Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 ✝ Róbert Sigur-mundsson fæddist að Vest- mannabraut 25 í Vestmannaeyjum 13. september 1948. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 8. desember sl. Foreldrar Guð- jóns Róberts eins og hann hét fullu nafni voru Sigurmundur Runólfsson f. 4.8. 1904 á Haust- húsum á Stokkseyri, d. 16.2. 1974 og Ísey Skaftadóttir f. 13. 3. 1911 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 6.6. 1987. Bræður hans voru Heið- mundur f. 23.2. 1935, d. 13.7. 2010, Sólólfur f. 9.4. 1936, d. 7.10. 1943, Ingólfur f. 24.12. 1939 og Arnar f. 19.11. 1943. Róbert kvæntist 25.9. 1971, Svanhildi Gísladóttur frá Siglufirði f. 29.8.1949. Foreldrar hennar voru Gísli Hallgrímsson frá Dal- vík f. 8.11. 1914, d. 9. 9. 1996 og Sigríður Guðlaugsdóttir frá Siglufirði f. 16.6. 1918, d. 5.3. 1992. Börn Róberts og Svanhild- ar eru: 1) Íris, kennari, f. 11.1. 1972, gift Eysteini Gunnarssyni. Sonur hans Gunnar Ingi f. 1985. Börn Írisar og Eysteins, Róbert fóru þau til Bergen í Noregi. Þar hófu þau sinn búskap í janúar 1970 og voru þar við störf í tæpt ár. Eftir heimkomuna til Eyja bjuggu þau um tíma á heimili foreldra hans. Róbert og Svan- hildur höfðu skömmu fyrir gos hafið byggingu á einbýlishúsi við Stóragerði 7 í Eyjum, sem fór undir ösku. Þau fluttu á ný til Eyja haustið 1973 og fljótlega eftir heimkomuna stofnaði hann Trésmiðjuna Börk sem var til húsa fyrstu árin í kjallara á Vest- mannabraut 28. Á þeim tíma var ráðist í byggingu á stóru ein- býlishúsi að Höfðavegi 43b í Eyj- um sem varð þeirra framtíðar- heimili. Árin liðu og þau festu kaup á húsnæði að Kirkjuvegi 10 þar sem hann kom upp trésmíða- verkstæði. Þau keyptu síðan Kirkjuveg 12 og stofnuðu Gall- ery Prýði. Róbert var félagi í Oddfellowstúkunni Herjólfi í Vestmannaeyjum um langt ára- bil. Fyrir nokkrum árum kenndi Róberts sér meins sem við nánari rannsókn reyndist vera MND taugasjúkdómur. Fyrir mann á besta aldri, fullan af starfsorku, var þetta þungbært áfall. Með miklum dugnaði og ósérhlífni og samhentri fjölskyldu var ekki látið hugfallast heldur reynt eftir því sem mögulegt var að njóta lífsins. Útför Róberts fer fram frá Landakirkju í dag, laugardaginn 15. desember 2012 og hefst at- höfnin klukkan 15. Aron f. 1999 og Júnía f. 2006. 2) Hrönn, tannlæknir f. 26. 3 1973, gift Sævari Péturssyni. Sonur hennar Jón Arnar Barðdal f. 1996. Synir Sævars, Þórhallur Helgi f. 1979 og Pétur Darri f. 1983. Dætur Hrannar og Sævars, Ísey f. 2003 og Ísold f. 2007. 3) Telma, fasteignasali f. 27.7. 1978, gift Sigurði Jóelssyni. Dætur þeirra Sara Sól f. 1998 og Arna f. 2003. 4) Ívar, viðskipta- fræðingur, f. 23.3. 1983, í sambúð með Agnesi Kristjánsdóttur. Sonur hans Ísak f. 2002. Dætur Ívars og Agnesar Eva f. 2009 og Arney f. 2012. 5) Víðir, bílasali, f. 25.9. 