Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 ✝ Þór Hagalínfæddist í Kaup- mannahöfn 13. nóv- ember 1939. Hann lést 6. desember 2012. Foreldrar Þórs voru Unnur A. Hagalín, f. 16. sept- ember 1911, d. 29. september 1998, og Guðmundur G. Hagalín, f. 10. októ- ber 1898, d. 26. febrúar 1985. Systkini Þórs, samfeðra, voru Hrafn Guðmundsson Hagalín, f. 16. ágúst 1921, d. 7. apríl 1957, og Sigríður Guðmundsdóttir Hagalín, f. 7. desember 1926, d. 26. desember 1992. Eftirlifandi eiginkona Þórs er Sigríður Óskarsdóttir, f. 8. apríl 1957. Þau giftust 13. september 1975. Foreldrar hennar eru Óskar Magnússon, f. 19. mars 1931, og Þórunn Vilbergsdóttir, f. 9. júlí 1932. Börn Þórs og Siggu eru: 1) Unnur Huld Haga- lín, f. 11. október 1976, maki við Héraðsskólann á Núpi til ársins 1970 þegar hann var ráð- inn sveitarstjóri á Eyrarbakka. Þar bjó hann alla tíð síðan. Hann var sveitarstjóri til ársins 1982 og beitti sér á þeim tíma mjög fyrir framförum og efl- ingu atvinnulífs á ströndinni. Meðal annars var hann einn af stofnendum Jarðefnaiðnaðar, félags um nýtingu og útflutning sunnlenskra jarðefna, og sat í stjórn þess um árabil. Árið 1984 var Þór einn af stofnendum Alp- an á Eyrarbakka, fyrirtækis sem framleiddi álpotta og -pönnur til útflutnings. Hann starfaði sem skrifstofustjóri Alpan til ársins 1999. Á árunum 1999 og 2000 rak hann þjónustu við ferðamenn í þjóðgarðinum í Skaftafelli ásamt fjölskyldu sinni. Eftir það sinnti hann ýms- um störfum, einkum bókhaldi. Þór gegndi margvíslegum trún- aðarstörfum bæði á vettvangi stjórnmála, fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, og í þágu ýmissa fé- lagasamtaka. Útför Þórs fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 15. desember 2012, og hefst athöfn- in klukkan 14. Elías Ívarsson, f. 16. september 1971. Börn þeirra eru Ívar Þór, f. 4. ágúst 1994, Rúnar Orri, f. 29. mars 1998, og Ari Hrafn, f. 3. mars 2008. 2) Þórhildur Ósk Hagalín, f. 19. júní 1981, maki Tobias Fuchs, f. 25. maí 1981. Dóttir þeirra er Karítas, f. 18. mars 2009. 3) Guðmundur Gísli Hagalín, f. 9. júlí 1987. Þór ólst upp í Kaupmanna- höfn til 11 ára aldurs þegar hann flutti með foreldrum sín- um til Íslands. Þau bjuggu í Kópavogi. Þór lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Núpi í Dýrafirði og síðar stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laug- arvatni árið 1959. Hann starfaði meðal annars sem blaðamaður á Morgunblaðinu og lagði stund á nám í Háskóla Íslands á árunum 1960 til 1963. Þór var kennari Fullu nafni hét hann William Þór Hagalín, en notaði aðeins millinafnið Þór og undir því nafni þekktu flestir drenginn, sem fæddist í Kaupmannahöfn þann 13. nóvember 1939. Fyrstu æviár- unum eyddi hann í hersetinni Danmörku, gekk þar í skóla og kynntist lífinu í þrengingum her- setunnar og ógn stríðsins. Þór var þarna með móður sinni í skjóli ömmu og afa, sem hann kallaði svo. Á „kuldagráum haustmorgni“ komu þau mæðginin til Íslands með Gullfossi. Á hafnarbakkanum tók faðirinn á móti þeim. Fyrstu heimkynnin hér á landi voru yst á Kársnesinu, í frumbýlingabyggð- inni Kópavogi, hálftíma gang frá Hafnarfjarðstrætó og í annarri eins fjarlægð frá skóla. Vatn og aðrar nauðsynjar varð að sækja langan veg. Þannig voru fyrstu kynni hans af Íslandi. Þór var í mjög nánu og hlýju sambandi við foreldra