Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Garðar
Fánar og fánastangir á tilboði
Fánar og fánastangir á 25% afslætti
út desember. Frábær gjöf fyrir alla
húseigendur. Pantanir í gegnum
heimasíðuna flagg.is
flagg.is
facebook.com/flaggisland
Fatnaður
Íslensk hönnun á frábæru verði
Verð frá 990 til 5990 kr. Peysur, húfur,
jakkar, buxur og allt þar á milli. Skip-
holti 25, Reykjavík. Opið virka daga
14:00 - 19:00 og laugardaga 12:00 -
16:00. Lokum 23. desember.
Gisting
Gisting Akureyri
Skógarhlíð 27, 601 Akureyri, 160 fm
einbýlishús, 4 svefnherbergi. Að-
staða fyrir ca. 13 manns. Leyfilegt að
hafa hund í Skógarhlíð. Er einnig með
fleir sumarbústaði við Akureyri og
allir með heitum potti.
orlofshus.is Leó 897 5300Snyrting
Babaria-snyrtivörur loksins á
Íslandi.
Babaria er fjölbreytt vörulína sem er
unnin úr náttúrulegum hráefnum og
hentar þörfum allrar fjölskyldunnar
fyrir alla daglega umhirðu húðar.
Vörurnar fást í netversluninni
www.babaria.is
Hljóðfæri
Ukulele í úrvali,
verð frá kr. 6.900.
Gítarinn ehf, Stórhöfði 27
S:552 2125
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Iðnaðarmenn
Alaska ehf. Almennt viðhald hús-
eigna. Þarftu að breyta, bæta eða
lagfæra? Smíðavinnu, parketlögn,
rafvirkjun? Hafið samband, í síma
848 1488, gpEinarsson@gmail.com
Tómstundir
STIGA-borðtennisborð
Fáanlegar ýmsar gerðir
fyrir heimili, skóla og fyrirtæki.
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Fótboltaspil 120 cm frá Riley
Skemmtilegt spil, svo leggur maður
það bara upp að vegg eftir notkun.
Kr. 38.100
www.pingpong.is
Suðurlandsbraut 10 (2. h.),
108 Reykjavík. Sími 568 3920.
Til sölu
Blekhylki og tónerar
í flestar gerðir prentara, 50-70%
ódýrari, öll hylki framleidd af
ORINK.
Blekhylki.is, Fjarðargötu 11,
Hafnarfirði, sími 517-0150.
BÚÐU TIL ÞÍN
JÓLAKORT
Gleðileg jól!
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!! ...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
DAGATAL
JÚLÍ 20
08
Auðvelt, þægilegt, flott,
Ódýrt!!!...eftir þínu höfði.
www.prentlausnir.is
BÚÐU TIL ÞITT
MYNDA-
ALBÚM
Óska eftir
Kaupi silfur
Vantar silfur til bræðslu og endur-
vinnslu. Fannar verðlaunagripir.
Smiðjuvegi 6, rauð gata, Kópavogi.
fannar@fannar.is - sími: 551 6488.
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Bókhald
N.P. þjónusta. Óska eftir bókhalds-,
eftirlits- og gæslustörfum.
Uppl. í s. 861 6164.
Ýmislegt
Ný sending af tískuúrum
Margir litir. Tilvalin jólagjöf.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
TILBOÐ - TILBOÐ -TILBOÐ
TILBOÐ: Einkar mjúkir og þægilegir
dömuskór úr mjúku leðri, skinnfóðr-
aðir. Stakar stærðir
Tilboðsverð: 3.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Hringtreflar
úr silki og bómull
10 litir. Verð kr. 2.900,-
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Hringtreflar
margir litir
Verð kr. 2.990.
Skarthúsið,
Laugavegi 44.
Sími 562 2466.
Hárbönd í úrvali
margir litir.
Verð kr. 2.900.
Skarthúsið,
Laugavegi 44,
sími 562 2466.
Bílar
Dodge Charger, 2007-árgerð
Ekinn aðeins 29 þús. m. Sportleg
græja sem kostar ekki of mikið.
20" álfelgur. Eyðsla í blönduðum
akstri 11,2 lítr. Hvor vilt þú amerískan
fullvaxinn bíl eða Toyota Yaris á svi-
puðu verði ? Verð aðeins 2.775.000.
.
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 - sími 577 3344.
Opið 12-18 virka daga.
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru XV 4WD - árg. 2012.
Góður í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Er aldur færist yfir mig
ég einhvern daginn fæ þig hitt.
Ég klappa ögn á kollinn þinn
og kannski flyt þér ljóðið mitt.
Þér framundan er byggðin breið
að baki þeir sem luku för.
Þar helst ég kýs að halla mér
er horfið verður lífsins fjör.
(JE)
Þannig kemst móðir mín, Jón-
björg Sesselja Eyjólfsdóttir, að
orði í ljóðinu „Gamall vinur“ en í
því ljóði ávarpar hún stóra stein-
inn á Bakkamelnum á Borgar-
firði eystra.
Í kirkjugarðinum á Bakka-
Jónbjörg Sesselja
Eyjólfsdóttir
✝ Jónbjörg Sess-elja Eyjólfs-
dóttir fæddist á
Bjargi, Borgarfirði
eystra, 14. ágúst
1931. Hún lést á
Dvalarheimilinu
Hlíð 16. nóvember
2012.
Útför Jón-
bjargar fór fram
frá Egilsstaða-
kirkju 1. desember
2012.
melnum, að baki
steinsins, hefur nú
móðir mín fengið
sinn hinsta hvílu-
stað, við hliðina á
pabba sem lést í vor.
