Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 39
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
✝ IngibjörgKristín Björns-
dóttir fæddist á
Þengilbakka við
Grenivík 9. maí
1934. Hún lést 7.
desember síðastlið-
inn.
Ingibjörg var
dóttir hjónanna
Ingu Vilfríðar
Gunnarsdóttur f.
1898, d. 1977 og
Björns Kristjáns-
sonar f. 1886, d. 1946. Börn
þeirra hjóna auk Ingibjargar
voru Jónína Ragnheiður f.
1919, Jóhanna f. 1921 og
Kristmundur f. 1925, þau eru
öll látin. Ingibjörg giftist
Reimari Sigurpálssyni f. 20.
nóvember 1931, d. 12. nóv-
ember 1994. Reimar var son-
Hafþór Daði, dóttir Halldórs
er Anna Rut, barnabörnin eru
3. Hlynur f. 19.6. 1964, hans
kona er Kristín Árnadóttir,
þau eiga soninn Inga Rafn.
Kristín á dótturina Birgittu
Rut, þau eiga eitt barnabarn.
Sigurbjörn Ingi f. 24.4. 1967,
hans kona er Elísabet Lilja,
þeirra börn eru Heiðdís
Dögg, Lilja Rós og Reimar
Ingi, barnabörnin eru 2. Ingi-
björg og Reimar tóku við búi
á Steindyrum í Svarfaðardal
af foreldrum Reimars. Þau
bjuggu á Steindyrum til árs-
ins 1977 þegar þau fluttu til
Akureyrar. Ingibjörg hóf
störf hjá Súkkulaðiverksmiðj-
unni Lindu árið 1977 og vann
þar þar til Linda hætti
rekstri. Þá fór Ingibjörg að
vinna í eldhúsinu á öldr-
unarheimilinu Hlíð og vann
þar til starfsloka.
Útför Ingibjargar Kristínar
fer fram frá Dalvíkurkirkju í
dag, fimmtudaginn 13. des-
ember 2012, og hefst athöfnin
kl. 12.30.
ur hjónanna
Ingibjargar
Jónsdóttur og
Sigurpáls Sig-
urðssonar frá
Steindyrum í
Svarfaðardal.
Ingibjörg og
Reimar eign-
uðust börnin
Inga Rafn f.
1.10. 1953, d.
11.12. 1953, Ellý
Sæunni f. 31.1.
1956, hennar maður er Örn
Þórisson. Ellý á dæturnar
Ingu Kristínu, Írisi Ölmu og
Lindu Rós, barnabörnin eru
7. Örn á einn son og 4 barna-
börn. Halldór f. 18.9. 1958,
hans kona er Guðrún Snorra-
dóttir, þeirra börn eru Ingi-
björg Elín, Halldór Rafn og
Elsku amma.
Ég elska þig alla leið út í
geim og aftur til baka, himinn-
inn er okkar.
Í dagsins önnum dreymdi mig
þinn djúpa frið, og svo varð nótt.
Ég sagði í hljóði: Sofðu rótt,
þeim svefni enginn rænir þig.
En samt var nafn þitt nálægt mér
og nóttin full af söngvaklið
svo oft, og þetta auða svið
bar ætíð svip af þér.
Og þungur gnýr sem hrynji höf
mitt hjarta lýstur enn eitt sinn:
Mín hljóða sorg og hlátur þinn,
sem hlutu sömu gröf.
(Steinn Steinarr.)
Þín
Ingibjörg Elín
Halldórsdóttir.
Í dag kveð ég hana elskulegu
ömmu mína, þá yndislegustu
sem til var.
Það rifjast upp svo margar
minningar sem ég átti með
henni ömmu. En ég var mikil
ömmu- og afastelpa. Allt byrjaði
þetta víst þegar ég var pínulítil
og var hjá ykkur meira og
minna heilan vetur þegar ég var
rétt orðin 1 árs, en þá var sveit-
in staðurinn sem ég var frískust
á og til þess að mamma gæti nú
stundað sína vinnu fékk ég bara
að vera í sveitinni. Og veit fyrir
víst að það þótti ykkur afa ekk-
ert leiðinlegt. Þegar ég var svo 2
ára fluttuð þið í Langholtið á
Akureyri og er mín fyrsta minn-
ing þessi líka alveg rosalega
græna eldavél.
