Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.12.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2012 Mannúðarsjónarmið liggja til grundvallar öllum undanþágum sem veittar eru til ríkisborg- araréttar, segir Björgvin G. Sig- urðsson, formað- ur allsherjar- og mennta- málanefndar Al- þingis. Í frum- varpi nefndarinnar um veitingu rík- isborgarréttar, sem lagt var fram á þriðjudag, er lagt til að 38 einstaklingar fái ríkisborgarétt, þar af 13 flóttamenn frá Kólumbíu sem dvalið hafa á Íslandi um nokk- urra ára skeið. „Það eru alltaf einhver mann- úðarsjónarmið á bak við hverja einustu undanþágu sem er veitt. Það er leiðarljósið,“ segir Björgvin. „Þetta er fólk sem er hérna af ákveðnum ástæðum, vegna erf- iðleika annars staðar, og hefur ver- ið hér og fest rætur, börn og full- orðið fólk. Það er alltaf einhver brýn ástæða að baki hverri einustu undanþágu.“ Alþingi var íhaldssamara Björgvin segir að í þeim tilfellum sem fólki sé synjað sé það vegna þess að það hafi ekki uppfyllt ein- hver grunnskilyrði en það sé ekki þar með sagt að umsóknir þeirra verði ekki samþykktar síðar. „Síðustu tvö, þrjú ár hafa þetta verið heldur fleiri [veitingar] en áð- ur. Alþingi var íhaldssamara hér áður fyrr en í tíð þessa Alþingis, því það er þverpólitísk samstaða um þetta, þá hefur fólk verið frek- ar frjálslynt og mannúðarsjón- armið verið ríkjandi í þessu,“ segir Björgvin. Mannúð til grundvallar undanþágu Björgvin G. Sigurðsson Jólasveinar létu sig síga niður Laugarneskirkju og voru svo sannarlega ekki tómhentir þegar niður var komið því þeir afhentu Hjálparstarfi kirkjunnar myndarlega peningagjöf sem er hluti af veltu Jólasveinaþjónustu Skyrgáms. Sigu sælir niður turninn Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólasveinar létu sig síga niður turn Laugarneskirkju Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hækki álögur á bílaeldsneyti eins og lagt er til í bandorminum, frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum, mun bensínlítrinn hækka um 3,77 krónur um næstu áramót, að mati FÍB. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, telur að dísilolía muni hækka eitthvað svipað. Með elstu bílum í Evrópu FÍB lýsir áhyggjum sínum af aldri íslenska bílaflotans í umsögn um bandorminn. Félagið telur eðlilegt að lækka alla vörugjaldaflokka bíla til þess að tryggja eðlilega endurnýj- un bílaflota heimilanna, enda sé með- alaldur bíla hér mun hærri en í sam- anburðarlöndum í Evrópu. „Um helmingur fólksbíla er 10 ára og eldri. Þetta hlutfall er áhyggjuefni þar sem nýjustu bílarnir eru best búnir öryggistækjum og verja þar með ökumenn, farþega og aðra veg- farendur mun betur en eldri árgerð- ir. Það er einnig staðreynd að nýrri árgerðir fólksbifreiða eru mun neyslugrennri á eldsneyti og þar með minna mengandi en eldri ár- gerðir. Bílar framleiddir eftir árið 2007 eyða að meðaltali 25% minna eldsneyti en eldri árgerðir. Með ör- ari endurnýjun bílaflotans er verið að vinna að auknu öryggi, heilbrigði og lýðheilsu og einnig að draga úr slysum og draga úr kostnaði við heil- brigðiskerfið,“ segir í umsögn FÍB. Tafla frá ACEA, Samtökum evr- ópskra bílaframleiðenda, sýnir að meðalaldur bíla í Evrópusamband- inu var 8,3 ár árið 2010. Þá voru elstu bílarnir í Eistlandi (12 ára), Finn- landi (11,9 ára) og Slóvakíu (11,5 ára). Ísland er á svipuðum slóðum með 11 ára meðalaldur allra bíla, samkvæmt Umferðarstofu. „Við teljum það orðið tímabært að huga að hækkun á eyðingargjöldum gamalla bíla. Þau eru nú 15.000 kr. Nágrannalöndin hafa mörg gripið til þess ráðs. Það yrði tímabundin ráð- stöfun svo fólk sæi sér hag í að setja úr sér gengna bíla í eyðingu og það yrði hvati til endurnýjunar. Það myndi auka öryggi og umhverfis- hæfni bílaflotans,“ sagði Runólfur. Hár meðalaldur íslenska bílaflotans  FÍB telur að bílaeldsneyti hækki um 3,77 kr. lítrinn um áramót vegna skatta Meðalaldur bíla í árum 12 10 8 6 4 2 0 Eistland 12,0 Finnland 11,9 Slóvakía 11,5 Grikkl. 