Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 VIÐTAL Guðrún Sóley Gestsdóttir gudrunsoley@mbl.is „Þetta er ótrúlega gaman og mikill heiður,“ segir Helga Arnalds, brúðu- leikari og myndlistarkona, sem hlaut Íslensku bjartsýnisverðlaunin í ár. Verðlaunin voru afhent í 32. sinn í gær, áletraður gripur úr áli og verð- launafé að upphæð 1 milljón króna. „Mér finnst dómnefndin sýna ákveð- ið hugrekki að velja manneskju sem starfar fyrir börn. Oft njóta börn ekki nægilega mikillar virðingar og þess vegna skipta viðurkenningar fyrir starf af þessu tagi miklu máli fyrir alla þá sem starfa fyrir börn og auðvitað börnin sjálf,“ segir Helga. Hún starfar sem fyrr segir sem brúðuleikari og stofnaði leikhúsið 10 fingur árið 1993 sem starfar enn í dag. „Brúðuleikur er mikil jaðarlist- grein og oft ekki tekin með þegar rætt er um listir. Viðurkenningin er því líka mjög jákvæð fyrir brúðuleik sem listgrein, og allt er þetta í takt við formerki Brøstes, hvatningu og bjartsýni,“ segir Helga. Viðurkenning og hvatning Bjartsýnisverðlaunin voru fyrst afhent árið 1981 og þá kennd við upphafsmann sinn, danska athafna- manninn Peter Brøste. Verðlaunin, sem veitt eru listamönnum ár hvert, höfðu það að leiðarljósi að vera verð- launahöfunum í senn viðurkenning og hvatning. Þegar Brøste dró sig í hlé árið 1999 skoraði hann á íslensk fyrirtæki að halda verðlaununum við og hefur Alcan á Íslandi hf. verið bakhjarl þeirra frá árinu 2000. For- seti Íslands hefur frá upphafi verið verndari þeirra. Leikhús Helgu hefur í gegnum tíð- ina starfað með fjölda listamanna. „Í grunninn eru 10 fingur eins manns leikhús, en fyrir hvert verk ræð ég mér leikstjóra, tónlistarfólk og aðra listamenn. Samtals höfum við sett upp 14 sýningar, einkasýningar og samstarfsverkefni með öðrum leik- húsum. Ég hef svo ferðast víða utan landsteinanna með sýningarnar,“ segir Helga. Hér á landi starfar Helga í mest í skólum og leikskólum. Helga er menntuð í brúðuleik frá leikhúsháskólanum Instituto del Teatro í Barcelona og í leikhúshá- skólanum DAMU í Prag. Fyrir nokkrum árum ákvað hún að skipta um vettvang og bregða sér í enn frekara nám. „Ég tók mér hlé frá brúðuleikhúsinu fyrir um það bil 8 árum til að læra myndlist, fyrst í Myndlistaskóla Reykjavíkur og svo í Listaháskólanum. Eftir að ég út- skrifaðist úr myndlist fór ég að nálg- ast brúðuleikhúsið á annan hátt. Ég fór að vinna meira með efni og minna með brúður, þó að þær séu enn til staðar,“ segir Helga. „Ég fór um svipað leyti á námskeið í Finnlandi hjá mikilli listakonu sem heitir Rene Baker. Þar kynntist ég aðferð sem hún hefur þróað og kallar að hlusta á efnið. Þar fann ég góða leið til að halda áfram í brúðuleikhúsinu eftir myndlistarnámið. Upp úr því spratt svo nýjasta sýning 10 fingra, sem ber nafnið Skrímslið litla systir mín,“ segir Helga. Sú sýning hlaut Grím- una sem besta barnasýning ársins 2012 og því ljóst að árið hefur verið Helgu gjöfult. „Að þeirri sýningu komu frábærir listamenn en Char- lotte Bøving leikstýrði og Eivør Pálsdóttir gerði tónlistina, svo ég hafði toppfólk með mér í því verk- efni,“ segir Helga. Líka fyrir fullorðna Helga segist tvinna listformin saman og að það hafi mikla kosti í för með sér. „Myndlistin er einstaklings- vinna á meðan félagslegi þátturinn í leikhúsinu er mjög ríkur, enda á sér þar stað samvinna ólíkra listamanna sem koma saman að hverri sýningu,“ segir hún. Leikrit 10 fingra eru byggð upp með brúðum, grímum og skuggaleik- húsi. Þau eru gjarnan mjög sjónræn og bera sterk einkenni myndlistar og segir Helga að sýningarnar nái þannig til breiðari hóps. „Skrímslið litla systir mín höfðar til að mynda alveg jafn mikið til fullorðinna og barna. Fullorðið fólk er í auknum mæli að opna augun fyrir brúðuleik- húsi sem listgrein fyrir allan aldur, ekki bara þá yngstu,“ segir Helga og bætir við að ör þróun og gróska sé í greininni um þessar mundir. Sviðslistamessa í Kanada Aðspurð hvaða verkefni bíði henn- ar á nýju ári segir hún þau af ýmsum toga. „Við höldum áfram að fylgja Litla skrímslinu eftir, en fullt var á hverja sýningu og aðsókn framar væntingum. Verkið verður sett upp aftur næsta haust í öðru og stærra húsnæði. Síðan erum við að skoða út- gáfu á sögunni og tónlistinni úr sýn- ingunni. Ég er þar að auki nýkomin frá sviðslistamessu í Kanada en þar sýndu margir verkinu áhuga. Svo verðum við með í 40 ára afmæli Norðurlandahússins í Færeyjum í maí. Síðan eru aðrar sýningar að gerjast hjá okkur svo það er nóg á döfinni,“ segir Helga. Myndir og brúður í bland  Helga Arnalds, brúðuleikari og myndlistarkona, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2012  „Brúðuleikur er mikil jaðarlistgrein og oft ekki tekin með þegar rætt er um listir“ Morgunblaðið/Styrmir Kári Afhending „Brúðuleikur er mikil jaðarlistgrein og oft ekki tekin með þegar rætt er um listir. Viðurkenningin er því líka mjög jákvæð fyrir greinina sem slíka, segir Helga Arnalds, myndlistarkona og brúðuleikari, sem tók við Íslensku bjartsýnisverðlaununum í gær. Fjölbreytt „Fullorðið fólk er í auknum mæli að opna augun fyrir brúðuleik- húsi sem listgrein fyrir allan aldur, ekki bara þá yngstu,“ segir Helga. GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney heimilisréttabókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.