En úr Langholtinu á ég
margar minningar, kleinu- og
snúðabakstur, sláttur á stóru
lóðinni, hoppa af svölunum í
snjóskafla, þvottur á bíl á plan-
inu og svo margt, margt fleira.
Þegar við fluttum svo til
Reykjavíkur fékk ég að koma á
sumrin og eyða þeim hjá ykkur
og var þá ýmislegt brallað. Þar
stendur hæst upp úr þegar ég
fékk að koma með ykkur afa í
vinnuna og þú varst að vinna í
Lindu.
Þvílíkur draumaheimur sem
það var að vera barn og fá að
koma með þér, sitja við konfekt-
bandið og skoða molana, setja
þá í kassa og passa að allt væri
eins og það átti að vera, pakka
inn kaffisúkkulaði og lindor,
krembrauði og ískexi. Þetta
voru yndislegir tímar. Ég á svo
margar minningar um þig, ynd-
islega amma mín, að ég gæti
skrifað heilu bindin. Bíltúrar,
búðaferðir, ferðalög og heim-
sóknir í sveitina.
Tíminn sem ég bjó hjá þér og
afa. Þá þurfti ég svo mikið á
ykkur að halda og þarna voruð
þið, tókuð á móti mér og gáfuð
mér það sem ég þurfti, ást ykk-
ar og umhyggju, alveg sama
hversu erfið ég var. Fyrir það
verð ég þér að eilífu þakklát.
Það var ekki og er ekki hægt
að hugsa sér betri ömmu en þig.
Með brostið hjarta og augun full
af tárum kveð ég þig, vitandi að
núna ertu komin á betri stað,
þar sem þér líður svo miklu bet-
ur, dansandi með afa og knús-
andi Inga Rafn. Ég hef eignast
annan engil á himni og á þá fal-
legustu.
Hverfur margt
huganum förlast sýn
þó er bjart
þegar ég minnist þín.
Allt er geymt
allt er á vísum stað
engu gleymt,
ekkert er fullþakkað.
(Oddný Kristjánsdóttir í Ferjunesi)
Með ástarkveðju,
þín
Inga Kristín.
Myndin er svarthvít og komin
til ára sinna. Á henni er ung
stúlka í hvítum fermingarkjól.
Hún brosir breitt og gleðin skín
úr andlitinu. Í fangi hennar er
strákhnokki á fyrsta ári í skírn-
arkjól. Hún stendur á grasbala,
líklega við fæðingarheimili sitt,
Þengilbakka á Grenivík. Myndin
var tekin á sameiginlegum degi
okkar, skírnardegi mínum og
fermingardegi hennar.
Nína föðursystir mín var
yngst fjögurra systkina sinna
sem nú eru öll látin. Hún missti
föður sinn, Björn Kristjánsson,
þegar hún var á tólfta ári, eftir
langa og erfiða sjúkdómslegu.
Það hefur eflaust haft áhrif á
barnssálina þó ekki hafi mátt
merkja það í fari hennar.
Móðir hennar, Inga Gunnars-
dóttir, fór fljótlega að vinna fyr-
ir sér í vist hjá fólki og ætla má
að sú breyting hafi einnig haft
áhrif með einum eða öðrum
hætti. Nína minntist aldrei á
þessi ár við mig en faðir minn
sagði mér í örfáum orðum frá
þessum erfiða tíma.
Nína giftist ung Reimari
manni sínum og þau hófu bú-
skap að Steindyrum í Svarfaðar-
dal. Þar tóku þau við jörð sem
heita má að hafi verið eins og
ónumið land. Byggja varð íbúð-
arhús og brjóta þurfti land til
ræktunar. Hætt er við að dagar
þeirra hjóna hafi oft verið lang-
ir. Þau stunduðu búskapinn í 20
ár en fluttu þá til Akureyrar þar
sem Nína vann hjá sælgætis-
gerðinni Lindu þar til það fyr-
irtæki var lagt niður. Eftir það
vann hún hjá vistheimili aldr-
aðra á Akureyri. Þau Reimar
höfðu komið upp börnum sínum
er hann andaðist fyrir aldur
fram. Það var sár missir.
