Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þorláksmessa er um næstu helgi og skötuilmurinn er þegar farinn að kitla marga landsmenn, ef ekki í nef- ið þá í hug og hjarta. Þorláksmessu- skatan er löngu orðin ómissandi þáttur í aðdraganda jóla hjá fjölda Íslendinga. Starfsmenn Fiskbúð- arinnar Höfðabakka, við Höfða- bakka 1 í Reykjavík, voru í gær að taka í hús kæsta og saltaða skötu og byrjaðir að skola hana, verka og skera. Þeir voru líka að leggja 300 kíló af saltfiski í bleyti. „Það er þegar byrjað að spyrja eftir skötu,“ sagði Eiríkur Auðunn Auðunsson veitingamaður og fisksali á Höfðabakka. „Skatan er rosalega vel heppnuð í ár og verulega góð. Það er þrælvanur skötuverkandi sem verkar skötuna og geymir í kæligámum þangað til hún nær því marki kæsingar sem hún þarf að ná. Svo er hún lögð í pækil yfir nótt og verður við það klár í pottinn,“ sagði Eiríkur. Þegar kæsta skatan kemur í hús þá hengja þeir í fiskbúðinni börðin upp í nokkra daga og þurrka. „Þá magnast í henni styrkurinn og það kemur almennilegur jóla- ilmur í húsið. Sterka skatan er seld sér en flestir vilja samt þessa sígildu kæstu og söltuðu skötu sem er tilbúin í pottinn.“ Skata í mörgum útfærslum Eiríkur býður upp á margar út- færslur af góðgætinu, þ.e. kæsta, kæsta og saltaða skötu og kæsta tindabikkju frá Suðureyri. Tinda- bikkjan er rammkæst og ósöltuð. Hann er líka með hnoðmör sem er verkaður á Akranesi. Eiríkur sagði að hnoðmörinn væri góður þótt hann væri ekki vestfirskur! „Jólin koma ekkert hjá mér fyrr en ég sé skötu. Það eru engin jól nema það sé skata,“ sagði Eiríkur. „Við verðum með búðina opna alla helgina, bæði laugardag og sunnu- dag, og bjóðum líka upp á heitan mat hér í fiskbúðinni. Þessi fiskbúð hefur það umfram aðrar að við seljum ekki bara fisk heldur líka hamborgar- hryggi og nautasteikur. Svo seljum við þetta eldað líka. Hér er hægt að fá soðinn saltfisk eða skötu með hömsum eða hnoðmör eftir því sem fólk vill á lágmarksverði.“ „Skatan er rosalega vel heppnuð í ár“ Morgunblaðið/Golli Ljúf angan Eiríkur Auðunn Auðunsson, veitingamaður og fisksali, gaf skötunni hæstu einkunn fyrir ilmgæði.  Kæst og söltuð skata bíður þess að landsmenn setjist að kræsingunum  Sumir taka forskot á sæluna um helgina Skata Kæst skata þykir mörgum ómissandi á Þorláksmessu, þótt margir borði raunar skötu allt árið. Skatan er verkuð með aldagamalli aðferð. Byrjað er að slátra nautgripum sem greinst hafa með smitandi barkabólgu. Ekki hefur reynst unnt að finna smitleiðina og er yfir- dýralæknir ekki bjartsýnn á að hún finnist. Atvinnuvegaráðuneytið fyrir- skipaði niðurskurð á 33 smituðum nautgripum á Egilsstöðum og ein- um á Fljótsbakka. Eftir er að slátra um 20 kúm á Egilsstöðum. Unnið er að samningum um bætur. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir segir að málið sé í eðlilegum far- vegi. Fylgst verður með hjörðinni með sýnatökum á næstu mánuðum og ef fleiri sýktir gripir greinast verða þeir fjarlægðir jafnóðum. Að þessu ferli loknu verður væntanlega hægt að gefa það út að búið og þar með landið sé aftur laust við barkabólg- una. helgi@mbl.is Eftir að fella 20 nautgripi Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna fram- boðslista við alþingiskosningarnar í vetur verður haldið laugardaginn 26. janúar 2013. Alls gefa níu manns kost á sér í prófkjörið. Frambjóðendur eru eftirtaldir: Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, Reyð- arfirði, Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Akureyri, Erla S. Ragnarsdóttir, framhaldsskóla- kennari, Hafnarfirði, Ingvi Rafn Ingvason, tónlistarmaður, Akureyri, Ísak Jóhann Ólafsson. fram- kvæmdastjóri, Egilsstöðum, Jens Garðar Helgason, framkvæmda- stjóri, Eskifirði, Kristján Þór Júlíus- son, alþingismaður, Akureyri, Tryggvi Þór Herbertsson, alþingis- maður, Reykjavík og Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari á Laugum, Reykjadal. Nánari upplýsingar um prófkjörið verður að finna á www.islendingur.is og www.xd.is Níu manns gefa kost á sér í prófkjöri holabok.is/holar@holabok.is Séra Pétur í Óháða söfnuðinum hefur um áratugaskeið fundið skrýtin og skemmtileg orð til að setja í stað hinna hversdagslegu. Hér eru þau öll! Sjá verðlaunagetraun í tengslum við bókina á facebooksíðu Bókaútgáfunnar Hóla. ORÐASNILLD SÉRA PÉTURS Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is SIGLING frá Brasilíu til Ítalíu 1.-25. mars 2013 Athugið! Takmarkaður sætafjöldi – aðeins í sölu til 7. janúar 2013 B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 55 3 46 4 dagar í Rio de Janeiro og 19 daga glæsisigling með Costa Favolosa Glæsileg 19 daga sigling frá Rio de Janerio til Savona. Í upphafi ferðar er m.a dvalið í 4 nætur í Rió, borginni sem iðar af lífi jafnt að nóttu sem degi. Þrjár kynnisferðir innifaldar í verði. Siglingin með Costa Favolosa tekur 19 daga og er siglt norður með strönd suður Ameríku og stoppað víða á leiðinni. Þá tekur við 5 daga sigling yfir Atlantshafið til Tenerife sem er fyrsti áfangastaður af fimm áður en siglingu lýkur í Savona á Ítalíu. Nánari ferðalýsing á www.heimsferdir.is Verð frá: 479.900 á mann í tvíbýli í innri klefa. Innifalið: Flug, skattar, akstur milli áfangastaða, gisting í 1 nótt í Windsor. 4 nætur í Rió. 3 kynnisferðir í Rió. Sigling í 19 daga með fullu fæði, hafnargjöld og fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.