Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 38

Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 ✝ Erla MargrétHalldórsdóttir fæddist á Skútum í Glerárhverfi 26. desember 1929. Hún lést á Dval- arheimilinu Hlíð á Akureyri 4. desem- ber 2012. Foreldrar henn- ar voru Halldór Ingimar Hall- dórsson frá Skút- um á Þelamörk, f. 29.7. 1895, d. 5.5. 1960, og Guðríður Erlings- dóttir frá Sólheimum í Mýrdal, f. 15.12. 1896, d. 4.4. 1991. Systkini Erlu eru Halla, f. 1931, d. 10.10. 2012, og Bergvin, f. 10.7. 1932. Hinn 4. október 1952 giftist Erla Ara H. Jósavinssyni frá Auðnum í Öxnadal, f. 7. mars 1929, d. 2. júní 2007. Foreldrar hans voru Jósavin Guðmunds- son bóndi, f. á Grund í Höfð- ahverfi 17.12. 1888, d. 26.5. 1938, og Hlíf Jónsdóttir, f. á Skógum á Þelamörk 24.5. 1897, d. 13.5. 1972. Börn Erlu og Ara eru: 1) Sólveig, húsmóðir, f. 1949, stjúpdóttir Ara, maki Hjörleifur Halldórsson, f. 1944, þau eiga einn son, fyrir á Sól- bóndi á Syðri-Reistará, f. 1965, maki Valdimar Gunnarsson, f. 1963, þau eiga fimm börn og eitt barnabarn. 9) Drengur and- vana fæddur 2.6. 1972. Erla ólst upp á Skútum í Glerárhverfi sem í þá daga til- heyrði Glæsibæjarhreppi. Hún hóf skólagöngu sína í gamla barnaskólanum sem var í Sand- gerðisbót en lauk henni í Gler- árskóla sem þá var nýbyggður. Hún var einn vetur á Kvenna- skólanum á Laugalandi og nam þar öll þau fræði sem stóðu til boða af miklum áhuga og vand- virkni. Erla vann við versl- unarstörf á Akureyri sem þá var sunnan Glerár. Í október 1952 hófu Erla og Ari búskap á Auðnum í Öxnadal og undi hún hag sínum alla tíð vel í návist við þær náttúruperlur sem þar eru. Erla tók þátt í félagsmálum í UMF Öxndæla, starfaði með kirkjukór Bakkakirkju um ára- tugaskeið og sinnti trún- aðarstörfum fyrir sveitarfélag- ið. Frá andláti Ara bjó Erla ein á Auðnum og sá um sig sjálf þangað til í lok júní sl. en þá fór hún á sjúkrahús og þaðan á Kjarnalund um tíma. Frá 27. ágúst bjó hún á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Útför Erlu verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 13. des- ember 2012, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður á Bakka í Öxnadal. veig þrjú börn, fað- ir þeirra er Haukur Ívarsson. Barna- börnin eru níu og barnabarnabörnin eru tvö. 2) Jósavin Heiðmann, bif- reiðastjóri og verk- taki, Arnarnesi í Hörgársveit, f. 1953, maki Eygló Jóhannesdóttir, f. 1958. Þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. 3) Hlíf, húsmóðir á Akureyri, f. 1955, maki Haukur Jóhannsson, f. 1949. Þau eiga tvö börn og fjög- ur barnabörn. 4) Guðríður, hús- móðir á Akureyri, f. 1958, maki Hjörtur Jóhannsson, f. 1954. Þau eiga tvær dætur og sex barnabörn, fyrir á Hjörtur einn son. 5) Halldór Heiðmann, f. 20.11. 1959, d. 23.11. 1968. 6) Ari Erlingur, námsmaður á Ak- ureyri, f. 1961, maki Aðalheiður Ólafsdóttir, f. 1956. 7) Birgir Heiðmann, bóndi á Gullbrekku í Eyjafjarðarsveit, f. 1963, maki Lilja Sverrisdóttir, f. 1967. Þau eiga fimm börn og fimm barna- börn. Fyrir á Birgir eina dóttur, móðir hennar er Margrét Rögn- valdsdóttir. 