Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 13.12.2012, Qupperneq 50
50 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Ósjálfrátt er sagan hennarEyju, saga um getnað,meðgöngu og fæðingu rit-höfundar. Eyja er ung kona sem er í leit að sjálfri sér og til þess að finna sig þarf hún að ganga ýmsar leiðir áður en hún ratar á þá réttu. Eyja er rétt rúmlega tvítug þegar hún flyst ein í lítið sjávarþorp á Vestfjörðum þar sem snjóflóð er nýbúið að taka með sér mörg mannslíf. Hún kynnist þar Garranum, miklu eldri manni, kúnstugum og drykkfelldum. Kynni þeirra enda með gift- ingu og eru enda- lok hjónabands- ins upphafið að þessari bók. „Viltu ekki fara frá þessum manni?“ er upphafssetn- ingin og þeirrar spurningar spyr amma Eyju sem er mikið í mun að dótturdóttir hennar og nafna slíti sig frá Garranum og finni sína braut. Konurnar í lífi Eyju leggjast á eitt og koma henni í burtu frá þessum manni, alla leið til Svíþjóðar. Þar dvelur hún í sænsku dreifbýli hjá Skíðadrottningunni frænku sinni sem rekur orlofshús og sumarbúðir fyrir íslensk börn. Eyja hjálpar til við reksturinn en stærsta ætlunar- verkið með utanlandsferðinni er að koma rithöfundarferlinum af stað. Ætlunarverkið tekst, Eyja fjarlæg- ist Garrann og kemur heim með handrit í farteskinu. Þá tekur við nýtt líf. Það er Eyja í dag sem segir okkur söguna, hún fer fram og til baka í tíma og rifjar upp hin ýmsu tímabil ævi sinnar, frá barnæsku til þess tíma sem hún situr og skrifar þessa sögu. Eyja rifjar líka upp sögur kvennanna í kringum sig, lífið hefur farið einhvern veginn með þær allar. Ósjálfrátt er sagan hennar Eyju en þetta er líka saga kvenna, kynslóð fram af kynslóð. Upphaf bókarinnar er þungt, öm- urleikinn liggur yfir því eins og hann liggur yfir lífi Eyju. Framtaksleysið er algjört en með drifkrafti kvennanna kemst kraftur í Eyju og eftir því sem hún þroskast því öfl- ugri verður hún sem persóna, því öflugri verður sagan og þegar bókin er búin hefur maður trú á því að Eyja geti allt. Kaflarnir um tíma Eyju í Svíþjóð eru á köflum stórskemmtilegir, þökk sé hinni kúnstugu Skíðadrottningu, en stundum langdregnir. Kaflarnir um langömmuna og ósjálfráðu skriftina fannst mér þó hvað mest grípandi enda fer höfundurinn á flug í þeim. Það er líka þessi vitneskja um ósjálfráðu skrift formóðurinnar sem hjálpar Eyju með rithöfundar- ferilinn. Þannig hjálpast konurnar að í gegnum kynslóðirnar og söguna. Þrátt fyrir að sagan sýni hvað konur geta verið sterkar ef þær taka höndum saman þá sýnir hún líka hvernig mannskepnan getur eyði- lagt sjálfa sig og aðra í kringum sig. Alkóhólismi leikur stórt hlutverk í þessari sögu, það virðist sem allir styðji sig við áfengið nema Eyja og amma hennar. Eftir að Eyja fjar- lægist Garrann áttar hún sig á því að hún vildi bjarga honum alveg eins og hún vill bjarga mömmu sinni. Með- virknin hjá aðstandendum alkóhól- ista getur verið mikil, litað allt þeirra líf og steypt þeim sjálfum í glötun, þó að þeir séu ekki haldnir sjúkdómnum sjálfir, aðeins litaðir af honum. Sagan er lituð af alkóhólist- unum í lífi Eyju. Ósjálfrátt er vel skrifuð saga, tregafull en líka fjörug, fyndin og kaldhæðin. Hún er samt ekki galla- laus; langdregin á köflum, torveld í byrjun og tímaflakkið stundum rugl- ingslegt. Sterkasti þáttur sögunnar er persónurnar sem eru dregnar sterkum dráttum og svo áhugaverð- ar að maður óskar þess að fá að vera áfram fluga á vegg í lífi þeirra að lestri loknum. Sagan hennar Eyju og hinna kvennanna Skáldsaga Ósjálfrátt bbbmn Eftir Auði Jónsdóttur. Mál og menning 2012. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Ómar Auður Sagan er „tregafull en líka fjörug, fyndin og kaldhæðin.“ Aðalpersónan í Suðurglugg-anum, nýrri skáldsöguGyrðis Elíassonar, er rit-höfundur sem dvelur í sumarhúsi vinar síns og vinnur að skáldsögu. Það ætti ekki að koma á óvart að rithöfundurinn er afar ein- rænn og það er í takt við andrúms- loft sögunnar að húsið sem hann býr í er svart og að honum gengur illa við ritstörfin. Rithöfundurinn er í sjálfskipaðri einangrun enda hefur hann, eins og svo margar sögurpersónur Gyrðis, ekki þörf fyrir mikil samskipti og tengir sig ekki við nútímann. Áhuga- leysi hans á hraða nútímasamfélags- ins endurspeglast á ýmsan hátt, meðal annars í því að hann skrifar á ritvél en ekki tölvu. Hann er með síma en skilur stundum ekki sjálfur tilganginn með því enda hefur hann slökkt á símanum löngum stundum. Hann hlustar á fréttir í útvarpi og þar heyrir hann af endalaus- um hörmungum, átökum og spill- ingu. Kannski ekki nema von að hann kjósi að búa í friðsamlegri einkaveröld þar sem er lítið sem ekkert pláss fyrir aðrar manneskjur. Hann ræðir við móður sína og systur í síma en þau samskipti eru öll á yfirborðinu og virðast skipta hann litlu máli. Hann skrifar bréf til konu sem skiptir hann máli og ekur með þau í póst- húsið í þorpinu en snýr svo aftur í sumarhúsið án þess að hafa sett þau í póst. Konan hringir í hann en þegar hann hringir í hana kemur í ljós að símanúmer hennar er ótengt. Þau geta ekki náð saman. Eina mann- eskjan sem hann á frumkvæði að því að kynnast í þorpinu er maður sem sýnir kvikmyndir heima hjá sér, en í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist varðandi tilvist þess manns. Gyrðir Elíasson býr yfir ein- stökum skáldskaparhæfileikum og endalaust má dást að snilli hans. Hér fjallar hann eins og svo oft áður um einsemd listamannsins og erfiðleika hans við að eiga í innilegum sam- skiptum við aðra. En hér er líka ver- ið að segja fleiri sögur. Verkið fjallar ekki síst um grimmd manneskj- unnar sem hinn ofurnæmi rithöf- undur í verkinu verður stöðugt með- vitaður um í gegnum útvarpsfréttir. Í verkinu er að finna sterkan sið- ferðilegan boðskap og áminningu um að gleyma ekki mennskunni. Ást á góðum listum og virðing fyrir nátt- úrunni og öllu því sem lifir einkennir þessa bók. Og eins og í ljóðabók Gyrðis Hér vex enginn sítrónuviður sem kom út fyrr á þessu ári er að finna sterka andúð á þeirri enda- lausu dýraslátrun sem nútímamann- inum þykir svo fjarska eðlileg og sjálfsögð. Stílsnilli Gyrðis er alkunn og það er eins og að þylja upp sjálfsagða hluti að lofa hana. Gyrðir er maður fárra orða og velur alltaf réttu orðin. Hann hefur fádæma vald á tungu- málinu og slær aldrei feilnótu. Ein- hvern tíma hefði ekki þótt sjálfsagt að tala um húmor í bókum Gyrðis en Suðurglugginn iðar af húmor og nokkrum sinnum er lesandinn lík- legur til að hlæja upphátt. Þetta samspil húmors og trega gefur verk- inu sérstakan blæ. Á dögunum hafði íslenskur rithöf- undur orð á því að Suðurglugginn væri bók sem nálgaðist fullkomnun. Það er ástæða til að taka undir þau orð og bæta því við að Suðurglugg- inn er skáldsaga þessa árs. Áminning um mennskuna Skáldsaga Suðurglugginn bbbbb Eftir Gyrði Elíasson. Uppheimar 2012. 134 bls. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BÆKUR Morgunblaðið/Einar Falur Gyrðir „Samspil húmors og trega gefur verkinu sérstakan blæ,“ skrifar rýn- ir og segir Suðurgluggann vera skáldsögu þessa árs. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Steingerð vængjapör nefnist nýtt tvímála ljóðasafn norska skáldsins Tors Ulvens (1953-1995). Magnús Sigurðsson, skáld og þýðandi, hefur þýtt stórt úrval ljóða norska skálds- ins og ritar einnig ítarlegan eftir- mála, þar sem hann setur verk skáldsins í samhengi. En hver var þessi maður, Tor Ulven? „Hann var sjálfmenntað skáld, reyndar með meirapróf á kranabíl og vann ungur ýmiss konar verka- mannavinnu,“ segir Magnús. „Ulven var ákaflega víðlesinn og varð fljót- lega að eins konar költhöfundi á sama tíma og ýmsar goðsagnir tóku að spretta upp um hann. Ekki síst vegna þess hve sérstaka rödd hann hafði nánast frá upphafi, og síðan sökum þess að hann ákvað að loka sig af frá umheiminum. Hann veikt- ist, var haldinn alvarlegri kvíða- röskun, og í tæpan áratug lokaði hann sig af inni í íbúð foreldra sinna, sem þá voru látin. En Ulven hélt áfram að skrifa og gefa út sínar bækur. Þær vöktu sí- fellt meiri athygli. Til að byrja með voru þetta eingöngu ljóðabækur en síðar á ferlinum þótti honum hann hafa ort sig út í horn og tók þá að skrifa prósa, smásögur og stutta skáldsögu. Síðan gerðist það árið 1995, þegar Ulven var 42 ára, að hann framdi sjálfsmorð. Í kjölfarið hefur hróður hans borist enn víðar. Hann er stundum sagður höfundur annarra höfunda, en það finnst mér ástæðu- laust því að mínu mati er Ulven alls ekki óaðgengilegur. Yrkisefni hans eru á einhvern hátt á skjön við sam- tímann, hann tekur samtímann ekki fyrir sem slíkan heldur grundvallar- forsendur tilvistarinnar; þótt Tor Ulven hafi alla tíð búið í Osló er ekkert í hans ljóðlist sem bendir til þess.“ Ómetanlegar ljóðaþýðingar Magnús hefur áður sent frá sér þýðingar á ljóðum Ezra Pound og Ingibjargar Haraldsdóttur á spænsku og hann hefur skrifað um verk annarra skálda, til að mynda Kristjáns Karlssonar. Hvers vegna tók hann að þýða verk Ulvens? „Ég hafði verið að lesa verk hans og hrifist af. Það getur verið snúið Morgunblaðið/Kristinn Þýðandinn „Það er afar þroskandi að geta sökkt sér niður í höfundarverk og hugmyndir annars skálds,“ segir Magnús Sigurðsson. „Ákvað að loka sig af frá umheiminum“  Magnús Sigurðsson hefur þýtt úrval ljóða eftir Tor Ulven að þýða úr meginhluta höfundar- verksins eins og ég geri og það tók mig tíma að kynnast ljóðheimi hans til hlítar, að lesa verkin og um þau. Ég byrjaði fyrst að þýða ljóðin fyrir fjórum árum og fannst mér þá ekki takast nægilega vel upp, lagði þau á hilluna um tíma og kom aftur að þeim síðar. Þá endurþýddi ég sumt, bætti við og vann verkið til hlítar.“ Eftirmáli Magnúsar er afar grein- argóður og upplýsandi. „Tor Ulven er ekki ýkja þekktur hér á landi og þar sem ekki hefur verið mikið skrifað um hann þótti mér svigrúm til að koma að höfund- arverki hans á minn hátt. Ég reyni að setja verk hans í ákveðið bók- menntalegt samhengi en undir- strika að það er persónuleg skoðun, svona kemur þetta mér fyrir sjón- ir.“ Magnús hefur lagt sig eftir ljóða- þýðingum. Hvert finnst honum hlut- verk þeirra vera? „Ljóðaþýðingar hafa verið og eru ómetanlegar sem mælikvarði og sýnishorn af ljóðlist annarra þjóða, þótt þær fari oft lágt. Fyrir sjálfan mig sem höfund er nauðsynlegt að fást við þýðingar. Það er afar þrosk- andi að geta sökkt sér niður í höf- undarverk og hugmyndir annars skálds.“ Birkilaufin glitra í vindinum. Nóttin er björt og allir hinir sofa. Ég öðlast skyndilega ómælt traust á trjánum, eins og þau væru rammbyggðar hækjur undir sálina, svo þessi farlama risi geti loksins staulast burt, burt, burt. *** Sittu hjá mér vina, segðu frá þeim dögum þegar ég verð ekki til. Magnús Sigurðsson þýddi. Tvö ljóð eftir Tor Ulven

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.