Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Hún tengdamóðir mín, ElínEiríksdóttir, saumaðiþennan kjól á mig árið1989, eða fyrir tuttugu og þremur árum, en þá var ég nýbúin að eiga yngri stelpuna mína. Allar götur síðan hef ég verið í þessum kjól á að- fangadagskvöld,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir sem ætlar sér að halda í þá hefð. „Elín er lærð saumakona og hún fór létt með að hafa kjólinn alfar- ið eftir mínum óskum, þetta er svona hafmeyjukjóll sem var það flottasta á þeim tíma, með tjulli og slaufum. Ég er næstum með sömu málin og þá, kannski ekki alveg,“ segir Ingibjörg og hlær. Mikið að gera á hárgreiðslu- stofunni fyrir jólin Ingibjörg segist vera mikið jóla- barn, hún njóti jólanna í alla staði og að hefur alltaf lagt upp úr því að vera fín á jólunum. „Það var alls ekki ætl- unin í upphafi að þetta yrði jólakjóll- inn minn næstu tuttugu og þrjú ár, en þar sem ég rak á þessum tíma hárgreiðslustofuna Pílus hér í Mos- fellsbænum var alltaf brjálað að gera hjá mér á jólunum. Fyrir vikið varð það oft útundan að kaupa jólakjól á mig, ég setti það í forgang að kaupa jólaföt á dæturnar og gera þær fínar. En það var lítill tími aflögu til að leita að flík fyrir mig sjálfa og úr varð að ég fór alltaf í sama gamla góða kjól- inn. Á endanum var þetta orðin hefð og ég hætti að spá í að kaupa mér jólakjól. Nú er þessi kjóll orðinn partur af jólahefðinni hjá fjölskyld- unni, og það er mjög þægilegt fyrir mig að þurfa ekkert að spá í að kaupa jólaklæðnað á sjálfa mig,“ segir Ingi- björg sem hefur klippt Mos- fellsbæinga undanfarin 31 ár, fyrst í 22 ár í Pílus í Kjarnanum en und- anfarin ár hefur hún verið með litla stofu heima, sem heitir því notalega nafni: Heima er bezt. Gelgjurnar kvörtuðu Þegar dætur Ingibjargar kom- ust á gelgjuskeiðið voru þær ekki sérlega ánægðar með kjólinn hennar mömmu. „Þeim fannst ekkert smart að mamma væri alltaf í sama kjóln- um og höfðu orð á því hvort ég gæti nú ekki keypt mér nýjan kjól. En núna þegar þær eru orðnar eldri þá finnst þeim ekki koma jól fyrr en mamma fer í kjólinn.“ Og hver veit nema þær eigi eftir að klæðast hon- um sjálfar þegar fram líða stundir. „Eldri dóttur minni finnst þetta ekki sérlega smart kjóll en þeirri yngri finnst hann kósí, svo það er aldrei að vita. Svo fer tískan alltaf í hring, þannig að það hlýtur að fara að koma að því að hann verði aftur í tísku.“ Frænkur bökuðu 2.000 sörur Ingibjörg segist halda fast í jóla- hefðirnar en þó hafi hún slakað á í þeim efnum eftir að dæturnar urðu eldri. „Ég baka alltaf sörur sem ég býð viðskiptavinum mínum á hár- greiðslustofunni upp á og það vekur mikla lukku. Við komum líka alltaf saman sex frænkur, eftir að hver hef- ur bakað sínar sörur, og þá hittumst við og setjum saman kremið á sör- urnar og eigum notalega kvöldstund. Árið 2000 var metár hjá okkur í sör- unum, en þá bökuðum við allar sam- tals 2.000 sörur.“ Ingibjörg segist ekki vita hvort hún komist yfir að baka nokkuð annað þessi jólin en sör- ur. „Ég lenti í bílslysi fyrir tveimur vikum og læt því vinnuna ganga fyrir bakstrinum. Í gegnum árin hef ég fækkað í sortunum sem ég baka fyrir jólin, því fólk er nú orðið alltaf í að- haldi. Hér áður bakaði ég tíu til tólf sortir, skinkuhorn og allan pakkann. En undanfarin ár eru þetta ekki nema fjórar til fimm sortir sem ég baka fyrir jól.