Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.12.2012, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2012 Bíla- og vélavörur ...sem þola álagið! Það borgar sig að nota það besta! Viftur HjólalegusettKúlu- og rúllulegur Hemlahlutir Hjöru- og öxulliðir Stýrisendar og spindilkúlurViftu- og tímareimar Kúplingar- og höggdeyfar th or ri@ 12 og 3. is /3 1. 31 3 www.falkinn.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Lífið er ævintýri, kúnstin er bara að kunna að lifa því með réttu hugarfari. Minntu sjálfan þig á að ástríkt samtal við ungan ein- stakling getur haft mikil áhrif á þroska hans. 20. apríl - 20. maí  Naut Ýttu frá þér öllum efasemdum um eigið ágæti. Taktu samt lífinu með ró og láttu hlut- ina hafa sinn gang. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þið þurfið ekki að láta eins og eng- um líki við ykkur. Það er hin mesta firra. Jólin koma þótt ekki sé búið að þurrka af öllu, mundu það. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú þarft að hafa það á hreinu að eng- inn misskilji skilaboð þín því þá gætu afleið- ingarnar orðið skelfilegar. Börn, gamalmenni og útigangsfólk þarfnast alltaf hjálpar, hvað vilt þú gera til hjálpar? 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Notaðu daginn í dag til þess að pæla í því hvernig þú getur farið að því að deila gleði þinni með einhverjum. Dagurinn hefur ein- kennst af gríðarlegu annríki, þeir næstu verða vonandi rólegri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það hefur ekkert upp á sig að bregð- ast við hlutunum með reiði. Ekki hika við að standa á rétti þínum. Þú gætir nú rétt fram litla putta og hjálpað til. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er hægt að leiða öðrum sannleikann fyrir sjónir án þess að beita ofbeldi. Haltu fjármálum og ást aðskildu því allt hefur sinn stað og stund. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er viturlegra að biðja um hlutina kurteislega en krefjast þeirra með einhverjum þjósti. Þú getur talað um allt við þinn besta vin. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ekkert vit í öðru en að hafa alla hluti á þurru þegar taka þarf ákvörðun í mikilvægu máli. Einhver vinur missti mikið nýlega, hvernig væri að heyra í honum? 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú munt komast að því að hæfi- leikar þínir liggja á mörgum sviðum. Einbeittu þér að því að gera það sem þú gerir best. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér finnst öll spjót standa á þér og ert úrvinda af þeim kröfum sem til þín eru gerðar. Lífið verður svo litlaust ef ekki má að- eins bregða út af vananum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það verður ekki gott að sjá hverjum er treystandi næstu sólarhringana, svo undir- búðu þig vel. Líklega er best að fá háttvísa vog í lið með sér áður en lengra er haldið. Ég hitti karlinn á Laugaveginumá hlaupum yfir Austurvöll. Hann gaf sér rétt tíma til að spjalla, hafði verið að hlusta á umræður um rammaáætlun um vernd og orku- nýtingu landsvæða og hristi höf- uðið yfir ríkisstjórninni: Í dag það er á allra vörum að á svig við lög og rétt pólitískum fingraförum fjölgað hafi jafnt og þétt. Síðan veik hann talinu að því að hann hefði horft á Steingrím J. Sig- fússon í kastljósi á fimmtudags- kvöldið þar sem hann hellti sér yfir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ: Í sjónvarpinu söng og hvein svo að skalf hver raftur: „Nú er gamli góði Stein- grímur kominn aftur.