Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Tilnefningar til Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlauna kvenna, voru kynntar í Aðalsafni Borgarbóka- safns Reykjavíkur í gær. Alls eru níu bækur tilnefndar til verðlaun- anna, þrjár í hverjum flokki, þ.e. flokki fagurbókmennta, fræðibóka og barna- og unglingabóka. Fjöru- verðlaunin voru fyrst veitt árið 2007 að frumkvæði hóps kvenna innan Rithöfundasambands Íslands og hafa verið veitt árlega síðan. Í flokki fagurbókmennta eru til- nefndar bækurnar Hvítfeld - fjöl- skyldusaga eftir Kristínu Eiríks- dóttur sem JPV gefur út, Ljós- móðirin eftir Eyrúnu Ingadóttur sem Veröld gefur út og Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur sem Mál og menning gefur út. Í umsögn dóm- nefndar um Hvítfeld segir m.a.: „Sagan er vönduð, vel heppnuð og sérlega skemmtileg. Uppbyggingin er snjöll og persónurnar ljóslifandi. Stíllinn og textinn eru hnitmiðaðir og táldraga lesandann.“ Um Ljós- móðurina segir: „Persónusköpun er lífleg og sannfærandi, sagan er efn- ismikil og frásögn höfundar mynd- ræn og lifandi.“ Um Ósjálfrátt segir: „Stíllinn er áreynslulaus og léttur en með þungri undiröldu, fullur af lág- stemmdri kímni svo úr verður eins- konar gleðilegur harmleikur.“ Í flokki fræðibóka eru tilnefndar bækurnar Við góða heilsu? Konur og nútímaheilbrigði í nútímasamfélagi í ritstjórn Helgu Gottfreðsdóttur og Herdísar Sveinsdóttur sem Há- skólaútgáfan gefur út, Sagan af Klaustrinu á Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur sem Sögufélagið gefur út og Reykholt: Archaeologi- cal Investigations at a high status farm in Western Iceland eftir Guð- rúnu Sveinbjörnsdóttur sem Þjóð- minjasafn Íslands gefur út. Í um- sögn dómnefndar um Við góða heilsu? segir m.a.: „Hér er fjallað á hispurslausan en jafnframt nærfær- inn hátt um persónuleg og oft við- kvæm mál tengd heilsu kvenna.“ Um Söguna af Klaustrinu á Skriðu segir: „Steinunn varpar ljósi á líf þeirra sem lifðu og dóu í klaustrinu, hún veltir fyrir sér hlutskipti þeirra og þjáningum af næmni og á per- sónulegan hátt sem þó verður aldrei of rúmfrekur í frásögninni.“ Um Reykholt segir: „Meginstyrkur bók- arinnar liggur í ítarlegum lýsingum á hinum víðfeðmu og margþættu rannsóknum sem Reykholtsverk- efnið náði yfir.“ Í flokki barna- og unglingabóka eru tilnefndar bækurnar Gríms- ævintýri eftir Kristínu Helgu Gunn- arsdóttur sem Mál og menning gef- ur út, Mitt eigið Harmagedón eftir Önnu Heiðu Pálsdóttur sem Salka gefur út og Randalín og Mundi eftir Þórdísi Gísladóttur sem Bjartur gef- ur út. Í umsögn dómnefndar um Grímsævintýri segir m.a.: „Það er frásagnarmáti bókarinnar sem gerir hana eftirminnilega og sérstaklega skemmtilega.“ Um Mitt eigið Har- magedón segir: „Bók sem allir ung- lingar ættu að geta fundið samhljóm í varðandi það að taka ákvarðanir, standa með sjálfum sér og bera ábyrgð á eigin lífi.“ Um Randalín og Munda segir: „Þetta er bráð- skemmtileg og lipurlega skrifuð saga með spaugilegum myndum, skemmtilegum persónum og að- stæðum sem vekja kátínu og gleði.