Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 46

Morgunblaðið - 13.12.2012, Side 46
46 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is Golfhermir DOUBLE EAGLE 2000 Frábær aðstaða til að spila golf. Þú getur valið um 9 golfvelli, St. Andrew´s, Coeurd Alene, Firestone, Pebble Beach, Druids Glen, Doral Resort, Emirates. Óþarfi að týna sveiflunni í vetur Hægt er að bóka fasta tíma í vetur Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Í dag er gott að kaupa hluti fyrir heimilið eða fjölskylduna. Hvort sem þú vilt draga úr kostnaði eða auka tekjur þínar lofa hugmyndir þínar góðu. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér líður eins og tilfinningabrunnur þinn sé á þrotum. Treystu á orðsnilld þína og vertu umfram allt sannur í framkomu. Fólk er farið að taka eftir þér og lítur á þig sem fyr- irmynd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú hefur alltaf notið þess mjög mik- ið að veita öðrum hjálp. Mundu að halda þig við upphaflega áætlun, hreyfing a.m.k. þrisv- ar í viku. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert gæddur góðum hæfileikum en hefur ekki nægilegt sjálfstraust til að nýta þér þá. Láttu samt ekki á neinu bera, þú ferð langt á þrautseigjunni. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Vendu þig á að setja hvern hlut á sinn stað og umfram allt að leggja á minnið hvar sá staður er. Treystu skilningarvitunum frek- ar en upplýsingum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnst athygli annarra beinast að þér í of ríkum mæli. Ef þú heldur að enginn sé að horfa, hefurðu rangt fyrir þér. 23. sept. - 22. okt.  Vog Vinnufélagi þinn kemur þér á óvart og þú skalt vera jákvæður í hans garð, þegar undr- unin rennur af þér. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ert afslappaður og í góðu jafnvægi og ættir því að vera í stakk búinn til að sýna hvað í þér býr. Taktu því vel eftir og reyndu að skilja kjarnann frá hisminu. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Stundum verður bara að kýla á hlutina en ekki bíða þess að þeirra tími sé kominn. Sama hvort er, þá ert þú rétta mann- eskjan til að ná meiriháttar árangri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er mikil hætta á átökum og því ættirðu að forðast að lenda í deilum við lögreglu, yfirmenn þína eða foreldra. Hvað- eina sem þú gerir færir þér ávinning. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert fyrirmynd margra. Hvað er það í fari vinnufélaga sem kemur þér svona úr jafnvægi? Gerðu eitt góðverk á dag til jóla. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það mun gleðja þig að geta hjálpað vini þínum í dag. Einhver lumbra er í þér þessa dagana, en það klárast vel fyrir jól. Taktu gleði þína. Í klípu „NÚ JÁ? ÞÚ MÁTT SEMSAGT BLAÐRA ENDA- LAUST UM EKKI NEITT, EN EF ÉG GELTI EINU SINNI ER ÉG ÓÞÆGUR HVUTTI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERU ÞEIR EITTHVAÐ AÐ BÍTA Í DAG, HÓFÍ MÍN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... logi sem aldrei brennur út. Stefnu-móta-þjónusta HENT ÚT ÚR KRINGLUNNI! ... AFTUR! ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT ÁNÆGÐUR MEÐ SJÁLFAN ÞIG! ÞÚ GLEYMDIR AFTUR AÐ KAUPA AFMÆLIS- GJÖF FYRIR MIG, ER ÞAÐ EKKI? ÉG GLEYMDI HENNI EKKI, HELGA ... ... EN HVAÐ GETUR MAÐUR GEFIÐ KONU SEM Á ALLT?! HÚN ER ALLAVEGA EKKI REIÐ LENGUR. Víkverji er ekki frá því að hannskynji aukið stress í umferðinni í höfuðborginni þessa dagana. Ítrek- að finnst honum bílstjórar taka glannalega framúr, jafnt vinstra sem hægra megin. Óþolinmæði bílstjóra kemur meðal annars fram í því að ekið er upp að næsta bíl þannig að varla kemst frímerki á