sína og var þeim stoð og stytta til hinstu stundar þeirra. Eftir barnaskóla í Kópavogi lauk hann landsprófi á Núpi í Dýrafirði og síðan stúdentsprófi á Laugarvatni. Eftir nokkrar þreif- ingar í háskóla sneri hann sér að kennslu, blaðamennsku og fleiri störfum, uns hann árið 1970 réð sig sem sveitarstjóri á Eyrar- bakka og sinnti því starfi í 12 ár. Þar hófust okkar kynni og í sveit- arstjórnarmálum áttum við nána samvinnu í átta ár. Þór varð heim- ilisvinur okkar hjóna strax frá byrjun og þau bönd styrktust enn- frekar þegar Þór kvæntist Sigríði dóttur okkar og þau stofnuðu sitt eigið heimili. Hamingjan gaf þeim þrjú góð og mannvænleg börn og síðan barnabörnin fjögur, sem Þór umgekkst af einstakri vináttu og umhyggju. Í sveitarstjórastarfinu og setu í sveitarstjórn hafði Þór víða forystuhlutverk, var óspar á tíma sinn og lagði sig fram í öllu sem til framfara horfði. Hann hafði mikla skipulagshæfileika, átti mjög auðvelt með að greina aðalatriði frá aukaatriðum og sjá hlutina í réttu ljósi. Af verkefnum sem hann vann að má nefna skipulagningu sorp- hirðu á héraðsgrunni, stofnun At- vinnuþróunarsjóðs Sunnlendinga, Jarðefnaiðnaðar hf. og Alpan hf., Hitaveitu Eyra og stækkun barnaskólans. Í störfum sínum hafði Þór samskipti við fjölda- margt fólk og það er víst að hann gerði sér ekki mannamun. Fólk leitaði til hans með ótrúlegustu vandamál sem hann leysti úr eftir bestu getu, eða gaf góð ráð. Hann var óvenjulega örlátur á tíma sinn í þágu annarra og átti bágt með að neita nokkurri bón, gæti hann að- stoð veitt, mikill vinur vina sinna og glaður og reifur í þeirra hópi, hvort sem var á ferðalögum eða við önnur tækifæri. Slíkra manna er ljúft að minnast. Fjölskyldu hans, stórfjölskyldu okkar beggja og öllum þeim sem sakna Þórs Hagalín sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þórunn og Óskar. Greiðvikni, hjálpsemi, örlæti og góðvild eru orð sem koma í hug- ann þegar við minnumst hans Þórs. „Við björgum því,“ var við- kvæðið við hverri bón, hvort sem klippa þurfti lakkrísinn utan af fylltum lakkrísreimum til að ná í marsípanið fyrir sérvitra litla frænku, ganga frá húsakaupum, lána bíl eða skutla og sækja. Hann var óspar á tíma sinn og sinnti því sem hann tók að sér af heilum hug og gaf sig allan í það. Þór var einstaklega rökvís maður og hafði gaman af því að kryfja hluti til mergjar, „af því bara“ og „það hlýtur að vera“ voru ekki gild rök í hans huga. Hann var góður hlustandi sem hafði lag á því að ræða hluti frá mörgum sjónarhornum og víkka þannig sjóndeildarhring viðmælenda sinna. Hann var fastur fyrir í skoðunum sínum og gátu þessar rökræður alveg dregist á langinn enda var fátt sem Þór átti jafnerf- itt með að þola eins og óðagot, flýti og flumbrugang. Eins og margir þá hafði Þór ekki mikinn tíma fyrir sín eigin börn þegar þau voru að vaxa úr grasi, enda var hann alltaf í vinnunni. En þegar fór að hægjast um hjá honum reyndist hann þeim einstaklega vel. Afabörnin og önn- ur börn í fjölskyldunni nutu þar einnig góðs af natni hans og gæsku. Hann var með góða og þrosk- aða kímnigáfu, sagði skemmtilega frá á sinn hátt og gætti vel að því að smáatriðin fengju að njóta sín í sögunni. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn á Háeyrarvell- ina, setjast inn í eldhúskrók með Þór á sínum stað við gluggann með olnbogann í gluggakistunni og löngu fæturna í flækju undir borði. Allt hægt að ræða og skipst á sögum og fréttum. Minning hans mun lifa. Hann hafði áhrif á okkur öll á góðan hátt og við lærðum margt af honum- .Við sjáum á eftir traustum vini og söknum góðsemi hans og hlýju. Systkinin frá Hjallatúni, Lillian, Ragnheiður, Magni, Eyrún, Edda og Hallgrímur. Í dag kveðjum við elsku Þór okkar. Hann var maðurinn hennar Siggu frænku, hávaxinn með stóra hramma sem tóku svo fast í litlar hendur og struku þéttingsfast bök sem stundum bognuðu við lítið. Tryggð og hlýja skinu úr augum hans sem gerðu engan manna- mun. Þótt hann væri stundum vant við látinn bak við vindla- reykinn þá kunni Þór við öllu svör. En bíddu hæg. Það var aldrei farið á hundavaði og engir endar óbundnir, öllum hliðum skyldi velt upp. Þegar maður veit hvað mað- ur veit ekki, þá veit maður allt. Sömu þolinmæðinni og rökfest- unni var beitt á öll vandamál, stór sem smá hvort sem það var þvottavélin sem vatt ekki, fram- talið sem stemmdi ekki eða út- runnið vegabréf á brottfarardegi. Af Þór lærðum við að þétt hand- tak og faðmlag geta sagt meira en mörg orð, að ekkert verk er of smátt til að vanda sig við það og á öllum vandamálum má með þol- inmæði og útsjónarsemi finna lausn. Stórt skarð hefur verið höggvið í samheldnu fjölskylduna á Háeyrarvöllunum. Elsku Sigga, Unnur, Þórhildur, Guðmundur og fjölskyldur, megi minningin um góðan mann veita ykkur styrk. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú var um seinan að sýna þér allt það traust, sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson) Þórunn, Ágústa og Hildur. Fregnin um sviplegt fráfall vin- ar míns, Þórs Hagalín, var mér sem hastarleg áminning um fall- valtleik lífsins og enn ein sönnun þess að enginn má sköpum renna. Veturna 1955 til 1959 vorum við bekkjarbræður í Menntaskólan- um á Laugarvatni og löngum her- bergisnautar. Má því nærri geta að samskipti okkar urðu náin og bundumst við þá vináttuböndum sem aldrei brustu. Þór var einstaklega góður fé- lagi, sem aldrei skarst úr leik, hugkvæmur og fylginn sér í öllum athöfnum hvort sem þær horfðu til gagns eða gamans. Hann var hávaxinn, grannur, skarpleitur og viðbragðsfljótur; ævinlega reiðubúinn til liðveislu hvar og hvenær sem þörf var á. Félagsskapur hans var því eft- irsóttur hvort sem var í almennu félagslífi eða körfuboltaliði skól- ans en þar var hann liðtækur í betra lagi. Það var mér svo sérstök auka- geta að fá að kynnast foreldrum hans, þeim Unni og Guðmundi Hagalín, en á heimili þeirra átti ég jafnan vísar innilega hlýlegar mót- tökur, en þangað kom ég oft og iðulega í fylgd Þórs. Duldist mér þá ekki náið og kærleiksríkt samband foreldra og sonar enda öll mannkostafólk. Með fráfalli Þórs er enn höggv- ið skarð í þann fámenna hóp sem útskrifaðist frá ML vorið 1959. Við hin söknum vinar í stað en góðar minningar um glaðar stundir með Þór frá skólaárunum og samfund- um síðar munu verða okkur kær- komið umræðuefni þegar fundum ber saman. Hans er gott að minn- ast. Ég veit að ég mæli þar fyrir munn okkar allra, bekkjarsystk- inanna. Við vottum eiginkonu Þórs, Sigríði Óskarsdóttur, og börnum þeirra innilega hluttekningu. Blessuð sé minning Þórs Haga- lín. Guðmundur Þorsteinsson. Það ríkti mikil eftirvænting meðal tuttugu skólasveina, sem fluttust inn í