“ Morgunblaðið/Ómar Höfundar F.v Anna Heiður Pálsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Þórdís Gísladóttir, Steinunn Kristjánsdóttir, Auður Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir, Eyrún Ingadóttir, Helga Gottfreðsdóttir og Bryndís Sverrisdóttir. Níu bækur tilnefndar til Fjöruverðlaunanna  Bókmenntaverðlaun kvenna afhent í febrúar á næsta ári Rússneska sópransöngkonan Galína Vishnevskaja er látin, 86 ára að aldri. Hún ólst upp í sárri fátækt, lifði af 900 daga umsátur Þjóðverja um St. Pétursborg í seinni heims- styrjöldinni og þreytti frumraun sína á óperusviðinu aðeins 18 ára gömul. Árið 1952 var hún ráðin til starfa hjá Bolshoj-leikhúsinu í Moskvu og starfaði þar til ársins 1974, en þá flúði hún Sovétríkin ásamt eiginmanni, sellóleikaranum Mstislav Rostropovitsj, og tveimur dætrum eftir áralangar og linnu- lausar árásir sovéskra stjórnvalda á þau hjónin. Tónskáldið Dmitri Shostakovitsj var mikill vinur þeirra hjóna og samdi m.a. óperuna Lady Macbeth of Mtsensk fyrir Vishnevskaju. Ann- ar góður vinur var rithöfundurinn Alexander Solzhenítsyn en hjónin skutu yfir hann skjólshúsi árin sem hann vann við að skrifa sinn mikla bálk um Gúlag-eyjarnar. Vishnevskaja og Shostakovitsj sneru heim úr útlegð árið 1990 og endurheimtu rússneskan ríkisborg- arrétt sinn. Galína Vishnevskaja verður jarðsett í Moskvu við hlið eig- inmanns síns sem lést árið 2007. Rússneska sópransöng- konan Vishnevskaja látin Látin Galína Vishnevskaja. Indverski sítarleikarinn Ravi Shankar er látinn, 92 ára að aldri. Á löngum og gifturíkum ferli kom hann sítarnum á heims- kortið og hefur áratugum saman verið einn kunnasti og vinsælasti heimstónlistarmaðurinn. Bítillinn George Harrison kallaði hann „guðföður heimstónlistarinnar“. Shankar kom fyrst fram árið 1939 og þótti fljótlega ná óvið- jafnanlegum tökum á hljóðfærið. Þrátt fyrir sterkar rætur í ind- verskri tónlist lék hann mikið með vestrænum listamönnum og árið 1966 kynntist hann með- limum Bítlanna og kenndi hann Harrison á sítar. Shankar lék einnig með listamönnum í öðrum geirum, til að mynda André Pre- vin og John Coltrane. Tvær dætra Shankars eru heimsþekktir tónlistarmenn, söngkonan Norah Jones og sítar- leikarinn Anoushka Shankar. Meistari sítarsins látinn AFP Goðsögn Ravi Shankar tekur hér sítarinn til kostanna árið 2009. Öldungaráð Kraums hefur tilnefnt tuttugu plötur á Úrvalslista Kraums en eftir viku kemur í ljós hvaða plöt- ur skipa munu Kraumslistann 2012. Tilnefndar plötur í stafrófsröð flytj- enda eru: adhd með adhd4, Ásgeir Trausti með Dýrð í dauðaþögn, Borko með Born To Be Free, Davíð Þór Jónsson með Improvised Piano Works 1, Duo Harpverk með Green- house Sessions, Futuregrapher með LP, Ghostigital með Division of Culture & Tourism, Hilmar Örn Hilmarsson & Steindór Andersen með Stafnbúa, Hjaltalín með Enter 4, Moses Hightower með Aðra Mósebók, Muck með Slaves, Nóra með Himinbrim, Ojba Rasta með Ojba Rasta, Pas- cal Pinon með Twosomeness, Pétur Ben með God’s Lonely Man, Retro Stef- son með Retro Stefson, Sin Fang með Half Dreams EP, The Heavy Experience með Slowscope, Tilbury með Exorcise og Þórir Georg með I Will Die and You Will Die and it Will be Alright. Tilnefningar hjá Kraumi Ásgeir Trausti Ný skáldsaga Péturs Gunn-arssonar, Íslendinga-blokk, ber undirtitilinn(Tíðarandasaga). Og vissulega er þetta saga um tíðarand- ann og samtímann, eins og höfundur- inn birtir okkur hann í tengdum frá- sögnum af íbúum blokkar við Miklubraut í Reykjavík. Höfundur slær tóninn með einkunnarorðum verksins, sem annars vegar eru sótt í Ummyndanir Óvíds, um að heimur- inn haldi áfram að breytast og ekkert haldi mynd sinni, og hinsvegar í Fyrra bréf Páls til Korintumanna, einnig um að lífið haldi áfram: „Því að heimurinn í núverandi mynd líður undir lok, en ég vil að þið séuð áhyggjulaus.