Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 13.12.2012, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 2012 Agnar Már Magnússon hef-ur sent frá sér tvöfaldandisk með einleiksverkumsem hann nefnir Hylur. Þetta er píanótónlist spunnin í anda djasssnillinga á borð við Bill Evans, Keith Jarrett og Paul Bley, en á þó ef til vill meira skylt við impressjón- ista fyrri ára eins og Debussy og Eric Satie. Tón- listin er ávallt rómantísk, falleg og þægileg, stundum drunga- leg, þegar best lætur eftirtektarverð nálgun á gam- alkunnugt form. Diskarnir tveir skiptast upp í 22 verk sem hvert og eitt ber eins orðs titil sem vísar enn frekar til fegurðar og kyrrðar. Titlar eins og „Spekt“, „Straumur“, „Dýpi“, „Spegill“, „Þögn“ á fyrri disknum og „Iða“, „Sálmur“, „Fönn“, og „Sátt“ á síðari gefa fyr- irheit, eða eins og Agnar Már lýsti tónlistinni í viðtali við Morgunblaðið: „Í ám er hylurinn staður þar sem dýpið er meira, straumurinn minnk- ar og tíminn stendur nánast í stað. Í tónlistinni minni dvel ég við ákveðna hugmynd, en hún fær samtímis að streyma áfram í ýmsar áttir.“ Und- anfarin ár hefur Agnar Már Magn- ússon leikið með ASA tríóinu sem hefur m.a. rannsakað Thelonius Monk með góðum árangri. Heldur lítið finnst af djassspuna á Hyl, hvorki í anda Monk, Cecil Taylor eða Keith Jarrett, þó sá síðarnefndi sé andlega tengdur tónlistinni þá er hún enn meira í anda impressjón- ista. Spuninn líður rólega áfram, flest verkin leikin á hægum hraða og þrátt fyrir góðan heildarsvip skortir fjölbreytni, meiri átök og rytmísk uppbrot. Í nokkrum verkanna tekst þó Agnari að spinna skemmtilegar hendingar með blús- eða djass- skotnum áhrifum og byggja upp spennu. Dæmi um það er hið ábúð- arfulla verk „Dýpi“. Einnig má benda á hið fallega verk „Þögn“ þar sem rómantík Agnars nær einna hæst. Hylur er metnaðarfullt verk sem Agnar Már og útgefandi hans Dimma geta verið stolt af. Umslag og öll hönnun er smekkleg og í anda tónlistarinnar. Meiri ritstýring og fækkun verka niður á einn þéttan disk hefði gert útkomuna enn betri. Hylur er nýjasti kaflinn í tónlistar- sköpun Agnars Más, einn sá djarf- asti og persónulegasti hingað til og sýnir margar hans bestu hliðar. Metnaður „Hylur er metnaðarfullt verk sem Agnar Már og útgefandi hans Dimma geta verið stolt af,“ segir m.a. í gagnrýni um Hyl. Djúpur Hylur Agnar Már Magnússon - Hylur bbbmn Tvöföld breiðskífa Agnars Más Magnússonar. Dimma gefur út. ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST Hugleikur býður til jóladagskrár undir heitinu Jólahlaðborð í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.00 og aftur á sunnudag kl. 17.00. Eins og nafnið gefur til kynna verður fjölbreytt efni á boðstólum, leiknir þættir og tónlist í bland. Á krepputímum er í tísku að endur- nýta og betrumbæta. Hugleikur stendur sig í því með því að setja upp tvo endurunna þætti: Meira fyrir börn eftir Þórunni Guðmunds- dóttur og Þegar Grýla stal jólunum eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur. Svo er heimsfrumsýning á þætt- inum Korter í sex eftir Þórarin Stefánsson. Nokkur ný jólalög eftir valinkunna hugleikara munu líka hljóma. Lofað er að sannur hug- leiks-andi mun svífa yfir vötnunum og svo er aldrei að vita nema boðið verði upp á veitingar í hléi. Hugleikur er á Eyjaslóð 9. Hugleikarar Settir verða upp endur- unnir leikþættir og jólatónlist flutt. Hugleikur býður til Jólahlaðborðs Esther Jökuls- dóttir söngkona og hljómsveit halda í kvöld kl. 20 tónleika í Frí- kirkjunni til heiðurs hinni þekktu söng- konu Mahaliu Jackson. Flutt verða þekktustu jóla- og gospel- lög Jackson og þá að mestu af hljómplötu hennar Silent Night. Bjarni Arason verður gesta- söngvari á tónleikunum í kvöld og einnig kemur fram karlakvartett, skipaður Benedikt Ingólfssyni bassa og tenórunum Einari Clau- sen, Skarphéðni Hjartarsyni og Erni Arnarsyni. Aðalheiður Þor- steinsdóttir leikur á pianó, Erik Qvick á trommur, Gunnar Gunnars- son á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Um út- setningar laganna sáu Aðalheiður og Skarphéðinn. Lög Mahaliu Jack- son í Fríkirkjunni Esther Jökulsdóttir SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 40% afsláttur af öllum gleraugum FACEBOOK.COM/GLERAUGNAMIDSTODIN LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 SO UNDERCOVER Sýndkl.6-8 GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D Sýndkl.6 KILLING THEM SOFTLY Sýndkl.10 SKYFALL Sýndkl.6-9 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Bráðskemmtileg gamanmynd í anda MISS CONGENIALITY -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is 12 7 16 L ,,Sú besta í allri seríunni” T.V - Kvikmyndir.is ,,Fyrsta flokks 007” J.A.Ó - MBL ,,Þrælspennandi og skemmtileg frá upphafi til enda” H.V.A - FBL Þ.Þ - FBL SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%GLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS ÍSLENSKT TAL NÁNAR Á MIÐI.IS -S.G.S., MBL -H.V.A., FBL SO UNDERCOVER KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L SKYFALL KL. 9 12 SKYFALL LÚXUS KL. 6 - 9 12 GOÐSAGNIRNAR FIMM 2D KL. 3.40 - 5.50 L GOÐSAGNIRNAR FIMM 3D KL. 3.40 L KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10.15 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 6 - 10.20 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.40 - 8 7 NIKO 2 KL. 3.40 L SO UNDERCOVER KL. 8 - 10 L KILLING THEM SOFTLY KL. 8 - 10 16 HERE COMES THE BOOM KL. 5.50 7 SKYFALL KL. 5.20 12 HNOTBRJÓTURINN KL. 7.15 UPPSELT JACKPOT KL. 8 - 10.20 16 SILVER LININGS PLAYBOOK KL. 5.20 - 9 - 10 CLOUD ATLAS KL. 5.30 - 8 16 DJÚPIÐ KL. 5.50 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.