Björkina á Laugar- vatni haustið 1955. Þá hófst fjög- urra vetra nám okkar við mennta- skólann, sem stofnaður hafði verið tveimur árum áður. Nemendur komu víðs vegar að og bjuggu á heimavist, þrír til fjórir í hverju herbergi og sváfu í kojum. Mér eru mjög minnisstæð fyrstu kynni okkar Þórs Hagalín. Hann var hár, grannur, ljóshærð- ur, kíminn og glaðvær. Með okkur skapaðist fljótt vinátta, sem aldrei féll skuggi á. Við vorum í fámennri stærð- fræðideild og sóttist námið vel. Helgarfrí voru aðeins tvisvar til þrisvar á önn. Því varð öflugt fé- lagslíf mikilvægur þáttur í dag- legu lífi nemenda. Í fjölbreyttu íþróttalífi var körfuboltinn vinsæl- astur. Djasstónlist Dave Bru- becks, þess sem nýlega lést í Am- eríku, var í uppáhaldi en Bítlarnir og klassíkin komu síðar. Bridds- klúbburinn, sem varð til með heimsóknum Böðvars gamla Magnússonar í Björkina, starfaði út síðustu öld en þó með talsverð- um mannabreytingum Laugvetn- inga og flutningum. Auðvitað var mikið lesið og margt rökrætt, meðal annars um bækur og þjóðmálin og gott ef nauðsyn aukins gagnsæis og lýð- ræðis bar ekki á góma, þá sem nú. Í öllu þessu var Þór leiðandi, mjög virkur, góður félagi, hreinskiptinn og glettinn. Eftir stúdentspróf dreifðist hópurinn og minna varð um sam- skipti. Náms- og starfsvettvangur hefur verið margvíslegur og bú- seta dreifð. Síðustu árin höfum við endur- nýjað gömul kynni og gert áætl- anir. Skyndilegt fráfall góðs vinar og félaga er mikið áfall og áminning um áherslur, gildi lífsins og um tímans þunga nið sem ekkert fær stöðvað. Guðjón Ingvi. Þegar ég kom á Eyrarbakka var Þór Hagalín sveitarstjóri, mikið var umleikis þetta ár 1973, með Heimaeyjargosinu fjölgaði fólki og fiskibátum hér á Eyrar- bakka. Sveitarstjóraskrifstofa var í frystihúsinu sem var í eigu hreppsins, þannig ófust hlutirnir saman og mikið var að gera á frystihúsloftinu. Það þurfti að stækka og dýpka höfnina, byggja varnargarða, hanna og reisa hverfi fyrir viðlagasjóðshúsin, allt á skömmum tíma. Í frystihúsinu varð einnig bylt- ing með tilkomu Eyjabáta sem lögðu þar upp það ár. Þór var sveitarstjóri í 12 ár, tíðarandinn var að breytast, það þurfti að lag- færa margt í þorpinu, t.d. raf- magns- og skólplagnir, malbika götur, leggja gangstéttir, alltaf þurfti að afla meira og betra kaldavatns, m.a. til fiskvinnslu. Síðar var lagning hitaveitu frá Sel- fossi um þorpið mikið átak. Þór naut sín vel í þessu eril- sama starfi og vildi hvers manns vanda leysa, að hafa mikið umleik- is á Bakkanum var að hans skapi. Þór var alla tíð mikill sjálfstæð- ismaður og vildi veg flokks síns sem mestan. Hann hlífði sér aldrei í flokksstarfinu, vann ötullega í prófkjörum, kosningum og í öllu starfi boðinn og búinn til verka að nóttu sem degi. Það má segja að vinátta okkar Þórs hafi hafist er við trúlofuðumst báðir inn í æsku- vinkvennahóp af Bakkanum, Þór Siggu og ég Sigurlínu. Við Þór átt- um margar góðar stundir saman er við heimsóttum þær á Ljós- vallagötuna á námsárum þeirra í Versló. Þessi vinahópur er stór og hefur haldið vel saman. Í 40 ár hefur margt verið brall- að, það eru tjaldferðir öll sumur, sumarbústaðaferðir, þorrablót, gleði og samvera af ýmsu tagi í blíðu og stríðu, nú síðustu árin ut- anlandsferðir saman við stóraf- mæli. Þór var ekki alltaf með mestu ærslin en alltaf fundvís á fyndnar