1984, í sambúð með Heklu Hannesdóttur. Róbert ólst upp ásamt for- eldrum sínum og bræðrum að Vestmannabraut 25 í Vest- mannaeyjum. Róbert lauk sveinsprófi í húsasmíði í Eyjum 1965 og meistararéttindum í greininni fjórum árum síðar. Teningnum var kastað og lífs- starfið ákveðið. Skömmu eftir að Róbert og Svanhildur kynntust Hann pabbi er dáinn. Ég á erf- itt með að trúa því þótt ég hafi vit- að í hvað stefndi. Tíminn er samt aldrei nógu langur. Ég var ekki tilbúin að kveðja en ég fékk samt tækifæri til þess og er óendanlega þakklát fyrir það. Pabbi var vinnusamur, mikill völundarsmið- ur, ofurnákvæmur og vandvirkur. Það sést á öllu því sem hann skilur eftir sig – og þær eru ófáar íbúð- irnar sem hann hefur hjálpað okk- ur systkinum við að gera upp. Þegar ég hugsa til baka eru það sögustundirnar sem fá mig til að brosa. Sjá hann fyrir mér í fullu fjöri – segjandi gamansögur og brandara. Hláturinn sem fylgdi í kjölfarið er mér svo minnisstæð- ur. Samt er langt síðan ég heyrði pabba hlæja síðast því hláturinn var það fyrsta sem sjúkdómurinn tók frá honum. Hann brosti þá bara þeim mun meira í staðinn. Pabbi sagði gamansögur fram á síðasta dag. Þótt hann gæti ekki lengur talað þá gat hann skrifað og fékk okkur systkinin og mömmu til að að brosa á erfiðum tímum – eins og síðustu dagana sem hann lifði. Mér er líka sérstaklega minn- isstætt þegar við vorum nýflutt á Höfðaveginn og pabbi var að vinna öllum stundum. Þá gaf hann sér samt tíma til að lesa fyrir okk- ur systurnar kvöldsögur. Hann las allar þjóðsögur Jóns Árnason- ar og ég man enn – þótt liðin séu 30 ár – hvar við sátum og stemn- inguna sem pabbi skapaði í hvert skipti sem hann las. Hann var jafnspenntur og við fyrir sögunum og það kom fram í miklum tilþrif- um við lesturinn. Þessar minning- ar ætla ég að geyma í hjarta mínu ásamt öllum þeim yndislegu stundum sem við höfum átt saman og öllu því sem pabbi hefur kennt mér í gegnum árin sem er svo mikið. Ég veit að núna er pabbi farinn að segja sögur og hlæja á fallegum stað með sínu fólki sem var farið á undan honum og tekur svo vel á móti honum núna. Guð gefi okkur öllum styrk til að halda áfram. Og pabbi, við systkinin gætum mömmu fyrir þig. Ég elska þig pabbi. Þín Íris. Elsku krútta karlinn minn. Þú varst búinn að vera að búa mig undir að þú færir að kveðja en ég vildi ekki trúa því. Síðasta stundin okkar áður en þú fórst á spítalann þegar ég kom og gaf þér orkute og bauð þér upp á fótabað með söltum og hvítlauk sem átti að styrkja þig og láta þér líða bet- ur. Og fyrir þessa stund verð ég ævinlega þakklát. Ég hef og verð alltaf pabbastelpa, ég er litla stelpan þín. Ég var ekki há í loftinu þegar ég fór að finna fyrir þig sparifötin og bursta skóna þína áður en þú fórst á Oddfellowfundi. Ég sakna þín svo mikið að það er hola í hjarta mínu, þó að ég viti núna að þú ert hlæjandi segjandi sögu og japlar á harðfiski. Yndislegri pabba var ekki hægt að hugsa sér, þakka þér fyrir allar gönguferðirnar upp á tún að skoða fuglana, allan fróðleikinn, skemmtilegu sögurnar og allar samverustundirnar sem við áttum saman. Ég á fullt af yndislegum minn- ingum sem ég held fast í og geymi í hjarta mínu. Og pabbi, ég er að æfa mig í að njóta ekki þjóta. Elsku pabbi, ég elska þig af öllu hjarta. Þín litla stelpa, Telma. Það er sárt að horfa á eftir ein- hverjum sem maður elskar svo mikið. Þá áttar maður sig á því hvað lífið er mikil gjöf og tíminn dýrmætur. Þú varst engum líkur og ég á þér svo margt að þakka. Öll sú ómælda trú sem þú hafðir á mér var dýrmætasta veganestið sem þú gast gefið mér út í lífið. En lífið er breytingum háð eins og þú sagðir alltaf … en það er erfitt og maður neyðist til að þroskast og horfast í augu við