“ Ingibjörg er líka fastheldin á Ekki jól fyrr en mamma fer í kjól Hún hefur klæðst sama kjólnum á aðfangadag frá því árið 1989 og ætlar ekki að hætta því á næstunni. Kjóllinn er orðinn hluti af jólahefðinni á heimilinu. Morgunblaðið/Styrmir Kári Flott Ingibjörg tekur sig vel út í jólakjólnum til rúmlega tuttugu ára. Líkt og nafn vefsíðunnar facebo- ok.com/CoolProducts ber með sér er þar að finna ýmiss konar flotta og sniðuglega hannaða hluti. Þeirra á meðal má nefna einfalt jólatré fyrir þá sem vilja eiga notalega föndur- stund um helgina. Á síðunni má líka finna krúttleg dýr búin til úr ávöxtum og grænmeti. Einnig má finna á síð- unni ótal skemmtilegar hugmyndir fyrir heimilið, fólk og gæludýr. Kisa getur t.d. komið sér notalega fyrir í sérstöku bæli sem hengja má á ofn verði henni kalt. Ekki amalegt fyrir hana að kúra þar eftir tipl úti í vetr- arkuldanum. Margar hugmyndir á síðunni eru nytsamlegar en aðrar eru frekar óraunhæfar en þó skemmti- legar og mjög svo öðruvísi. Vefsíðan www.facebook.com/CoolProducts Notalegt Kisu finnst gott að kúra á hlýjum stað eftir útstáelsi dagsins. Öðruvísi og flottar hugmyndir Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Stúfur er viðfangsefni Þórunnar Árna- dóttur og Braga Valdimars Skúlasonar „Baggalúts“ en þau leggja Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra lið í ár við gerð jólaóróans. Þórunn fæst við stál- ið og Bragi við orðin. Stúfur er sjöundi óróinn í jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Frá upphafi hafa margir af þekktustu hönnuðum og skáldum okkar Íslendinga lagt félag- inu lið við gerð óróanna. Allur ágóði af Stúfi rennur til Æfingastöðvarinnar sem rekin er af Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra. En stöðin er langstærsti aðili í endurhæfingu barna og ung- menna á Íslandi. Þjónustuna nýta um 1.200 börn árlega, mörg hver oft í viku. Æfingastöðin gegnir því veiga- miklu hlutverki í íslensku samfélagi og er starfið sem þar fer fram brýnt enda er markmið þjálfunarinnar að efla börn og ungmenni með skerta færni og stuðla að virkri þátttöku þeirra í samfélaginu. Óróar Styrktarfélagsins hafa und- anfarin ár prýtt Óslóartréð, jólatré Reykvíkinga. Óróarnir eru framleiddir hjá Geislatækni í Garðabæ og pakkað hjá Vinnustofunni Ási. Upplýsingar um sölustaði má finna á vefsíðunni www.jolaoroinn.is en einnig er hægt að kaupa óróann í gegnum vefsíðuna. Jólaórói í þágu fatlaðra barna og ungmenna Jólaórói Stúfur eftir Þórunni Árnadóttur en Bragi „Baggalútur“ sá um texta. Stúfur viðfangsefni ársins Útsölustaðir: Apótekarinn, Lyfjaborg, Siglufjarðarapótek, Lyfjaval, Reykjavíkur apótek, Apótek vesturlands, Apótek Hafnarfjarðar, Apótek Garðabæjar, Árbæjarapótek, Akureyrarapótek, Garðsapótek, Lyfjaver, Græni hlekkurinn, Góð heilsa gulli betri, og Blómaval. facebook.com weleda ísland Jólagjöf náttúrunnar til þeirra sem þér þykir vænt um Cítrus sturtusápa (án sápu) og frískandi Cítrus Body lotion sem smýgur auðveldlega inn í húðina. 3.843 kr. Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Lifandi markaður, Lyf og heilsa, Lyfja, Apótekið, V Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Gjafamarkaður HANDUNNIN LIST FRÁ KÍNA Postulín Borðdúkar Kínaföt Gólfteppi Lampar Blómapottar Te og tesett ofl. ofl. Skeifan 3j | OPIÐ ALLA DAGA FRÁ KL. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.