Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 34
Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Lima. AFP. | Keppni í fuglaskoðun kann að hljóma ankannalega í eyrum margra – þó ekki fuglaáhugamann- anna sem tóku þátt í sex daga mara- þonkeppni um titilinn besti fugla- skoðarinn. „Ég er með fuglabit um allan lík- amann, er að drepast í fótunum, auk þess sem ég fékk hæðarveiki og kastaði upp,“ segir Ryan Terrill, 26 ára félagi í vinningsliðinu sem kom frá Bandaríkjunum. „Þrátt fyrir allt þetta er ég himinlifandi vegna þess að ég sá alla fuglana sem ég hef allt- af viljað sjá.“ Tuttugu og fjórir þaulvanir fugla- skoðarar og sérfræðingar frá Bret- landi, Suður-Afríku, Brasilíu, Spáni og Bandaríkjunum tóku þátt í mara- þonkeppninni. Þeir voru léttklæddir, með sjónauka og myndavélar um hálsinn, og virtust vera eins og hverjir aðrir ferðamenn á leiðinni til Macchu Picchu, fornu inkaborgar- innar sem stundum er nefnd „Týnda borgin“. Þetta voru þó engir venjulegir fuglaáhugamenn, heldur ofur- sérfræðingar. Nokkrir þeirra eru á meðal þekktustu og virtustu fræði- manna heims á sviði fuglalífs. Þeir vöknuðu allir fyrir klukkan fimm á morgnana til að ganga í gegnum skóga á náttúruverndar- svæðinu í Tambopata og allir höfðu þeir sama markmið: að finna eins margar fuglategundir og mögulegt var. Þeir sáu meðal annars andes- klettahana (rupicola Peruviana) sem margir líta á sem þjóðarfugl Perú. Meðal bestu fugla- skoðunarsvæða heims Nokkrir keppendanna fylltust svo miklum eldmóði frammi fyrir þessu fágæta og fallega náttúrulífi að það jaðraði við þráhyggju. „Perú er á meðal bestu svæðanna í heiminum fyrir fuglaskoðun, bæði hvað varðar fjölbreytileika fuglalífsins og að- stæður til skoðunar,“ sagði Jordi Sargatal, spænskur fuglafræðingur sem hefur skrifað nokkrar bækur um fuglalíf. Lið Sartagals varð í síðasta sæti en var samt ánægt með ferðina og ætlar að búa sig betur undir keppn- ina á næsta ári. Í sigurliðinu „Tigrisomas“ voru fjórir doktorsnemar í fuglafræði við Ríkisháskóla Louisiana í Baton Rouge. Liðið fór yfir stærra svæði en keppinautarnir á þessum sex dögum og sá hvorki meira né minna en 493 fuglategundir. Keppninni í ár lauk í bænum Aguas Calientes, nálægt Macchu Picchu. „Venjulega stendur fugla- skoðunarkeppnin aðeins í einn dag, en við vildum beina athyglinni að líf- fræðilegum fjölbreytileika Perú. Í landinu eru 1.800 skráðar fuglateg- undir, þar af eru 117 tegundir sem aðeins er að finna í Perú,“ sagði Dennis Osorio, sem skipulagði keppnina. „Á svæðinu í grennd við Macchu Picchu eru um 700 fuglateg- undir og margar þeirra eru hvergi annars staðar.“ AFP Ofursérfræðingar Keppendur í fuglaskoðunarkeppni leita að fuglum nálægt bænum Aguas Calientes í Perú. Vinningsliðið sá 493 tegundir í fuglaparadís AFP Lítill þytfugl Kólibrífugl á grein í skógi nálægt Macchu Picchu. AFP Þjóðarfugl Andes-klettahani á verndarsvæði þar sem keppnin fór fram.  Keppt í fugla- skoðun á inka- slóðum í Perú Um 1.800 fuglategundir » Claudia Cornejo, aðstoðar- ferðamálaráðherra Perú, segir að stefnt sé á því að landið laði til sín fleiri fuglaskoðara en nokkurt annað land í heim- inum. » Stefnt er að því að tekjur Perú af ferðaþjónustu við fuglaskoðara nemi að minnsta kosti 50 milljónum dollara á ári, eða jafnvirði 6,3 milljarða króna. » Í Perú eru um 1.800 teg- undir fugla, þar af 117 sem eru hvergi annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.