breytingarnar og sætta sig við að lífið verður aldrei eins og það var. Lífið er á endanum ekkert nema samsafn augnablika og minninga, er ég mjög þakklát fyrir allar góðu minningarnar sem ég á um þig, þær tekur enginn frá mér. Mér finnst ég ótrúlega lánsöm að hafa átt þig sem föður og verð endalaust þakklát fyrir okkar tíma. Elska þig af öllu hjarta, pabbi. Þín Hrönn. Elsku pabbi, mig langar að minnast þín með þeim sömu orð- um og afi Mundi minnist föður síns: Í dag er bjart á himnum uppi en sorgar ský hér jörðu á faðir minn sem oft mér lyfti og rétti hendi störfin á nú hann horfinn mér og öðrum í grafardjúp með sorgar orðum jeg þakka þjer þær mörgu stundir er við saman vorum hér og alltaf sem þú stöðugt mundir heilræðin að segja mér nú kveð jeg þig það er hinsta stundin með heilu hjarta á Drottins fundinn. (Sigurmundur Runólfsson) Pabbi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér, ég elska þig af öllu hjarta og ég veit að þú verður alltaf með mér. Þinn Ívar. Elsku Róbert, ég varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að kynn- ast þér og verða hluti af þinni stór- brotnu fjölskyldu. Frá fyrstu kynnum tókstu mér með svo opn- um örmum og hlýju að mér leið strax eins og hluta af fjölskyldu ykkar, barni númer sex. Þó svo að árin sem ég fékk með þér séu ekki ýkja mörg þá eru þau í minning- unni svo miklu fleiri sem hlýtur að bera merki þess hversu samheldin fjölskylda þín er og hver einasta stund gripin til að eiga saman. Þú varst dugnaðarforkur og varst alltaf að. Ef ekki að vinna þá að hjálpa börnunum þínum að standsetja íbúðirnar, búa til gard- ínur og dytta að. En þú kunnir líka að slappa af og þá var jarðarberja- og vanilluís í skál oftar en ekki með í för. Mér er alltaf minnisstætt þegar ég kynntist Ívari hvað hann hafði mikla þekkingu og áhuga á fugl- um. Hann vissi hreinlega allt um fugla. Hann sagði mér frá því þeg- ar þið feðgar fóruð saman í fugla- skoðunarleiðangur, láguð í fjalls- hlíðum með kíki og könnuðuð atferli fuglanna. Ég áttaði mig ekki alveg á þessu áhugamáli ykk- ar og fannst þetta frekar fyndið. Ég er heppinn að hafa átt þig sem tengdapabba og Eva og Arn- ey voru lánsamar að fá tækifæri til að kynnast þér og njóta nærveru þinnar, þó alltof stutt væri. Með virðingu og þakklæti kveð ég þig núna, elsku Róbert. Það er sárt og verður sárt áfram fyrir okkur öll, en við erum vel nestuð af því sem þú gafst okkur. Minn- ing þín mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Þín tengdadóttir, Agnes. Elsku afi Róbert. Þú varst allt- af að gera eitthvað skemmtilegt með mér eða okkur krökkunum þegar við fórum í Hemru saman. Það var alltaf svo gaman að vera með þér þar. Ég man þegar við gerðum bát til að sigla á ánni þar. Þú kenndir mér líka svo margt um fuglana. Við fórum svo oft upp á tún að skoða fuglana og hreiðrin. Við fórum líka oft saman upp á Helgafell. Við fórum líka oft sam- an niður í búð að brasa eitthvað saman. Það var svo gaman. Þú varst alltaf svo góður við mig. Þú kenndir mér að teikna með ömmu og að tefla. Við tefldum oft saman. Það var svo gaman. Ég á eftir að sakna þín mikið, elsku afi minn, en ég veit að þú verður alltaf hjá mér, sérstaklega þegar ég verð að tefla, þá hjálp- umst við að, ég veit það. Guð geymi þig. Kveðja, kóngurinn