Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við ætlum að halda áfram að reyna að ná settu marki með því að bjóða upp á fjölbreytta viðburði sem von- andi auka áhuga og þekkingu á Evrópusambandinu,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu, um árið framundan. „Við hyggjumst styðja við menninguna eins og við getum og höfum hug á því að styðja við og standa fyrir fleiri menningar- viðburðum á vori heldur en við náð- um að gera í haust. Við stóðum m.a. fyrir evr- ópskri kvik- myndahátíð, bæði í Reykjavík og á Akureyri. Svo stefnum við að því að vera með tónleika og Evrópufögnuð í kringum 9. maí,“ segir Birna sem kveðst aðspurð horfa til Hörpunnar, vettvangs síðustu tónleika á Evrópu- deginum í fyrravor. Hátíðin e.t.v. endurtekin – Á að endurtaka kvikmynda- hátíðina á næsta ári? „Okkur langar mikið til þess. Við vorum mjög ánægð með hvernig til tókst. Hátíðin var vel sótt. Ríflega 1.300 manns sóttu hátíðina í Bíó Paradís og um 140 manns hátíðina á Akureyri en það telst afar góð mæt- ing fyrir norðan. Hátíðin var í samstarfi við Bíó Paradís og kvikyndi á Akureyri sem tóku því fagnandi að geta verið með alevrópska hátíð. Þá vorum við með styrktarsýn- ingu 25. nóvember, lokadag hátíð- arinnar sem bar upp á fyrsta degi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Þann dag voru Bíó Paradís, Evrópu- stofa og UN Women saman með styrktarsýningu,“ segir Birna en þess má geta að utanríkisráðuneytið og UN Women, Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, undirrituðu núverið sam- starfssamning 2013-2015. Aðbúnaður kvikmyndahátíðar- innar var glæsilegur og var m.a. boð- ið upp á veitingar á opnuninni, létt- vín, osta og hráskinku. Var fjölmenni á opnunarkvöldinu. Evrópustofa tók til starfa í janúar sl. og fékk úthlutað 1,4 millj- ónum evra frá ESB, sem svarar 232 milljónum króna á núverandi gengi, til reksturs Evrópustofu og kynn- ingar á sambandinu, eða um 116 milljónum til hvors árs. Fénu var úthlutað í ágúst 2011 og segir Birna ófrágengið hvort samningurinn verður endurnýjaður. Spurð hvort Evrópustofa ætli að nýta sér kosti netsins segir Birna það einnig í bígerð á komandi ári. „Það er í pípunum. Við ætlum að bjóða upp á meiri upplýsingar á vefnum og hafa á boðstólum nýstár- legt og fróðlegt vefefni um Evrópu- sambandið á nýju ári.“ Nýtt námskeið um ESB Birna segir stefnt að því að endurtaka námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands. „Við stefnum að því að bjóða aftur upp á námskeið í endur- menntun. Námskeiðið tókst afar vel og var vel sótt. Um 60 manns sóttu það og voru almennt ánægðir og tóku því fagnandi að fá svona góða fræðslu um sambandið og viðræð- urnar. Við fengum frábæran kenn- ara í verkefnið, Auðbjörgu Ólafs- dóttur, sem lagði á sig mikla vinnu. Það verður að líkindum í febrúar sem námskeiðið verður aftur í boði. Þá munum við halda áfram samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands sem mun áfram standa fyrir málstofum með sér- fræðingum um Evrópumálin. Við höfum styrkt stofnunina í því. Jafnframt stefnum við að því að bjóða áfram upp á fundaraðir á landsbyggðinni þar sem almenningi gefst kostur á að kynna sér málin og ræða við sendiherra ESB um gang viðræðnanna,“ segir Birna. Sendi- herra ESB á Íslandi, Timo Summa, fer fyrir fundunum og segir Birna óákveðið hvenær eftirmaður hans fyllir skarðið þegar Summa hættir á næsta ári. Kynning á ESB efld á komandi ári Morgunblaðið/Ómar Eldborg Aðalsalur Hörpunnar var leigður á Evrópudeginum 9. maí sl. Utanríkisráðuneytinu bárust 67 tillögur að verkefnum vegna umsókna um svonefnda IPA-styrki á næsta ári en fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að gert sé ráð fyrir að styrkja allt að 20 verkefni. Skiptast umsóknirnar nokkuð jafnt milli landshluta. Alls eru um 1,3 milljarðar króna ætlaðir í styrkina 2013. Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, segir ekki tímabært að ræða um árið 2014. Þá sé ekki hægt að ræða umsóknirnar nú eða flokka þær fyrr en búið sé að taka þær til athugunar. Á vef ráðuneytisins segir að heildarstyrkveitingar IPA- landsáætlunar til Íslands 2011-2013 verði rúmlega 5,7 milljarðar kr. Styrki allt að 20 verkefni 1.300 MILLJÓNIR Í IPA-STYRKI Á NÆSTA ÁRI Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í iðnaðar- húsnæði í Garðabæ í vikunni. Við húsleit var lagt hald á tæplega 50 kannabisplöntur á lokastigi rækt- unar en þær var að finna í földu rými á tveimur stöðum í húsinu. Plönturnar vógu næstum 40 kg og voru flestar að umfangi eins og meðalstórt jólatré, að sögn lögregl- unnar. Húsnæðið var mannlaust þegar lögreglan kom á vettvang, en hús- ráðandi, karlmaður um þrítugt, kom akandi á staðinn skömmu síðar. „Sá sneri snarlega við þegar hann sá lögregluna og ók á brott á miklum hraða. Manninum var veitt eftirför og náðist hann fljótlega,“ segir á vef lögreglunnar. Kannabis- plöntur eins og jólatré  Evrópustofa undirbýr ýmiss konar menningarviðburði Birna Þórarinsdóttir Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur er hafin Það hefur sýnt sig að á erfiðum tímum stendur íslenska þjóðin saman og sýnir stuðning, hver og einn eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 Einnig er opið fyrir síma á skrifstofutíma s. 551 4349, netfang: maedur@simnet.is www.forlagid.is Loksins á íslensku Hún er orðin tvö hundruð ára en ennþá jafnfögur og stjórnsöm og þegar sagan um hana kom fyrst út árið 1815: Vinsælasta bók Jane Austen ásamt Hroka og hleypidómum. Ný þýðing Sölku Guðmundsdóttur. YFIR 20 GERÐIR GASGRILLA Á ÚTSÖLUNNI • Stærð: 149 x 110 x 60 cmGLÆSILEIKI www.grillbudin.is Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 FULLT VERÐ 942.400 659.000 TILBOÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.