Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 51
aði mig til. Hann var heiðarlegur vinur og samtölin sem enduðu snöggt voru gleymd þegar við hittumst næst. Þannig er góður vinur, sannur félagi. Hann var snikkari af bestu gerð, vandvirkur smiður og smekkvís í því sem hann gerði og tók sér fyrir hend- ur. Rammaði inn myndir af list og var eftirsóttur sem slíkur af lista- mönnum. Robbi í Prýði var smekkmaður og með jákvæðni og kraftmikilli nærveru sinni náði hann að leiða unga og óreynda listamenn til að sýna verk sín og koma þeim fyrir almenningssjón- ir. Aðstoðaði þá við að hengja upp sýningar og hvatti þá áfram. Þar naut hann sín hvað best og fékk útrás fyrir smekkvísina og næma augað nam punktinn í verkinu. Þá var hann stórskemmtilegur sögu- maður. Sagði sögur af lífskúnstn- erum sem hann hafði kynnst. Hermdi eftir þeim og lét öllum ill- um látum þegar mest gekk á. Hló mikið og sló sér á lær. Þeir löð- uðust að honum alls konar fírar og ekki síður þeir sem sóttu í fé- lagsskap hans til að auðga og hressa upp á sálina og lífið. Það var fjör að vera í kringum Robba og sjaldnast lognmolla þar sem hann var. Hlátrasköll og gleði, stríðni og strákapör, vísur og hörð skot. Þannig var Robbi og þannig ætla ég að muna þann góða dreng. Það var góð stund sem við átt- um saman föstudaginn 7. desem- ber sl. á Borgarspítalanum. Ég sat við hliðina á gömlum vini sem háði stríð við illvígan sjúkdóm. Hélt í hönd hans og sagði honum frá viðburðaríkum dögum og vik- um. Frá heimsókn minni til frændfólks hans á Lækjarbakka í Mýrdal. Sló á létta strengi og reyndi að hafa samveruna á þeim nótum sem við vorum vanir í ára- tuga vinskap okkar. Hann gaf mér merki um ánægju sína með því að herða aðeins á handabandinu. Þrátt fyrir að handtakið væri veikt og augun brostin fann ég samt fyrir gömlu góðu stemning- unni, hún sveif yfir okkur eins og áður. Við áttum góða stund saman og ég kvaddi Róbert með kossi á kinn. Við vottum Svanhildi, börnum og barnabörnum, bræðrum hans og fjölskyldum þeirra samúð. Ásmundur Friðriksson og Sigríður Magnúsdóttir. Kær vinur okkar, Róbert Sig- urmundsson, er látinn, langt um aldur fram. Við kveðjum hann með söknuði en minnumst jafn- framt kynna okkar með mikilli ánægju. Þegar við fluttumst með öllu ókunnug til Eyja tóku þau Svanhildur og Róbert okkur opn- um örmum í bókstaflegri merk- ingu. Róbert rak Gallerý Prýði og vann öll verk með sínum sérstaka hætti; vandvirkni, hugkvæmni, áhuga og svo auðvitað með hæfi- legri bið á afgreiðslu. Honum þótti gaman að hitta fólk, sagði sögur, hlustaði eftir frá- sagnamolum og fannst sérstak- lega ánægjulegt að hitta þá sem geta kallast kvistir í mannlífs- trénu, en hann sjálfur var kannski svolítið þannig. Það var alltaf skemmtilegt að hitta hann, glettn- in var ávallt skammt undan og færri náðu frægu Eyjamönnunum betur en hann, því eftirherma var hann með þeim betri. Allir urðu að hafa sitt viðurnefni og ef ekki var það smíðað á staðnum. Eitt sinn þegar við gistum í Tunguseli þurftum við að bíða meðan spila- vistin stóð fram til miðnættis. Þar sem við biðum í eldhúsinu kom einn af spilamönnunum til okkar og afsakaði þetta og sagði að spilið hefði tafist þar sem þau þurftu að hafa einn blindan. Þá varð Róbert að orði að hann kallaði það bara gott hjá honum að vera samt með í vistinni. Að þessu tilsvari hló hann manna mest eftir á. Róbert sat sannarlega sjaldan með hendur í skauti og var ávallt störfum hlað- inn og komst þó ekki yfir