Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Reyndir forystumenn í verkalýðs- hreyfingunni sem rætt er við minnast þess ekki að á síðari tímum hafi myndast önnur eins gjá á milli Al- þýðusambandsins og ríkisstjórnar- innar og núna blasir við. Þó oft hafi kastast í kekki, eiga þau hörðu orða- skipti á milli forystumanna ríkis- stjórnarflokkanna og forseta ASÍ sér fá ef nokkur fordæmi á seinni árum. Gagnrýni Steingríms J. Sigfússon- ar atvinnuvegaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, í kjölfar auglýsingar ASÍ í Frétta- blaðinu í fyrradag, hefur vakið at- hygli. Þar tiltók ASÍ dæmi um loforð sem launþegasamtökin telja að stjórnvöld hafi svikið. Núna er þol- inmæði verkalýðsforystunnar greini- lega þrotin. Fjölmennur formanna- fundur ASÍ ákvað í fyrradag að hreyfingin ætti ekkert vantalað við þessa ríkisstjórn. Í sömu sporum og SA Samtök atvinnulífsins hafa sem kunnugt er einnig átt í útistöðum við stjórnvöld og gáfust í fyrra upp á að ræða við ríkisstjórnina um skuldbind- andi loforð af hálfu stjórnvalda. ,,Þeir gefast upp árinu seinna en við,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri SA, um ákvörðun ASÍ að ræða ekki frekar við ríkisstjórnina. ,,Við gáfumst upp á því fyrir ári síðan að reyna að kreista út einhver ný lof- orð frá ríkisstjórninni vegna kjara- samninganna, sem hvorki var vilji né geta til að efna,“ segir hann. SA hafa þrátt fyrir þetta átt sam- skipti við stjórnvöld um ýmis mál og tekið þátt í störfum ef fulltrúar þeirra hafa verið boðaðir til funda. ,,En við töldum alveg tilgangslaust að reyna að kreista út einhver ný loforð, sem myndu aldrei standast. Núna er Al- þýðusambandið í sömu sporum og við vorum þá.“ Sumarliði Ísleifsson sagnfræðing- ur er að ljúka ritun sögu Alþýðusam- bandsins. Hann segir að mörg dæmi megi finna í þeirri sögu á liðinni öld, sérstaklega fyrir 1990, um hörð átök á milli ASÍ og ríkisstjórnar, þar sem ASÍ hafi jafnvel tekið þátt í að fella ríkisstjórnir. Mun færri dæmi séu um svo hörð átök á síðustu tveimur ára- tugum. Sumarliði vill þó ekki leggja dóm á hvað hin hvössu orðaskipti sem nú ganga á milli rista djúpt. „Það er held ég alveg ljóst að það er ekki fullt traust þarna á milli og hefur ekki ver- ið undanfarin ár en á meðan reyk- urinn er ekki hjaðnaður er erfitt að leggja dóm á hvort menn munu standa við stóru orðin.“ Harkalega tekist á Steingrímur og Gylfi tókust harka- lega á í Speglinum í Ríkisútvarpinu í fyrradag og aftur í Kastljósi um kvöldið og gengu ásakanir á báða bóga. Jóhanna hafði einnig uppi stór orð við upphaf þingfundar á Alþingi í gær en Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, beindi þeirri spurningu til Jóhönnu hvort ekki væri tímabært fyrir ríkisstjórnina að „skila lyklunum“. Bjarni vitnaði til ASÍ um að ríkisstjórnin hefði sett heimsmet í svikum. Eina svar stjórn- arinnar væri að segja ASÍ ljúga. Jóhanna sagði ríkisstjórnina hafa þurft að sitja undir eilífum svika- brigslum af hálfu ASÍ sem séu orðin svo tíð að þau geti vart talist mark- tæk. „Ég er sannfærð um það að ef svo illa fer í kosningunum í vor að sjálfstæðismenn taki við völdum, þá mun forysta ASÍ þakka fyrir þann tíma sem hún hefur haft með fé- lagshyggjustjórn síðastliðin ár,“ sagði hún. Hefur enga forystu sýnt Vilhjálmur tekur í sama streng og Gylfi í gagnrýni á ríkisstjórnina, sem hafi lofað að skapa öll skilyrði fyrir og ýta undir meiri fjárfestingar í at- vinnulífinu. Þær væru meginforsenda þess að gengið gæti hækkað og verð- bólgan yrði í samræmi við markmið Seðlabankans. „Þetta hefur ekkert gengið eftir og ríkisstjórnin hefur ná- kvæmlega enga forystu sýnt í því máli og unnið gegn auknum fjárfestingum t.d. með þessum endalausa hernaði á hendur sjávarútveginum,“ segir hann. Í skugga þessara átaka er unnið að endurskoðun kjarasamninga og næstkomandi mánudag munu samn- inganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA koma saman. Eldar loga milli ASÍ og ríkisstjórnar  Gjáin breikkar á milli ASÍ og stjórnvalda sem ekki eru dæmi um á síðari tímum  ,,Þeir gefast upp árinu seinna en við,“ segir framkvæmdastjóri SA um ákvörðun ASÍ að slíta samskiptin við ríkisstjórn Skjáskot úr Kastljósi. Ásakanir Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson deildu harkalega í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins. ’ Ég er nú farinn að halda að vanda- málið í þessu samstarfi sé að Gylfi Arnbjörnsson kann ekki mannasiði. Steingrímur J. Sigfússon