hans afa, Ísak Elí. Afi minn var góður og alltaf til staðar. Hann var mikið jólabarn og góður við menn og dýr. Hann var hugulsamur og góður og tryggur vinur. Hann gerði eitt- hvað með okkur sem tengist nátt- úrunni og dýrum, t.d. þegar við öll frændsystkinin fórum að bjarga lundapysjum í Eyjum og komum heim með eina sem var skírð Lilla litla lundapysja, það var ævintýri. Ég elska þig, afi. Þín Ísey. Góður drengur kveður eftir erf- iða baráttu við illvígan sjúkdóm. Félagslyndur, glaðlyndur og spaugsamur Eyjapeyi með fast- mótaðar skoðanir, elskandi eigin- maður, faðir og afi hefur um árabil ekki mátt mæla vegna lömunar í talfærum. Sístarfandi smiður, gæddur næmi og eiginleika lista- mannsins, er hægt og bítandi sviptur mættinum til að stunda iðn sína og framleiða fagurt hand- verk, jafnframt því að teikna og mála myndir af listfengi og smekkvísi. Náttúrubarnið sem hugfangið leiddi afabörnin um Stapatún, einstakt kjörlendi mó- fugla og fjölbreytts lággróðurs rétt handan lóðarmarka heimilis- ins í Eyjum, er kallað heim af velli í þann mund sem um hægist í hvunndagsstritinu og aukið rými fyrir margvísleg hugðarefni er í sjónmáli. Það er falleg tilviljun að á dánardægri Róberts samþykkir Náttúrustofa Suðurlands friðun Stapatúns fyrir ágangi hrossa, friðun sem hann hafði barist öt- ullega fyrir árum saman vegna ofangreindra eiginleika þess. Hvað það hefði glatt Róbert að fá litið þann pappír augum. Uppgjöf var ekki valkostur hjá Eyjapeyja með skapgerð og upp- lag Róberts. Þegar líkamskraftar dvínuðu tókst hann á við nýja tækni af þrautseigju og einbeit- ingu, opnaði fésbókarsíðu þar sem hann viðraði skoðanir sínar á mönnum og málefnum og svaraði fullum hálsi þegar svo bar undir. Fésbókarvinum veitti hann einnig aðgang að dýrmætum fjársjóði ljósmynda. Fyrir þann fjársjóð verður seint fullþakkað. Ekki verður skilið við minningu Róberts án þess að nefna Svan- hildi, ástina hans, sálufélaga og samherja í blíðu og stríðu. Sam- hent byggðu þau upp fyrirtæki sitt, Gallerí Prýði, sem bauð fjölbreytt úrval gjafavöru og listaverka, auk ýmiskonar þjónustu listasmiðsins sem hafði aðsetur bakatil og nostr- aði við innrömmun eða önnur verk- efni um leið og hann bauð gestum og gangandi upp á veitingar og stundum snörp skoðanaskipti. Frammi í búð stóð Svanhildur með glaðlegt viðmót og óþrjótandi þjón- ustulund. Fljótlega varð verslunar- húsnæðið fýsilegur kostur fyrir listamenn, Eyjamenn sem aðra, er vildu halda sýningar á verkum sín- um. Hikuðu hjónakornin þá ekki við að pakka saman öllu lauslegu og breyta búðinni sinni í sýning- arsal yfir helgi eða lengur enda áhugi á list, og smekkvísi í þeim efnum, sameiginleg báðum. Um það hugðarefni vitnar einnig gest- kvæmt og glæsilegt heimili við Höfðaveginn. Þar er líka, rétt eins og í Prýði, hverjum sem lítur inn fagnað af fölskvalausri gleði og rausn. Róbert mágur minn kveið ekki dauðanum enda trúði hann stað- fastlega á framhald að loknu þessu jarðlífi. Sú bjargfasta sann- færing hans mun án efa létta ást- vinum sorgina og leiða fjölskyld- una í gegnum hátíðisdagana sem framundan eru, daga sem vissu- lega færa okkur fyrirheit um bjartari tíð. Megi almættið styðja ykkur og styrkja á þeirri vegferð, elsku Svanhildur og fjölskylda. Ó, sláðu hægt