Nína var glaðsinna og hlý
kona. Ég var ætíð velkominn á
heimili þeirra hjóna, en heim-
sóknir voru strjálli en ég hefði
viljað, enda var það nokkurt mál
á þeim dögum að keyra frá Ak-
ureyri út í Svarfaðardal, ekki
síst þegar enginn var bíllinn.
Góðhjartaðir menn lánuðu strák
stundum bíl og þá skaust hann
úteftir og hitti þar Nínu, fjöl-
skyldu hennar og Ingu ömmu,
sem bjó hjá dóttur sinni um
nokkurra ára skeið.
Það var alltaf stutt í bros og
spaugsemi hjá Nínu og stundum
örlaði á stríðni. Hún gat haft
sterkar skoðanir, einkum ef
henni fannst brotið á þeim sem
minni máttar voru. Þá átti hún
ekki erfitt með að færa rök fyrir
máli sínu, oftast með þeim ár-
angri að sá sem nærstaddur var
féllst á röksemdina.
Fyrir nokkrum árum fór Nína
að finna fyrir þeim skelfilega
sjúkdómi alzheimer, sem lagði
hana að velli. Hún var kær
frænka sem skilur eftir sig ljúf-
ar minningar. Ég votta börnum
hennar og fjölskyldum þeirra
innilega samúð.
Guðmundur B.
Kristmundsson.
Ingibjörg Kristín
Björnsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Við rúm þitt sat ég móðir mín,
og mörgu vildi segja frá,
sá þig hlusta og höndin þín
hafði líka margt að tjá.
Frá mér hvarfstu hægt um dyr
í heim sem sól ei fær að sjá,
vegir allir afskekktir
allt svo tómt og sálin smá.
Á borði þínu er blóma rós,
blíðar minningarnar streyma.
Í hjarta mínu logar ljós,
í ljósi mínu átt þú heima.
Hvíl í friði elsku mamma
mín.
Þín dóttir,
Ellý Sæunn.
Mig langar með fáeinum orð-
um að minnast góðrar vinkonu og
samstarfskonu, Helgu Dan eins
og við kölluðum hana.
Góð kynni okkar Helgu hófust
við mjög sérstakar aðstæður þeg-
ar sameiginleg vinkona okkar
missti son sinn. Við Helga stóð-
um saman í uppvaskinu og ég
hafði orð á því hversu öflug hún
væri og bauð henni vinnu hjá mér
í Café Flóru. Helga var heyrn-
Jónína Helga
Daníelsdóttir
✝ (Jónína) HelgaDaníelsdóttir
fæddist í Reykjavík
3. september 1940.
Hún lést á líknar-
deildinni í Kópa-
vogi 29. nóvember
2012.
Útför Helgu fór
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 7.
desember 2012.
arskert og hafði átt
erfitt með að fá
vinnu en fyrir Café
Flóru var hún mikill
fengur. Það var
sama hvenær ég
kallaði eftir henni,
hún var alltaf tilbúin
og stóð vaktina und-
ir miklu álagi oft á
tíðum en kvartaði
aldrei. Samskipti
okkar fóru fram á
sms þar sem Helga gat ekki talað
í síma vegna heyrnarskerðingar
og þegar allt var á floti í Flórunni
og ég þurfti á henni að halda, oft
með stuttum fyrirvara, sendi ég
henni sms og alltaf kom sama
svarið: „Er á leiðinni.“
Það var einstakt hvað hún átti
gott samband við yngri kynslóð-
ina, hún hafði svo jákvæð áhrif
með sínum groddalega húmor,
stóð fyrir ýmsum óvæntum og
ógleymanlegum uppákomum og
þegar haldin voru starfsmanna-
partí var hún Helga okkar hrók-
ur alls fagnaðar. Helga var
skemmtilega stjórnsöm og oft
var gaman að fylgjast með því
hvernig hún sá til þess að allir
ynnu samkvæmt hennar skipu-
lagi en af því leiddi að borin var
mikil virðing fyrir henni á vinnu-
staðnum. Við Helga áttum ein-
stakt samband, við vorum afar
góðar og nánar vinkonur og átt-
um margt sameiginlegt. Helga
tengdist eyjunum mínum grænu
og töluðum við oft saman á fær-
eysku, þannig gátum við spjallað
um okkar eigin leyndarmál innan
um aðra.