athugasemdir og naut sín vel með hópnum. Þór gegndi ýmsum störfum um ævina, þótti vænt um kennara- starf á Núpi í Dýrafirði og oft erf- iða vinnu við vetrarflutninga að vestan til Reykjavíkur, þá var hann við trilluútgerð vestra, blaðamaður um hríð á Morgun- blaðinu sem hann hélt mikið upp á alla tíð. Þór var skrifstofustjóri við pönnuverksmiðjuna Alpan nær alla þá tíð sem hún starfaði hér á Eyrarbakka. Hægt er að segja að hann hafi verið þar vakinn og sof- inn yfir öllu sem þar fór fram. Síð- ar ráku þau hjónin ferðaþjónustu í Skaftafelli en síðast annaðist Þór fyrirtækjabókahald heima. Það var nánast sama hvað Þór tók sér fyrir hendur. Hann var alltaf einbeittur og allur í því sem hann var að gera eða ræða hverju sinni og skeytti jafnan ekki um tíma ef eitthvað þurfti að leysa, þá nánast hvorki hvíldist hann né mataðist. Þór var afar greiðvikinn og ónískur á tíma sinn fyrir hvort sem var vini eða vandalausa, hann fór hér milli húsa og gerði t.d. skattaskýrslur fyrir fólk á árum áður. Hann var mikill keyrari og dró ekki af sér hvort sem skutlið var milli húsa eða nokkur hundruð kílómetra. Þór átti við nokkra vanheilsu að stríða síðustu misseri og ár, hann gat auðveldlega rætt veikindi sín af æðruleysi og þekkingu og vissi takmörk sín. Ég þakka Þór vinátt- una og samfylgdina. Minningin lif- ir. Sigurður Steindórsson. Ég vil minnast Þórs Hagalín, sem við kveðjum í dag, með örfá- um orðum. Mér þótti vænt um Þór. Þór kynntist ég sem barn, eins og öðr- um í litla þorpinu okkar, en fyrst og fremst þekkti ég hann sem föð- ur vina minna og var alltaf gaman að hitta hann og ræða líðandi stund. Þór var rökfastur, sann- gjarn, með mikla réttlætiskennd og vandaði vel til verka. Þór gerði hlutina 100% og hlotnaðist mér sá heiður að fá að starfa með honum í stjórn fót- boltafélagsins Freys, sem við nokkrir drengir stofnuðum. Þór varð undrandi þegar við leituðum til hans um að taka að sér for- mennsku og ég held að hann hafi talið að við hefðum dottið á haus- inn, en okkur var full alvara. Eftir ígrundun í fáeina daga ákvað Þór að taka okkur undir arma sína og það var eins og við manninn mælt, allt var gert 100% hjá Þór og af ótrúlegri þolinmæði og umburðar- lyndi. Hann las knattspyrnulögin spjaldanna á milli og kynnti sér alla þá hluti sem lutu að starfsem- inni. Ég verð Þór ævinlega þakk- látur fyrir að hafa dregið fótbolta- liðið okkar áfram þegar það var svo gott sem að leggjast í dvala og halda í því lífinu um nokkurn tíma í viðbót. Þegar ég var barn og unglingur safnaði ég eldspýtustokkum. Þór hafði veður af því og færði mér alltaf eldspýtustokka er hann kom heim úr fjölmörgum vinnuferðum sínum erlendis. Svona góð- mennsku og hugulsemi gleymi ég ekki. Ég og fjölskylda mín vottum Siggu, Unni, Ella, Ívari, Rúnari, Ara, Þórhildi, Tobiasi, Karítas, Guðmundi og öðrum í stórfjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð á erfiðum tímum. Eiríkur Már Rúnarsson. Að áliðnu sumri 1970 fórum við að huga að því hvað gera skyldi í nánustu framtíð ég og konan mín, hún hafði þá nýlokið námi. Fyrir tilviljun rákumst við á auglýsingu frá Barnaskólanum á Eyrar- bakka, við höfðum samband við skólastjórann Óskar Magnússon, sem hafði þá nýverið einnig tekið við hlutverki oddvita á Bakkanum. Óskar bauð okkur að koma í heim- sókn. Þegar þangað kom sat þar