8) Ingunn Heiða, „Fjalladrottning móðir mín, mér svo kær og hjartabundin“, orti skáldið um sveitina sína og hélt áfram, „fjöllin engið áin þín, yndislega sveitin mín“. Þannig varð Öxnadalurinn þér kær og hjartabundinn alla tíð, þó svo að norðanvindinn legði stundum lengra fram, þá skilaði sunnan- vindurinn honum aftur til upp- runa síns og hlýir vindar blésu oft- ar en þeir köldu. Allt frá barnæsku minni minnist ég þess hve vænt þér þótti um umhverfi þitt, hvort sem þú talaðir um æskustöðvar þínar, heimilið, dýrin stór og smá, mannfólkið, landið eða skaparann sjálfan. Þú kenndir að bera mikla virðingu fyrir fóst- urjörðinni, því hún fóstrar okkur bæði lifandi og dáin, einnig að bera ætíð virðingu fyrir foreldrum sínum því það voru jú þau sem ólu mann í þennan heim og að end- ingu að bera mesta virðingu fyrir sjálfum sér. Þú barst mikla virð- ingu fyrir höfundi tilverunnar, varst mjög trúuð kona og hélst mikla tryggð við kirkjuna, söngst árum saman í kirkjukór og vitj- aðir þinna nánustu á hvíldarstað þeirra. Þú kenndir einnig að heim- ilið er helgasti staður fjölskyld- unnar og þar ætti öllum að líða vel í leik og starfi. Að vanda sig frá upphafi við öll verk er eitt af því sem þér var svo mikilvægt. Að takast á við mótlæti af æðruleysi og jákvæðni var eitthvað svo eðli- legt hjá þér, þrátt fyrir að á lífsins gangi væru þröskuldar sem á stundum virtust vera óyfirstígan- legir stóðst þú eins og klettur sem brimið skellur á, beygðir aðeins af en brotnaðir ekki. Eftir andlát föður míns og nánasta vinar þíns, ræddum við oft um tilgang lífsins og hið æðra tilverustig. Það er ótrúlega gott að geta talað um þessa hluti við einhvern. Við vor- um sammála um að tilgangurinn með lífinu væri að gefa af sér, líkt og gróðurinn sem lifnar við á vorin og gefur af sér afurð, þá væri það æðsta takmark lífsins að fá að deyja, sáttur við Guð og menn. Þegar ég sá að farið var að stytt- ast í okkar samfylgd, þá spurði ég þig hvort þú værir tilbúin í þína hinstu för, að ná æðsta takmarki lífsins, og þú svaraðir af einstöku æðruleysi og einlægni: Já, ég er tilbúin til þess og kvíði engu. En ég er ekki að fara að deyja í dag, sagðir þú. Veit ég það, mamma mín, svaraði ég. Að endingu kvöddumst við í síðasta sinn á mæltu máli, ég óskaði þér góðrar ferðar og þakkaði þér samfylgd- ina, sömuleiðis drengurinn minn. Mamma, þú varst einstök. Hvíl þú í friði. Birgir, Lilja og börnin öll. Elsku móðir mín og tengda- móðir lést á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri þann 4. desember síð- astliðinn. Það eru margar minn- ingar sem fara um huga manns á þessum tímamótum. Það var ynd- islegt að eiga þig sem móður og alast upp hjá ykkur pabba í þess- um stóra systkinahópi. Er mér ljúft að minnast þess þegar þú varst að syngja fyrir okkur syst- kinin á daginn og svo líka á kvöld- in þegar við fórum að hátta. Þú söngst mörg barnalögin og svo einnig lög sem þér fannst gaman að syngja og þar nefni ég lagið Liljuna sem maður fékk nánast í vöggugjöf. Þú spilaðir líka á harm- onikku fyrir okkur og var gaman að sjá þegar þú fórst að hrista hana til að fá öðruvísi tón út úr henni. Þegar við bræður og frændur stofnuðum hljómsveitina okkar vorum við ekki reknir út úr húsi því ykkur pabba fannst svo gaman þegar við vorum að æfa okkur. Við vorum um tíma búnir að leggja undir okkur stofuna heima á Auðnum og var það ekk- ert mál og fyrir þennan skilning vil ég þakka af heilum hug. Árið 1989 fluttum við Heiða austur á Höfn í Hornafirði og þar söng ég í Karlakórnum Jökli. Þið pabbi og systur mínar voruð búin að koma á nokkra tónleika hjá Karlakórn- um fyrir austan. Þar tel ég upp Kóramótið sem haldið var á Höfn 1995, kóramót sem haldið var í Laugardagshöllinni í Reykjavík og svo komuð þið okkur að óvör- um á tónleika á Selfossi 2002. Ég vil þakka þér fyrir eljusemina að þið skylduð vera að keyra langar leiðir til þess að koma á tónleika með Karlakórnum Jökli. Þar vor- uð þið búin að eignast góða vini. Sumarið 1999 komuð þið pabbi austur til okkar Heiðu og komuð frá Hveragerði. Var