Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 56
56 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Þetta verður lágstemmdur dagur, ég fer í fótbolta með vinummínum um morguninn og fer svo í árlegan bröns á Gráa kött-inn, svo ætla ég að eyða því sem eftir lifir dags með syni mín- um og kærustu,“ segir afmælisbarn dagsins, Bjarki Fannar Atlason sem í dag fagnar þrítugsafmæli með syni sínum Funa Frey, 7 ára og kærustu, Írisi Sif Ragnarsdóttur. Aðspurður hvernig áfanginn legg- ist í hann segist Bjarki ekki viss „Það er í raun að renna upp fyrir mér núna, þegar ég ræði það í símann, að ég sé í raun að verða þrí- tugur á morgun,“ segir Bjarki Fannar, sem er grafískur hönnuður að mennt og starfar hjá hönnunarstofunni Döðlum. Hann ber starf- inu vel söguna. „Þetta er skapandi vinna og ég fæst við fjölbreytt verkefni. Þar má nefna auglýsingahönnun, snjallsímaöpp og ýmis- legt fleira bland í poka,“ segir Bjarki Fannar. Hann er mikill sæl- keri, og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur þegar kemur að afmælismáltíðum. „Ég hef gert það að vana að gæða mér á því sem kallast Trukkurinn á matseðli Gráa kattarins á afmæli mínu. Það er rosalegur réttur sem inniheldur meðal annars fjall af pönnu- kökum með sírópi og beikoni. Um kvöldið er svo óljóst hvað verður á boðstólum en mamma eldar áreiðanlega eitthvað gott. Ég var bú- inn að panta djúpsteiktan skötusel, en mamma er sannkallaður lista- kokkur,“ segir Bjarki Fannar. gudrunsoley@mbl.is Bjarki Fannar Atlason þrítugur „Það er í raun að renna upp fyrir mér núna, þegar ég ræði það í sím- ann, að ég sé að verða þrítugur á morgun,“ segir Bjarki Fannar. „Pantaði djúp- steiktan skötusel“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Gullbrúðkaup Edda Hinriksdóttir og Bragi Ásgeirsson eiga fimmtíu ára brúðkaupsafmæli í dag, 15. desember. Þau fagna deg- inum með fjölskyldu sinni. I ndriði fæddist á Siglufirði 15.12. 1927, ólst þar upp fyrstu árin og hefur alla tíð borið stekrar taugar til æskustöðvanna. Hann var tæplega átta ára er hann missti móður sína, fór ungur að vinna fyr- ir sér, stundaði nám við MA og lauk þaðan stúdentsprófi 1948, lauk embættisprófi í lögfræði frá HÍ 1954 og öðlaðist hdl.-réttindi 1958. Forstjóri Skeljungs 1971-90 Indriði var fulltrúi hjá Samein- uðum verktökum á Keflavíkur- flugvelli 1955-57, starfrækti lög- fræðiskrifstofu í Reykjavík 1957-59, var jafnframt fram- kvæmdastjóri löggiltra rafvirkja- meistara 1957-58 og Meist- arasambands byggingamanna frá stofnun 1958-59, var fulltrúi for- stjóra Olíufélagsins Skeljungs 1959-71, var forstjóri Skeljungs hf. Indriði Pálsson, fyrrv. forstjóri Skeljungs - 85 ára Á æskuslóðum Indriði fæddist á Siglufirði og ólst þar upp fyrstu árin. Hann hefur alla tíð síðan haft sterkar taugar til staðarins en hér er hann í fjallshlíðinni fyrir ofan bæinn og horfir með velþóknun yfir fornar slóðir. Siglfirðingur með farsælan feril að baki Barnabörn: Talið frá vinstri: Ingibjörg, Indriði, Halldór og Elísabet. Þorbjörn Jóhann Sveinsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, er sextug- ur í dag, 15. des- ember. Þorbjörn fæddist í Hafn- arfirði. Eiginkona hans er Bergdís Sveinsdóttir og eiga þau fjögur börn. 60 ára Árnað heilla Elísabet Reykdal á Setbergi við Hafn- arfjörð verður hundrað ára 17. desember næst- komandi. Af því til- efni býður hún ættingjum og vin- um að fagna með sér þessum merku tímamótum í Frímúrarahúsinu við Ljósatröð í Hafnarfirði á afmælisdag- inn, kl. 17. Elísabet afþakkar allar gjaf- ir en það mundi gleðja hana að sjá sem allra flesta. 100 ára „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Litríkar, hagnýtar, fíngerðar, óbrjótandi, fallegar, spennandi, endingargóðar, mjúkar, skemmtilegar... Alls konar jólagjafir fyrir þá sem þú þekkir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.