allt sem hugur hans ráðgerði. Hann var dverghagur á allar smíðar og lék efnið í höndunum á honum. Þegar við síðar ákváðum að byggja sum- arhús í Skaftártungu þá nutum við Hemruskógamenn svo sannarlega verkkunnáttu hans og lagni þegar hann galdraði fram hverja kosta- smíðina á fætur annarri og í dag ber húsið því fagurt vitni. Það var gott að eiga Róbert að vini, hann var mikill náttúruunn- andi og fórum við í ófáar göngu- ferðir, sem hann kallaði alltaf „fuglaskoðun“ og búa drengirnir okkar enn að þessum áhuga. Stundum benti hann á fallegt sól- arlagið út við Eyjasund og sagði: „Sjáið colorið strákar.“ Hann varð miður sín um árið þegar breyta átti fuglasvæðinu við flugvöllinn í úthaga fyrir hesta og sást þá hversu einbeittur hann gat orðið er hann vann málum sínum fram- göngu. Um leið og við kveðjum vin okkar Róbert sendum við Svan- hildi okkar innilegustu samúðar- kveðjur sem og öllum afkomend- um þeirra og ættingjum. Guð veri með ykkur öllum. Veistu ef þú vin átt þann er þú vel trúir og vilt þú af honum gott geta. Geði skaltu við þann blanda og gjöfum skipta, fara að finna oft. (Úr Hávamálum) Karl Gauti Hjaltason og Sigurlaug Stefánsdóttir. Fallinn er nú frá góður vinur, Róbert Sigurmundsson, langt um aldur fram. Vinátta okkar hefur staðið um langt árabil en fyrir um fimmtán árum stofnuðum við félagið Hemruskóga ehf. ásamt fleiri fé- lögum með það að markmiði að byggja sumarhús á landi sem fé- lagið hafði fjárfest í. Við þessi tímamót urðum við enn nánari vinir. Síðar hófum við byggingu á sumarhúsinu okkar í landi Hemru og varð Róbert sjálfskipaður byggingarstjóri. Róbert stjórnaði og stýrði verkinu að öllu leyti því vandvirkari smið er vart að finna. Það hefur margt verið brallað í Hemru öll þessi ár sem bygging sumarhússins hefur staðið yfir. Ómissandi þáttur í vinnuferðum austur í Skaftártungur var að heimsækja bændur í sveitinni sem við kynntumst á byggingartíman- um og mynduðust við þá sterk vinabönd. Ógleymanlegar eru einnig ut- anlandsferðirnar tvær sem við hjónin fórum með þeim Róberti og Svanhildi enda yndislegir ferðafélagar þar á ferð. Róbert var mikill völundar- smiður og rak um árabil trésmíða- verkstæði og síðar verslunina Prýði. Þangað var gaman að koma í kaffispjall og sögustundir en Ró- bert var mikill sögumaður. Það verður tómlegra að fara í vinnuferðir austur í Hemru þegar Róberts nýtur ekki lengur við. Mikil ábyrgð mun hvíla á okkur félögum hans að ljúka við húsið og um leið heiðra minningu látins fé- laga. Síðustu árin voru Róberti erfið sökum veikinda en samt var hugurinn alltaf hjá okkur félögun- um og hann hvatti okkur áfram í þeim framkvæmdum sem yfir stóðu nú síðustu misserin. Það er stórt skarð höggvið í hóp okkar Hemrufélaga en mestur er þó missir fjölskyldunnar sem var honum mikils virði. Ég vil fyrir hönd okkar Guð- bjargar senda Svanhildi og fjöl- skyldunni allri innilegar samúðar- kveðjur og óska þess að algóður guð styrki þau og verndi um ókomin ár. Haraldur Óskarsson. HINSTA KVEÐJA Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðarströnd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Elsku bróðir minn. Þú varst orðinn þreyttur. Þökk fyrir allt og allt. Kæra Guðrún mágkona mín, þakka þér fyrir alla umhyggjuna í veikindum bróður míns. Elsku börnin ykkar, Albert, Eðvald, Jón- as og Hólmfríður og fjöl- skyldur, ykkur öllum sendi ég samúðarkveðjur og bið ykkur blessunar Guðs. Elsa. ✝ Geir Christen-sen fæddist í Árnagerði, Búð- um, Fáskrúðsfirði, S-Múl. 10. júní 1927. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands á Selfossi 9. desember 2012. Foreldrar hans voru Jónína Guð- mundsdóttir Christensen, f. 1898, d. 1968 og Evald Chris- tensen, f. 1905, d. 1984. Systur Geirs: María, f. 1932, d. 1934 og Elsa, f. 1935, gift Svavari Lárussyni, f. 1930. Geir kvæntist Guðrúnu Eð- valdsdóttir frá Mjóafirði 1961. Foreldrar hennar voru Eðvald Jónsson, f. 1904, d. 1964 og var Hjördís Sigríður Alberts- dóttir og eignuðust þau Albert Ómar Geirsson, f. 1950, kvæntur Sigríði Júlíusdóttur, f. 1948. Börn þeirra: Júlíus Al- bert, f. 1974, Ari Páll, f. 1976, Hjördís Sigríður, f. 1980 og Kjartan Árni, f. 1985. Lang- afabörn Geirs eru 16. Geir ólst upp á Norðfirði. Lærði rafvirkjun í Iðnskóla Reykjavíkur, síðar á samning hjá Jónasi Ásgrímssyni og lauk meistaraprófi í rafvirkj- un. Geir starfaði við iðn sína á Austfjörðum á yngri árum. 1956 flutti hann til Reykjavík- ur og starfaði fyrst hjá Finni Jónssyni rafvirkjameistara, síðan hjá SÍS Raftækjadeild. En lengst af starfaði hann hjá RÚV, sem útsendingarstjóri og þáttagerðarmaður. Útför Geirs verður gerð frá Skálholtsdómkirkju í dag, 15. desember 2012, kl. 14. Hólmfríður Ein- arsdóttir, f. 1912, d. 1994. Börn Geirs og Guðrúnar eru : 1) Eðvald, f. 1957, kvæntur Hólmfríði Kol- brúnu Sigmars- dóttur. Börn þeirra: Hólmar Þór, f. 1978, Ævar Freyr, f. 1983 og Guðrún Ýr, f. 1988. 2) Jónas, f. 1961, kvænt- ur Hafdísi Dögg Hafsteins- dóttur, f. 1964. Börn þeirra: Trausti Geir, f. 1990 og Dag- mar Elsa, f. 1993. 3) Hólm- fríður, f. 1962, gift Steinari Ástráði Jensen, f. 1957. Fóst- urdóttir þeirra er Gabríela Mist, f. 1995. Fyrri kona Geirs Við kvöddumst föstudags- kvöldið 8. des. og ég sagði honum að við Eðvald myndum koma aftur til hans á sunnu- daginn. Ok, sagði hann, takk fyrir komuna. Það sem var sérstakt við kveðjuna hans þetta kvöld, var að hann var ekki vanur að kveðja okkur á þennan hátt. Hann var vanur að nota öf- ugmæli og segja, takk fyrir komuna, þegar hann kvaddi og fór. En sunnudagurinn sem var einstaklega fallegur á Suður- landinu var ekki heimsóknar- dagur til tengdapabba eins og ráðgert hafði verið. Hann var sorgardagur. Ég var ekki gömul þegar ég hitti Geir tengdapabba minn fyrst, aðeins 17 ára stelpa. Það var haustið 1973. Á svo löngum tíma hefur margt gerst og margs er að minnast. Geir tengdapabbi átti móður sem kom af Austurlandi og föður sem kom frá Danmörku. Af báðum ættarslóðum sínum var hann mjög stoltur og elsk- aði að fræða okkur sem yngri erum um ættir sínar og upp- runa. Aðstæður þær sem hann og ég tali nú ekki um forfeður hans ólust upp við. Hann var víðlesinn, og hafði gaman af því að segja okkur frá því sem hann var að lesa hverju sinni. Ævisögur og alls- lags mannlífsfrásagnir voru hans uppáhald. Hann las Laxnes, Þórberg og Bólu Hjálmar aftur og aft- ur. Ófáar stundirnar hefur hann sagt mér frá og frásagn- argleði hans var svo mikil að oft fannst mér eins og ég væri búin að lesa hluta bókanna sem hann var með hverju sinni. Þá fóru börnin barnabörnin ekki varhluta af lestraráhuga afa síns, aldrei var það svo að afi Geir kæmi í heimsókn að hann ekki færi inn í herbergi með unga fólkinu á heimilinu og læsi sögu. Undanfarin ár hefur heilsan verið að stríða honum og kom- ið í veg fyrir að hann kæmist mikið út á meðal fólks, sem þó var hans yndi lengi framan af ævinni. Ef hann hafði bók, útvarpið sitt og vindil þá var hann sátt- ur. En gladdist alltaf þegar einhver