Það var svo gott að faðma hana
Helgu mína, hlýjan og góðvildin
streymdi frá henni og er ég svo
mikið þakklát fyrir að hafa náð að
hitta hana og eiga með henni
góða stund stuttu áður en hún
kvaddi.
Við fjölskyldan, sem og starfs-
fólk Café Flóru, viljum þakka
Helgu Daníelsdóttur samferða-
sporin, hennar er og verður sárt
saknað, en minning um trygga,
hlýja og umfram allt skemmti-
lega konu lifir. Við sendum fjöl-
skyldu Helgu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Marentza Poulsen.
Þá er komið að kveðjustund-
inni. Margar minningar koma
upp í huga okkar þegar við rifjum
upp allar samverustundirnar sem
við áttum með Helgu á Flórunni.
Það var alveg sama hvað hún var
beðin um, hún reddaði því. Hún
var alltaf glöð og jákvæð, sama
hvað gekk á. Hún var ósérhlífin,
góð manneskja og skemmtileg.
Við vissum að vaktin yrði góð ef
hún var á staðnum. Allir sem
þekktu hana nutu góðmennsku
hennar. Hún dekraði við okkur
Flórubörnin, skutlaði okkur heim
og kom við í ísbúðinni eftir erfiða
vakt. Þá var alltaf tilhlökkun
hvaða skemmtiatriði Helga kæmi
með í Flóruboðunum okkar, þau
vöktu ávallt lukku. Það sem við
hlógum.
Við minnumst Helgu með hlý-
hug og þökk í hjarta. Við vottum
aðstandendum hennar samúð
okkar.
Þórunn, Rakel, Anna Björk,
Hildur Úa, Hrafnkell og
Guðmundur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
INGIBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum laugardaginn
1. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Kristján Freyr Karlsson,
Úlfar Karlsson, Erna Sæbjörnsdóttir,
Steinunn, Alda og Þórey.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og tengdasonur,
WILLIAM ÞÓR HAGALÍN,
Háeyrarvöllum 54,
Eyrarbakka,
sem lést fimmtudaginn 6. desember, verður
jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugar-
daginn 15. desember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarfélög.
Sigríður Óskarsdóttir,
Unnur Huld Hagalín, Elías Ívarsson,
Þórhildur Ósk Hagalín, Tobias Fuchs,
Guðmundur Gísli Hagalín,
Ívar Þór, Rúnar Orri, Ari Hrafn og Karítas,
Óskar Magnússon, Þórunn Vilbergsdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
TRYGGVI SIGURGEIRSSON,
Þrúðvangi 22,
Hafnarfirði,
lést sunnudaginn 9. desember á
Landspítalanum við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 19. desember kl. 13.00.
Sigrún Jóna Marelsdóttir, Tryggvi Gunnarsson,
Þóranna Tryggvadóttir, Ingi Óskarsson,
Jón Ásgeir Tryggvason, Hólmfríður G. Guðjónsdóttir,
Líney Tryggvadóttir, Jónatan S. Svavarsson,
Sigurgeir Tryggvason, Ásta S. Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Maðurinn minn og faðir okkar,
ADÓLF ADÓLFSSON,
lést mánudaginn 10. desember.
Mónika Magnúsdóttir,
Ragnheiður María Adólfsdóttir,
Magnús Már Adólfsson,
Steinunn Adólfsdóttir,
Soffía Adólfsdóttir.
✝
MATTHÍAS RAGNARSSON
sem lést á Sjúkrahúsi Ísafjarðar 8. desember
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 15. desember kl. 14.00.
Vinir hins látna.
✝
Elskulegur sambýlismaður minn, sonur,
stjúpi, afi , bróðir og mágur,
INGVAR RAGNAR HÁRLAUGSSON
Brekkugötu 45,
Akureyri,
er látinn.
Svala Hjaltadóttir
Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson
Íris Björg Helgadóttir,
Aníta Ósk Einarsdótir,
Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir,
Guðrún S. Hárlaugsdóttir, Kristján Kristjánsson
Guðmundur Hárlaugsson, Margrét Ragnarsdóttir
Elín M. Hárlaugsdóttir, Garðar Sigursteinsson