ungur maður við eldhúsborðið, Þór Hagalín, en hann hafði nýver- ið verið ráðinn þangað sem sveit- arstjóri. Við réðum okkur til starfa til eins árs, Svanborg sem kennari, en ég sem bókari við Hraðfrystistöð Eyrarbakka hf. Það vildi þannig til að skrifstofa hreppsins var einnig til húsa á frystihúsloftinu þannig að það lá beint við að leiðir okkar lágu mikið saman þann tíma, sem við störf- uðum báðir í sama húsi. Við Þór ásamt fleirum byrjuð- um snemma að velta fyrir okkur að kaupa þyrfti bát, til þess að styrkja stöðu Eyrarbakka í út- gerð. Það varð til þess að Bakka- skip hf. var stofnað og keyptur var 75 tonna bátur frá Meitlinum hann hlaut nafnið Askur. Við færðum saman bókhald fyrir nokkur fyrirtæki og lágum í þessu á kvöldin og um helgar. Ég kom í hreppsnefnd 1974 og sat þar með Þór, sem þá var sveitarstjóri á Bakkanum. Það var í mörgu að snúast, svo sem baráttu fyrir brúnni, hafnarmálum, borun eftir heitu vatni, og síðar stofnun Hita- veitu Eyra, svo og byrjunarfram- kvæmdum á varanlegri gatnagerð á Bakkanum, o.m.fl. Ég hafði rekið ásamt félögum mínum útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtækið Einarshöfn hf. frá 1974, en í kringum 1982-83 urðu miklar breytingar í sjávarútvegi, allt leiddi þetta til þess að hugað varð að öðrum rekstri í því hús- næði sem við höfðum nýlega byggt. Í gegnum SASS náðist samband við danskt fyrirtæki sem sérhæfði sig í að koma á tengslum milli landa í ýmsum greinum. Ég leitaði til Þórs, sem var á lausu um þetta leyti. Afbragðsgóð tungu- málakunnátta hans og skipulags- hæfileikar urðu til þess að það heppnaðist að stofna fyrirtækið Alpan hf. á Eyrarbakka. Þór var ráðinn skrifstofustjóri Alpan hf. en við fengum fjölmarga afbragð- seinstaklinga og félög til að vera með. Ég hef nú nefnt nokkur þeirra mála sem við unnum sameiginlega að í gegnum tíðina. Leiðir okkar hafa víða skarast. Undanfarin nokkur ár hafa örlögin leitt okkur saman á ný, því báðir greindumst við með sama sjúkdóm og lentum báðir hjá sama lækninum. Oft höf- um við spjallað um þetta, og stutt hvor annan, yfir kaffibolla. Í sum- ar fékk ég blóðtappa í höfuðið, en því fylgdi svokallað málstol. Er ég kom heim til mín í helgarfrí frá Grensás og eftir útskrift heimsótti Þór mig mjög oft og hleypti í mig kjarki. Tryggð hans við mig var einstök. Þór hafði nýlega veikst alvar- lega, en hafði þó komist yfir það versta, svo vonir stóðu til bata, en þá kom kallið. Þór Hagalín var þannig gerður að hann vildi leysa hvers manns vanda. Tímaskortur var ekki til í hans huga, ef leysa skyldi einhver mál var bara vakað yfir þeim fram á nótt. En það sem ég vil þakka fyrir að lokum er tryggð hans við mig og mína hér á Eyrarbakka alla tíð. Sigga og fjöl- skylda, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Jón Bjarni Stefánsson. Greiðugur og góður drengur hefur nú kvatt sitt jarðlíf. Maður sem ég gerði í mörg ár miklar kröfur til og dæmdi oft hart fyrir hluti sem við vorum ekki á sama máli með, þegar harkan í sveitar- pólitíkinni náði undirtökunum. Við vorum ekki alltaf á sama máli ég og fyrsti sveitarstjórinn á Eyrar- bakka, Þór Hagalín, en það var sama hvað á gekk í sveitarstjórn- armálunum alltaf gat ég farið á skrifstofu sveitarstjórans viss um að deilur gærdagsins voru Þór Hagalín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.