í Speglinum ’ Það auðvitað hljómar ágætlega að ég sé bara frekur. Jú, ég er það vafalaust […]. Ég hygg að Steingrímur hefði bara gott af því að hlusta á hvað er að gerast hjá þjóðinni. Gylfi Arnbjörnsson í Speglinum ’ Þetta er með endemum ósvífin, órökstudd og ósönn auglýsing sem er Alþýðusambandsforystunni eða Gylfa Arnbjörnssyni til lítils sóma. Steingrímur J. Sigfússon í Kastljósi ’ Ég bara skil ekki með nokkrum hætti hvernig þessi ríkisstjórn, þessir flokkar, geta talið að ein- staklingar með 150-160 þúsund í bætur frá almannatryggingum eigi eitthvað hliðstætt við hátekjuhópa. Gylfi Arnbjörnsson í Speglinum ’ Það er endemis ósvífni að kenna þessari ríkisstjórn um sem við erf- iðar aðstæður hefur gert hvað hún get- ur Steingrímur J. Sigfússon í Speglinum ’ Er búið að skipa hana [nefnd um peningamálastefnu]? Hafið þið gert eitthvað í málinu? Það hefur bara ekkert verið gert í málinu. Gylfi Arnbjörnsson í Kastljósi ’ Sigmar, á ég ekki bara að koma í næsta þátt? Steingrímur J. Sigfússon í Kastljósi ’ Ég er hér að koma fram fyrir hönd hundrað þúsund manna hreyfingar. Það getur vel verið að Steingrími finnist ég vera leiðinlegur. Það verður bara að hafa það. Gylfi Arnbjörnsson í Speglinum ’ Ert þú einn í þættinum? Steingrímur J. Sigfússon í Speglinum Orðrétt Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði sig í gær úr Samfylkingunni. Hann segir að þingflokkur Samfylk- ingarinnar hafi snúið baki við hags- munum launafólks á almennum vinnumarkaði. „Tel ég þetta svo al- varlegt að ég vil ekki lengur sem for- ustumaður innan verkalýðshreyfing- arinnar og sem jafnaðarmaður bera á þessari stefnu þá ábyrgð sem felst í aðild minni að flokknum. Ég segi mig því hér með formlega úr Samfylking- unni,“ segir Gylfi í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér. Gylfi segist hafa í fyrsta skipti á ævinni gengið í stjórnmálaflokk við stofnun Samfylkingarinnar þar sem hann hafi talið að með stofnun henn- ar hefði loksins orðið til það afl á vettvangi stjórnmálanna þar sem grunngildi hinnar norrænu jafn- aðarmennsku, sem á rætur sínar í grunngildum verkalýðshreyfing- arinnar um jafnrétti og bræðralag, ættu sér skjól og öflugan málsvara á vettvangi stjórnmálanna. Hafa snúið baki við hagsmunum almenns launafólks „Jafnframt bauð ég mig til starfa á vettvangi flokksins og vildi með því taka þátt í að móta stefnu hans og deila langri reynslu af þátttöku í bar- áttunni fyrir hagsmunum launafólks. Smátt og smátt hef ég þó dregið mig út úr þessu starfi og eftir að flokk- urinn komst til valda árið 2007 hefur það ítrekað gerst að Samfylkingin hefur í verki fjarlægst þau grundvall- arsjónarmið sem ég tel að flokkurinn eigi að byggja stefnu sína og aðgerð- ir á,“ segir í yfirlýsingu Gylfa. Hann segist hafa hætt með öllu beinum afskiptum af starfi flokksins eftir að hann varð forseti ASÍ. „Það gerði ég bæði vegna ítrekaðra árekstra um einstök mál sem Al- þýðusambandið hefur lagt áherslu á og eins vegna þess að mér fannst það ekki lengur samræmast stöðu minni að vera virkur í flokksstarfi. Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundinn í Samfylking- unni. Það afskiptaleysi, áhugaleysi, skilningsleysi og á stundum bein andstaða flokksforystunnar við mik- ilvæga hagsmuni almenns launafólks hefur fyllt mælinn. Hér á m.a. í hlut hik og aðgerðaleysi í atvinnusköpun, endurteknar skerðingar á réttindum elli- og örorkulífeyrisþega og at- vinnuleitenda og nú síðast skattlagn- ing á lífeyrisréttindi almenns launa- fólks á sama tíma og réttindi ráðherra, þingmanna, æðstu emb- ættismanna og þeirra opinberu starfsmanna sem eiga aðild að op- inberu lífeyrissjóðunum eru varin með ábyrgð ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gylfi. Í öllum þessum málum hafi forysta og þingflokkur Samfylk- ingarinnar snúið baki við hags- munum launafólks á almennum vinnumarkaði. Gagnrýnir aðgerðaleysi forystu Samfylkingarinnar  Gylfi Arnbjörnsson sagði sig úr Samfylkingunni í gær Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrsögn Gylfi Arnbjörnsson hefur verið í Samfylkingunni frá stofnun. Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com L’Occitane en Provence - Ísland Ilmpoki 35 g - 990 kr. • Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. • Ilmsápa 100 g - 660 kr. • Húðmjólk 250 ml - 3.630 kr. ö r tö frandi gjafir FRá PROVENCE VERBENA 5.990kr. Verð áður:7.51 0 k r. GJAFAKASSI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.