mitt hjarta og hræðstu ei myrkrið svarta. Með sól og birtu bjarta þér birtist vor á ný. (Steinn Steinarr) Minningin um mætan mann og góðan dreng mun lifa. María Vilhjálmsdóttir og fjölskylda. Frábær maður er nú fallinn frá eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Ég hef þekkt Róbert alla mína ævi enda búinn að vera inni á gafli hjá honum og Svanhildi síðan ég man eftir mér. Heimili þeirra hjóna var öllum opið og allir velkomnir enda var þar spilað og leikið endalaust. Ég minnist Róberts fyrir frá- bærar sögur og leiktilburði en alltaf þegar maður hitti hann þá sagði hann manni góðar sögur af kynlegum kvistum og skemmti- legum atvikum enda vissi hann að það eru kvistirnir, sem gera lífið skemmtilegra og það gerði Róbert líka á sinn einstaka hátt. Hans verður sárt saknað af öll- um þeim sem fengu tækifæri til að kynnast honum. Svanhildur, Íris, Hrönn, Telma, Ívar, Víðir og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur á erfiðum tíma. Magnús Sigurðsson. Kveðja til Róberts. Fagur fugl floginn á braut til Eyjunnar sinnar fögru, lítur yfir farinn veg má hann vera stoltur. Afkomendur glæstir. Dagsverkin eru æði mörg, hamar á lofti, pensilstroka á striga eða stafur á blaði, allt verður að meistaraverki. Ástin situr eftir hnuggin, en senn kemur sólin með birtu og von í hjarta. Fugl syngur á grein, blóm lifna, en við þá sýn hefði Róbert líkað. Veit ég það nú að allir fuglar himins munu syngja fyrir þig himnasönginn bjarta. Elsku Svanhildur, börn, tengdabörn og barnabörn, okkar dýpstu samúðarkveðjur, ykkar vinir og nágrannar, Ellen og Úlfar. Róbert Sigurmundsson var Eyjamaður í húð og hár sem vildi hvergi annars staðar búa. Hann var kunnugur sögu Eyjanna, safn- ari og naskur ljósmyndari. Nátt- úru- og listunnandi maður sem fór vel með og hafði gott vald á ís- lenskri tungu. Kunningsskapur þróaðist í vináttu og Róbert og Svanhildur voru samhent hjón og góðir vinir okkar. „Mine frau“ sagði hann á góðri stundu og var fleygt hjá okkur Hrekkjalómum. Við fengum að kynnast því hvern- ig hann gat á örskotsstundu skellt fram vísu sem hitti í mark og greip stað og stund. Róbert var alla tíð lykilmaður í Hrekkjalómafélaginu og iðaði í skinninu þegar eitthvað stóð til. Róbert var óstöðvandi þegar við undirbjuggum hrekki og síminn logaði, dögum saman. Hugmyndir, vísur og ærslagang- ur. Hann var bæði orðheppinn og hvatvís í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Fjörkálfur og góður félagi sem gaman var að vera með og eiga sem vin. Hann var líka hreinskiptinn og sagði sína mein- ingu hispurslaust. Ég vil þakka honum samtölin mörgu og góðu, ábendingar og hvatningu ekki síð- ur en stundirnar þegar hann tugt- Róbert Sigurmundsson HINSTA KVEÐJA Elsku afi Róbert, við söknum þín mjög mikið og vildum hafa þig hjá okkur og passa þig. Takk fyrir all- ar góðu stundirnar. Við elskum þig, afi. Róbert Aron og Júnía. Elsku afi, líður þér vel? Ég vona að þér líði vel aft- ur. Ég vildi bara spyrja þig. Elska þig. Þín Ísold. Til afa. Ég elska þig meira en allt þú ert besti afi í heimi. Þú ert góður, þú ert frábær, þú ert afi minn og ég elska þig meira en allt. Það er gott að hafa þig sem afa. Þú ert bestur. Engillinn hans afa. Arna. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.