leit inn. Hann hafði alltaf gaman af að hitta fólk. Hann var skýr í hugsun fram á síðasta dag og frétt- irnar varð hann alltaf að heyra. Það var einstakt að fylgjast með honum slá á takk- ann á útvarpstækinu sínu, á slaginu. Hlustaði á yfirlitið og greindi það sem var nýtt og sló svo í takkann aftur og slökkti. Ekkert verið að eyða tímanum í að hlusta á það sem ekki skipti máli. Orðið „Jæja“ fékk sterka merkingu eftir að ég kynntist tengdaföður mínum. Hann sagði alltaf jæja þegar honum fannst komið nóg. Tími til að fara heim, tími til að stoppa eða? Þá sagði hann bara jæja. Elsku tengdapabbi „jæja“ nú er komið að leiðarlokum í bili og heimsóknirnar og spjallstundirnar okkar verða ekki fleiri. Ég þakka fyrir mig, allt sem þú kenndir mér og fræddir mig um. Elsku Guja, Eðvald, Jónas, Hólmfríður, Albert og Elsa. Megi góður Guð gefa ykkur, styrk á þessum sorgartíma. Gefa okkur gæfu til að varð- veita það góða úr ferðalagi ykkar og okkar með Geir tengdapabba. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Hólmfríður K. Sigmarsdóttir. Geir Christensen MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir og tengdadóttir, INGIBJÖRG ERLA JÓSEFSDÓTTIR, Þrastarási 16, Hafnarfirði, sem andaðist á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 10. desember, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 18. desember kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar Landspítalans við Hringbraut. Torfi Karl Antonsson, Jósef Trausti Magnússon, Sarah Knappe, Sveinhildur Torfadóttir, Rodolfo Varea, Erla Hjördís Torfadóttir, Alexander Birgir, Rakel Anna, Natan Oliver, Maximiliano Andrés, Aðalheiður Helgadóttir, Sveinhildur Torfadóttir. ✝ Hjartans þakkir fyrir samúð, vináttu og hlýhug okkur sýndan vegna andláts móður okkar, MARÍU DALBERG. Stefán Dalberg, Magnús Rúnar Dalberg, Ingibjörg Dalberg, tengdabörn og aðrir afkomendur. Ástkær eiginmaður minn, bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, STANISLAS BOHIC landslagsarkitekt, Grettisgötu 22, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 12. desember. Minningarathöfn um hann verður haldin í Fossvogskirkju miðvikudaginn 19. desember klukkan 15.00. Ragnhildur Kjeld, Yvan Bohic, Nathalie Delmas, Friðrik Bohic, Ásthildur Björgvinsdóttir, Arnór Bohic, Paola Cardenas, Anna Andrea Kjeld, Haukur Guðmundsson, Heba Eir Kjeld, Halldór Sturluson, Finnbogi Fannar Kjeld, Helgi Snær Kjeld og barnabörn. ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, sonur, stjúpi, afi, bróðir og mágur, INGVAR RAGNAR HÁRLAUGSSON, sem lést mánudaginn 10. desember verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju þriðjudaginn 18. desember kl. 14.00. Svala Hjaltadóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson, Íris Björg Helgadóttir, Aníta Ósk Einarsdóttir, Helga Guðrún Þorbjörnsdóttir, Guðrún S. Hárlaugsdóttir, Kristján Kristjánsson, Guðmundur Hárlaugsson, Margrét Ragnarsdóttir, Elín M. Hárlaugsdóttir, Garðar Sigursteinsson og fjölskyldur. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HANNES INGIBERGSSON íþróttakennari, sem lést sunnudaginn 9. desember verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 17. desember kl. 13:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Skjóls. Laufey Bryndís Hannesdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Hjördís Hannesdóttir, Hannes Gunnar Sigurðsson, Þórir Kjartansson, Áslaug Pálsdóttir, barnabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.