þau eiga
tvö börn, b) María, f. 1980, sam-
býlismaður Eymundur Sigurðs-
son, f. 1978, þau eiga einn son
og barn á leiðinni og c) Ágúst
Scheving, f. 1984, sambýliskona
Hildur Gylfad., f. 1985, þau eiga
von á barni. 4) Sigurdór Már, f.
1.2. 1959, maki Guðbjörg Fríða
Guðmundsd., f. 4.5. 1959, börn
Amma er farin til afa. Hún var
búin að bíða eftir því síðustu
misseri og hefur eflaust orðið
fagnaðarfundur og hún, lítil,
grönn og kvik hefur brosað sínu
ljúfa brosi til hans með feimn-
isblik í bláum augunum, falleg
með há kinnbein og krullaða
hvíta hárið, alveg eins og engill.
Svo hefur hún líklega athugað
hvort það væri nokkuð kaffiblett-
ur í bindinu hans.
Afskaplega hreinleg og leið
ekki að farið væri inn í bæ á úti-
fötum, það skyldi skipt frammi í
þvottahúsi áður þó stoppið væri
stutt. Þá var það líka alveg skýrt
að dýr áttu heima í útihúsum en
íbúðarhúsið væri fyrir fólk. Hafði
afar ákveðnar skoðanir og varð
ekki hvikað í sinni vissu, þrjósk-
ubelgur sem var svo blíð og góð
og traust og allt um kring.
Húsfreyja jafnt sem bóndi,
gekk í öll störf, sagði seinna að
hún myndi ekki velja sér þetta
starf aftur hefði hún kost á því.
Elskaði þó sveitina sína af öllu
hjarta og gerði staðinn svo eft-
irsóknarverðan að mörg systk-
inabörn hennar sem og barna-
börn dvöldu þar löngum
stundum við gott atlæti, störf og
leik. Það var því oft mannmargt
og gestkvæmt á heimilinu, mikið
þurfti að eiga og útbúa af mat,
þrífa, þvo og þjóna. Hörkupúl og
ekki endilega þakklátt.
Réttardagurinn ekki hennar
uppáhald, margt um manninn
eins og svo oft, meira að segja
sofið á eldhúsgólfinu sem var svo
sem í lagi, en hafði ímugust á
brennivíni sem rann afskaplega
ljúflega ofan í margan manninn
þann dag og varð t.d. til þess að
réttarsúpan, sem búið var að de-
dúa við, hélst ekki endilega í
maga þeirra sem neyttu.
Hafði sig ekki mikið í frammi
á almannafæri, var lágróma og
prívat hugsanlega vegna vöggu-
gjafarinnar sem var skarð í vör
og holur gómur. Heimafyrir
meiri sprelligosi, söng og trallaði
við íslensk einsöngslög jafnt sem
aríur og þá gjarnan með tusku í
hendi, á kafi í kökudeigi eða
saumandi, féll aldrei verk úr
hendi eins og títt var með hennar
kynslóð. Ömmustelpa minnist
sérstaklega tiltektar á laugar-
dagsmorgnum, báðar syngjandi
með Óskalögum sjúklinga, þá
var nú gaman.
Hreifst með tónlist, dýrkaði
dans- og söngvamyndir, bauð
litlum stelpukrakka á Sound of
Music í bíó. Hafði yndi af því að
skapa, listfeng hagleikskona sem
saumaði listavel út sem og heilu
flíkurnar, teiknaði, föndraði og
málaði hvenær sem tími gafst til.
Þar var hún í essinu sínu. Og í
öðrum frístundum kastaði hún
gjarnan fyrir fisk, tók í spil eða
flakkaði með karlinum sínum
sem var nánast eini bílstjórinn á
jarðríki sem hún treysti, líka eft-
ir að hann missti sjónina!
Og nú geta amma og afi haldið
flakkinu áfram saman, bæði heil
og frjáls, hann í bílstjórasætinu
örugglega með hreint bindi og
hún afslöppuð í framsætinu
tilbúin með brjóstsykur. Ég kveð
þig, elsku amma mín, og óska
þér góðrar ferðar um leið og ég
þakka fyrir allar góðu stundirn-
ar.
Ágústa Ragnarsdóttir.
Ágústa Sigurdórsdóttir,
amma okkar í sveit, er látin. Á
okkar heimili var hún kölluð
amma í sveit eða amma í Götu í
daglegu tali. Ágústa var einstak-
lega hlý og góð kona sem tók
okkur alltaf opnum örmum. Við
vorum sannarlega lánsöm að
eiga samleið með þeim ömmu og
afa í sveit og eigum margar og
skemmtilegar minningar frá
Götu. Það að fá ömmutitilinn hjá
bræðrunum segir allt sem segja
þarf. Að vera amma er svona
gæðastimpill í okkar huga. Við
kveðjum nú Ágústu ömmu og
þökkum fyrir allt gamalt og gott.
Sendum börnum hennar og fjöl-
dskyldunni allri samúðarkveðj-
ur.
Þá halla tekur degi og svefninn sigrar
brá,
en silfrað höfuð voldug árin beygja,
skal aldrei – meðan fjöllin í fjarska eru
blá
– fölna þessi minning eða deyja.
(Ó.B.G.)
Svavar, Dagrún,
Sigurður og Halldór Þór.
Ágústa
Sigurdórsdóttir
✝
Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir og
amma,
SÓLVEIG VIGDÍS ÞÓRÐARDÓTTIR,
Bankavegi 5,
Selfossi,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
mánudaginn 10. desember.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 19. desember
kl. 13.30.
Sigfús Kristinsson,
Aldís Sigfúsdóttir,
Guðjón Þórir Sigfússon, Guðrún Guðbjartsdóttir,
Kristinn Hafliði Sigfússon,
Þórður Sigfússon, Selma Jónsdóttir,
Sigríður Sigfúsdóttir, Baldur Guðmundsson
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
RANNVEIG HÁLFDÁNARDÓTTIR,
Höfða, hjúkrunar-
og dvalarheimili,
Akranesi,
áður Háholti 3,
lést sunnudaginn 9. desember.
Útförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
21. desember kl. 14.00.
Ólafur H. Þórarinsson, Sigríður B. Ásgeirsdóttir,
Þórgunna Þórarinsdóttir,
Kristín S. Þórarinsdóttir, Unnþór B. Halldórsson,
Þórunn R. Þórarinsdóttir, Kristján Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.