10,7 Portúgal 10,1 Svíþjóð 9,8 ESB 8,3 Þýskal. 8,3 Frakkl. 8,2 Belgía 8,0 Austurr. 7,5 Bretland 7,3 Ísland 11,0 Írland 6,3 „Mikil aðsókn var í úthlutanirnar í dag [í gær] og ég myndi halda að það væru ívið fleiri sem hafa komið í ár en verið hefur,“ segir Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar. Fyrsta jólaúthlutun Mæðra- styrksnefndar var í gær, að Foss- hálsi 7. Tvær jólaúthlutanir eru eft- ir, í dag og á morgun; föstudaginn 21. desember. Sú síðasta er fyrir þá sem ekki hafa skráð sig. Ragnhildur sagði að flestir þeirra sem höfðu skráð sig í jólaúthlutun hefðu mætt í gær. „Við reynum að halda utan um þetta með skrán- ingum svo við vit- um hvað við höf- um í höndunum,“ segir Ragnhildur. Fjórða jólaúthlutun hjá Fjöl- skylduhjálpinni fór einnig fram í Reykjavík gær. „Þetta er ekki betra í ár. Það komast ekki allir að sem þurfa aðstoð. Þetta er alls ekki gott,“ segir Ásgerður Jóna Flosa- dóttir, formaður Fjölskylduhjálp- arinnar. Ásgerður sagði að úthlutunin hefði gengið vel og margir hefðu fengið sér jólaklippingu í leiðinni. Þeir sem óska eftir að fá jólaút- hlutun geta leitað til fyrrgreindra hjálparsamtaka og skráð sig. thor- unn@mbl.is Fleiri sækja jólaúthlutanir  Mikil aðsókn til Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Skúli Hansen skulih@mbl.is Reykjavíkurborg ber að greiða Frjálslynda flokknum 6,7 milljónir auk vaxta, þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti í gær dóm héraðsdóms Reykjavíkur í máli Frjálslynda flokksins gegn Reykja- víkurborg er varðaði ágreining um hver ætti að fá framlag borgarinnar vegna framboðs til borgarstjórnar. Reykjavíkurborg greiðir fjár- framlag til stjórnmálasamtaka en slíkt framlag er lögbundið sam- kvæmt lögum um fjármál stjórn- málasamtaka og frambjóðenda. Í maí 2006 sótti Ólafur F. Magnússon um framlagið, í umsókn hans kom fram að framboðslistinn væri borinn fram af Frjálslynda flokknum og bæri nafnið F-listi frjálslyndra og óháðra. Borgin greiddi Frjálslynda flokknum 2,8 milljónir í febrúar árið 2007. Í júní 2008, eftir að Ólafur hafði sagt skilið við flokkinn, greiddi borg- in hinsvegar tæplega 3,4 milljónir inn á reikning Borgarmálafélags F- listans sem var undir umráðum Ólafs. Ekki var á það fallist með Reykjavíkurborg að Ólafur hefði haft stöðuumboð til að ráðstafa um- ræddri greiðslu, þá var heldur ekki fallist á að borgin hefði verið grandalaus um að Ólaf skorti heim- ild rétthafa greiðslunnar til þess að ákveða hvert henni yrði ráðstafað og var því borginni gert að greiða Frjálslynda flokknum fjárframlagið. Var viss með niðurstöðuna „Við erum náttúrlega búnir að vera vissir með þessa niðurstöðu lengi, hver hún yrði og það kom álit frá innanríkisráðuneytinu um að leita ætti sátta fyrir löngu, áður en farið var út í þessi dómsmál og mér finnst miður að forystumenn borg- arinnar hafi ekki séð sóma sinn í því að leysa þetta áður en þetta þurfti að fara þessa leið,“ segir Sigurjón Þórðarson, formaður Frjálslynda flokksins, spurður út í fyrstu við- brögð vegna dómsins. Að sögn Sigurjóns mun upphæðin renna til Frjálslynda flokksins en flokkurinn er í dag aðildarfélag að Dögun. „Þessir fjármunir fara nú kannski fyrst og fremst í það að standa skil á skuldbindingum Frjálslynda flokksins.“ Greiða Frjálslynd- um tæpar 7 milljónir  Varðar fjárframlag frá árinu 2008 Ólafur F. Magnússon Sigurjón Þórðarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.