þessi heim- sókn til okkar ógleymanleg. Um kvöldið var spilað og mikið spjall- að og hlegið. Einnig vil ég þakka fyrir þann stuðning sem þið pabbi sýnduð okkur þegar ég lenti í slysinu 2002. Það var ómetanlegt að fá hann. Nú ertu komin til austursins eilífa og búin að hitta pabba og bræður mína sem farnir eru og aðra ástvini. Megi góðar minning- ar um ástkæra móður og tengda- móður lifa áfram. Við söknum þín sárt. Þinn sonur og tengdadóttir, Erlingur og Aðalheiður (Heiða). Nú ertu horfin hér af vorri jörð en heldur áfram að standa um oss vörð. Laus við þjáning það ég núna tel, þú vildir hvíld og er það bara vel. Í Glerárþorpi hófst þín lífsins braut þinna starfa margur þar við naut. Í Öxnadalinn fluttir um miðja öld, og áttir þar heima fram á ævikvöld. Störf þín voru mörg og margvísleg þó móti blési þú gekkst þinn lífsins veg. Fjölskyldan var fremst í huga þér, og faðms þíns nutu afkomendur hér. Tónlist var þinn töfraheimur stór, tugi ára þú söngst í kirkjukór. Sem móðir varstu mild og öllum góð, ég minnist þess í minninganna sjóð. Nú ertu farin frá oss móðir góð í friði kvaddir þennan heim svo hljóð. Ég bið að drottinn þér birti nýja sýn, blessuð verði alltaf minning þín. (Jósavin H. Arason) Kveðja, Jósavin, Eygló, Ari, Agnes, Heiðmann og fjölskyldur. Elsku, elsku amma okkar. Stundin sem ég átti með þér rétt áður en þú fórst frá okkur var dásamleg. Að fá að spjalla í síðasta skiptið við þig, bara við tvær, mun ég geyma í hjarta mér og fallegu orðin sem þú gafst mér eru ómet- anleg og þakka ég mikið fyrir mig. Sem barn var eitt það merki- legasta við þig að þú varst til þeg- ar stríðið var og gerði ég verkefni í skólanum um þig og hvernig þú upplifðir stríðið. Við eyddum heil- um degi og mörgum símtölum í að gera verkefnið og var öll athygli heimsins á þér. Gleymi aldrei svipnum á þér þegar ég kom með verkefnið og sýndi þér 10 sem ég fékk. Þú varst alltaf til með ráð, al- veg sama hvað ég spurði þig um. Stundum varstu hissa á því sem spurt var en alltaf kom svar og kannski ein góð saga úr gamla tímanum. Oftast spurði ég um ráð í eldhúsinu og hef ég tileinkað mér margar af þínum kúnstum í eld- húsinu. Tónlist var þér mikils virði og kenndir þú og mamma mér að meta hana og bera virðingu fyrir henni. Þú hafðir alltaf áhuga á því þegar maður var að syngja hér og þar sem barn og unglingur. Vona samt að þú fyrirgefir mér fiðlu- gaulið sem ég píndi þig til að hlusta á sem barn. Þú varst hörð á því að tala rétt og var oft stríð á milli okkar með rétt orðaval hjá mér. Gleymi ekki vikunni sem fór í að kenna mér að segja ekki „okey bæ“ þegar ég kvaddi, heldur allt í lagi, bless. Get enn hlegið að þessu. Húmor átti sko heima í þér og var mikið hlegið heima í sveit og var alltaf gaman þegar var mikið hlegið og eru þær margar til minningarnar um fjölskylduna hlæjandi saman. Ekki má gleyma stundunum þegar þú söngst fyrir mann á kvöldin. Sú fallega rödd ómar enn í huga mér. Og syng ég sömu ljóð fyrir dóttur mína. Þú varst Berg- lindi minni góð langamma og dáð- ist mikið að henni þegar þið hitt- ust og hrósaðir mér alltaf fyrir hana. Hún Berglind er þakklát fyrir þær stundir sem hún átti með löngu sinni. Og mun stundin sem við áttum saman uppi á Hlíð þegar skottan mín söng fyrir þig Augun mín og augun þín vera ómetanleg. Og auðvitað raulaðir þú með. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og allt það sem þú hefur kennt mér. Þú munt alltaf vera í hjarta mér og ég lofa að vera dugleg að segja Berg- lindi frá þér. Augun mín og augun þín ó! þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt, sem prýða má einn mann mest af lýðum bar hann. Trega ég þig manna mest mædd af tára flóði, ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. (Vatnsenda-Rósa.) Þín ömmustelpa og lönguskott, Katla Sigrún og Berglind Heiða. Lítil stúlka stekkur upp úr sóf- anum, tekur töskuna sína og hleypur út í bíl. Spennan er í al- gleymingi, hún er á leið í sveitina til ömmu og afa. Hún þekkir hvert kennileiti á leiðinni eins og lófann á sér og bíður spennt eftir að sjá grænu þökin úr mikilli fjarlægð. Þegar komið er í hlaðið stendur amma oftar en ekki hálf út úr dyr- unum og brosir sínu blíðasta, opn- ar faðminn sinn og tekur svo þétt- ingsfast utan um litlu stúlkuna sína. „Ertu komin, elsk’ana mín.“ Já, þarna var gott að koma og dásamlegt að vera, þarna átti hún sitt skjól. Alltaf var pláss fyrir litlu börnin hjá ömmu og afa. Þarna dvaldi þessi litla stúlka svo dögum og vikum skipti og fannst ekkert betra en að sofna við sönginn hennar ömmu og vakna við arí- urnar í útvarpinu. Litla stúlkan varð að unglingi og var svo lánsöm að flytja í sveitina og hafa ömmu og afa á neðri hæðinni, þessi litla stúlka var ég. Betri kennara um daginn og veginn var vart hægt að hugsa sér. Amma lærði ung að bjarga sér og kunni vel til verka og miðlaði þekkingu sinni áfram til okkar hinna. Henni var umhug- að um að verkin væru vel gerð og það þurfti líka að gera þau rétt. Það var fróðlegt að læra hjá henni því hún átti alltaf sögur til að segja manni í leiðinni. Þessar sögur gat ég hlustað á daglangt og dáðist að minni gömlu konunnar allt fram á síðasta dag. Á milli okkar ríkti mikill kærleikur og tryggð, við vorum vinkonur. Hægt og hljótt höfðum við hlutverkaskipti og amma setti traust sitt á mig og ég var til í að gefa henni allt sem ég átti, vildi launa ömmu það sem hún gaf mér í gegnum árin og meira til. Kallið er komið og ljúfsár kveðjustund í höfn. Það er auðvelt að halda að maður sé tilbúinn fyrir slíkar stundir en þegar öllu er á botninn hvolft er það alls ekki þannig. Í huganum er hafsjór minninga sem erfitt er að fara í gegnum án þess að beygja af, sér- staklega þegar um svo ljúfa og góða konu er að ræða. Já, hún amma var mér og fjölskyldu minni mikils virði og missirinn er mikill, ættmóðirin sjálf er fallin frá. Barnatrúin sem hún kenndi mér segir mér hins vegar að nú sé hún á betri stað umvafin öllu sínu fólki sem farið hefur fyrr. Litlu drengj- unum sínum sem hún syrgði svo sárt og afa mínum blessuðum. Við biðjum góðan guð að varð- veita hana ömmu Erlu, hún á það svo sannarlega skilið eftir sitt hér á jörðinni. Þér, elsku amma, þökk- um við fyrir allt sem við áttum, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi amma bæði á Kjarnalundi og í Hlíð, nánar tiltekið Furuhlíð. Vil ég nota tækifærið og þakka öllu því góða fólki sem þar vinnur fyrir þá velvild sem þau sýndu ömmu bæði í orði og verki. Hafið okkar bestu þakkir fyrir allt. Hvíl í friði. Inga Berglind, Ívar Örn og litlu börnin. Það er skrýtin tilfinning sem fylgir þeirri köldu staðreynd að við sjáumst ekki meira hérna megin, amma mín. Ég fékk að vera mikið hjá ykkur afa sem barn og oft varstu búin að segja það að ekkert af ykkar barnabörnum hefði sofið á milli ykkar eins mikið og ég. Hjá ykkur var mitt annað heimili þegar ég var barn, þú kenndir mér margt sem ég mun varðveita með mér um ókomna tíð. Þið afi óluð mig upp að þó- nokkrum hluta og þú varst stór partur af mínu lífi og verður alltaf, enn í dag tala ég um sveitina sem heima. Mikið var núna í seinni tíð búið að hlæja að uppátækjum mínum í