Í fjarska skvaldraði
brimið við steina og
strönd, golan var
köld en nýfullt
tunglið lét ekki sjá
sig. Þorpið hennar
kúrði í snjónum og
ljósin kviknuðu eitt af öðru í hús-
unum. Á útbæjunum var aðeins
eitt ljós, á Framnesi, þar sem
systir hennar kærust var komin
til að fylgja henni alla leið. Það er
af sem áður var þegar ljós var á
hverjum bæ út með firðinum.
Það er svo margt sem kemur
upp í hugann þegar ég hugsa til
baka og svo ótal margt að þakka.
Allar sögurnar sem hún sagði
okkur á kvöldin. Bækur lesnar,
sumar aftur og aftur og þegar
hún dottaði yfir lestrinum eftir
langan vinnudag leiðréttum við
hana gjarnan og skildum ekkert í
því af hverju hún sofnaði svona
sitjandi á stólnum.
Virðinguna sem hún sýndi,
þolinmæðina og þrauseigjuna,
hlýjuna og hláturinn, umburðar-
lyndið og æðruleysið, hún hlust-
aði, gaf ráð, kom með hina hliðina
á málum þótt erfitt væri að skilja
það á æsku- og unglingsárunum.
Skilningurinn kom síðar.
Hún var ákaflega stolt af því
að músíkin væri afkomendum
hennar í blóð borin. „Hún amma
ykkar hefði verið ánægð,“ sagði
hún gjarnan þegar lítið lag fædd-
ist, stundum við texta eftir hana
eða pabba. Hún hafði unun af
söng og raulaði yfirleitt við vinnu
sína heima við. Hún kunni
ógrynni laga og texta, þula og
ljóðabálka. Þekkti alla gömlu
söngvarana sem sungu síðasta
lag fyrir fréttir.
Síðustu mánuðina var hún far-
in að tapa minni og fann mjög
fyrir því. Fyrir kom að hún
mundi kannski ekki eina línu í
heilum kvæðabálki. Þá unni hún
sér ekki hvíldar fyrr en hún var
búin að finna línuna aftur og setja
hana á réttan stað.
Ég man hrifningu hennar yfir
fyrstu sóleynni á vorin, fallegu
steinunum, frostrósunum á
gluggunum, hundslappadrífunni,
briminu, ilminum af blóðberginu,
fegurð náttúrunnar allrar. Hún
unni Borgarfirði. Þar voru bönd-
in órjúfanleg hvar svo sem henn-
ar gististaður var. Hún fór heim á
Skriðuból á hverju ári og síðustu
skiptin sagði hún ævinlega eftir
dvölina þar að hún vonaðist eftir
að geta farið þangað aftur, geta
fengið að sjá fjöllin sín einu sinni
enn. Þá væri hún sátt.
Ég er innilega þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa foreldra mína
báða þetta lengi af minni ævi.
Þakklát fyrir það veganesti sem
þeir létu mig hafa út í lífið og þó
ýmislegt væri ógert eða ósagt
þegar þeir kvöddu þennan heim
þá veit ég að við munum taka upp
þráðinn síðar.
Hafðu þökk fyrir allt, mamma
mín.
Sigþrúður Sigurðardóttir.
Fyrir tæpum
fimmtíu árum er við
hjónin keyptum okkar fyrstu
íbúð leituðum við til Siddýjar og
Tedda í Z-brautum. Hefur þeim
hjónum fljótt orðið ljóst að við
kunnum lítið til verka á þessu
sviði og í góðmennsku sinni buð-
ust þau til að koma og setja upp
gardínurnar. Það voru okkar
fyrstu kynni af þeim ágætu hjón-
um. Árið 2000 tengdumst við
hjónunum vinaböndum í gegnum
Oddfellow og mundu þau að sjálf-
sögðu ekki eftir gardínumálum
okkar. Áttum við margar góðar
og skemmtilegar stundir saman
bæði hér heima og erlendis.
Teddi var góður maður og tók
veikindum sínum með miklu
æðruleysi og stóð Siddý sem
Theodór Steinar
Marinósson
✝ Theodór Stein-ar Marinósson
fæddist í Reykjavík
7. ágúst 1932. Hann
lést á heimili sínu 3.
október 2012.
Útför Theodórs
fór fram frá Hall-
grímskirkju 10.
október 2012.
klettur við hlið hans.
Í byrjun október sl.
kom svo kallið og
því miður gátum við
hjónin ekki fylgt
honum síðasta spöl-
inn. Með þessum fá-
tæklegu orðum vilj-
um við þakka fyrir
samfylgdina. Það
voru forréttindi að
kynnast Tedda.
Þessu einstaka ljúf-
menni munum við aldrei gleyma.
Við vitum að það hefur verið tekið
vel á móti honum í Sólarlandinu
og hann hefur gengið brosandi á
móti skapara sínum. Siddý mín,
sárastur er söknuðurinn hjá þér
og þinni fjölskyldu og biðjum við
Guð að styrkja ykkur í sorginni.
Á kveðjustund með harm í hug
er huggun fólgin þó
svo mikil í hve mæt og ljúf
er minning þess, sem dó
og drottinn gefur lífi líkn
en látnum frið og ró.
(Guðmundur Kristjánsson)
Ólafur Ingólfsson og
Bjarghildur Jósepsdóttir
(Óli og Bagga).
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morg-
unblaðslógóið efst í hægra horn-
inu og velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir
birtingu á útfarardegi þarf grein-
in að hafa borist á hádegi tveim-
ur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi).
Minningargreinar