“ Það er sem höfundur- inn vilji minna okkur, íbúana í Ís- lendingablokk hinni stærri, á að við og allt hitt verðum fljótlega farin og að við getum ekkert gert við því. Annað en að lifa lífinu. Bókin skiptist í fjóra hluta, kennda við árstíðirnar, og hefst (og reyndar endar einnig) með Indriða Einars- syni, fyrrverandi tollverði, þar sem hann er staddur í snjóhvítum Foss- vogskirkjugarði. Rauða ljósaseríu sem hringar sig um legstein sem eig- inkona Indriða hvílir undir tengir hann rafgeymi bílsins og gefur bíln- um síðan inn svo glaðnar yfir serí- unni. Þarna í garðinum eru margir samferðamenn tollarans, „… sváfu undir moldarsængum með tandur- hreinu veri, skroppnir saman í bók- stafi og tölustafi sem standa fyrir daginn og árið sem einstaklingurinn kemur í heiminn og dagsetninguna þegar nafnið manns hverfur úr þjóð- skránni. Þarna var rakarinn hans gamli og þarna skipstjórinn sem hann hafði í tvígang tekið með toll- skyldan varning, leikari og sauma- kona – hvert og eitt í svefninum langa uns Vekjarinn mikli myndi hringja við endalok tímans.“ Höfundur minnir iðulega á það í bókinni hvernig tíminn líður og mennirnir hverfa, en við lesendur kynnumst um leið fólki sem býr í blokkinni eða tengist íbúum hennar og það er eftirminnilegt persónugall- erí. Indriði og Hreggviður svili hans eru sannkallaðir hornsteinar frásagn- arinnar, báðir ekklar, og samtöl þeirra og samskipti frábærlega skrif- uð. Addi rakari er annar ekkill og fer einnig með stóra rullu, Kata skáld- kona er komin á níu mánaða starfs- laun sem ramma inn sögutímann, Hansi er starfsmaður Fríhafnarinnar og gamall poppari sem vill halda í æskuminningarnar og ganga í augun á fleiri konum en eiginkonunni. Fleiri birtast á síðunum, eins og séra Flóki, prestur sem er genginn af trúnni, og Máni Ísaksson sem hefur starfað að góðgerðarmálum í þriðja heiminum og ákveður að bjóða sig fram til for- seta með eftirminnilegum árangri. Síðan er það röddin sem segir söguna og er að kenna Gleðileik Dantes á endurmenntunarnámskeiði, en ferða- lagið innan Gleðileiksins er látið kall- ast á við sögu fólksins á blokkinni á athyglisverðan hátt. Frásögnin sveiflast milli þessara persóna og byggir höfundurinn í afar vel stíluðum og stórskemmtilegum textanum upp heildstæða mynd af þessu fólki, tilveru þess, löngunum og þrám. Pétur er hér í essinu sínu. Samskipti persóna varpa á þær ljósi og samtöl eru oft og tíðum drepfynd- in og sýna sitthvað úr samtímanum á spaugilegan hátt; gömlu svilarnir eiga til að mynda erfitt með að halda í við flug tímans, hvort sem það snýst um samkynhneigða ættingja sem koma út úr skápnum eða rafræn skil á minningargreinum í Morgunblaðið. Í þessari blokk er einhvernveginn allt að finna: ást og svik, káf og framhjá- hald, drauma og langanir, misskiln- ing og vináttu, líf og dauða. Pétri heppnast frábærlega að koma vel byggðum og skemmtilegum heimi fyrir í þessari blokk við Miklu- brautina; þessu samfélagi þar sem svo margt breytist á einu ári og tím- inn flýgur. En svona geta snjallir höf- undar skrifað; sagan um Íslend- ingablokkina er bæði djúp og skemmtileg – helsti gallinn er hvað hún er stutt. Heimurinn breytist og ekkert heldur mynd sinni Skáldsaga Íslendingablokk bbbbm Eftir Pétur Gunnarsson. JPV útgáfa, 2012. 180 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Morgunblaðið/Golli Pétur „Sagan um Íslendingablokk- ina er bæði djúp og skemmtileg .“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.