milli. Slíkt aksturslag gefur vitaskuld ekki mik- ið svigrúm og komi eitthvað upp á er aftanákeyrsla nánast óhjákvæmileg. x x x Þá hefur Víkverji tekið eftir því aðsumum ökumönnum liggur svo á þessa dagana að þeir gefa í þegar kemur gult ljós þótt þeir séu allt of seinir og enda með að fara yfir á rauðu, sem er auðvitað stór- hættulegt. x x x Víkverji hefur áttað sig á því á tíð-um ferðum úr og í vinnu að á umferðaræðum á borð við Miklu- brautina vinnst ekkert með því að gefa í. Ljósin sjá til þess að halda meðalhraðanum niðri hversu hratt sem ekið er á milli þeirra. Margir ökumenn virðast hins vegar halda að þeir séu í stórsvigi, sérstaklega þeir sem eru á jeppum, skjótast milli bíla til að ná örugglega rauða ljósinu fjórum metrum framar en hefðu þeir ekið í takt við umferðina. Þeir halda kannski að þeir séu frábærir öku- þórar, en aksturslag þeirra byggist á því að aðrir geri ekkert óvænt. Þeir geta hins vegar verið vissir um að hafa eytt meira bensíni en þeir hefðu þurft að gera og það er ekki skynsamlegt á þessum tímum dýrs eldsneytis, sem ekkert bendir til að muni lækka í verði á næstunni. x x x Víkverji er með mæli í bíl sínumsem segir honum hvað hann eyðir miklu bensíni. Þessi ágæti eyðslumælir er auðvitað að vissu leyti óþolandi, stöðug áminning um að peningarnir fuðri upp í hvert skipti sem ýtt er á bensíngjöfina, en um leið aðhald, sem verður til þess að Víkverji gætir þess að halda jöfn- um hraða og reynir að komast sem lengst á dropanum. En tankurinn tæmist nógu hratt samt. víkverji@mbl.is Víkverji Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá. (Sálmarnir 34:8) Pétur Stefánsson ákvað að slátvær flugur í einu höggi eða raunar miklu fleiri en það. Hann sendi þeim fjölmörgu sem eiga af- mæli í desember kveðju: Í ruslinu þó að ljóð mitt lendi læt ég það flakka hvort eð er: Afmæliskveðju öllum sendi sem eru fæddir í desember. Ármann Þorgrímsson bregður á leik með limru: Flest hef ég boðorðin brotið þess besta í lífinu notið það segi ég satt þó sigldi oft bratt ég alltaf hef ofaná flotið. Margt er forvitnilegra bóka sem koma út fyrir jólin og ættu að gleðja hagyrðinga, þó að eiginlegur tilgangur þeirra ritverka sé ekki endilega að breiða út fagnaðar- erindi skáldskaparins. Þar á meðal er Hjartarættin með niðjatali hjónanna Steinunnar Guðlaugs- dóttur og Hjartar Bjarnasonar. Í bókinni er getið um Jón Oddsson Hjaltalín, sem tók fyrstur upp Hjaltalínsnafnið og var annar af tveimur síðustu ábúendum í Vík og hvarf þaðan að öllum líkindum vor- ið 1752. Svo er vitnað í Sögu Reykjavíkur um eftirfarandi frá- sögn: Jón var annálaður fjörkálfur og oft var glatt á hjalla á heimili hans, dans, vikivakar og drykkjuskapur. Lyktir mála urðu þær að hann varð að segja af sér embætti árið 1749 vegna óreglu og skulda. Til er viki- vakakvæði, eignað séra Gunnari Pálssyni, sem fjallar um óstjórnlegt fjörið á hinum fornfræga land- námsbæ meðan Jón og dönsk kona hans, Mette Hansdóttir, réðu þar ríkjum. Þetta skopkvæði var líkast til ort í vandlætingarskyni af því að guðsmanninum hefur þótt nóg um léttúðina: Hjá honum Jóni Hjaltalín hoppa menn sér til vansa. Allan veturinn eru þeir að dansa. og Þar er farið í vikivaka, vita bæði frúr og menn, sínum höndum saman taka, síðan byrja dansleikinn.“ Að síðustu skemmtileg vísa Páls Jónassonar úr bókinni Vísnagátum, sem kom út fyrir jólin: Ærslabelgur öllum þekk, eftir henni Johnny gekk, líka er hún lögð í sjó, liggur alltaf meðfram snjó. Lausnarorðið birtist á morgun. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahornið Af afmæliskveðju, dansi, Hjaltalín og vísnagátu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.