æsku, þá kannski sérstaklega því þegar ég kýldi þig eldsnöggt (sof- andi reyndar) eða þegar ég hermdi eftir gesti á hreppsnefnd- arfundi hjá afa nú eða þegar ég klippti endann af sokkunum. Þegar Siggi minn kom í fjöl- skylduna fyrir rúmum 14 árum tókst fljótlega á milli ykkar einlæg virðing og vinátta sem ég veit að hann geymir með sér um ókomna tíð, þú varst honum ekki minni amma en mér. Það voru allnokkr- ar sögurnar sem að þú varst búin að segja okkur, enda varstu ótrú- legur sagnabrunnur og hafðir gaman af að segja frá liðinni tíð. Ef við ættum að lýsa þér í fáum orðum þá mætti segja að þú varst ekta bíómynda-amma, þéttvaxin, knúsuleg með grátt liðað hár og gleraugu og þú vildir alltaf að allir borðuðu sem komu til þín, já alveg sama á hvaða tíma sólarhringsins það var, allir skyldu borða. Elsku amma, það er sárt að sjá á eftir þér en þú varst líka búin að standa í nokkurra ára baráttu við veikindi sem lágu þyngra á þér en þú vildir sýna og þess vegna varstu og verður alltaf bardaga- drottningin okkar. Við Siggi kveðjum þig með miklum söknuði og þakklæti, án þín værum við ekki þau sem við erum í dag. En þó að sorgin sé mikil þá huggum við okkur við það að nú ertu frjáls, komin til afa og trúum við því að nú stígið þið vals eins og ykkur einum var lagið. Þetta textabrot Magna Ás- geirssonar og Ásgríms Arngríms- sonar er vel viðeigandi er við kveðjumst hérna megin. Í æsku minnar minningabók Myndirnar nær allar hér tók Þær gefa innri frið og geta lifnað við Ég er komin heim. Lofa aldrei að gleyma öllu því sem að þú kenndir mér Oft er hugurinn heima og hjartað slær með þér. Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt sem þú gafst af þér til okkar. Guð geymi þig. Þín Klara Sólrún og Sigurður Óli. Elsku langamma mín, takk fyr- ir allar mínar bestu stundir með þér í sveitinni. Allt sem við gerð- um saman mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Það verður dálítið skrítið að fá ekki bestu jólagjöfina, hlýja ullarsokka frá langömmu í sveitinni. Þú varst mikill partur af lífi mínu, og að koma til þín og brasa í kindunum, slá garðinn eða bara gera ekki neitt var það besta í líf- inu og vil ég þakka þér fyrir það. Alltaf sýndi ég þér einkunnirnar úr skólanum og fékk mikið og gott hrós frá þér. Það var sárt að vita að þú varst mikið veik en núna ertu örugglega glöð að vera hjá langafa og Halldóri. Elsku langamma mín, þín mun ég sárt sakna. Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér. Þín dótturdótturdóttir, Guðbjörg Harpa. Erla Margrét Halldórsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku langamma, ég mun alltaf elska þig og aldrei gleyma þér. Takk fyrir að vera langamma mín og takk fyrir að vera vinur minn. Þinn Þorsteinn Sigurjón. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, dóttir og tengdadóttir, INGIBJÖRG ERLA JÓSEFSDÓTTIR, Þrastarási 16, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 10. desember. Torfi Karl Antonsson, Jósef Trausti Magnússon, Sarah Knappe, Sveinhildur Torfadóttir, Rodolfo Varea, Erla Hjördís Torfadóttir, Alexander Birgir, Rakel Anna, Natan Oliver, Maximiliano Andrés, Aðalheiður Helgadóttir, Sveinhildur Torfadóttir. ✝ Elskuleg eiginkona mín, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR frá Víðidalsá á Ströndum, síðast til heimilis á Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri miðvikudaginn 5. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. desember kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ingólfur Lárusson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.