“ Karlinn varð glottaralegur og sagði að botninn væri raunar ekki eftir sig, heldur Vigdísi Hauks- dóttur, þingmann Framsóknar- flokksins. – „hún er skýrmælt og kemst oft vel að orði“. Þetta rifjar upp að Alþýðu- sambandsþing sem kallað var sam- an 25. nóvember 1958, hafnaði ósk Hermanns Jónassonar forsætisráð- herra um frestun á 17 stiga hækkun kaupgjaldsvísitölu. Engin samstaða um úrræði var í ríkisstjórninni en efnahagslegt hengiflug framundan svo að Hermann baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Flatrímari Spegilsins orti: Það fylgdi’enni engin framkvæmd snjöll hún fæddist sem sé hálf-dauð. Og vinstra megin visin öll hún verður að lokum sjálfdauð. Síðan bætir Flatrímarinn við: Fari svo að stjórnin verði hrokk- in upp af, þegar þið lesið þetta, þá getið þið breytt síðustu hending- unni á þessa leið: „hún varð að lok- um sjálfdauð“. Á þeim árum þegar virkjun Grímsár var á döfinni var fundur haldinn austur á Héraði um raf- magnsmál. Hrafn Sveinbjarnarson á Hallormsstað hafði tekið þátt í umræðunum og þegar hann bað enn um orðið og var á leiðinni í ræðustólinn var kallað til hans, að nú skyldi hann tala í ljóðum. Hrafn svaraði um leið og hann sté í ræðu- stólinn: Það er tæpast unnt að yrkja eftir pöntun framan úr salnum. Það er eins og vilja virkja vatn, sem ekki er til í dalnum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Pólitísk fingraför og virkjanir eftir Jim Unger „ÉG FÓR MEÐ EINKUNNASPJALDIÐ Í INNRÖMMUN EN ÞAÐ TÝNDIST ÞAR.“ HermannÍ klípu „ÞETTA ERU BARA SKRIFSTOFUHÚSGÖGN. HVER ÞARF ÞAU? VIÐ EIGUM ENNÞÁ STEFNUMÓTUNARPLAGGIÐ OKKAR.“ eftir Mike Baldwin Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera ætlað að hittast. ÉG ER Í ROSA JÓLASKAPI, EN ÞÚ? HEIMS UM BÓL! JÓLAHJÓL! JÓLASVEINAR EINN OG ÁTTA! ÉG SÁ MÖMMU KYSSA ... ÉG VONA AÐ ÞAÐ FYLGI ENGAR RAFHLÖÐUR MEÐ GJÖFUNUM ÞÍNUM! ÞARNA ER ÚLFLJÓTUR LÖGMAÐUR. VIÐ MÆLTUM OKKUR MÓT. HVER ER ÞESSI STÓRI SEM ER MEÐ HONUM? HANN INNHEIMTIR TÍMAGJALD ÚLFLJÓTS. Víkverji getur ekki annað en dáðst,enn og ný að suðurpólsfaranum Vilborgu Örnu Gissurardóttur. Hvílík og þvílík eljusemi í einni konu er engu lagi lík. Hún heldur áfram og vinnur lít- inn sigur á hverjum einasta degi og fagnar því – eins og vera ber. x x x Viðhorf Vilborgar til ferðalagsinssnart Víkverja á dögunum. Það hefur setið í honum og hann hefur leitt hugann að því í þónokkurn tíma. Vega- lengdin að takmarkinu er ákaflega löng. Viðhorfið sem hún beitir; er að einblína ekki á allan þann kílómetrafjölda sem eftir er, heldur taka einn dag í einu. x x x Valið er milli þess hvort glasið sé hálf-tómt eða hálffullt. Ef Vilborg dreg- ur stöðugt upp mynd af öllu því sem er eftir þá veldur það lamandi áhrifum. Öll þau skref sem hafa verið stigin mega sín lítils sé miðað við skrefin sem á eftir að stíga. Manneskjan virkar agnarsmá í þessu samhengi og uppgjöf er á næsta leiti. x x x Vilborg segist einnig taka hverjumdegi eins og hann kemur og fæst við hann á þeim tímapunkti. Hvorki fyr- ir né eftir að hún er búin að mæta óblíð- um náttúruöflunum. Núið er algjört. Núið sem við nútímamaðurinn tekst alltof sjaldan við, ýmist á undan eða á eftir sér. x x x Vinnan við undirbúning ferðarinnarhefur að sjálfsögðu skilar sér. Hún hefur undirbúið sig andlega til að takast á við þetta. En samt held ég að þrátt fyrir góðan undirbúning þá stendur hún alltaf og fellur með því sem fer fram í núinu. x x x Viðmælendur gefa Víkverja oft og tíð-um mikla gleði. Hvílík forréttindi það eru að fá að tala við þá og bergja af viskubrunni þeirra. Honum finnst Vil- borg vera búin að „fatta“ lífið sem felst í því að undirbúa sig vel undir að ná tak- markinu en takast á við hvern dag með jákvæðni, gleði og viljastyrk. Víkverji veit að hann er tilfinningasamur og skammast sín ekkert fyrir það. víkver- ji@mbl.is Víkverjiskrifar Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálmarnir 103:13)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.